Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.10.1988, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríska kosningabaráttan Dukakis hrapar í áliti Bush talinn sigurviss í 18 ríkjurn Heldur báglega horfír nú fyrir Michael Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts og frambjóðanda demókrata til forsetaembættis, í kosningabaráttunni um það emb- ætti, líklega það valdamesta í heimi. Hann þótti ekki standa sig ýkja vel í sjónvarpseinvíginu við George Bush, varaforseta og frambjóðanda repúblíkana, í vik- unni sem leið og síðan hrynur fylgið af honum, ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Niðurstöður síðustu skoðana- könnunar voru birtar á mánu- dagskvöld og samkvæmt þeim nýtur Bush nú hylli 55 af hundr- aði kjósenda, en Dukakis hefur aðeins 38 af hundraði með sér. Fyrir mánuði bentu niðurstöður skoðanakönnunar til þess að Bush hefði fylgi 44 af hundraði kjósenda en Dukakis 41 af hundraði. Bush virðist hafa mikinn meiri- hluta kjósenda með sér í 18 ríkj- um og sæmilega sigurmöguleika í 15 í viðbót. Dukakis hefur greini- lega yfirburði í aðeins sex ríkjum og sæmilega sigurmöguleika í þremur í viðbót. Vinni Bush í öllum 33 ríkjunum, þar sem hon- ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Hafnarfirði Aðalfundur ABH Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnar- firði verður haldinn, miðvikudaginn 19. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mætir á fundinn og ræðir um Nýja ríkisstjórn og nýja stjórnarstefnu. Félagar fjölmennið. Stjórnin ABfí Borgarmálaráðsfundur Fundur í borgarmálaráði ABR í dag, 19. október, kl. 16.00 að Hverfisgötu 105. Ath: Breyttan fundartíma. Alþýðubandalagið I Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 22. október kl. 15 í Iðnmeistarafélagshúsinu, Tjarnargötu 7. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Fólagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. AB Ólafsvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagins íÓlafsvíkverðurhaldinn sunnu- daginn 23. okt. í Mettubúð og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Almennar umræður. Stjórnin AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn laugar- daginn 22. október kl. 14.00 í Rein. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið fíeykjavík Félagsfundur ABR Ný ríkisstjórn - baráttan framundan Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubanda- lagsins hefur framsögu og svarar fyrirspurnum á almennum félags- fundi ABR fimmtudaginn 20. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Félagar fjölmennið Stjórnin Ólafur Ragnar Ég þakka auðsýnda samúð vegna andláts móður minnar Sigríðar Ebenezerdóttur 21. september 1988 á Akranesi. Haraidur Jóhannsson um nú vegnar betur samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, fær hann 303 kjörmenn kosna. Þar með væri honum sigurinn vís, því að það dugar að fá 270 kjörmenn til að fá sig kjörinn forseta. Ríkin níu, sem hallast að Dukakis, gefa ekki af sér nema 105 kjörmenn. Bandarísku forsetakosning- arnar eru sem sé óbeinar. Sá frambjóðandi sem fær meirihluta atkvæða í einhverju ríki fær alla kjörmenn þess. í átta ríkjum virðast frambjóðendurnir mjög jafnir, samkvæmt könnunarnið- urstöðunum, og eru þar á meðal vesturríkin Kalifornía, Oregon og Washington. í þessum átta ríkjum eru kjörnir 130 kjörmenn, sem hugsanlega gætu ráðið úr- siitum, og er nú talið að kosning- abaráttan muni héðan af verða hvað áköfust um hylli kjósenda þar. Reuter/-dþ. Bush í ræðustól með þjóðfánann að baki - er honum sigurinn þegar vís? ísrael Palestínumönnum hraðfjölgar Ráðast úrslitin ísvefnherbergjunum? loksins gifta sig. Síðan eignast ef þær hafa þá ekki skilið áður.“ þær í hæsta lagi eitt barn eða tvö, Reuter/-dþ. Líbanon Alger upplausn framundan? Talsmaður ísraelskrar rann- sóknastofnunar, óháðrar stjórnarvöldum, skýrði svo frá í gær að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu, að arabar í Vesturbakkahéruðunum og á Gazaspildunni væru að minnsta kosti 200.000 fleiri en ísraelsk stjórnarvöld hafa hingað til talið. Þau hafa áætlað tölu araba á þess- um svæðum um hálfa aðra milj- ón, en ekkert gagngert manntal hefur farið fram á svæðunum frá því að ísrael vann þau af Jórdan- íu og Egyptalandi í sexdagast- ríðinu 1967. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna téðrar stofnunar hefur aröbum á svæðum þessum fjölg- að um 75% frá lokum þess stríðs, eða á rúmlega 20 árum. Voru þeir, samkvæmt sömu heimild, rúmíega 970.000 í stríðslok, en eru nú um 1.7 miljónir. Háttsettir menn í stjómsýslu ísraels á her- numdu svæðunum telja að þessar tölur séu réttar. Auk arabanna búa nú tæplega 70.000 Gyðingar á svæðum þessum. Ætla má að þessi mikla fjölgun sé ein af undirrótum óeirðanna á hemumdu svæðunum undan- farna tíu mánuði. Samfélög, þar sem tiltölulega mikill hluti íbú- anna em ungir menn og ung- lingar með miður glæsilegar framtíðarhorfur, em yfirleitt tal- in í eldfimara lagi. ísraelar hafa fyrir sitt leyti miklar áhyggjur af mikilli fjöigun araba, bæði á her- teknu svæðunum og í ísrael sjálfu, því að ísraelum sjálfum fjölgar lítið. Palestínu-Arabi nokkur sagði fyrir skömmu við erlendan fréttamann: „Úrslit baráttunnar milli okkar og ísra- ela ráðast að líkindum í svefnher- bergjunum. Okkar konur eiga mörg börn hver, en þær ísraelsku eyða bestu ámm ævinnar til að mennta sig og njóta lífsins, eins og þær kalla það, áður en þær Sjaldan hefur horft ófriðvæn- legar en nú í því hrjáða landi Líbanon, sem hefur verið undir- lagt af borgarastrfðum, hrylli- legri óöld og hernaðaríhlutunum erlendis frá í s.l. 13 ár. Eftir að kjörtímabili Amins Gemayel fors- eta lauk 22. sept., mistókst kristnum mönnum og múslímum að koma sér saman um myndun nýrrar stjórnar og varð niður- staðan sú, að hvorir um sig mynd- uðu stjórn. Styðja Sýrlendingar stjórn múslíma, en írakar þá kristnu. Þessi klofningur hefur og komið í Tilkynnt var í Stokkhólmi í dag að Frakkinn Maurice Allais hefði fengið hagfræðiverðlaun Nóbels þetta árið. Prófessor Assar Lind- beck, formaður veitinganefndar Konunglegu sænsku vísindaaka- demíunnar, sagði við það tæki- færi að ekki væri ofmælt að kalla Allais föður nútíma hagvísinda veg fyrir kjör nýs forseta. í gær bættist það ofan á að Líbanons- þingi mistókst að kjósa sér þing- forseta, þar eð þingmenn hinna kristnu létu ekki sjá sig. Er þing- ið, hingað til eini sameiginlegi vettvangur hinna stríðandi aðila, þá lamað, enda sagði elsti þing- maðurinn, sjítaleiðtoginn Kazem al-KhaliI sem er 84 ára, að nú væri Líbanon dautt. Margir eru á sama máli, óttast vaxandi skál- möld á ný og að Líbanon leysist nú endanlega upp í nokkur eða mörg dvergríki hinna ýmsu trú- flokka þar. Reuter/-dþ. með Frökkum. „Hann er risi í heimi hagfræðilegrar skil- greiningar," sagði Lindbeck. Al- lais, sem er 77 ár að aldri, er þekktastur fyrir rannsóknir á stórum einokunarfyrirtækjum í ríkiseign. Peningurinn sem hann fær nemur um 19 miljónum ísl. króna. Reuter/-dþ. Frakki fékk nóbelsverðlaun í hagfræði 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 19. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.