Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Mismunandi sparifjár- eigendur Um síöustu helgi var haldinn framhaldsstofnfundur Sam- taka sparifjáreigenda. Af fréttum að dæma má ætla að samtökunum sé ætlað að verða öflugur þrýstihópur sem reyni að hafa áhrif á stjórnmálamenn. Samtökin berjast meðal annars gegn einhliða lækkun raunvaxta og ætla að beita sér gegn skattlagningu á fjármagnstekjur. Hagspekingar, sem tóku til máls á fundinum, upplýstu meðal annars það, sem margir þóttust vita fyrir, að sparifjár- eigendur væru býsna margir en fæstir þeirra ættu stórar fjárfúlgur. Meðalsparifjáreign einstaklinga væri 300 til 400 þúsund -krónur. Sú skilgreining var sett fram að sparifjár- eigandi væri sá sem ætti innistæðu í banka eða sparisjóði, sá sem ætti verðbréf eða hefði aflað sér lífeyrisréttinda. Þessi skilgreining er það víð að erfitt er að finna þann einstakling sem er ekki sparifjáreigandi samkvæmt henni. Á framhaldsstofnfundi Samtaka sparifjáreigenda bar líka mest á ósköp venjulegu fólki. Rosknu fólki sem á uppkomin börn og er búið að greiða niður íbúðina sína. Fólki sem tekist hefur að safna sparifé sem kannski hrekkur fyrir nýjum bíl. Landsfrægir sparifjáreigendur, sem eiga miljónir í verð- bréfum, létu lítið fyrir sér fara á fundinum. Á fundinn mættu ekki þeir stöndugu menn sem snarað geta út miljónum til að kaupa greiðslukortanótur með afföllum og heldur ekki þeir sem haldið hafa það vel á sínu að þeir eru taldir eiga í annarri hverri verslun við Laugaveginn. Þessir menn mættu ekki en líklegt er að þeir hafi samt fylgst vel með fréttum af fundin- um. Á fundinum kom fram að margir sparifjáreigendur óttast að með stjórnvaldsaðgerðum eigi að búa svo um hnútana að raunvextir verði neikvæðir. Milli manna ganga hryllings- sögur um sparifé sem brennur á eldi óðaverðbólgu og rifjað- ar eru upp frásagnir frá þeim tímum að vísitölubinding og verðbætur voru óþekkt hugtök og nafnvextir voru langt undir verðbólgustigi. í dag er ekki óalgengt að sparifjáreigendur fái greidda um 10% vexti ofan á verðbætur. Þarna er átt við hinn almenna sparifjáreiganda því að þeir sem eru stórir í sniðum kunna yfirleitt að ávaxta sitt pund á miklu hagstæðari kjörum. Þetta þýðir að hinn almenni sparifjáreigandi fær vísitölubætur, sem tryggja að höfuðstóllinn rýrni ekki í hækkandi verðlagi, en auk þess vexti sem eru mun hærri en viðgengst í flestum nágrannalöndum okkar. Aftur og aftur hefur verið á það bent að raunvextir séu hér allt of háir. Nýja ríkisstjórnin hefur þá stefnu að koma þeim niður og er þá miðað við að vextir verði ekki óeðlilega háir en að engu að síður verði raunvextir jákvæðir þannig að sparifé haldi verðgildi sínu. En nú virðist eiga að magna andúð hins almenna sparifjáreiganda á þessum aðgerðum. Látið er í það skína að verði reynt að þrýsta vöxtum niður, þá sé næsta víst að ekki verði látið staðar numið fyrr en raunvextir verði orðnir neikvæðir. Með því að ýfa tilfinningar og vekja upp hræðslu á að fá hinn almenna sparifjáreiganda til að vera á móti því að raunvöxtum verði komið í svipað horf hér og annars staðar tíðkast. Svipuðum aðferðum er beitt til að æsa upp andúð á því að tekjuskattur sé lagður á raunvaxtatekjur, jafnvel þótt rætt sé um að setja þar ákveðið skattfrelsismark. Látið er í það skína að nú hyggist stjórnvöld gera sparifé upptækt, að nú eigi að ræna gamalt fólk því litla sem það hefur nurlað saman á langri ævi. Venjulegir sparifjáreigendur, fólkið í landinu, gerir kröfu um eðlilega raunvexti. En það eru aðrir aðilar sem vilja fá frið til að taka okurvexti. Hinn almenni borgari telur einnig sjálf- sagt að greiða skatta af tekjum sínum, hvort heldur þær eru vinnulaun eða leiga fyrir útlánað fé. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ aí- Viðreisnar- freistingarnar Forystumenn í Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki hafa oft talað um samstjórn þessara tveggja flokka sem æskilegasta og eðlilegasta stjórnarmynstur sem völ sé á í íslensku pólitísku kerfi. Og þá vitna menn gjarna til Viðreisnarstjórnarinnar sem svo var nefnd og sat allan sjöunda áratuginn og gott betur. Þetta stjórnarmynstur er vitan- lega sérstaklega hentugt og freistandi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf innan viðreisnarrammans að öðru jöfnu ekki að brjóta þvílíka odda af sínu oflæti sem hann neyðist til í samstarfi við Fram- sóknarflokkinn. Auk þess sem á foringjum Sjálfstæðisflokksins hvílir sú skylda sem einkageirinn heimtar að þeir virði, að séð sé til þess að SÍS frændi gerist ekki of frekur til fjörsins í viðskiptalíf- inu. Og þar með sé það hag- kvæmast að láta Framsóknar- flokkinn liggja sem lengst í stjórnarandstöðupæklinum. Hér við bætist, að með samstarfi við Krata fær Sjálfstæðisflokkur í viðreisnarstjórn nokkra auka- lykla að verklýðshreyfingunni og á þar með aukna möguleika á að deyfa viðbrögð hennar við þeim „efnahagsráðstöfunum“ sem gerðar eru öðru hvoru - og boða sjaldnast neitt gott launafólki eins og við vitum öll. Lífsháski Krata Viðreisnarmynstrið er hins- vegar mjög tvísýnt fyrir Alþýð- uflokkinn. Hann er smærri aðil- inn í slíku samstarfi og verður þar eins og lús á milli tveggja nagla Stóra bróður sem eignar sér allt það sem stjórninni tekst, og stjórnarandstöðunnar (einkum Allaballans) sem heldur uppi stríðum söng um svik Krata við vinstrimálin. Það eru þó einkum sjálf hin heitu faðmlög við stóran Sjálfstæðisflokk sem lama Al- þýðuflokk í Viðreisnarstjórn, hefla af honum hans sérkenni og þurrka þau jafnvel út í vitund kjósenda - og hefur stundum litlu munað að flokkurinn héldi lífi eftir þann hjúskap. í þessu ljósi er fróðlegt að lesa reiðilestur Halldórs Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur dembt yfir fjand- vini sína Krata á fundi Sjálfstæð- isfélaganna á Akureyri á dögun- um. Hann minnist á yfirlýsingar Jóns Baldvins og fleiri um nauð- syn samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn og þykir honum af fram- vindu atburða sem þar hafi ekki allar ástir verið í andliti fólgnar. Þetta hér er m.a. haft eftir Hall- dóri: I bland við tröllin „Hann sagði að Alþýðuflokk- urinn hefði reglulega horfið til fjalla, lent þar í tröllahöndum Framsóknarmanna og fjarlægst Sj álfstæðismenn. “ Merkilegt orðalag reyndar með ávæningi af þjóðsögu og harmleik: Kratar svíkja hið góða („fj arlægjast Sj álfstæðismenn") og fara að trúa á Trunt Trunt og tröllin í fjöllunum (Steingrím Hermannsson), og sársaukinn ristir djúpt í hið meyra hold Sjálf- stæðisflokksins: hvernig gátuð þið gert OKKUR þetta? Og það með honum Denna! Sjálfstæðisþingmaðurinn segir fleira. Hann hefur ekki lokið hlutverki hins svikna vonbiðils sem gæti tekið undir þá fleygu vísu: Man ég okkar fyrri fund forn þótt ástin réni, nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Hann hyggur á hefndir og leitar stuðnings alþjóðar til að koma fram söguiegu réttlæti við svikula Kratamey. Við vitnum enn í frásögn Morgunblaðsins: Hroki Sjálfstæðismanna „Hann sagðist telja að ekki þyrfti að vera mikið bil á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, en Alþýðuflokkurinn yrði þá að halda í borgaralega stefnu sína. Hann sagði að ef flokkarnir ættu að geta unnið saman yrði Alþýðuflokkurinn nú að fá ráðn- ingu fyrir hegðun sína allt frá 1978. Alþýðuflokkurinn þyrfti að minnka en Sjálfstæðisflokkurinn að stækka.“ í þessum ummælum Halldórs Blöndals alþingismanns kristall- ast með sérstaklega skýrum hætti þeir eiginleikar flokks hans sem virka eins og römm andfýla í til- hugalífi. Á bak við býr sú freka sannfæring að Sjálfstæðsisflokk- urinn sé sjálft hryggjarstykkið í íslensku þjóðlífi og að hver sá sem ekki hagar sinni lítilmótlegu hegðun eftir þeirri meginstað- reynd skuli hafa verra af. Af þessu leiðir náttúrlega að það kemur ekki til greina frá sjónar- miði Sjálfstæðismanna að eiga samstarf við aðra á jafnréttis- grundvelli. Það er Alþýðuflokk- urinn sem verður að gjöra svo vel og „halda í borgaralegu stefnu sína“, m.ö.o halda sigtil hægri, ef hann á að vera þess verðugur að stíga í eina sæng með Valhallar- jarli hvers tíma-það kemur nátt- úrlega ekki til greina að Sjálf- stæðisflokkurinn slái eitthvað af sinni „borgaralegu stefnu“. Og til þess að þetta gangi allt eftir má heldur ekki leggja út í stjórnars- amstarf nema það sé tryggt fyrir- fram að Stóri bróðir haldi um alla tauma - og því verður samstarfs- flokkurinn fyrst að minnka en Sjálfstæðisflokkurinn að stækka. Þegar maður les slíkan boð- skap hættir maður alveg að undr- ast það þótt forystumenn Alþýð- uflokksins kjósi nú að horfa í aðr- ar áttir um pólitískt samstarf. Að ánetjast viðreisnardraumi við þessar aðstæður væri ekki annað en sjálfspíningarfrygð og dauða- þrá. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Dagur Porleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannessorr SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Porfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LjÓ8myndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, PorgerðurSigurðardóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í Iausa8ölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SlÐA - ÞJÖÐVIUINN Miðvikudagur 5. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.