Þjóðviljinn - 07.09.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Page 2
FRÉTTIR Öryrkjar Loksins endurgreiðslur Söluskattur af bílaábyrgðartryggingum loks til endurgreiðslu um miðjan mánuð Það hefur staðið í stappi milii ráðuneyta í allt sumar hvern- ig að þessum endurgreiðslum skyldi staðið, og það var ekki fyrr en seinnipartinn í ágúst að málið komst á rekspöl þrátt fyrir mik- inn eftirrekstur okkar og ann- arra, sagði Helgi Seljan, félags- málafulltrúi Öryrkjabandalags- ins, er hann var spurður hvað liði reglum um niðurfellingu sölu- skatts af bílaábyrgðartrygging- um öryrkja. Stjórnarfylgi Minna og minna Ráðherrarnir í sífelldum minnihluta Stuðningur við ríkisstjórnina í könnunum verður æ rýrari. I könnun sem DV birti í gær fær stjórnin stuðning 40 prósenta þeirra sem tóku afstöðu, en þrír af hverjum fimm teljast andvígir henni. Af úrtakinu öllu eru 33,8 prósent fylgjandi stjórninni, 50,7 prósent á móti, og fáir eru skoðunarlausir, aðeins 15,5 pró- sent. Það vekur athygli að þótt að- eins 40% þeirra sem afstöðu taka styðji stjórnina sögðust rúm 60% styðja einhvern stjórnarflokk- anna í DV-könnuninni. Þegar allt úrtakið er athugað kemur hins- vegar í ljós að stjórnarstuðning- urinn, 33,8% er nánast sá sami og samanlagt fylgi stjórnarflokk- anna, 34 prósent. -m Utanríkisráðuneytið Rússar standi við sitt Á síðasta ári var vöru- skiptajöfnuðurinn við Sovétríkin óhagstœður um 700 miljónir Um 700 miljóna króna við- skiptahalli var á viðskiptum Is- lands og Sovétríkjanna á síðasta ári. Alls nam innflutningur þaðan 2,6 miljörðum á móti 1,9 miljarði sem selt var þangað. í árlegum viðræðum á milli fulltrúa land- anna sem er nýlokið lögðu fulltrú- ar Islands ríka áherslu á að þess- um viðskiptahalla yrði eytt. Helstu útflutningsvörur héðan til Sovétríkjanna eru freðfískur, saltsíld, ullarvörur og lagmeti, en stærsti hluti innflutnings þaðan er olía, bifreiðar og timbur. í við- ræðum á milli fulltrúa íslands og Sovétríkjanna um framkvæmd viðskiptabókunar við viðskipta- og greiðslusamning landanna, en hún gildir frá 1986 til ársloka 1990, lögðu fulltrúar íslands að- aláherslu á að Rússar keyptu það magn sem getið er um í bókun- inni og standi við gerða samninga á kaupum á freðfisk ullarvörum og málningu. -grh l Lagasetning hér að lútandi var samþykkt á Alþingi skömmu fyrir þinglausnir í vor, og var fjár- málaráðuneytinu jafnframt gert að setja reglur um endur- greiðslurnar. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur nú fal- list á að Tryggingastofnun sjái um þessar endurgreiðslur, að feng- num tillögum frá fjármálaráðu- neytinu. Kvaðst Helgi búast við að endurgreiðslurnar gætu hafist um miðjan þennan mánuð. Grænlendingar hafa ákveðið að taka 85 þúsund tonn úr sam- eiginlegum loðnukvóta Norð- manna og Islendinga við Jan Ma- yen. Sjálfir eiga þeir engin loðnu- skip og hafa selt Færeyingum 55 þúsund tonn fyrir 39 miljónir króna og 30 þúsund tonn veiða skip frá ríkjum Efnahagsbanda- lagsins. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- Lárus Ögmundsson í fjármála- ráðuneytinu sagði að reglurnar væru til birtingar í Stjórnartíðind- um, og væri reglugerðar að vænta næstu daga. Lárus sagði að þeir sem hlut ættu að máli - öryrkjar og for- eldrar barna á örorkustyrkjum - gætu þá snúið sér til Trygginga- stofnunar með umsókn upp á endurgreiðsluna, og létu fylgja greiðslukvittanir fyrir bfía- ábyrgðartryggingunni. Upphæð- ráðuneytinu lá þessi ákvörðun Grænlendinga ljós fyrir í vor og hafa þeir leikið svipaðan leik síð- ustu þrjú árin. Hingað til hafa ekki náðst samningar á milli þess- ara þriggja þjóða um skiptingu loðnustofnsins við Jan Mayen, en íslendingar og Norðmenn hafa skipt honum á milli sín þannig að íslendingar veiða 85% af kvótan- um hverju sinni og Norðmenn 15%. in bærist síðan frá stofnuninni í formi póstávísunar. Helgi tók fram að hér væri eng- in almenn greiðsla á ferðinni heldur endurgreiðsla, og því mis- há eftir því hver hlut ætti að máli. í flestum tilfellum nemur upp- hæðin 10 til 15 þúsund krónum, sagði Helgi, og munar miklu fyrir þann býsna stóra hóp sem hér á hlut að máli. Jón sagði að á fundi sjávarút- vegsráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Finnlandi fyrir skömmu hefði verið ákveðið að stefna að sameiginlegum fundi ráðherra landanna í nóvember nk. þar sem skipting loðnukvót- ans yrði rædd og væntanlega næð- ist samkomulag um skiptingu á milli þessara þriggja nágranna- landa á þeim ftindi. -grh Neskaupstaður 77 miljónir á 4 mánuðum Síldarvinnslan hf: Beitir NK hefur með góðum árangrifryst karfafyrir Japansmarkað ísumar. Aflaleysi á loðnumiðunum ókyrrir brœðslumenn Beitir NK 123, skip Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað, hefur frá því í apríl sl. verið á karfaveiðum og fryst aflann um borð fyrir Japansmarkað. Skipið er nýhætt veiðum en á þessum tíma aflaði það fyrir 77 miljónir króna. Að sögn Jóhanns K. Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra verður skipið þrifið hátt og lágt og gert klárt fyrir loðnuvertíðina. Þegar hefur eitt skipa Síldarvinnslunnar hf. Börkur NK 122 hafið loðnu- veiðar en með litlum árangri hingað til. Loðnubræðslan hjá fyrirtækinu er þegar tilbúin að taka á móti loðnu og þó fyrr hefði verið. Þá hafa þrjú önnur skip verið á loðnumiðunum, Hólma- borgin og Jón Kjartansson SU frá Eskifirði og Hábergið GK frá Grindavík. Forráðamenn loðnubræðslna eru eilítið farnir að ókyrrast vegna aflaleysis á miðunum og telja að veiðarnar þurfi að fara að glæðast hvað úr hverju til að verksmiðjurnar geti staðið við fyrirfram gerða samninga um loðnuafurðir. Samkvæmt þeim eiga fyrstu afskipanir að hefjast í næsta mánuði. Verð á loðnuaf- urðum er enn hátt, þótt það hafi aðeins slaknað frá því í sumar þegar það var einna hæst á heimsmarkaði vegna uppskeru- brests á soyabaunum í Bandarikj- unum í kjölfar þurrka. Hingað til hefur loðnan verið vart veiðanleg úti fyrir Norðvest- urlandi. Hún hefur staðið of djúpt og verið of dreifð til að hægt hafi verið að veiða hana en vonandi stendur það til bóta. -grh HS Loðnuafurðir hafa hækkað í verði vegna uppskerubrests í Ameríku. Grænland Skammta sér sjálfir Taka 85þúsund tonn úr loðnustofninum við Jan Mayen. Sjávarútvegsráðuneytið: Hafa leikiðþennan leik síðustuþrjú ár Kvótaskattur Hugmyndinni illa tekið Hugmyndfjármálaráðherra um að selja veiðileyfifyrir 700 miljónir alls staðar mótmœlt. Á sama tíma ogstjórnvöld íhuga leiðir tilað minnka skattheimtu ísjávarútvegi leggurJón Baldvinframhið gagnstœða Sem íslendingi finnst mér sjálf- sagt að við fáum eitthvað fyrir fískinn í sjónum, en það er mér hins vegar hulin ráðgáta hvar á að taka þessa peninga fyrir veiði- leyfín, eins og staðan er í dag. Ég hélt að það ætti að hjálpa sjávar- útveginum yfír þessa erfíðleika sem hann á nú í en ekki að íþyngja honum með enn frekari skatt- heimtu, sagði Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. á Akureyri við Þjóðviljann. Ein af hugdettum fjármálaráð- herra til að stoppa upp í fjárlaga- gatið er að selja veiðileyfi fyrir um 700 miljónir króna sem eru um 6% af aflaverðmæti alls þorskaflans á síðasta ári. Þessu dengir ráðherran fram á sama tíma og stjórnarliðið er önnum kafíð við að berja saman lausnir til bjargar sjávarútveginum úr þeirri tímabundnu kreppu sem hann á við að stríða um þessar mundir. Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda kom saman til fund- ar sl. laugardag vegna þessarar hugmyndar fjármálaráðherra og samþykkti stjórnin að mótmæla þeim harðlega. í ályktun stjórn- arinnar segir ma. að við núver- andi aðstæður sé nær að skipu- leggja sparnað í samfélaginu fremur en að auka á skatt- heimtuna. Sérstaklega þegar þess er gætt að tap er á smábátaút- gerðinni um þessar mundir. Þá minnir stjórnin á að þessar 700 miljónir séu verðmæti alls þess afla sem smábátaeigendur höfðu fiskað 7. maí sl. Að sögn Jóhanns K. Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra hjá Sfldarvinnslunni hf. í Neskaup- stað líst mönnum eystra afar illa á þessa hugmynd fjármálaráðherra og sagði Jóhann að nú þegar væri komið nóg af skattheimtunni og þessi nýja tillaga væri ekkert ann- að en tilraun til að þyngja hana enn meira frá því sem nú er gert. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 7. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.