Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 7
MENNING Þór fylgist skelfdur með bollaleggingum Loka (Örn Árnason og Randver Þorláksson). Mynd - Jim. Þjóðleikhúsið Hvar er hamarinn? Leikur fyrir börn og fullorðna frumsýndur á laugardaginn Þjóðleikhúsið hefur fært út kvíarnar og frumsýnir á laugar- daginn leik fyrir börn og full- orðna í Gamla bíói/íslensku óperunni. Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík er byggð- ur á Þrymskviðu, og var frum- fluttur á M-hátíð á ísafirði sumar- ið 1987, og síðan var farið með hann í leikferð um Vestfirði. Hvar er hamarinn? hefst á því að Mjölni er stolið af þrumu- guðnum Þór þar sem hann sefur á sitt græna eyra. Heldur lítið verð- ur úr kappanum þegar hann vaknar og saknar hamarsins, og veit hann ekkert hvað til bragðs skal taka fyrr en Loki hinn bragð- vísi kemur honum til aðstoðar og kemst að því að það er enginn annar en Þrymur jötunn sem hef- ur stolið hamrinum. Vandræðum Þórs er þó ekki lokið, því Þrymur vill ekki skila hamrinum nema hann fái sjálfa Freyju fyrir konu. Freyja harðneitar ráðahagnum og segir Þór sjálfan geta náð í Mjölni, en úr vöndu er að ráða því án hamarsins er Þór næsta kraftlítill og geysilega ráðalaus. Sinfónían Tríókonsert Beethovens Þrír þýskir einleikarar koma fram á fyrstu áskriftartónleikum vetrarins Fyrstu áskriftartónleikarnir á starfsári Sinfóníuhljómsveitar ís- lands verða í Háskólabíói annað kvöld, og verða að vanda þrjú verk á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast með verki í einum þætti eftir Leif Þórarins- son, og nefnist það För 1988. Leifur samdi För upp úr tónlist sinni við leikrit Strindbergs, Til Damaskus, sem flutt var í Ríkis- útvarpinu. Næst á dagskránni er svo Tríókonsertinn eftir Beetho- ven, en ætlunin er að flytja alla einleikskonserta Beethovens á Sinfóníutónleikum í vetur, einn á mánuði að desember undan- skildum. Síðast á efnisskránni er Sinfónía nr. 1 eftir Sibelius. Flytjendur Tríókonsertsins eru Fontenay-tríóið frá Þýskalandi, stofnað árið 1980 af þremur ung- um tónlistarmönnum, þeim Wolf Harden, píanóleikara, Michael Mucke, fiðluleikara og Niklas Schmidt sellóleikara. Frá árinu 1982 hafa þeir komið víða fram á tónleikum, í útvarpi og í sjón- varpi bæði í Þýskalandi og er- lendis, og hlotið góða dóma. Meðal annars vann tríóið til 1. verðlauna í tónlistarkeppni í Bonn í Vestur-Þýskalandi. Stjórnandi á tónleikunum er finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, sem í fyrra var ráðinn að- alhljómsveitarstjóri Sinfóníunn- ar til tveggja ára. Sakari er þrí- tugur að aldri og hefur getið sér gott orð fyrir hljómsveitarstjórn. Hann leggur mikla áherslu á flutning norrænnar tónlistar, gamallar sem nýrrar, og verður röð tónleika eingöngu með nor- rænni tónlist á þessu starfsári. LG Miðvikudagur 5. október 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7 Sem betur fer fyrir varnir Ás- garðs er þó Loki til staðar, og hann skipuleggur björgunarað- gerðir af sinni alkunnu ráðsnilld. Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið tónlist við leikinn, Brynja Benediktsdóttir leikstýrir, Sigur- jón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga og lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Örn Árnason leikur þrumu- guðinn Þór, Randver Þorláksson er Loki, Lilja Þórisdóttir Freyja og Erlingur Gíslason Þrymur. Sex leikarar bregða sér ýmist í gervi æsa eða jötna og syngja og leika á hljóðfæri. Það eru þau Ólafur Örn Thoroddsen sem leikur á gítar og leikur þar að auki annað höfuð Þryms, Valgeir Skagfjörð sem leikur á harmón- ikku og gítar, Eyþór Arnalds sem leikur á selló, Kristín Guðmunds- dóttir á flautu, Vigdís Klara Ara- dóttir á klarinett og saxófón og Herdís Jónsdóttir á iágfiðlu, en Hlíf Sigurjónsdóttir mun taka við hlutverki þeirrar síðastnefndu eftir frumsýningu. Frumsýning verður á laugar- daginn kl. 15:00, og önnur sýning á sunnudaginn á sama tíma. Eftir það fer hópurinn í leikferð til Berlínar, en þangað er þeim boð- ið á Berliner Festtage 1988. Verða tvær sýningar í Maxim Gorki leikhúsinu í Berlín 13. og 14. október. Sýningar hefjast svo aftur í Gamla bíói þann 22. októ- ber. LG Hljómplötur Söngur Maríu Á næstunni gefa Ríkisútvarpið og Taktur h/f út myndarlegt úrval af upptökum sem varðveist hafa með söng Maríu Markan. Valið var úr á annað hundrað lögum sem varðveist hafa í upptökum með söng Maríu og verða gefnar út þrjár hæggengar plötur, sex hliðar, alls um fimmtíu lög. Upp- tökur þessar spanna liðug fjöru- tíu ár. Mikið er hér að sjálfsögðu af endurútgáfum, en rnörg lag- anna hafa aldrei verið gefin út en hafa varðveist hjá Ríkisútvarpinu og í fórum Maríu sjálfrar. Plöturnar verða í kassa og fylg- ir þeim myndskreyttur tólf síðna bæklingur þar sem gerð er grein fyrir ævi og starfi söngkonunnar og saga upptakanna rakin. Þorsteinn Hannesson og Trausti Jónsson hafa umsjón með útgáfunni, tæknivinna er í hönd- um tæknideildar Ríkisútvarpsins, tæknimaður er Þórir Steingríms- son og tónmeistari Bjarni Rúnar Bjarnason. Nú þegar er hafinn undirbún- ingur að útgáfum með söng Pét- urs Á. Jónssonar, Eggerts Stef- ánssonar, Elsu Sigfúss og Sigurð- ar Skagfield. Þá eru í athugun útgáfur. með öðrum listamönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.