Þjóðviljinn - 12.10.1988, Qupperneq 9
SKAK
Heimsbikarmót Stórmeistarasambandsins
Heimsmeistari biýtur fingur
Kasparov lék af sér drottningu, helmingur Ijósa slokknaði og skákklukka fór sér afar hœgt
Það hefur verið haft á orði að
Garríj Kasparov
heimsmeistari tefldi ekki einsog
hans væri von og vísa hér í
Reykjavík, það er að segja af
þeim fítonskrafti sem í honum
blundar. f sjónvarpsviðtali í fyrr-
akvöld kvaðst hann sáróánægður
með frammistöðu sína og sagðist
þurfa að hverfa aftur til ársins
1981 til að finna verri árangur í
upphafi móts.
En lengi getur vont versnað. í
gærkveldi Iék hann illa af sér og
tapaði fyrir happahrólfinum
Andrej Sókólov. Sókólov stýrði
hvítu liði og atti að vanda kóngs-
peði sínu fram á völlinn í fyrsta
leik. Heimsmeistarinn svaraði
með Scheveningen-afbrigði sikil-
eyjarvarnar en það varnarkerfi
hefur reynst honum vel, til að
mynda beitti hann því í úrslita-
skák heimsmeistaraeinvígisins
við Anatolíj Karpov haustið 1985
og sigraði.
Sókólov er sóknarskákmaður
og köllun sinni trúr hóf hann að-
gerðir á kóngsvæng. Kasparov
varðist vel og skóp sér álitleg
gagnfæri. Pegar á leið glímuna
lenti Sókólov í trylltu kapphlaupi
við tímann og það hugðist
heimsmeistarinn notfæra sér. En
hann féll á sjálfs sín bragði og svo
fór að hann stóð frammi fyrir
tveim illum kostum: að glata pre-
láta án bóta ellegar að láta hénn-
ar hátign fyrir vesæla hróksblók.
Hann kaus síðari kostinn en lagði
niður vopnin skömmu síðar, við
grát og gnístran tanna.
Speelman og Spasskíj sömdu
um skiptan hlut eftir skamman og
tilþrifalítinn Pirc. Jóhann og Tal
tefldu drottningarbragð en þrá-
léku eftir að Lettinn hafði afsann-
að sóknartilgátu landans.
Öllu meiri hasar var í jafnteflis-
skákum Nikolics og Sax og
Anderssons og Beljavskíjs. Það
var einmitt á tvísýnu augnabliki í
skák hinna síðarnefndu að helm-
ingur loftljósanna er beina kasti
sínu niður á borð keppenda
slokknaði.
Allt í einu sátu Portisch og
Kortsnoj, Ehlvest og Margeir,
Andersson og Beljavskíj í skugg-
anum. Skákklukkurnar voru
Garríj Kasparov og Andrej „grís" Sókólov við upphaf hinnar sögulegu viðureignar sinnar í gærkveldi. Sókólov er ótrúlega sleipur í
tímahraki og eftirlætisskákmaöur happadísanna um þessar mundir.
stöðvaðar, skákmennirnir biðu
átekta en allt kom fyrir ekki, ljós-
in voru gengin til náða og enginn
mannlegur máttur virtist fá hagg-
að ásetningi þeirra.
Eftir japl og jaml og fuður
fengu Svíinn og Rússinn vesælan
lúxólampa en skákir Ungverjans
og svissneska Rússans og
Eistlendings og íslendings voru
fluttar um set yfir á upplýst borð.
Þess má ennfremur geta að
skákklukka Ríblís og Nunns virt-
ist viðstöddum ívið latari til gangs
en stallsystur hennar á öðrum
borðum. Þegar klukkan var kom-
inn vel á tíunda tímann áttu þeir
báðir um tíu mínútur eftir af 40
leikja umhugsunartíma sínum.
-ks.
Úrslit í 7. Umferð
Jaan Ehivcsl - Margcir Pctursson 1-0
Prcdrag Nikolic - (iyula Sax ‘/2-'/2
Arlur Júsúpov - Jan Timman í bið
Ulf Andcrsson - Alexandcr Bcljavsky '/2-'/2
Jonalhan Spcclman - Boris Spassky '/2-'/2
Zollan Rilrli - John Nunn '/2-'/2
Lajos Porlisch - Viklor Korlsnoj í bið
Jóhann Hjarlarson - Mikhail Tal '/2-'/2
Andrci Sokolov - (iarry Kasparov 1-0
Andrei Sokolov - Garrí Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4-c5
2. Rf3-d6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-a6
6. f4-e6
7. Be2-Be7
8. 0-0 0-0
9. Khl-Dc7
10. a4-Rc6
11. Be3-He8
12. Bgl
(Kasparov gerþekkir þessa stöðu
og þessvegna vakti athygli hversu
miklum tíma hann eyddi á byrj-
unarleikina. Þessi leikur kom
World Cup Chess Toun»am«nt, Reykjavík 1988
11.10.1988 23:05
Níiín 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls Röð
1 Alexander Bcliavskv Vi '/2 1 1 0 '/i 1 4'/i 2-3
2 .lan Timman '/i '/2 0 1 Vi 1 3'/if B 8
3 (ivula Sax '/2 vM 1 '/2 '/2 V, '/2 4 5-7
4 Jaan Ehlvcsl 0 í 0 '/2 '/l 1 1 4 5-7
5 Prcdrau Nikolic 0 0 Vi Vi 1 '/l Vi 3 12
6 Arlur Júsúnov l Vi Vi '/l Vi 1 4+B 4
7 Ulf Andersson '/2 1 0 Vi Vi Vi '/l 3'/i 9 11
8 Jonalhan Sneclman Vi Vi '/l 0 I Vi Vi 3'/i 9-11
9 Zoltan Ribli '/l Vi Vi V, 0 0 Vi 2'/i 15-17
10 Laios Porlisch '/i 1 '/l '/l 0 0 2'/H-B 13-14
11 Jóhann Hiarlarson '/i Vi IW 0 0 '/l 1 2‘á 15-17
12 Andrci Sokolov 0 Vi Vi Vi 1 1 1 4Vi 2-3
13 Garrv Kasnarov '/i 1 Vi Vi Vi 1 0 4 5-7
14 MikhailTal P) V, */l 1 1 1 '/l 5. 1
15 Vikloi /orlsnoi '/2 0 V, '/2 0 1 2'/if B 13-14
16 Johnf m '/2 Vl '/2 '/l '/2 '/2 Vi 3'/i 9 11
17 Boris isskv '/2 0 '/2 0 '/2 '/2 2'/i 15-17
18 Marc ’clursson 0 0 Vl 0 1 0 0 [ l'/l 18
fyrir í skák Jón L. Árnasonar og
Sokolovs á Ólympíumótinu í
Þessalonikíu.)
12. .. Hb8
13. Bf3-Bd7
14. Rb3-b6
15. g4-Bc8
16. g5-Rd7
17. Bg2-Bf8
18. Df3
(Dálítið einkennilegur leikur.
Markvissara var 18. Dh5.)
18. .. Ra5
19. Rd2-Bb7
20. Dh5-g6
21. Dh3-Hbc8
22. f5-Re5
23. fxe6-fxe6
(Kasparov hefur fengið allt út úr
þessari stöðu sem hægt er og allt
of snemma hefur Sokolov létt á
spennunni í stöðunni. Smátt og
smátt aukast yfirburðir heims-
meistarans en ótrúlegir atburðir
gerast.)
25. Hf4-Bg7
25. Hafl-De7
26. Hh4-Bh8
27. Bd4-Rac4
28. Rxc4-Hac4
29. Be3-Hcc8
30. Bcl-b5!
(Gagnsókn svarts eftir c-línunni
treystir yfirburðina.)
31. axb5-axb5
32. Hhf4-b4
(Vitaskuld ekki 32. .. Dxg5 33.
Hf8+ og drottningin fellur. Það
er kaldhæðnislegt að það er ein-
mitt gildra af þessu tagi sem verð-
ur heimsmeistaranum að falli.)
33. Ra2-Ba6
(Mun sterkara var 33. .. Hxc2
með yfirburðastöðu. Það hefur
sennilega verið á þessu augna-
bliki sem feigðarflan biskupsins
var undirbúið.)
34. Hdl-b3
35. cxb3-Be2
26. Hd2
36. .. Dxg5??
(Mesti afleikur Kasparovs í meira
en 10 ár. Hann átti kappnógan
tíma en var einum of öruggur
með sig.)
37. De3!
(Valdar hrókinn, setur á bisk-
upinn og hótar 38. Hf8+ Eftir
langa umhugsun kaus Kasparov
að gefa drottninguna en fær
hverfandi mótspil fyrir. Sokolov
þarf aðeins að tefla sæmiiega ná-
kvæmt til að innbyrða vinning-
inn.)
37. .. Bh5
38. Hf8+-Hxf8
39. Dxg5-Rg4
40. Rc3-Be5
41. h3-Bf4
42. De7-Hce8
43. Dd7-Re3
44. HÍ2
- og Kasparov gafst upp. Hann
sat lengi á eftir og hristi höfuðið
og var alveg miður sín. Það var
ekki fyrr en Boris Spasskí kom
gangandi til hans með viskíglas í
hendi að heimsmeistarinn brosti
örlítið og hélt á braut.
8. Umfeíð
Margcir Pclursson - (iarry Kasparov
Mikhail Tal - Andrci Sokolov
Viktor Korlsnoj - .lóhann Hjarlarson
John Nunn - Lajos Portisch
Boris Spassky - Zollan Rihli
Alcxander Bcljavsky - Jonathan Speelman
Jan Timman ^UIf AndCrsson
(iyula Sax - Arlur Júsúpov
Jaan Ehlvcsl - Predrag Nikolic
Miðvikudagur 12. október 1988 ÞJÓÐVIUINN —SÍÐA 9