Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 4
þJOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Stórhættulegar vísindaveiðar Það gerist sífellt algengara að okkur berist fréttir af því að erlendir fiskkaupmenn vilji ekki kaupa af okkur sjávarafurðir vegna stefnu okkar í hvalveiðimálum. Þeir óttast að það verði til að draga úr verslun hjá þeim ef viðskiptavinirnir frétta að hráefnið er komið frá íslendingum. Auglýsingar og landkynningarstarfsemi þar sem lögð hefur verið áhersla á óspillta náttúru og ómengaðan sjó í kringum ísland og margra ára kynning á íslensku sjávarfangi sem sérstakri gæðavöru, - allt er það vita gagnslaust í þesum tilfellum, vegna þess að við látum ekki af hvalveiðum. Það er litið á okkur sem hverja aðra hvalveiðiþjóð þótt við höfum í orði stutt tímabundna friðun hvala. Vísindaveiðarnar svokölluðu eru taldar því til sannindamerkis að við veiðum hvali í ábataskyni. Umfang þeirra hefur reyndar verið með þeim hætti að mjög erfitt er að útskýra að þær eru aðeins til marks um áhuga okkar á að kynna okkur náttúruna. Útgerð hvalfangara, rekstur á verksmiðju í Hvalfirði og sala á hval- kjöti og öðrum hvalafurðum er með svipuðum hætti og áður. Það vefst því fyrir mörgum að trúa að veiðarnar byggist nú á vísindaáhuga en ekki gróðavon. Lengi höfum við vitað að samtök umhverfisverndar- manna beggja vegna Atlantshafs hafa barist gegn stefnu okkar í hvalveiðum. Reyndar hefur ekkert af því, sem þau hafa tekið sér fyrir hendur til að fá okkur til að láta af hval- veiðum, komið okkur á óvart því að forsvarsmenn þeirra hafa nær undantekningarlaust tilkynnt um það fyrirfram hvaða baráttuaðferðum samtökin hygðust beita. En það sem hefur komið mörgum okkar á óvart er að umhverfi- sverndarmenn hafa náð verulegum árangri í að grafa undan hagsmunum okkar í fisksölumálum. A undanförnum vikum hafa borist fréttir af bandarískum fiskkaupendum sem hafa dregið að sér höndina með við- skipti við íslendinga. Ekki er lengur unnt að líta svo á að hér sé bara um einstaka einangruð tilfelli að ræða þar sem einskær heppni hefur gert hvalavinum kleift að ná árangri í stríði sínu við okkur. Og nú berast skyndilega þau tíðindi frá Þýskalandi að stórfyrirtæki, sem selt hefur umtalsvert magn af íslenskum kavíar, rækju og síldarréttum, vilji ekki eiga viðskipti við okkur lengur. Fréttin orkar á okkur eins og svipuhögg. Og það er líkt og að fá salt í sárin að frétta að þessa ákvörðun sína hyggist fyrirtækið nota sérstaklega til að vekja á sér athygli og ná beturtil viðskiptavina sinna. Það á að telja sér til tekna að ekki er verslað við hvalveiðiþjóðina íslendinga. íslendinga setur hljóða því að nær öll gerum við okkur grein fyrir að málið er nú komið á grafalvarlegt stig. Við höfum talið sjálfsagt að líta á hvalveiðar okkar sem innan- landsmál, að við gætum nýtt hvalastofnana við landið á svipaðan hátt og fiskstofnana. Mörg okkar hafa talið að unnt væri að rökræða við hvalavini og leiða þeim fyrir sjónir að hvölum færi síður en svo fækkandi við ísland og að ekkert sé ósiðlegra að drepa hval sér til matar en til að mynda lamb eða svín sem er með alskynsömustu húsdýrum. Sum okkar hafa fram til þessa haldið að okkur nægði að leggja dálítið fé í að kynna málstað okkar á erlendri grund, þá yrði lýðum Ijóst að málflutningur andstæðinga okkar í hvalamálum er byggður á misskilningi. En nú er Ijóst að stríð okkar við umhverfisverndarmenn verður okkur mjög dýrkeypt. Svo dýrkeypt að við hljótum að spyrja hvert sé keppikefli okkar. Fyrir hverju erum við eigin- lega að berjast og hverju erum við tilbúin að kosta til? Líklegt er að meirihluti íslendinga sé ekki tilbúinn að fórna stórum hluta af þjóðartekjum til þess eins að geta haldið áfram að rannsaka tvær hvalategundir með þeirri aðferð sem gengið hefur undir nafninu vísindaveiðar. ÓP Framleiðslan og þjóðarsálin Kapítalisminn er feiknadug- legur við að bregðast fljótt við eftirspurn og framleiða fljótt og mikið upp í hana. Hitt vitum við líka, að kapítal- ísk ríki standa sig misvel í sam- keppni um að búa til og selja þá hluti sem kaupgetufólk í heimin- um helst vill eiga. Og þá er spurt: Eftir hverju fer slík frammistaða? Svörin eru ekki á einn veg. Gengur Japönum betur að selja myndavélar og vídeótæki en Bandaríkjamönnum vegna þess að þeir hafi komið sér upp „betri“ eða hreinræktaðri kapítalisma en keppinautar þeirra í Bandaríkj- unum? Margir efast um það. Eiginlega eru það fleiri sem vísa á þjóðarsálina eða réttara sagt þjóðaruppeldið til að útskýra þetta. Japanir eru, segja þeir, frá blautu barnsbeini vandir við aga miklu meiri en Kanar, og því eru þeir miklu þolbetri skrúfur í framleiðsluvélinni. Ofan á þetta bæta menn svo þeirri samfé- lagasálfræði, að þeir sem hafa lengi búið við góða daga verði latir og værukærir, en þeir sem þurftu að draga sig á hárinu upp úr rústum og ósigri (eins og Jap- anir) hafi herst við hverja raun. Og svo muni bráðum koma að Japönum að ánetjast hóglífi og afhenda frumkvæðið kannski Kórverjum, kannski Kínverjum. Og svo koll af kolli. Kóngsríki sölumeistara Það hefur líka mikið verið í tísku að líta svo á, að sá sem best stendur sig í upplýsingaþjóðfé- laginu, hann sé ofan á. Þá segja menn sem svo: Iðnaðarþjóðfé- lagið sem einkenndist af fram- ieiðslu er liðin tíð. Nú er komið þjónustuþjóðfélag, þar sem mestu skiptir að miðla upplýsing- um, kaupa þær og selja. Og þá er ekkert jafn sniðugt og hagvaxtar- legt og að fjárfesta í upplýsingum um markað, í markaðssetning- unni frægu. Það samfélag sem á mikinn her af mönnum sem kunna að auglýsa vöru og selja vöru og þó helst afstraktvöru eins og peninga, það er öðrum betur sett. Það er ekkert mál að fram- leiða allan skrattann, en það er vandi að selja þennan sama skratta. En það er einmitt sú staðreynd að Bandaríkjamönnum gengur ver en t.d. Japönum á heims- mörkuðum, sem fær menn til að efast um ágæti þessarar kenning- ar. Meðan viðskiptahallinn bandaríski tútnar út og verður 130 miljarðir dollara á þessu ári (nokkru minni en í fyrra vegna þess að gengi hans hefur fallið), blómgast Japanir og hafa á skömmum tíma hrakið banda- rískan bflaiðnað að maður ekki tali um rafeindavörur til heima- brúks út í horn í Bandaríkjunum sjálfum. Vitlaus fjárfesting Vikuritið Time skrifar um þetta mál nýlega þegar það rennir yfir helstu vandkvæði bandarísks þjóðfélags í tengslum við forset- aslaginn sem nú stendur yfir. Blaðið segir að menn kenni því gjarna um að Japanir stundi óheiðarlega viðskiptahætti og. tefji þannig fyrir bandarískum vamingi í Japan. En Time vill ekki láta menn komast upp með að finna barasta sökudólga í öðr- um heimsálfum. Þetta er mestan part bandarískum fyrirtækjum sjálfum að kenna, segir blaðið. Og þá er m.a. þetta helst dreg- ið fram: Bandarísk fyrirtæki fjárfesta of lítið. Of margir forstjórar látu sig minna varða um þá nákvæmnis- vinnu sem þarf til að búa til gæða- vöm en að braska og stunda bók- haldstöfra. Framkvæmdamenn og verkfræðingar sem eitt sinn stjórnuðu mörgum fyrirtækjum hafa vikið fyrir peninga- og mark- aðssetningargaurum, sem einb- lína á skjótfenginn gróða í stað uppbyggingar og fjárfestingar til lengri tíma. Þessu fylgir og að Bandaríkin verja of litlu fé til rannsókna á tæknisviði og of mikið af þeim rannsóknum er fyrir herinn og nýtist ekki í seljanlegri fram- leiðslu. Þar fyrir utan hefur ábat- avon og þesslegt dregið úr áhuga ungs hæfileikafólks á hönnun og framleiðslutækni. Allt er fullt af þeim sem viija verða lögfræðing- ar og viðskiptafræðingar, meðan verkfræðideildir háskóla grát- biðja stúdenta og framhaldsnem- endur um að koma til sín og sitja samt uppi með mikið af auðum stólum. Sopið uppaseyðið Þetta er fróðlegt. Samkvæmt þessu hafa markaðslögmálin leikið bandarískt samfélag grátt. Þau lögmál hafa boðið stórfé í snjalla reikningshausa úr við- skiptafræðnum, sem kunna að braska með verðbréf, yfirtaka fyrirtækj, kaupa og selja með skyndigróða. Þessir uppar hafa borið margfalt úr býtum á við þá jafnaldra þeirra, sem voru svo lítt markaðsvitandi að þeir lögðu fyrir sig raunvísindi og tækni- greinar. Og nú, segir Times „eru Bandaríkin að súpa seyðið af því að hæfileikafólk hefur í vaxandi mæli snúið sér frá fram- leiðslunni". Þetta er og fróðlegt íslending- um vegna þess að við tökum sí- fellt mið af Amríkönum - og einnig í trúnni á viðskiptasnilling- ana, trúnni á það að leysa megi flestan okkar vanda með því að hafa alminnilegan og frjálsan peningamarkað eins og í Banda- ríkjunum. Sú trú var dregin að húni á stjórnarskútu Þorsteins Pálssonar, en því fer vitanlega fjarri, að hún hafi sokkið með henni. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Biaðamenn: Dagur Porleifsson, Guðmundur RúnarHeiöarsson, HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson. SiguröurÁ. Friöþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ust jóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.