Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 7
 Leikbúningasýning Teikningamar fyrir Hoffmann AlexanderVassiliev:Éghannaðisérstakanbúningfyrirsvogottsem alla sem koma fram í sýningunni Alexaínder Vassiliev, sem hannaði búningana fyrir upp- færslu íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins á Ævintýrum Hoffmanns, opnar í dag sýn- ingu á búningateikningunum í grafíkgalleríi Borgar að Austurstræti 10. Teikningarn- ar eru unnar á pappír með blýanti, vatnslitum og guass, gerðar í París og Genf í haust og í vetur, og eru allar til sölu. Alls voru gerðir 300 búningar fyrir sýninguna á reynslu Hoff- manns af ástinni, þannig að saumakonurnar tólf hjá ís- lensku óperunni og Þjóðleik- húsinu hafa haft í nógu að snúast undanfarna tvo mán- uði. Alexander Vassiliev er sonur leikkonu og leikmyndateiknara, fæddur í Moskvu 1958. Hann lærði við Listaleikhúsið í Moskvu, lauk þaðan prófi árið 1980 og hóf þegar störf bæði við Malaýa Bronnaya Listaleikhúsið og Listaakademíuna í Moskvu. Tveimur árum síðar settist hann að í París og er nú eftirsóttur leikmynda- og búningahönnuður víða um heim. Alexander gerir leikmyndir og búninga fyrir óperur, leikrit, kvikmyndir og ballett. Afreka- listi hans er langur, hann teiknaði um 300 búninga fyrir uppfærslu Júrí Ljúbímovs á óperunni Ev- gení Onegín f Ríkisóperunni í Bonn, búninga fyrir óperuna í Ankara, fyrir Konunglega flæmska ballettinn og Willis Bal- let í Texas svo einhver dæmi séu nefnd. Hann hefur einu sinni áður unnið fyrir Þjóðleikhúsið, þegar hann gerði leikmynd og búninga fyrir Villihunang Tsjék- hovs fyrir tveimur árum. - Ég keypti mestan hluta efnis- ins sem búningarnir eru saumaðir úr í París, segir Alexander. - Þetta eru gamaldags efni, eins og þau sem voru mest notuð á þeim tíma þegar óperan gerist. En Ævintýri Hoffmanns eru ímyndað ferðalag Hoffmanns í gegnum ýmis lönd Evrópu, um ást hans á þremur konum; brúðu, gleðikonu og söngkonu, sem all- ar reynast vera mismunandi hlið- ar á konunni sem.-hann elskar. Ferðalagið gerist aðallega á 18. og 19. öld, og hugmyndirnar að búningunum eru víða að, til að mynda þjóðbúningar frá Bæjara- landi. - Efnið í búningana er svo úr ýmsum áttum, til dæmis eru hárk- ollurnar frá Þýskalandi, skórnir frá Ítalíu, skartgripirnir frá Suður-Kóreu og hattarnir frá Grikklandi. Ég keypti líka gam- aldags útsaum frá Instanbúl til að skreyta búningana. - Ég hannaði sérstakan búning fýrir svo gott sem alla sem fram koma í sýningunni, kórfélaga jafnt sem stjörnur. Hér er ég til dæmis með teikningu að búningi fyrir kórinn, sem verður í öðrum þætti, á kjötkveðjuhátíðinni í Feneyjum. Þarna hafði ég mál- verk franska 18. aldar málarans Antoine Watteau til fyrirmynd- ar. Hann málaði mikið af persón- um Commedia dell'arte, og hér hef ég tekið Scaramouche til fyr- irmyndar, hann er hvíta persón- an, hvítklæddur og hvítur í fram- an. » - Búningur Ólympíu, brúð- unnar sem Hoffmann elskar, er gerður fyrir Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur. Ólympía er vélbrúða sem vísindamaðurinn Spalanzani hef- ur gert, hún syngur, dansar og talar, en getur hvorki elskað né borðað. Það fallegasta við hana eru augun, sem Koppelíus hefur gert. Fyrir Ólympíu gerði ég bún- ing sem hylur líkamann algjör- lega, vegna þess að hún er brúða. Kjóllinn er. í rómantískum stíl áranna í kringum 1810, brjóstsykursbleikur/ gerður úr silki og blúndum. - Búningur Koppelíusar, gler- augnasmiðsins sem gerir falleg- ustu augu í heimi, er gerður fyrir Kristin Sigmundsson. Þar var aðal vandamálið að gera búning sem breytti þessum stóra manni í frekar smávaxinn, eldri mann. Ég byggi búninginn upp á öllum þessum tækjum og tólum sem líf Koppelíusar snýst um, hann er lifandi safn af augum, loftvogum, hitamælum, gleraugum og tann- hjólum. - Það sem er næst á dagskrá hjá mér er svo að gera búninga fyrir ballett í Texas sem sýnir Gis- elle í vetur, gera búninga fyrir leikgerð að Nönu eftir Zola, en það verður sett upp í París, og síðan búninga fyrir ballettinn í Ankara sem setur upp Rómeó og Júlíu. Sýning Alexanders stendur til 26. október, Grafíkgalleríið er opið á op.iunartíma verslana. LG Alexander: „Efnin eru frá París, hárkollurnarfrá Þýskalandi, skómirfrá Ítalíu..." Miðvikudagur 19. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.