Þjóðviljinn - 07.09.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Síða 13
F.RI,KNDAR FRETTIR Griðatilboð Iraka Kúrdar á varðbergi Aðeins einn maður hefur unnið sé til óhelgi. Ótrúleg umskiptifrá efnavopnum til gylliboða r Irakar hétu öllum Kúrdum, nær og fjær, griðum og uppgjöf ,rsaka“ í gær svo fremi þeir sneru heimleiðis og létu af andófi innan eins mánaðar. Minnugir eitur- hernaðar og fyrri griðrofa Iraks- stjórnar kröfðust forystumenn Kúrda trygginga fyrir því að stjórnvöld í Bagdað héldu heit sín. í yfirlýsingu frá „Byltingar- ráðinu“ íraska er því heitið að all- ir Kúrdar sem sitji í dýflissum sökum stjórnmálaafskipta verði látnir lausir. Almennir glæpa- menn verði hinsvegar að dúsa áfram á bak við lás og slá. Það er kunnara en frá þurfi að segja að um 60 þúsund Kúrdar. skæruliðar og óvopnuð alþýða, hafa fengið hæli handan landamæranna að Tyrklandi. Þetta fólk sé nú allt velkomið heim, samkvæmt Saddam Huss- ein, ekki verði skert hár á höfði þess snúi það frá villu síns vegar einhverntíma á næsta mánuði. Pólland „Félagar“ uggandi Heimildamaður Reuters segir kommúnistafyrir- líta og óttast Walesa Maður sem kveðst öllum hnútum kunnugur í pólska kommúnista- flokknum segir af og frá að stjórnvöld ljái máls á því að iög- leyfa Samstöðu á ný. í öllu falli komi ekki til greina að verkalýðs- hreyfingin fái að leika lausum hala einsog hún gerði áður en her- lög voru sett á öndverðum þessum áratug. Reuter segir að viðmælandi sinn sé hátt settur en óski nafn- leyndar. Hann fullyrði að æ fleiri félagar í flokknum séu andsnúnir öllu samráði við Lech Walesa. „Hjá allmörgum félögum er við- kvæðið þetta: „Æ, er hann kom- inn aftur á kreik, heimski asninn hann Walesa.““ Heimildamaðurinn fullyrðir að hugmyndin um að heimila starf- semi Samstöðu komi fjölmörgum félögum úr jafnvægi og því komi slíkt trauðla til greina. „Það er alls ekki á dagskrá að endurreisa Samstöðu. Hreint ekki. Það er útilokað." Það er kunnara en frá þurfi að segja að Walesa féllst því aðeins á að hefja viðræður við Jarúzelskí og aflýsa verkföllum að stjórn- völd gáfu í skyn að hugsanlega fengi Samstaða að starfa á ný. Hinsvegar segir ofannefndur „félagi" að efnahagur Pólverja sé kominn í slíkt óefni að ráðamenn gætu ekki, þótt þeir væru allir af vilja gerðir, gefið verkalýðsfé- lögum lausan tauminn. Reuter/-ks. Tilboðið virðist gert öllum kúrdskum uppreisnar- og andófs- mönnum, með einni undantekn- ingu þó. Jalal Talbani, leiðtogi Þjóðfrelsiseiningar Kúrdistan, verður áfram óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. Ekki fyrir landráð, ekki fyrir að ganga erinda Sýrlendinga, heldur fyrir að hafa svikið alla samninga við íraksstjórn. Forystumenn „Lýðræðisflokks Kúrda“ segjast ekki gína við flugum íraksstjómar. Hvöttu þeir liðsmenn sína til þess að gjalda varhuga við tilboðinu en sjálfir hyggjast þeir bíða átekta. „Lýðræðisflokkur Kúrda fagn- ar öllum griðatilboðum og sátta- umleitunum," sagði málsvari hans í símtali við fréttamann Re- uters. „En það væri óskandi að íraks- stjórn sýndi og sannaði sáttahug sinn í verki. Til að mynda með því að láta þá Kúrda lausa sem gista myrkrastofur sakir stjórnmála- Tveir skæruliðar úr „Lýðræðisflokki Kúrda.“ öllum nema einum heitið griðum. skoðana sinna. í þeim hópi eru 8.000 Barzaní-Kúrdar sem horfið hafa sporlaust frá 1983. Enn- fremur verður að tryggja frið- helgi flóttamanna sem snúa heim. Áður en gengið hefur verið frá þessum lágmarkstryggingum undir eftirliti óháðra aðilja eigum við einskis annars úrkosti en að hvetja okkar fólk til þess að bíða átekta.“ Málsvarinn kvað Kúrda minn- ast með beiskju fyrri griða- og sáttatilboða íraskra ráðamanna. Þeim hefði verið gert eitt slíkt fyrir 13 árum. Fjöldi þeirra sem þá gáfu sig fram hefði verið tek- inn höndum og skotinn. Aðrir hefðu verið fluttir nauðugir vilj- ugir til suðurhéraða íraks. Reuter/-ks. Sovétríkin Geimfaríð bilaði Kemst ekki til jarðar. Leiðangursmenn um borð gera að gamni sínu Sovéskur geimfari og afgansk- ur kollega hans eru á sveimi úti í geimi í fari sínu, Sojuzi TM- 5, sem kemst ekki inní gufuhvolf jarðar sakir bilunar í hátækni- búnaði. I farinu eru aðeins tveggja daga birgðir matar og súrefnis. Að sögn Tass fréttastofunnar voru þeir Vladímir Ljakhov og Abdul Ahad Mohammed á leið til jarðar eftir áfallalausa ferð upp í geimstöðina Mír. Sam- kvæmt áætlun áttu þeir að lenda heilu og höldnu í Kazakstan í gær en vegna tækjabilunar væru þeir enn utan gufuhvolfsins. Málsvari sovésku geimferðastofnunarinn- ar, Glavkosmos, sagði hinsvegar að ekkert væri að óttast því geimfarið hefði ekki borist út af braut sinni og myndi lenda jafns- kjótt og auðið væri. „Samkvæmt skýrslu sérfræð- inga í stjómstöð leiðangursins eiga lífsnauðsynjabirgðir geim- farsins að endast í 48 klukku- stundir,“ sagði Tass. Málgagn sovétstjórnarinnar, Ízvestía, flutti einnig fréttir af erf- iðleikum geimfaranna í gær. í dagblaðinu stóð að tvímenning- arnir myndu gera enn eina tilraun til lendingar í dag, miðvikudag. „Ástandið er alvarlegt en sér- fræðingar vona að lending þann 7. september takist vel.“ Ízvestía birti ennfremur orða- skipti Ljakhovs og stjórnenda á jörðu niðri um aðbúnaðinn um borð í Sojuzi. Geimfarinn virðist gæddur töluverðri karlmennsku: „Það er matur um borð en við munum ekki snerta hann. Við bíðum átekta. En ástand Asú er skelfilegt," sagði kappinn og hló. Asú kvað vera skolphreinsikerfi geimfarsins. Reuter/-ks. Kína I Tvö böm í sveit en eftir sem áður eitt í borg Kínvcrskir bændur mega eiga tvö börn ef fyrra barnið er stúlka. Þannig hljóðar hið boð- aða orð frá Peking. Kínverskir ráðamenn hyggjast uppræta meybarnamorð sveitamanna. „Það er enn nokkuð algengt í Kína að meybörn séu skilin eftir á víðavangi eða þeim drekkt. Ný- mælin eiga vitaskuld að stuðla að upprætingu þess,“ sagði frú Peng Peijun, ráðherra fjölskyldumála, í samræðum við fréttamenn í gær. „Fólk upp til sveita vill ætíð eignast syni. Ef það á dóttur fær það tækifæri til þess að eignast annað barn. Þetta ætti að orka letjandi á þá sem hafa í hyggju að bera stúlkuna sína út.“ Peng kvað flest landsbyggðar- héruð hafa tekið upp þessa nýju stefnu; ef hjónum fæðist meybam mega þau gera aðra til- raun að nokkmm árum liðnum. „Þetta hefur í raun verið stefna okkar um nokkurra ára skeið þótt það hafi farið lágt.“ Kínverjar eru nú rúmur milj- arður og er skiljanlegt að ráða- mönnum ói við hinum öra vexti þjóðarinnar. Árið 1984 varð ein- bimisstefna að landslögum í Kína en mætti frá öndverðu mikilli andstöðu í sveitum. Bændur ótt- ast ekkert meir en að lenda á von- arvöl í ellinni eignist þeir ekki son til þess að ala önn fyrir sér. Út- burður meybarna varð því land- lægur. Peng viðurkennir að þorri kín- versks sveitafólks (um 800 milj- ónir manna) búi við kröpp kjör. Öll félagsleg þjónusta sé í skötu- líki í sveitum, skólastarf afar fáskrúðugt og að víða gæti enn „lénsviðhorfa". Kommúnistaflokkurinn geri sér grein fyrir því að hann geti ekki troðið einbirnisstefnunni uppá sveitafólk en henni verði haldið til streitu í bæjum og borg- um. Reuter/-ks. Morgunverður LSD Nýjustu vísindi Breta herma að menn geti rifið sig snarlega upp úr skammdegisdrunga með því að snæða eina skál af hveitiklíði, þ.e.a.s. kornhýði, í morgunverð. Það hefur nefnilega komið í ljós við strangvísindalega athugun að stundum er LSD i klíðinu og stundum ekki. Nú er ársfundur Breska vísindafélagsins í alglevmingi og ræða menn um alla heima og geima. En fá erindi hafa vakið jafn mikla athygli og ræða næringarfræðingsins Davids Connings. Hann segir að gras- drjóli nokkur framleiði fjölmörg efni, þar á meðal LSD. Grasdr- jóli er sveppategund sem sækir í kom. Dagleg neysla kornmetis geti orsakað ofskynjanir því þótt át- inu sé stillt í hóf geti einstaklingur gleypt LSD skammt sem sé fjór- um sinnum sterkari en nægi til þess að valda áhrifum. „Þar eð þessi sveppategund hreiðrar einkum um sig í hýðinu getur ofur hversdagslegt klíðisát leitt til óvænts skapléttis,“ sagði Conning. Reuter/-ks. Kasparov/Karpov Aftur og enn Sovéska skáksambandið ákvað í gær að þeir Anatólíj Karpov og Garríj Kasparov etji kappi um titilinn „Skákmeistari Sovétríkj- anna.“ Fjögurra skáka einvígi þeirra hefjist á jóladag. Samkvæmt úrskurði skáksam- bandsins verða báðir útnefndir sigurvegarar ef enn verður jafnt að einvígi loknu. Neiti annar að heyja keppni sigrar hinn. Svör verða að berast fyrir 1. október. Reuter-ks. Miðvikudagur 7. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.