Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Jón Halldórsson Ég hef mjög gaman af að fylgjast með þeim. Þeir hafa náð alveg frábærum árangri. Ég á von á að þeiru eigi eftir að vinna til fleiri verðlauna. Fylgist þú meö árangri fötluðu íþróttamannanna í Seoul? Guðmundur Erlendsson Ég hef hlustað á fréttir af þessu. Það er ekki hægt annað en að vera stoltur yfir þeim. Gissur Ingólfsson Já ég geri það. Ég held að þeir eigi eftir að vinna til fleiri verð- laun. Herdís Hermannsdóttir. Já auðvitað. Árangur þeirra er al- veg frábær. Mér finnst að sjón- varpið ætti að sýna meira frá þessari keppni. Sigríður Káradóttir Ég hef nú lítið fylgst með árangri þeirra, en auðvitað gleður það mig að þeim skuli ganga vel. þJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 19. október 1988 228. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 % V i Erling Ericsson leiðbeinir hér þátttakendum í námskeiði um hvernig búa má til teiknimyndir, sem fór fram í Kennslumiðstöð Námsgagnastofn unar í gær. Mynd Jim Smart UppeldÍ Nauðsynlegt að böm læri að lesa myndmál Anna G Magnúsdóttir: Markmiðið með þessari sýningu er að benda á leiðir til að kenna börnum að lesa myndmál Igegnum tsgrt vatnið sést hákarl á sundi. A ströndinni standa þrjár brosandi persónur og veifa handleggjunum í allar áttir. Skyndilega stekkur hákarlinn UPP °g gleypir eina þeirra sem stendur á ströndinni. Þetta er upphafið á teiknimynd sem 6 ára sænskur drengur gerði og er nú til sýnis í Kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar, en þar stendur nú yfir sýning sem ber nafnið „Markaður mögu- leikanna“. -Markmiðið með þessari sýn- ingu er fyrst og fremst að auka skilning manna á nauðsyn þess að börnum og unglingum sé kennt að iesa myndmálið. Á það ekki síst við um skólana, sem ættu að sinna því verkefni betur en gert er nú, sagði Anna G. Magnúsdóttir, en hún hefur unnið að undirbún- ingi þessarar samnorrænu sýning- ar. -Sýning þessi er haldin fyrir fólk sem vill kynnast því hvernig megi vinna á skapandi hátt að gerð kvikmynda, myndbanda og teiknimynda með börnum og unglingum, og einnig hvernig nota má þessar lifandi myndir þegar unnið er með börnum og unglingum, sagði Anna. Samtímis sýningunni er boðið upp á marga fyrirlestra sem tengjast efninu. I gær fór fram sýnikennsla í því hvernig hægt er á auðveldan hátt að kenna börn- um að gera teiknimyndir. Það var Svíinn Erling Ericsson frá sænska sjónvarpinu sem annaðist þessa kennslu. -Markmiðið með því að kenna börnum að gera teiknimyndir er að fá þau til að skilja betur hvaða vinna liggur að baki gerð teikni- mynda. Með því verða þau gagn- rýnni, og skilja betur allan þann fjölda mynda sem þau horfa á td. í sjónvarpi, sagði Erling Erics- son. Hann sagði að mikill áhugi væri meðal kennara í Svíþjóð á að nota teiknimyndagerð við kenns- lu í ýmsum greinum. Erling sagði að í raun væri mjög auðvelt að vinna að gerð teiknimynda með börnum og ekki þyrfti flókinn útbúnað til þess. Hann sagði að það sem þyrfti væri lítil kvikmyndatöku- vél, standur undir hana, ljós, pappír og skæri. Sýningin, sem farið hefur víða um Norðurlönd, er haldin að frumkvæði Norræna starfshóps- ins um böm og barnamenningu og stendur út þessa viku. Á fimmtudag og föstudag verður sýningargestum leyft að taka þátt í gerð myndbanda. Atriði úr teiknimyndinni Hákarlinn sem er eftir 6 ára Svía.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.