Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 14
Mikið helvíti getur hann Lúðvík fréttastjóri úr Hafnarfirðinum verið baldinn. Laust fyrir hádegi í gær hringdi hann hér niður í kompuna til mín og fór f ram að ég skrúfaði saman pistil á fjölmiðlasíðu morgundagsins. Og því endilega fyrir morgundaginn, spurði ég? Jú, til þess að fólk, sem hefur verið að spyrja eftir þér viti, að þú ert tórandi og byrjaður að starfa hér við blaðið á ný. Mér fannst það nú ekki skipta neinum sköpum fyrir þjóðina hvort sú vitneskja bærist henni einum degi fyrr eða seinna. Auk þess benti ég fréttastjóranum á, að ef hann vildi vera svo lítillátur að birta eitthvað af fréttunum, sem ég hef verið að tína í hann, þá gæfi þaö tilvist mína nógsamlega til kynna. Að vísu eru þær einkum f rá nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem að þessu sinni var haldinn í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri, en engu ómerkari fyrir það. Það er nefnilega mikill misskilningursem sumt fjölmiðlafólk er haldið - og held ég verði nú samt að undanskilja Lúðvík, - að allur þorri þjóðarinnar láti sig málefni bændastéttarinnar engu skipta og telji jafnvel að „öxín og jörðin" geymi þástétt best. Þettafinnum við vel ef við gerum okkur það ómak að taka tali fólk úti á landi, ekki bara bændurog þeirra skyldulið, heldurhvern sem er. Sveitirnarog þéttbýlisstaðirnirút um land eiga nefnilega sömu hagsmuna að gæta, eins iíf er þar annars líf. Og fjari líf dreifbýlisins út þá er höfuðborginni sjálfri hætt, jafnvel þótt hún komi sér upp ráðhúsi íTjörninni og hringleikahúsi uppi á Öskjuhlíð. Þetta skilja fjölmargir Reykvíkingar, það veit ég af viðtölum viðfólk, og það þótt þeir séu raunar meira nærðir á glórulausum ofstækisskrifum en vitrænni umræðu um þessi mál. Jæja, til þess nú að þóknast Lúðvík fréttastjóra varð ég náttúrlega að leggja til hliðar það verkefni, sem ég var að vinna að, - og þótti þó engan veginn gott. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir vini sína? Og þar með slæ ég botninn í þennan pistil og tel mig hér með hafa orðið við þeim tilmælum Lúðvíks að láta lesendur blaðsins vita að ég sé enn meðlífsmarki. - mhg ídag er8. september, fimmtudagurí tuttugustu og fyrstu viku sumars, sautjándi dagurtvímánaðar, 252. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.31 en sest kl. 20.18. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. UM UTVARP & SJONVARP Einka- spæjarar á ferð Ást og spenna Ðitl Cosby og Robert Culp leika harðsvíraða einkaspæjara í leit að horfinni stúlku, í myndinni „Hickey og Boggs.“ Annar þátturinn um afþreying- arbókmenntir, er á dagskrá rásar 1 klukkan 22:30 í kvöld. Þá verð- ur litið inn í ævintýraheim ásta- og spennusagna, sem fá án efa marga til að gleyma hversdags- leikanum um stund. í þættinum verður m.a. litið á úrval afþreyingarbókmennta í sjoppum og rætt við Gunnar Gunnarsson rithöfund. Einnig verður talað við starfsmann á bókasafni og útgefanda vasa- brotsbóka. Þættirnir heita „Ævintýri nútímans og er um- sjónarmaður þeirra Anna Mar- grét Sigurðardóttir. Stöð 2 sýnir klukkan 22 kvik- myndina „Hickey og Boggs“. Þar er hægt að sjá Bill Cosby spreyta sig í öðru hlutverki, en sem lækn- ir og fyrirmyndarfaðir. í myndinni segir af 2 harðsvír- uðum einkaspæjurum, sem þeir Bill Cosby og Robert Culp leika. Þeir félagar eru ráðnir af dular- fullum manni til að hafa upp á stúlku, sem horfið hefur spor- laust. Við leitina rekast þeir á hvert líkið eftir annað, af fólki sem hugsanlega er viðriðið hvarf- ið og málið greinilega ekki eins einfalt og í fyrstu var látið. í finnsku myndinni um bjórinn, segir að á eftir mannskepnunni sé bjórinn iðnastur dýra við að breyta landinu. Fellir hann tré og byggir híbýli og stíflur sem geta gjörbreytt næsta umhverfi. Byggingameistarinn í kvöld klukkan 20:30 sýnirSjón- ^ uppeldi ungviðisins, en mannskepnunnar. Til marks um varpið finnska heimildarmynd ,,bernskuár“ bjóranna eru mörg. þaðertilfinnskurmálsháttursem um bjórinn og nefnist hún Bygg- ™ þeim tíma kennir móðirin þeim segir, „að ekkert sé eins viti bor- ingameistarinn. Hegðun bjórsins hinar ýmsu byggingakúnstir, sem ið Qg maðurinn, nema bjórinn.“ áöllumárstímumersýndogbyrj- vakið hafa undrun og aðdáun GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Viðburðir Réttir byrja. Maríumessa hin síðari. Víðinesbardagi 1208. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Hitlerstefniraðstríði. Henleins-flokkurinn hættiröllum samningum við við Prag- stjórnina þótt hann verði að viðurkenna síðustu tillögur henn- ar sem samkomulagsgrundvöll. Samskonar átyllur eru notaðar og áður en Hitler tók Austurríki. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.