Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 7
Kjötrannsóknir. Þjónusta við bændur o.fl. Taka og rannsóknir jarðvegssýnis- horna og ráðleggingar um áburð- argjöf og kalknotkun. - Efna- greining fóðursýna, leiðbeining- ar og athugasemdir. - Efnainni- hald matvöru mælt fyrir fram- leiðendur. - Rannsóknir vegna sjúkdóma í plöntum og leiðbeiningar um varnir. - Nám- skeið um notkun eiturefna í sam- vinnu við aðrar stofnanir. Árangur Hér hefur nú verið drepið á viðfangsefni RALA undanfarin ár. Sem dæmi um árangur rannsóknanna má nefna: Fyrstu íslensku næringartöflurnar gefn- ar út 1988. Fitusnautt hangiálegg. Gróðurkort af um 3/4 af flatar- máli landsins. Betra tegunda- og stofnaval til landgræðslu. Kyn- bættir stofnar íslenskra grasa og byggs taka öðrum fram. Frærækt af lúpínu til landgræðslu. Rann- sóknir og þróun á varanlegum rafgirðingum hafa gert beitar- stjórn mun ódýrari. Veruleg aukning á notkun innlends fóð- urs. Nýjar reglur um litaerfðir í refum. Verulegur árangur í því að auka vöðvamagn í dilkakjöti með kynbótum. Ný starfsáætlun Búháttabreytingar standa nú yfir í íslenskum landbúnaði. Komið hefur verið stjórn á helstu framleiðslugreinar hans til að að- laga þær markaðskröfum. Nýjar búgreinar eru ört vaxandi, svo sem fiskeldi, loðdýrarækt og ferðaþjónusta. Grasrækt og bú- fjárhald, sem byggist á henni, verður þó enn um sinn a.m.k. einn meginþáttur íslensks land- búnaðar. Á grundvelli hinna nýju viðhorfa hefur nú verið samin ný starfsáætlun fyrirstofnunina. Eru meginþættir hennar þessir: Ný og aukin verkefni á sviði fóðurfræði einkum vegna nýrra tegunda alidýra svo sem loðdýra og fiska. Ný og aukin verkefni á sviði erfðafræði og kynbóta á loð- dýrum og alifiski. Rannsóknir á nýjum leiðum til landgræðslu og landnýtingar. Rannsóknir á sviði matvælafræði, sem miða að því að bæta samkeppnishæfni ís- lenskrar búvöru á matvælamark- aði. Rannsóknir, sem stuðla að aukinni heimaöflun fóðurs. Rannsóknir sem auðvelda land- búnaðinum að bregðast við breytingum á loftslagi, kólnandi og/eða hlýnandi. Aðlögun nýrra aðferða í rannsóknum svo sem í líftækni, t.d. í tengslum við kyn- bætur plantna og dýra, fóðrun, niturnám plantna, fjölgun og heilbrigði plantna. Efling eftirlits á aðföngum til landbúnaðar, einkum í fóðri, svo og aukið eftir- lit með innflutningi á plöntum og plöntuhlutum og hollustu ma- tvæla. Kynning rannsóknaniður- staðna og önnur miðlun þeirrar sérþekkingar, sem stofnunin býr yfir. Samvinna við bændasam- tökin, stofnanir landbúnaðarins og aðrar sérfræðistofnanir um lausn búfræðilegra rannsóknarverkefna. Kynning á niðurstöðum Þú minntist á kynningu á nið- urstöðum þeirra rannsókna sem stofnunin hefur með höndum. Hvernig er henni háttað? - R ALA hefur leitað samstarfs við aðrar stofnanir um útgáfu vís- indatímaritsins „íslenskar land- búnaðarrannsóknir" sem nú nefnist raunar „Búvísindi". Auk þess mun stofnunin gefa áfram út „Fjölrit RALA“. Niðurstöður rannsóknanna munu einnig birt- ast í öðrum ritum, erlendum sem innlendum. Aukin áhersla verð- ur lögð á að koma niðurstöðum milliliðalaust til þeirra sem gagn mega hafa af þeim, t.d. með út- gáfu fræðslurita, tímarits- og blaðagreinum, fræðsluþáttum í útvarpi og sjónvarpi, erindum og námskeiðum. Einnig með þátt- töku í kennslu á háskólastigi eins og er í matvælafræðum og með því að veita aðstöðu til nemenda- verkefna er stuðlar að því að nið- urstöður komist fljótt til skila og mikilvæg tengsl skapast þegar nemendur fara út í atvinnulífið. Auðvitað stöndum við frammi fyrir þeim vanda að menn vilja fá niðurstöður úr rannsóknum sem fyrst. En við verðum líka að hafa frelsi til þess að taka vissa áhættu. Það verður að vera ákveðið rúm fyrir grunnrannsóknir. Vísinda- legar rannsóknir eru yfirleitt langtímaverkefni. Menn vita ekki útkomuna um leið og lagt er af stað en allar rannsóknir skila einhverri niðurstöðu. Og þótt ekkert jákvætt komi út úr ein- hverri tiltekinni rannsókn er hún samt ekki þýðingarlaus. Fjárskortur Annars getum við endað þetta spjall á því, sem er þó ekki neinn gleðiboðskapur, að við erum í nokkrum vanda staddir vegna fjárskorts. Fjárveiting til allra til- raunastöðvanna, nema Sáms- staða, var skorin niður um tæpan helming á núgildandi fjárlögum, án þess að nokkuð lægi fyrir um það hvar ætti að draga saman eða hvað leggja niður. Meðal annars af þeim sökum eru nú ýmsar skip- ulagsbreytingar í deiglunni. Ekku skulu þær fyrirfram for- dæmdar en öllu máli skiptir að þær verði ekki til þess að torvelda eða draga úr þeim rannsóknum, sem framtíð íslensks landbúnað- ar öðru fremur byggist á. - mhg. Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA. Er hann þarna kannski með nýtt og álitlegt afbrigði? ui Rannsóknarmenn með hvítan, íslenskan fjallaref (til h.), son hans (í miðju) og sonarson (til v.). Vorvigtun lamba ífóðurtilraun. Fimmtudagur 20. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Aðalstöðvar RALA á Keldnaholti. VIÐHORF skipti innan A-flokkanna beggja, sem skapa skilyrði þess að flokk- arnir geta unnið saman af meiri heilindum en nokkru sinni fyrr. Hér skiptir ekki minna máli, að nýjar aðstæður eru fyrir hendi í þjóðarbúskapnum sem kalla á nýja samstillingu ríkisafskipta og markaðsafla. Annars vegar verð- ur að einfalda og styrkja þau stjórntæki sem geta beint at- vinnuþróun inn á þær brautir, sem taldar eru affarasælastar fyrir atvinnuástand, varðveislu byggðar, launajöfnuð og önnur félagsmarkmið, en ryðja burt þeim fyrirgreiðslusjónarmiðum sem ráðið hafa allt of miklu. Hins vegar verður að láta markaðslög- málin vinna á þeim sviðum, þar sem þau geta verið skilvirk til að tryggja aukna framleiðni og betra skipulag framleiðslunnar, án þess að þau gangi í berhögg við vel- ferðarsjónarmið. Hér varðar mestu að menn séu tilbúnir að hugsa tengsl ríkisafskipta og markaðsfrelsis upp á nýtt og leita almennt nýrra leiða. - ISL AN D HÖNNUN staða og horfur Að tilstuðlan iðnaðarráðuneytisins verður haldin vinnuráðstefna um hönnun í 'Borgartúni 6, laugardaginn 22. október kl. 13.00. Dagskrá: 13.00 Ávarp iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðs- sonar 13.15 Þórdís Kristleifsdóttir: Þróun Moss línunn- ar 13.30 Ágúst Þór Eiríksson: íslensk hönnun til útflutnings 13.45 Gísli B. Björnsson: Grafísk hönnun 14.00 Geirharður Þorsteinsson: Hannað um- hverfi 14.30 Örn D. Jónsson: Aukið mikilvægi hönnun- ar 14.45 Kaffihlé 15.00 Earl N. Powell: Industrial Development by Design 15.45 Umræðuhópar 16.30 Niðurstaða umræðuhópa 16.50 Ráðstefnuslit Aðgangur er ókeypis, og eru allir sem áhuga hafa á hönnun boðnir velkomnir. FORM ÍSLAND IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Faðir okkar og fyrrum sambýlismaður prófessor Sveinn Bergsveinsson andaðist í Austur-Berlín mánudaginn 17. október. Edda Sveinsdóttir Sinja Sveinsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Hiidigerður Meinke

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.