Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Ert þú meö endurskins- merki? Haukur Sigurðsson 13 ára: Þaðerfastendurskinsmerki íúlp- unni minni en ég er ekki með neitt annað. Guðmundur Rúnar Árnason 13 ára: Nei, ég er ekki með endurskins- merki. Auðvitað ætti ég að vera með það. Við fengum merki í fyrra í skólanum en við höfum ekki fengið neitt í ár. ViðislandsdeildinaástórsýningunniSIALÍVillepinteréttutanParisar. Auðunn Bragi Ólafsson kynnir gestum lax og silung (mynd: M). SlAíiÖÍj '■ y- if^ ' - v IAOIS þlÓÐVIUINN Flmmtudopur 20. október 1988 229. tölublað 53. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Matarsýningin í París Fiskeldið í fyrinvmi Sérstök áhersla á lax og silung í íslensku deildinni á gríðarlegri matvælasýningu í Frans. Auðunn Bragi Ólafsson: Langt á eftir Norðmönnum á Evrópumarkaðnum Valgarður Finnbogason 7 ára: Ég er með þrjú endurskinsmerki á úlpunni minni. Bílstjórarnir sjá mann miklu betur þegar maður er með endurskinsmerki. (ristinn Svansson 9 ára: Já, ég er með endurskinsmerki, annars sjá bílstjórnir mig ekki eins vel þegar ég er úti og það er komið myrkur. Fiskeldið er á oddinum þegar komið er að íslensku deildinni á matvælasýningunni SIAL ‘88 sem haldin er rétt utanvið París á sýn- ingarsvæði sem nemur mörgum Laugardalshöilum. Búist er við tæplega tvöhundruð manns á svæðið þá viku sem sýningin stendur, fyrst og fremst kaup- mönnum úr öllum heimshornum, en þarna eru kynntar matvörur frá um fjögur þúsund fyrirtækj- um og er helmingur þeirra franskur, helmingur útlendur. Sýningin vekur töluverða at- hygli í Frakklandi þarsem fylgst er með stefnum og straumum í matvælaiðnaði einsog hverri ann- arri listgrein. Forsætisráðherrann Michel Rocard opnaði samkom- una formlega, og sama dag var hugleiðing útfrá sýningarhaldinu á forsíðu Le Monde, virtasta dag- blaðs Frakka. Hér heima hefur sýningin hinsvegar einkum verið í fréttum vegna fundar Halldórs sjávarútvegsráðherra og hinna þýsku Tengilmanna, einna fjöl- margra gesta á sýningarsvæðinu í Villepinte. Þarna sýna fjögur gróin sjávar- útflutningsfyrirtæki íslensk, Sam- bandið, SH, SÍF og Sölustofnun lagmetisiðnaðarins og hafa gert þrisvar áður, en nú í fyrsta sinn undir sameiginlegu merki Út- flutningsráðs sem hefur yfirum- sjón með íslensku deildinni. Út- flutningsráðið bauð samtökum fiskeldismanna og Markaðsnefnd landbúnaðarins aðstöðu þarna til almennrar kynningar, en auk hennar kynna þrjú stóru fyrir- tækjanna sérstaklega fiskeldis- vörur. íslensku básarnir taka sig dável út á svæðinu og eiga til dæmis í fullu tré við japönsku deildina beint á móti, - þama liggja frammi bæklingar ýmsir (meðal annars hefti af „Modem Iceland“ í myndarlegri sérútgáfu) og sýnis- horn af ýmissi fiskvöm, á einum stað eru girnilegir laxar í kæli og annarsstaðar einskonar lystar- listaverk þarsem sýnd er fjöl- breytni íslensks sjávarútflutn- ings. ✓ A upphafsreitnum Benedikt Höskuldsson hjá Út- flutningsráði sagði tíðindamanni Þjóðviljans í sýningarhöllinni að SIAL-sýningin, sem haldin er annaðhvert ár, gæfi einstæðan aðgang að Evrópumarkaðnum. Þarna væm treyst gömul tengsl og ný mynduð, enda eru þarna komnir nú allir helstu forkólfar í útflutningnum. í heild er starfslið við og kringum íslandsdeildina um hundrað manns. Auðunn Bragi Ólafsson, sem er framkvæmdastjóri Markaðs- nefndar landbúnaðarins, sagði Þjóðviljanum að íslenskt fiskeldi sem atvinnugrein væri nú í fyrsta sinn kynnt í heild á erlendum vettvangi og leitast við að draga fram sérstöðu íslands sem fram- leiðslulands, hagstæða lands- hætti, trausta kunnáttu og ein- stæðar framleiðsluaðferðir. Því væri ekki að leyna, sagði Auðunn, að betur mætti ef duga skyldi, - Norðmenn væru komnir óravegu frammúr okkur á Evrópumarkaðnum þarsem ís- lendingar eru að stíga fyrstu skrefin og í rauninni enn á upp- hafsreitnum: hlutdeild okkar í markaðnum er sáralítil, enda skipuleg markaðssókn varla haf- in. Þreföldun í útflutningi á þetta markaðssvæði taldi Auðunn raunhæft markmið á næstu fimm árum, en með þeirri þreföldun væri markmiðið fremur fótfesta en hagnaðarvon að ráði. Aðaláherslan á Evrópumark- aðnum er að sjálfsögðu á laxinn, nema í Frakklandi þarsem mögu- leikar okkar eru taldir mestir með bleikju og sjóbirting, og kann sú markaðsstaða að vera tengd þeim algeru yfirráðum Norðmanna á franska markaðn- um að reyktur lax sem vara og réttur er oftar en ekki kallaður einfaldlega „norskur lax“ (saumon de Norvege). Auk fiskeldiskynningarinnar er hafður uppi áróður fyrir hefð- bundnum útflutningi íslenskum, enda skipar Evrópumarkaður sí- fellt öflugri sess í hugum og á bankareikningum útflutnings- manna okkar, og þá ekki síst Frakkland þarsem nýhafið landnám íslenskra fiskseljenda virðist vekja góðar aflavonir. -m / Lilja Kjaiarsdóttir 5 ára: Já, mamma setti endurskins- merki (úlpuna mína í morgun. Við eigum að sýna kennaranum þeg- ar við erum búin setja þau á okk- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.