Þjóðviljinn - 12.10.1988, Side 12
-SPURNINGIN—
Hefur þú trú á því aö þaö
leynist „huldumaður“ í
stjórnarandstöðunni
sem sé stuöningsmaður
ríkisstjómarinnar?
Lárus Guðmundsson,
framkvæmdastjóri:
Nei, ég trúi því ekki. Þaö hefur
komið slíkt bull frá Stefáni Val-
geirssyni að ég trúi því ekki að
hann segi satt nú frekar en
endranær.
Sigurður B. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri:
Ég myndi halda að hann væri
ekki til, þetta sé heimatilbúin
kaka hjá Stefáni sem rís hratt og
falli að sama skapi hratt.
María Maríusdóttir,
dagskrárgerðarmaðu r:
Já, og ég trúi því að þeir séu fleiri
en einn.
Sigurður Steinþórsson,
gullsmiður:
Ekki nema þá óbeint. Ég hugsa
að einhverjir frá Borgaraflokki
séu tvístígandi eða það verði
hjáseta hjá öðrum.
Gunnar Sæmundsson,
lögmaður:
Verður maður ekki að trúa Stef-
áni?
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Eldfjöll
Sjötíu ár frá Kötlugosi
Páll Einarsson: Trúiþvíekki að Katla sé lögst til eilífðardvalar. Er
samband á milli eldstöðva undir Kötlu og Vestmannaeyjum?
En í dag eru liðin 70 ár frá því
Eg hef set fram hugmyndir um
að visst samband sé milli eld-
stöðva, þannig getur hugast að
samband sé milli eldstöðvanna
undir Kröflu og Bárðarbungu, og
jafnvcl eru veikar vísbendingar
um að samband sé milli Kötlu og
eldstöðvanna undir Vestmanna-
eyjum. Þannig gæti hugsast að
þrýstingur á kvikulaginu undir
jarðskopunni á þessum stað hafl
minnkað við gosið í Surtsey og
Heimaey og þess vegna hafi Katla
svikið sína eigin reglu, sagði Páll
Einarsson jarðeðlisfræðingur.
síðasta Kötlugos hófst.
Katla hefur gosið að jafnaði
tvisvar sinnum á hverri öld. En
hún mun þó áður hafa tekið sér
svipaða hvíld. Þannig er álitið að
hún hafi gosið einhvern tímann
um árið 1500 en næst ekki fyrr en
árið 1580. Þótt Katla hafi ekki
gosið frá því 1918 er talið líklegt
að hún hafi gosið smá gosi undir
jöklinum árið 1955, en 25 júní
það ár varð mikið hlaup í Múla-
kvísl.
- Ég er ekki trúaður á að Katla
sé lögst í eilífðardvala, þó hún sé
búin að brjóta sína eigin reglu,
sagði Páll þegar hann var spurður
hvort við mætum vænta eldsum-
brota í Kötlu, en að sjálfsögðu er
ómögulegt að segja til um það
hvernær það gæti orðið, sagði
hann. Þegar hann var spurður um
hvort hann sem jarðvísindamað-
ur biði eftir að fá tækifæri til að
fyljast með Kötlugosi, sagði hann
að öll gos væru forvitnileg og að
afla mætti mikilvægra upplýsinga
með nútímatækni, í hvert skipti
sem gysi einhversstaðar. -sg
Páll Einarsson jarðeðlisfræðing-
ur telur hugsanlegt að gosið í
Surtsey hafi létt á þrýstingnum
undir jarðskorpunni tímabundið
og þess vegna hafi Katla ekki
gosið í kringum árið 1960 eins og
allt eins var búðist við.
Hurð skellur næiri hælum
Eftirfarandi frásögn erað finna í
bókinni Öldinni okkar:
Þann 12. okt. varð fólk í Mýr-
dal fyrst vart við gos úr Kötlu,
sem hófst með jarðskjálftakipp-
um upp úr hádeginu. Um fram-
hald þess þann dag segir Gísli
Sveinsson sýslumaður svo í við-
tali við Vísi: „En eftir það fóru að
heyrast ógurlegar drunur frá fjöl-
lunum, og ægilegur gufustrókur
teygði sig lengra og lengra upp að
fjallabaki, og loks hljóp jökullinn
með eldgangi miklum, vatnsflóði
og jöklaburði fram yfir Mýr-
dalssand til sjávar.“
Jökulhlaupið
Jökulhlaupið var ægilegt yfir
að líta. Flóðið breiddist á stuttum
tíma yfir allan Mýrdalsand og
umkringdi Hjörleifshöfða.
Hrikaleg jakabákn bar við himin
og svo var jakaburðurinn mikill,
að víða sást ekki í vatnið fyrir
honum, nema þar sem stór-
straumar náðu framrás. Sjórinn
utan við sandinn var alþakinn
stórum og smáum jökum. Þrír
vélbátar úr Vestmannaeyjum og
flutningabáturinn „Skaftfell-
ingur" voru í Vík og var verið að
ferma þá og afferma í óðaönn,
þegar gosið kom. Var því hætt
vegna þess, að búist var við
straumköstum og bylgjum af
jökulhlaupinu. Kl. 5 var kominn
ægilegur straumur í sjóinn. Var
þá bátunum eigi vært, og lögðu
þeir af stað hver af öðrum. Fyrst í
stað óttuðust menn að Vík mundi
stafa hætta af flóðinu, en svo varð
eigi.
Skýrsla
Þorleifs Jónssonar
Stjómin hlutaðist til um að
sendur yrði hraðboði úr Horna-
firði vestur í Skaftártungu til þess
að fregna um ástandið þar. Um
þá ferð gaf Þorleifur Jónsson
alþm. eftirfarandi skýrslu:
Hornafirði 22. okt.
Þorbergur, sonur minn, sem
fór sendiferðina suður í Hlíð í
Skaftártungu til að fá fregnir af
Gosstrókurinn úr Kötlu árið 1918.
Kötlugosinu, kom aftur í gær-
kvöldi og skýrir svo frá:
Kötlugosið byrjaði um nónbil
12. okt. með vatn- og jökulhlaupi
yfir Mýrdalssand, austan Hafurs-
eyjar. Hlaupið geisaði fram
Hólmsá, sópaði burtu
Hólmsárbrú með steinstólpum.
Fólk flýði Hrífunesbæinn, en bæ-
inn sakaði þó ekki. Hlaupið fór í
Kúðafljót með miklum jakaburði
og gerði megnan usla í Meðal-
landi. Eyddust þar bæirnir Sand-
ar, Sandasel, Rofabær og Mel-
hóll. Fólk komst allt af, flýði
sumt að Leiðvelli, en talið, að
jörðin Sandar eyðileggist með
öllu. Hross frá Söndum hafa
fundist dauð í íshrönnum og
mörg vantar. Rúmlega 70 kindur
fundust dauðar, flestar frá Sönd-
um, og margt fé vantar.
Hurð skellur
nærri hælum
Manntjón varð ekkert í gosi
þessu og jökulhlaupi, þótt það
steyptist nærri á augabragði yfir
byggðir og þjóðvegi. Leitarmenn
og réttamenn úr Alftaveri voru á
leið flóðsins þennan dag og urðu
þeir að forða sér undan flóðinu,
sem mest þeir máttu, og áttu þeir
fótum sínum fjör að launa. Dag-
inn áður höfðu þeir verið að
smala uppi undir Mýrdalsjökli og
hefði engum þeirra orðið undan-
komu auðið, hefði gosið byrjað
þá.
Heimilisfólkið á Söndum slapp
með naumindum undan flóðinu.
Einn maður úr Skaftártungu
slapp yfir Hólmsárbrú rétt um
það bil, sem flóðið sópaði henni
burtu.
Tveir menn frá Ásum í Skaft-
ártungu voru á leið til Víkur yfir
Mýrdalssand og fóru yfir Múla-
kvísl fáum mínútum áður en hún
fylltist af hlaupinu.
Nokkrir menn, sem heima áttu
austan Mýrdalssands, voru
staddir í Vík, þegar gosið hófst.
Fengu þeir engar fregnir að
heiman fyrr en 22. okt., er skýrsl-
an kom frá Þorleifi Jónssyni, því
ófært hefði verið yfir sandinn all-
an þann tíma.