Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Sambandið Hvahreiðistefna endurskoðuð Hvalveiðar Beðið heimkomu Sigurður Markússon framkvœmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS: Órói á Bandaríkjamarkaði. Höfum lagtað stjórnvöldum að endur- skoða stefnuna. Sölustofnun lagmetis telur stórhœttu á ferðum. Mér finnst málið komið á það stig að stjórnvöld verði að taka mið af þeim aðstæðum, sem komnar eru upp, og ég býð ró- legur eftir þeim niðurstöðum. Hitt er ekki launungarmál að við höfum að undanförnu lagt að stjórnvöldum að endurskoða hvalveiðistefnuna, segir Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambands- ins. í ályktun, sem stjórn Sölu- stofnunar lagmetis gerði í gær, segir að það sé mat þeirra, er gerst þekkja til, að lífæð íslensks Iagmetisiðnaðar sé í stórhættu í framhaldi af ákvörðun Tangel- manns samsteypunnar um að stöðva kaup á íslensku lagmeti. Einn stærsti viðkiptaaðli Sam- bandsins í Bnadaríkjunum, Long John Silver veitingahúsakeðjan, hefur tilkynnt að dregið verði úr fiskkaupum frá dótturfyrirtæki Sambandisns vegna hvalveiða ís- lendinga. „Við höfum átt góð viðskipti við Long John Silver um langan tíma og það er Ijóst að fyrirtækið er undir miklum þrýstingi. Við finnum fyrir því að það eru alltaf einhverjar hræringar á markaðn- um.“ Sölustofnun lagmetis sendi ríkisstjórninni ályktun í gær. Þar lýsir Sölustofnunin yfir stuðningi við þær hugmyndir að tafarlaust verði tekin ákvörðun um að fresta hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni á næsta ári. Nauðsynlegum rannsóknum verði lokið án frekari veiða. Sölustofnun véfengir ekki rétt íslendinga til hvalveiða en Gre- enpeace og önnur umhverfi- sverndarsamtök hafi meiri áhrif á þorra almennings en gert hafi verið ráð fyrir. Þess vegna verði ekki komist hjá þvf að endurmeta stefnu stjórnvalda í hvalamálinu og stöðva veiðarnar. Gífurlegir hagsmunir séu í hættu hjá íslensk- um útflutningsiðnaði. Sölustofn- unin voni að stjórnvöld bregðist fljótt við, svo aftur megi koma á viðskiptum við Tangelmann sam- steypuna og komast megi hjá stöðvun lagmetisfyrirtækja eins og nú líti út fyrir að verði. Ig/-hmp Þjóðminjar ÁæUun til aldamóta Þjóðminjasafnsnefndin stokkuð upp. Guð- rún Helgadóttir nýrformaður og tveir nýir fulltrúar Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur í samræmi við tillögur fyrrum starfsbróður síns, Sverris Hermannssonar, sem skipaður var sl. ár formaður í nefnd um málefni Þjóðminjas- afnsins, stokkað upp og skipað nefndina að nýju. Sverrir lætur af formennsku en við af honum tekur Guðrún Helgadóttir, alþm. og forseti Sameinaðs þings. Þá hefur verið fjölgað um tvo í nefndinni og ný inn koma þau Danfríður Skarp- héðinsdóttir alþm. og Óli Þ. Guðbjartsson alþm. Aðrir í nefndinni erit'"þau Bryndís Sverrisdóttir safnkenn- ari, Guðmundur G. Þórarinsson alþm., Kjartan Jóhannsson alþm, Lilja Árnadóttir safnvörð- ur, Sverrir Hermannsson banka- stjóri, Þór Magnússon þjóðminj- avörður og Þórunn Hafstein lög- fræðingur. Verkefni nefndarinnar er að móta stefnu til næstu aldamóta í málefnum Þjóðminjasafnsins, hvað varðar endurbætur, vöxt og viðgang safnsins. Jafnframt á nefndin að endurvinna drög að nýjum þjóðminjalögum sem stefnt er að að verði lögð fyrir Alþingi á þessu ári, en Þjóðm- injasafnið átti 125 ára afmæli á árinu. -«g- Halldórs Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í hvalveiðimálum á fundi sínum í gær. Frekari umræðum um mál- ið var frestað fram til næsta ríkis- stjórnarfundar á morgun svo Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra geti tekið þátt í um- ræðunum. Halldór kemur heim frá Frakklandi i dag en í gær ætl- aði ráðherrann að að eiga við- ræður við forráðamenn Tangel- mann samsteypunnar vegna ákvörðunar hennar um að hætta að kaupa íslenskt lagmeti. Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, sagði að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær, að aðalat- riðið væri að standa saman um farsæla niðurstöðu í málinu, eins og staðan væri í dag. Ekki mætti bæta gráu ofan á svart með ágreiningi, ríkisstjórnin og helst allir þingflokkar þyrftu að koma sér niður á sameiginlega afstöðu. -hmp Kennarasambandið Árásmótmælt Stjórn Kennarasambandsins hefur mótmælt harðlega síend- urteknum árásum ríkisvaldsins á samnings- og verkfallsrétt. Skorar Stjórn KÍ á ríkisstjórn og Alþingi að falla þegar í stað frá ákvæðum bráðabirgðalaga um afnám samnings- og verkfallsrétt- ar og heitir jafnframt á launþega að standa saman í baráttunni fyrir því að endurheimta þennan rétt. Menning Tónlistar- dagur Á laugardaginn kemur gengst Tónlistarbandalag Islands fyrir íslenskum tónlistardegi en það er í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn hér á landi. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður byggingu tónlistarhúss. Islensk tónlist mun verða alls ráðandi á öllum útvarpsstöðvun- um. Beinar útsendingar verða frá tónleikum á rás eitt og tvö og Rótinni. Hornablástur verður í Kringlunni og hátíðatónleikar í íslensku óperunni, en þar munu 13 íslenskir píanóleikarar vígja nýjan flygil. Flygillinn, sem kostaði 2,5 miljónir kr., er sameign Tónlist- arfélags Reykjavíkur og Styrkt- arfélags íslensku óperunnar. Á vígslutónleikum nýja flygilsins munu flestir helstu píanó- einleikarar landsins leika, og mun Rögnvaldur Sigurjónsson, sem ekki hefur komið fram á tón- leikum í mörg ár, ríða á vaðið. Þess má svo geta að Halldór Har- aldsson leikur á tónleikunum þótt handleggsbrotinn sé. Halldór Haraldsson prófar nýja flygilinn meö hægri hendi; sú vinstri er í gifsi. Mynd ÞÖM ÁSKRIFENDUR! Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þátttaka allra tryggir stórátak Miðvlkudagur 19. október 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.