Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Side 8
Saga sósíalismans Gmnnur nýrrar alþjóðahyggju John Riddeller ritstjóriMbinda verks um aðdragandaAlþjóðasam- bands kommúnista á tímum Leníns og lífdaga þess Kanandamaðurinn John Ridd- ell var staddur hér á landi til að ræða við Brynjólf Bjarnason fyrrum ráðherra og formann Kommúnistaflokks Islands, en Brynjólfur er annar tveggja sem Riddell hefur náð til og voru á þingi Alþjóðasambandsins í Len- íngrad 1920. Riddell er ritstjóri 14 binda verks sem ber yfirskrift- ina „Alþjóðasamband Kommún- ista á tímum Leníns“. Rakinn er aðdragandinn að því að forystu- menn byltingarinnar í Rússlandi stofna Alþjóðasambandið 1919 og faríð ofan í skjöl og pappíra þeirra þinga sem Alþjóðasam- bandið stóð fyrir. Þetta efni hefur hingað til aðeins verið aðgengi- legt á frönsku, þýsku og rússnesku. - Ástæðan fyrir því að ég kem til íslands er sú að ég er að skrifa um þing Alþjóðasambandsins í Leníngrad 1920. Ég vissi ekki af neinum á lífi sem var á þinginu og Brynjólfur var sá fyrsti sem ég frétti af. Síðan hef ég haft upp á einum öðrum sem býr í Austin í Texas, sagði Riddell þegar Þjóð- viljinn ræddi við hann í vikunni. Brynjólfur og John Reed Þegar þingið var haidið í Len- íngrad 1920 mátti enginn fara til Sovétríkjanna eða frá þeim. Brynjólfur hefur sagt mér hvern- ig hann og Hinrik Ottóson kom- ust á þingið með því að fara með bát frá norður Noregi til Múrm- ansk og síðan lest þaðan til Len- íngrad. Þær heimildir sem Brynj- ólfur hefur gefið mér eru mikil- vægar í frásögnum af því hvernig þingið fór fram og í tilraunum til að endurskapa þann anda sem þar ríkti. Hann umgekkst mikið þann merkilega mann John Reed og indverjan M.N.Roy, en Roy var blaðamaður í nýlendunum og gaf á þinginu skýrslur um bylting- ar sem áttu sér stað þar. Brynjólfur lýsti einnig fyrir mér ræðuhöldum Leníns á þing- inu. Hann sagðist hafa hrifist af því þegar Lenín svaraði spurning- um sendinefnda héðan og þaðan úr heiminum á þeirra eigin tungu- máli; þýsku, frönsku, ensku og jafnvel enn fleiri málum. í ræðum Leníns, tilsvörum og spurningum hefði komið vel í ljós hvað hann var vel að sér í málefnum ein- stakra ríkja. Hvernig er að nálgast það prentaða efni sem sem kom frá þinginu? Það voru margar skýrslur gerð- ar á frönsku, þýsku og rússnesku en það er langt í frá auðvelt að nálgast þær. Við höfum gert okk- ar besta til að safna þeim saman og síðan þýtt þær yfir á ensku. Til að verkið verði aðgengilegt sem flestum er það ekki akademískt í framsetningu. Verkið veitir les- andanum beinan aðgang að rök- ræðum helstu leiðtoga byltingar- innar eins og Leníns og Trotskýs og Leníns og Búkaríns. í öðru bindi má síðan sjá misjafnar áherslur Kautskys, Luxemburg, Radeks og fleiri. Alþjóðahyggja Leníns á erindi við verkamenn En hvað fær lesandinn út úr verkinu þegar upp er staðið? Eftir lestur verksins ætti fólk að sjá betur að Lenín hafði rétt fyrir sér f öllum grundvallarat- riðum. Margir þeirra sem gagnrýndu Lenín sögðu hann þröngsýnan. Þess vegna setjum við alla þessa menn saman á einn stað svo fólk geti borið saman áherslur. Tilgangurinn með útgáfunni er sá að okkur finnst alþjóðahyggja Leníns eiga erindi við verkafólk í dag. Kapítalisminn virðir engin landamæri lengur og etur verka- mönnum ólíkra landa saman. Verkamenn á íslandi berjast gegn hagsmunum verkamanna í John Riddell er ritstjóri 14 binda verks um aðdraganda og lífdaga Alþjóðasambands kommúnista sem var stofnað 1919 af leiðtogum rússnesku byltingarinnar. Hann var hér á landi til að ræða við Brynjólf Bjarnason sem var staddur á þingi Alþjóðasambandsins í Leníngrad 1920. Mynd: Ari Bretlandi og öfugt. Meðan kapít- alistarnir vinna á alþjóðavett- vangi reyna þeir að fá verkamenn til að vinna á þjóðargrundvelli. Eina svarið við þessu er að verka- menn vinni saman á alþjóðlegum grundvelli. Verkið hefur að geyma mikið efni sem ekki hefur verið fólki aðgengilegt áður og kannski að- allega efni sem fólk hefur ekki getað gengið að á einum stað áður. Það getur til að mynda nýst sósíalistum þegar þeir spyrja: Af hverju gerðist byltingin ekki í Þýskalandi. í því sambandi birt- um við skýringar Trotskýs, Lux- umburg, Leníns og Radeks. Bindin fjórtán reifa þróun stefnu Alþjóðasambandsins á dögum Leníns og hvernig henni var fylgt eftir. Við verðum því einu skrefí nær því að byggja upp nýtt Alþjóðasamband. Verkið gæti orðið vopn í höndum nýrrar kynslóðar sósíalista og kennir þeim vonandi að forðast gömul mistök. Að sögn Riddells eru nú þegar komin út þrjú bindi verksins. Á næsta ári bætast tvö við og í þeim verður sérstaklega fjallað um þróun sósíalismans í Asíu. Path- finder, sem er alþjóðleg sósíalísk útgáfa, gefur bækurnar út. Ridd- ell sagðist að jafnaði hafa einn til tvo aðstoðarmenn við ritsmíð- arnar en nokkur hundruð manns um allan heim legðu hönd á plóginn, meðal annars frá ís- landi. -hmp LESENDABREF Islenskir smáborgarar fslensk smáborgarastétt er ósköp úrræðalaus um þessar mundir. Hún er að fara í gegnum kreppu sem hún hefur hingað til aðeins lesið um í Newsweek og Time og kannski hagfræðibókum, en hef- ur aldrei þurft að glíma við í þess- ari mynd. Hún reisti sér markað að erlendri fyrirmynd og boðaði að allt skyldi í kauphöllum falt og þeim öfgafyllstu finnst þeir rétt hafa byrjað á dansinum. Þessari stétt hefur orðið ansi vel ágengt hér á landi eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún á sér jafnvel spámenn sem kenna sig við erlenda skóla og hefur nýlega troðið einum þeirra með valdboði í háskólann. íslenskri borgarstétt finnst markaðurinn, eins og hún kallar það, ganga eitthvað illa núna. Það er allt komið í vaskinn. Og hálf skömmustuleg og vandræða- leg játar hún að henni detti enn ekkert annað í hug en að rýra laun verkafólks. En af því hún hefur gert það í svo ríkum mæli undanfarin ár, læst hún liggja undir feldi og hugsa málin. Svo fólk haidi að hún hafi virkilega reynt að kryfja málið á meðan hún ráfaði vegvillt um eigið völ- undarhús. Ef þessi markaður, sem gengur svona vel í Bretlandi og Banda- ríkjunum, gengur ekki hér, þá höfum við ekkert með hann að gera. Þá er hann einfaldlega rangt kerfi. Við skulum bara beita því ímyndunarafli og sköpnargáfu sem náttúran gefur okkur, til að fara aðrar leiðir. Hrista af okkur þann doða sem stöðugar vangaveltur um rangt og óréttlátt kerfi skapa. Það er ekkert nýtt misgengi á íslandi eins og hrokafull, hag- fræðilesin smáborgarastéttin í landinu raupar um. Hún hefur ekki uppgötvað neinn stóra sann- leik. Borgarastétt evrópu hefur boðað þennan ófögnuð í 150 ár. Fyrr á dögum var þetta kallað misrétti og arðrán fjárm- agnseigenda á arði sköpunar vinnandi fólks. Nýjar nafngiftir á gamlar meinsemdir hjálpa ekki þeim sem vinna að frumverð- mætasköpun í landinu. Klassíska dæmið um offram- leiðslu kapítalismans er að end- urtaka sig, eða réttara sagt hún hefur aldrei hætt. Óumflýjan- legar kreppur herja á kapítalista í samkeppni og stríði um gróða af striti vinnandi fólks. En vinnandi stétt á íslandi hef- ur látið bjóða sér að bera kreppur fjafmagnseigenda. Hún hefur verið blekkt, svikin og rugluð í ríminu, þannig að hún þekkir ekki hagsmuni sína frá hagsmun- um kapítalistanna; sér ekki að rót vandans liggur í þjóðskipulagi sem er mannfjandsamlagt. Glys og glingur taumlausrar og óþarfr- ar neyslu birgir sýn og setur hagsmuni í annarlegt samhengi. Á markaðnum er allt til sölu og ekkert selt eins ódýrt og vinnandi hendur og heilu heimsálfurnar kremjast undir krumlu hans. Þaðá að taka manninn af mark- aðnum og setja hann á þann stall sem sköpunargáfa hans og mennska á skilinn. Maðurinn þarf ást, ekki peninga - hann þarf mat, ekki líf sambræðra sinna á fómaraltari græðginnar og sjálfs- elskunnar. Maðurinn þarf frelsi „Samdráttaraðgerðir mega því ekki miða að því að skerða kjör ellih'feyrisþega, einstæðra for- eldra, láglaunafólks eða fólks í kröggum á húsnæðismarkaðn- um. Þar er enga óhófslega þenslu að finna“. Hvar haldið þið lesendur góðir að þessa klausu sé að finna? Þið haldið kannski að þetta sé eitthvað sem Þjóðviljinn hefur verið að upplýsa fólk um sífelldar árásir íhaldsins á kjör láglaunaf- ólksins í þjóðfélaginu. Nei, ekki alveg. Þetta er úr Morgunblaðinu samhjálparinnar, ekki hroka sjálfbirgingsháttarins. Þó íslenskir smáborgarar telji sig hafa dansað á gröf sósíalism- ans og sjálfumglaðir mokað til sín arðinum af frumframleiðslunni þá eru það hennar dagar sem eru taldir en ekki sósíalismans. Borg- arastétt allra landa með fagurgala útjaskaðs frelsisbabbls í farar- broddi ber feigðina í græðginni og heimskulegu verðmætamati. Ef sósíalisminn kæfir hana ekki kafnar ún í eigin úrgangi. - Már 20. ágúst 1988. Endirinn á for- ystugrein blaðsins þann dag. Nú má spyrja: Hvað kemur til að blaðið friðmælist við lágl- aunafólkið og situr upp kristi- legan mannúðarsvip því til stað- festingar. Halda morgunblaðs- menn að launþegar og gamal- menni er fylgst hafa með blaðinu í sambandi við átök og verkföll á vinnumarkaðinum um árabil séu ginkeypt fyrir svona hjali og láta- látum úr blaði atvinnurekenda? Þetta fólk spyr nú á móti. Hvert hefur góðæri undanfarinna ára farið? Hverjir eru þeir er hafa hirt ágóðann af þessum auðæf- um? Það eru stórlaxarnir, prakk- ararnir undirheimalýðurinn svokallaði með svört gleraugu. Ríkisstjórnin ræður til sín for- stjóra úr atvinnulífinu til að möndla málin, og niðurstaða þeirra var ósköp einföld: Lækka kaupið strax, og ekkert múður. Þessir höfðingjar voru síðan í sjónvarpinu eitt kvöldið og fékk, Guðmundur jaki að fljóta með. Það þarf ekki að lýsa þessum fundi og hafði verkalýðsforinginn h'tið að segja, enda ríkisstjórnin og hjálparkokkar hennar ekki á þeim buxunum að taka verka- lýðssamtökin alvarlega, enda múlbundin fram í apríl á næsta ári. Stjórnin telur því ekkert að óttast og ráðherrarnir á ferð og flugi út um öll foldarból. En nú hafa hlutirnir gerst svo hratt á vettvangi stjómmálanna að upp er komin sú staða að stjórnin er búin að gefa út lög er banna umsamda kauphækkun 1. sept. og síðar á að lækka kaupið ennþá meira. Talað er um 10%. Stjómin ætlar ekki að því virðist að lögfesta verðlag, en í þess stað eiga hersveitir Jóns Baldvins að hræða kaupmennina, og setja þá alverstu í grjótið. Þetta er allt og sumt. Nú eiga verkalýðssamtökin að vígbúast halda stóran og voldug- an fund þar sem ASÍ, BSRB og háskólafólkið sameinast í einni fylkingu að mótmæla þessu kaup- ráni. Það er ekki um annað að ræða, ef þessi samtök eiga að halda höfði. Með baráttukveðju Páll Hildiþórs 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.