Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 2
_________________________FRETTIR__________________________ Sjávarútvegur_ Skuldar þjónustuaöilum 1,5 miljarð Landssamband iðnaðarmanna: Bankarog sjóðirgleypa endurskipulagningar- og hagrœðingarlán sjávarútvegsfyrirtœkja Könnun sem Landssamband iðnaðarmanna vinnur að um vanskil sjávarútvegsfyrirtækja við hin ýmsu þjónustufyrirtæki hefur leitt í Ijós að vanskil við þessi fyrirtæki nema um 1,5 milj- Alþýðubandalag Starfsfólk og stjómun Ráðstefna um heilbrigðismál Ráðstefna Alþýðubandalagsins um heilbrigðismál verður haldin laugardaginn 8. októbcr í Gerðu- bergi. Hún er liður í vinnu Al- þýðubandalagsins við mótun heilbrigðisstefnu. í maí sl. fjallaði miðstjórn flokksins um drög sem starfshópur í heilbrigðismálum lagði fram. Sjónarmið og athuga- semdir sem fram koma á ráð- stefnunni hafa eflaust áhrif á endanlega afgreiðslu miðstjórnar á stefnu Alþýðubandalagsins í heiibrigðismálum. A ráðstefnunni verður lögð megináhersla á tvö viöfangsefni: „Ytri áhrif á heilbrigði" og „Heilbrigðisþjónustan: starfsfólk og stjórnun." Undir fyrri dag- skrárliðnum verður m.a. fjallað um vinnutíma og aðbúnað á vinnustöðum, fíkniefni, félags- legt umhverfi og forvarnir sjúkra- arði króna og eru sífellt að aukast. Þá berast fregnir um að fyrir- tæki, sem staðið hafa í útflutningi á margvíslegum vinnslutækjum um borð í skip og togara, auk þjálfara. Seinni dagsrkárliðurinn tekur til yfirstjórnar heilbrigðis- mála, mönnunar heilbrigðisþjón- ustunnar og lyfja- og sérfræðik- ostnaðar. Fyrirlesarar eru fengnir víða fiskvinnslufyrirtækja, eigi í erfið- leikum með rekstrarfé vegna vanskila kaupenda, jafnt í Nor- egi, Færeyjum sem annarsstaðar, og á dögunum óskaði Traust hf. eftir greiðslustöðvun af þessum að, þeir verða u.þ.b. 15 talsins og flytja 10-15 mínútna erindi. Tími gefst til fyrirspurna. í lokin verða almennar umræður um drög að stefnu Alþýðubandalagsins í heilbrigðismálum. sökum. En fyrirtækið varð að út- vega sér rekstrarlán vegna van- skila kaupenda með allt að 70% vöxtum sem það á endanum reis ekki undir. Slæm staða sjávarú- tvegsfyrirtækja er ekki staðbund- Ráðstefnan er öllum opin. Vegna undirbúnings er æskilegt að þátttakendur skrái sig á skrif- stofu Alþýðubandalagsins í síma 17500 fyrir kl. 16.00 föstudaginn 7. oktober. in við ísland heldur eiga fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Noregi, Færeyjum og Græn- landi við svipuð vandamál að stríða og hér. Að sögn Þorleifs Jónssonar, framkvæmdastjóra hjá L.ands- sambandi iðnaðarmanna, hafa þessi fyrirtæki alveg gleymst þeg- ar verið er að endurskipuleggja og hagræða hjá fyrirtækjum í fiskvinnslu og útgerð. Afleiðing- in sé sú að þessi þjónustufyrirtæki eigi þúsundir miljóna útistand- andi og það segi sig sjálft að þau beri þessar skuldir ekki. í flestum tilvikum sé um að ræða lítil en. nauðsynleg fyrirtæki sem útgerð og fiskvinnsla eigi allt sitt undir verði um bilun að ræða eða koma þurfi upp nýjum tækjum og tól- um í vinnslunni. Það er því víða um land all þröngt í búi hjá vélsmiðjum og öðrum þjónustufyrirtækjum sem þjónusta vinnslu og útgerð. Að sögn Gests Halldórssonar, for- stjóra Vélsmiðjunnar Þórs á ísa- firði, standa stóru fiskvinnslufyr- irtækin vestra í skilum enn sem komið er en verst er ástandið hjá rækjuvinnslunni vestra. „Það má segja að 2 af hverjum 10 víxlum lendi í vanskilum og það er á hreinu að erfiðleikarnir eru óskaplegir og versna stöðugt dag frá degi og fyrirtækjunum blæðir út smám saman verði ekk- ert að gert von bráðar," sagði Gestur Halldórsson. -grh Hluti fyrirlesara á heilbrigðisráðstefnu Alþýðubandalagsins á undirbúningsfundi í fyrradag. Frá vinstri: Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir, Guðmundur Sigurðsson heilsugæslulæknir, Hörður Bergmann fræðslufull- trúi og Ólafur Ólafsson landlæknir. Mynd: Jim Smart Frœðsluvarpið Ásökunum og aðdróttunum svarað Heimir Pálsson gerir athugasemdir við fréttaflutning í Þjóðviljanum4. október 1988 er fjallað á svo furðulegan og ræt- inn hátt um þá tilraun sem senn er á fullum skriði til fjarkennslu í íslensku á vegum fjarkennslu- nefndar menntamálaráðuneytis- ins og fjarkennslu sjónvarpsins að manni verður helst að spyrja: Hvaða undarlegar hvatir búa eiginlega að baki? í forsíðufyrirsögn er tilraun- inni gefin einkunnin „dýr og illa kynnt" og undir þeirri fyrirsögn notar blaðamaðurinn phh tæki- færið til að draga í efa faglega hæfni þeirra sem að kennsluefn- inu hafa staðið. Síðan er þessu fylgt eftir með hálfri síðu 2 í blað- inu. Meginfyrirsögn leggur enn áherslu á kostnað en í millifyrir- sögnum og texta leggur phh sig í líma við órökstuddar aðdróttan- ir. Þetta rekur mig til að skrifa þennan greinarstúf til að bera hönd fyrir höfuð mér og starfsfé- laga minna í þessu máli. Mér er hins vegar skammtað rúmið og ég hef því ekki tækifæri til að gera lesendum Þjóðviljans grein fyrir því stórmerkilega framtaki sem hér er á ferðum. Ef ritstjórar blaðsins hafa metnað til vænti ég að reynt verði að bæta fyrir klám- höggið á næstu dögum. 1. um hæfni umsjónarfolks í forsíðuklausunni segir. „Val á þeim aðilum sem fengnir eru til að sjá um kennslu í einstökum greinum virðist handahófskennt, enda var ekki leitað útboða né auglýst eftir kennsluaðilum." Að vísu er óljóst hvað blaðamaður- inn á við með þessum orðum. Sé átt við starfshópinn er rétt að upplýsa lesendur um að þeir „að- ilar“ sem hér er að vegið eru: Höskuldur Þráinsson, prót'essor við Háskóla íslands, Indriði Gíslason, prófessor við Kennara- háskóla íslands, Guðmundur B. Kristmundsson, fyrrv. námstjóri í íslensku og nú aðstoðarskóla- stjóri Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ, Ásgeir S. Björnsson lektor, Baldur Sigurðsson og Baldur Hafstað, kennarar við Kennar- aháskóla Islands, Þórunn Blöndal, Steingrímur Þórðarson, Ingibjörg Axelsdóttir og Ás- mundur Sverrir Pálsson, fram- haldsskólakennarar, Bjarni Ól- afsson áfangastjóri og sá sem þetta ritar. Allt hefur þetta fólk mikla reynslu af kennslu og margir hafa fengist við ritstörf. Sumir eru óumdeilanlega fremst- ir sérfræðingar í sínum greinum. Ef markaðsfrjálshyggjutrú Þjóð- viljans er komin á það stig að menn haldi þar á bæ að hæfasta fólkið fáist úr útboðum er náttúr- lega ekkert við því að segja. Þessi hópur var valinn af fjarkennslu- nefnd Háskólans og ekki af handahófi. Það er augljós krafa okkar á hendur blaðamanni Þjóðviljans að hann segi til um í hverju vanhæfni okkar er fólgin og hverjir eru hinir hæfustu „aðil- ar“ að hans mati. Sé hins vegar átt við þá skólastofnun sem sér um eftirleikinn er að því máli vik- ið hér á eftir. 2. aðdróttanir að Þór Vigfússyni skólameistara Á annarri síðu kemst phh svo að orði: „Skólagjald nemenda rennur einnig til Fjölbrauta- skólans á Selfossi, en þar er skólameistari Þór Vigfússon, nefndarmaður í fjarkennslu- nefnd.“ Það er alveg sama hvern- ig maður reynir að lesa þessa málsgrein: Hún felurísérásökun um að Þór Vigfússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, hafi notað aðstöðu sína til að sölsa þessa kennslu undir skóla sinn í von um peninga! Mér er kunnugt um að Þór átti engan hlut að því að miðstöð kennslunnar var sett á Selfoss. Mér er hins vegar líka kunnugt um að bæði hann og forveri hans í starfi austur þar hafa sýnt því mikinn áhuga að koma á fót bréfanámskeiðum fyrir þá sem ekki eiga þess kost að stunda skóla. Mér er líka kunnugt um að við skóla Þórs starfar skrifstofu- stúlka sem hefur yfirburðar- eynslu í slíkum málum frá því hún starfaði við Open University á Englandi. Mér er einneginn kunnugt um að Ásmundur Sverr- ir Pálsson sem verður yfirkennari fjarkennslunnar í íslensku er þrautreyndur kennari sem m.a. hefur lagt sig sérstaklega fram um að sinna þeim sem minnst mega sín í námi. Ég skammast mín fyrir að Þjóðviljinn skuli vega svo ósæmilega að þessu fólki. 3. „Misnotkun aðstöðu?“ Undir þessari fyrirsögn víkur phh að hlut mínum í þessu máli. Hann segir að vísu ekkert um ástæður þess að bókaútgáfan Ið- unn tók að sér að sjá um útgáfu kennsluefnis og afgreiðslu. Þegar þau mál bar fyrst á góma sagði ég að það væri áreiðanlega eðli- legast að bjóða það verkefni út. Hins vegar lýsti ég því yfir að Bókaútgáfan Iðunn væri reiðu- búin að taka það að sér. Mér er kunnugt um að formaður fjar- kennslunefndar, Jón Torfi Jónas- son, og verkstjóri íslenskuhóps- ins, Höskuldur Þráinsson, höfðu samband við stærstu skólabóka- forlögin á hinum almenna mark- aði og fengu þau svör að þar sæju menn ekkert athugavert við að Iðunn annaðist málið, enda erfitt að vita hvað eiginlega væri um að ræða og útboð því mjög hæpið. Þegar phh lætur síðan að því liggja að ég hafi misnotað að- stöðu mína við forlagið til þess að gerast meðhöfundur Höskulds Þráinssonar að einni kennslubók- anna verður mér skiljanlega svars vant. Nú eru liðin rétt tæp tuttugu ár síðan ég lauk kandídatsritgerð minni um þýðingar. Síðan hef ég fengist við að þýða öðru hvoru og skrifað nokkuð um efnið. Þá hef ég og kennt þýðingar. Mér dettur ekki í hug að ekki séu aðrir miklu hæfari til að skrifa slíka bók og ég hefði reyndar aldrei lagt í það verkefni nema við hlið Höskulds. Hitt er jafnljóst að þvílíku rýt- ingslagi getur maður aldrei var- ist. 4. annarskonar missagnir Plássið leyfir mér ekki að elta ólar við fávisku blaðamannsins og þekkingarleysi. Hann hefur ekki hirt um að leita sér upplýs- inga, býr sér til samanburðar- grundvelli eftir vild. Það kemur væntanlega í hlut annarra að gera tilraun til að leiðrétta þær vit- leysur. Fyrir mann sem hefur borið heldur hlýjan hug til Þjóð- viljans eru þær raunalegar. Það er sjálfsögð krafa að blaðið geri allt sem unnt er til að bæta fyrir það tjón sem það hefur unnið fjarkennslumálum á fslandi með þessum skrifum. Heimir Pálsson Mímir Athugasemd Eg vil að það komi skýrt fram að það sem haft er eftir mér á forsíðu Þjóðviljans 4. október; „Skólastjóri Málaskólans Mímis telur kynningu Frœðslu- varpsins á kennslunni „vera fyrir neðan allar hellur"." er slegið upp mjög villandi og slitið úr samhengi þess, þar sem þau orð voru sögð, svo ekki sé talað um að fyrirsögnin mótist af þessari rangtúlkun. Þau orð mín um að kynning hafi ekki verið nógu góð á ein- göngu við um kynningu á náms- tilhögun enskukennslunnar, og verður að flokka undir mistök sem alltaf geta komið fram þegar verið er að vinna að stórum verk- efnum í fyrsta sinn. Þau mistök sem áttu sér stað eru byggð á mis- skilningi milli mín og Sigrúnar Stefánsdóttur en við reynum að bregðast vel við og koma þeirri kynningu á framfæri sem allra fyrst. f þeim tilgangi er Mála- skólinn Mímir nú að láta prenta upplýsingabæklinga, sem verður dreift sem víðast. Vil ég að það komi skýrt fram að ég tel að dagskrá Fræðslu- varpsins hafi verið kynnt ágæt- lega og vel hafi verið staðið að þeirri kynningu. Valtýr Valtýsson 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.