Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Sjónvarpsuppákoma Fals og hókus-pókus Forsætisráðherra rœðst harkalega aðformönnum samstarfsflokka sinna. Jón Baldvin og Steingrímur geta útfœrt sínar hókus-pókus tillögur einir. Útspilfyrir ríkisstjórnarfundinn í dag. Vill kaupafrest með allsherjarfrystingu r Eg tek ekki þátt í neinum hókus- pókus aSgerðum, þar sem á að plata verkalýðshreyfínguna með einhverjum lækkunum sem enginn getur sagt til um, sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra í sérkennilegu viðtali í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þorsteinn skaut föst- um skotum að formönnum sam- starfsflokka sinna í ríkisstjórn- inni og sakaði þá um falsloforð gagnvart verkalýðshreyfingunni í umræðum um niðurfærslu launa og verðlags. Þá upplýsti forsætisráðherra að hann hefði á fundi formanna ríkisstjórnarflokkanna í gær- morgun lýst því yfir að ef þeir Steingrímur og Jón Baldvin vildu halda áfram niðurfærsluleiðinni með sínum hókus-pókus aðferð- um, þá mættu þeir gera það á eigin spýtur. Steingrímur Hermannsson brást hart við yfirlýsingum for- sætisráðherra og sagðist afar undrandi á að heyra hann segja þetta. Samkomulag hefði verið um að láta ekkert berast út frá fundi formannanna í gærmorgun fyrr en niðurstöður ríkisstjórnar- fundar í dag lægju fyrir. Þorsteinn Pálsson veittist eink- um harkalega að Jóni Baldvin Hannibalssyni í sjónvarpsviðtal- inu og sagði hann bera ábyrgð á því að niðurfærslan reyndist ófær, með því að kynna öllum að óvörum aðrar leiðir á samráðs- fundi með fulltrúum Alþýðu- sambandsins. Jón Baldvin var hógvær í við- brögðum sínum við yfirlýsingum Þorsteins og sagðist hafa kastað fram nýjum hugmyndum um millifærslu og frystingu verðlags þegar sýnt var að niðurfærslan var komin í strand. Hann lagði áherslu á að menn hlypu ekki frá vandanum og sagðist vona að ríkisstjórnin lifði af daginn í dag. Forystumenn í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki sem Þjóð- viljinn ræddi við í gærkvöldi sögðu að viðtalið við Þorstein í sjónvarpinu hefði verið sérp- öntuð uppákoma í þeim tilgangi að stilla samstarfsflokkunum upp við vegg fyrir ríkisstjórnarfund- inn í dag, þar sem Þorsteinn ætlar að leggja fram nýjar hugmyndir um lausn efnahagsvandans. Þær tillögur munu m.a. fela í sér fryst- ingu launa og verðlags fram á næsta ár, til að gefa stjórninni ráðrúm til að koma fram fjárlaga- frumvarpi fyrir þingbyrjun og tíma til að útfæra frekari efna- hagsaðgerðir. -Ig- UMFÍ Ekki út- lendan bjór Á stjórnarfundi Ungmennafé- lags íslands sem haldinn var í Djúpuvík á Ströndum um síðustu helgi var samþykkt að skora á Al- þingi og ríkisstjórn að leyfa ekki, amk. til að byrja með, sölu á sterkum bjór sem framleiddur er erlendis. Bendir Ungmennafélagið í samþykkt sinni á þá hættu sem óbeinar auglýsingar öflugra er- lendra bjórframleiðenda geta haft á neyslu sterks öls. Ríkisstjórnin Minnihlutastjóm eða nýjar viðræður? Kreppan i ríkisstjórninni gefur vœngiýmsum öðrum munstrum. Kosningar ekki líklegar Kreppan í ríkisstjórninni síð- ustu daga hefur elnað mjög eftir því sem lengra líður á vik- una, og þeir stjórnmálamenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær innan og utan stjórnar eru farnir að spá í ýmsa möguleika. Þrátt fyrir útspil Þorsteins Páls- sonar í gærkvöldi er sennilegast að forystumenn flokkanna þriggja reyni enn einu sinni að telja uppað tíu og ná sér saman. Einn stjórnarliða orðaði það þannig í gær að hjónarifrildi væri ekki það sama og lögskilnaður hversu ákaft sem það kynni að hljóma. Hitt dylst engum að ekki þarf stóra þúfu í veginn í dag og næstu daga. Það er dægramunur á stöðunni í stjórnarsamstarfinu. í augna- blikinu virðast línurnar liggja milli Sjálfstæðisflokks annars- vegar og hinsvegar Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Það sem ráðið getur úrslitum er hversu langt hefur skilið milli Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, Þor- steins og Jóns Baldvins, en sam- bandið þar á milli er sá öxull sem stjórnarsamstarfið var byggt á. Framkoma Þorsteins í sjón- varpinu í gær gaf til kynna að hann hafi klippt á tengslin, - og ef hann segir í dag það B sem A hans í gærkvöldi gerir ráð fyrir gætu orðið stjórnarslit. Fæstir gera ráð fyrir kosningum nema sem neyð- arúrræði, en í gær voru á sveimi hugleiðingar um minnihlutast- jórnir, til dæmis Framsókn og Al- þýðuflokkur, sem leitaði stuðn- ings eitthvað frammá næsta ár. Haldist sæmileg samstaða þar á milli má ímynda sér ýmsa stjórn- arkosti sem ekki komu til greina meðan samvinna Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks var órofa. Heimildarmenn Þjóðviljans segja þó ekki frá neinum þreif- ingum við stjórnarandstöðu- flokkana nema venjulegu kunn- ingjaspj alli og kaffibollaspádóm- um, en bent er á að hvorki Borg- araflokkur né Kvennalisti hafa útilokað nýja stjórn án kosninga, og Alþýðubandalagsmenn ekki heldur skellt hurðinni með öllu þrátt fyrir kröfur sfnar um stjórn- arslit og kosningar. _m Dyravörður frá Hótel íslandi stóð í gær við umferðarstjórn í Ármúlan- um. mynd E.ÓL Kynningar Hótel ísland ilmaði Christian Dior eyddi miljónum ígœr til að kynna nýtt ilmvatn á Hótel íslandi Um þrjúhundruð boðsgestir þefuðu af nýju ilmvatni sem snyrtivörufyrirtækið Christian Dior kynnti með pomp og pragt á Hóteli íslandi í gærkvöldi. Að sögn eins starfsmanns Hót- el íslands er ljóst að þessi kynn- ing kostaði miljónir. Flestu var umturnað innanhúss og tjaldað yfir vinnupalla utanhúss. Þeim hluta Ármúlans sem Hót- el ísland stendur við var tvívegis lokað fyrir allri umferð í gær- kvöld vegna þessarar kynningar. Að sögn lögreglunnar er ekkert mál að fá slíkt leyfi. Starfsstúlka á Hótel íslandi sagði að flestir boðsgestanna hefðu verið íslenskir. Ekki vitum við hvernig gestum líkaði hið nýja ilmvatn, en einn starfsmann- anna sagði þegar hann var spurð- ur hvort góð lykt væri húsinu: Nei, hún er vond. -SS Ríkisstjórnin Allt komið í klessu Framkvœmdastjóri Framsóknarflokksins: Þorsteinn stillti niðurfœrslunniþannig upp að ASÍhafnaði henni. Áhrifamaður í Sjálfstœðisflokknum: Ríkisstjórnin lifir, hótanir Steingríms leka niður Hrossasalan Útflutn- ingsmet 400 reiðhross úr landi í fyrrahaust tók Félag hrossa- bænda í sínar hendur að skipu- leggja útflutning á lifandi hross- um. Á þessu ári hafa þegar verið flutt út 400 reiðhross. Stefnir þannig í metútflutning annað árið í röð. Verðlagsárið 1987/88 voru 244 sláturhross flutt út með skipi. Skilaði sá útflutningur grundvall- arverði fyrir kjötið þegar greiddar höfðu verið útflutnings- bætur, sem námu flutnings- kostnaði. Að því er stefnt að fá 400 hrossa flutningaskip í haust. Ekki sýnist áhorfsmál fyrir bænd- ur að nýta sér þá möguleika sem þarna eru fýrir hendi. -mhg. Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, segir Þorstein Pálsson forsætisráðherra hafa stillt niðurfærslunni þannig upp að ASÍ myndi örugglega hafna henni. Hann hefur enga trú á að Þorsteinn komi fram með tillögur í dag og gefur ríkisstjórninni 4 daga. Áhrifamaður í Sjálfstæðis- flokknum sem ekki vill láta nafns síns getið segir hótanir Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, leka niður eins og blautar tuskur. Þessi Sjálfstæðismaður sagði Steingrím alla tíð hafa verið með voðalegar upphrópanir en hann hefði að sama skapi verið dug- legur við að éta þær ofan í sig aftur. Fjármálaráðherrann hefði aðallega verið upptekinn við að halda veislur fyrir sendiráðsfrýr og væri í algerri sálarkreppu með fjárlögin sem væru með 3,5 milj- arða halla. Best væri að fá ærlega vinstristjórn þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn yrði helst einn í stjórnarandstöðu svo hann gæti svo hirt sín 50% kjósenda eftir 20 mánaða setu vinstristjórnarinn- ar. „Annars held ég að stjórnin sé ekkert á leiðinni frá, það er ekki nálægt því komin sú spenna sem þarf til þess,“ sagði þessi ónefndi Sjálfstæðismaður. Sigurður Geirdal sagði að það yrðu mikil og skemmtileg nýmæli ef Þorsteinn mætti með tillögur í efnahagsmálum í dag. Hann hefði oft sagst vera með tillögur í efnahagsmálum en hvar væru lausnirnar? „Við höfum sagt nið- urfærsluna færa ef hún yrði látin ganga yfir alla. Það þýðir ekkert að lækka laun og senda svo bæn- askjal til braskaranna," sagði Sig- urður. Völdin í Sjálfstæðis- flokknum lægju hjá þeim sem væru ánægðir með núverandi ástand og vildu halda áfram að græða á grisjun með uppboðum svo þeir gætu fengið eignir á spottprís. Sigurður sagði það ráðast á næstu 4 dögum hvort slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu. Þing- flokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins koma sam- an til fundar í dag. -hmp Fimmtudagur 8. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.