Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBANDALAGIÐ ERLENDAR FRETTIR Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 22. október kl. 15 í Iðnmeisfarafélagshúsinu, Tjarnargötu 7. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. AB Ólafsvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagins í Ólafsvík verður haldinn sunnu- daginn 23. okt. f Mettubúð og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Almennar umræður. _ Stjórnin AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn laugar- daginn 22. október kl. 14.00 í Rein. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. Stiórnin 2) Önnur mál. * ÆSKUL YÐSF YLKIN GIN '. :-r - • i Æskulýðsfylkingin 50 ára Hver man ekki eftir gömlu skálastemmningunni, Tjarnargöturómantíkinni, Landnemanum, Heimsmótunum og öllu hinu? Nú er allavega tímabært að rifja upp 50 ára sögu í góðum félagsskap. Laugardaginn 5. nóvember nk. verður afmælið haldið hátíðlegt með borð- haldi, upplestri, fjöldasöng og dansi að Hverfisgötu 105. Borðhaldið hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 19.30. Taktu strax frá kvöldið. (Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst v/matar í síma 17500). Afmælisnefndin. Svíþjóð Ríkislögreglustjóri segir af sér Sakaður um embœttisglöp í rannsókn morðsins á Palme Nils Erik Áhmansson, ríkislög- reglustjóri Svíþjóðar, sagði af sér í gær eftir að Hans Stark, dómsmálastjóri (justitiekansler) sænska ríkisins, hafði í opinberri skýrslu sakað hann um dugleysi og mistök í rannsókninni eftir morðið á Olof Palme forsætisráð- herra, og í leitinni að morðing- janum. Áhmansson kvað Ijóst, að hann hefði ekki lengur traust ríkisstjórnarinnar, og sæi hann sér því ekki fært að gegna emb- ætti sínu áfram. Áhmansson er ekki fyrstur háttsettra manna til að verða fyrir þungum áföllum í sambandi við þetta mál. f júní s.l. varð Anna- Greta Leijon dómsmálaráðherra að segja af sér eftir að upp hafði komist að hún hafði samþykkt að einkaaðili hefði á laun með hönd- um rannsóknir í málinu, auk hinnar opinberu lögreglurann- sóknar. Óg í janúar 1987 varð lögreglustjórinn í Stokkhólmi, Hans Holmer, að láta af störfum sem yfirmaður hóps þess á vegum yfirvalda, sem hafði með hönd- um rannsóknir í morðmálinu. Það sem einkum felldi Holmer var að kenning hans um að samtök róttækra Kúrda væru sek um morðið stóðst ekki athuganir. Eitt af því sem nú varð Áhmansson að fótakefli var að hann átti hlut að því að Ebbe nokkur Carlsson, útgefandi, hóf á eigin spýtur rannsóknir í mál- inu. Það var einmitt þetta fram- tak Carlssons, sem leiddi til þess að Anna-Greta Leijon varð að segja af sér, er upp komst um það. Rannsóknir Carlssons virð- ast ekki síst hafa beinst að lög- reglunni og öryggislögreglunni (Sápo) á grundvelli grunsemda um, að ekki væri allt með felldu um hlutdeild vissra aðila innan þessara stofnana viðvíkjandi málinu. Reuter/-dþ. Atlantshafsbandalagið Líkur á ýfingum Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja Q eilur út af fjárframlögum til hervarna gætu haft í för með sér alvarlega pólitíska árekstra milli Natóríkja innbyrðis, og þá einkum á milli Bandaríkjanna annarsvegar og bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu hinsveg- ASKRIFENDUR! Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti Léttið bhðberum störtin Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans ísíma 681333 milli kl. 9.00-17.00 virka daga og 9.00-12.00 laugardaga, eða blaðbera og umboðsmann okkar. ar. Þetta er álit Alþjóðastofnunar um herfræðirannsóknir (Intern- ational Institute for Strategic Stu- dies, IISS), óháðrar stofnunar með aðsetur í Lundúnum. í skýrslunni er bent á sívaxandi óánægju í Bandaríkjunum með það að evrópsku bandamennirnir leggi ekki fram það, sem þeim beri, til að standa undir kostnað- inum við heri bandalagsins. S.l. ár juku evrópsku Natóríkin ann- aðhvort sáralitlu við fjárframlög sín til herja sinna eða beinlínis drógu úr þeim. Vestur- Þýskaland, sem efnahagslega séð að minnsta kosti er öflugasta ríki Vestur-Evrópu, hefur litlu aukið við framlög til hervarna síðan 1982, og ólíklegt er að á því verði nein breyting í náinni framtíð. í Bandaríkjunum sjálfum gætir vaxandi tregðu á því að halda áfram jafnmiklum fjárveitingum til vígbúnaðar og hingað til. Áhrifamenn þar vestra vilja margir láta það ganga fyrir að draga úr óhagstæðum viðskipta- og greiðslujöfnuði og hafa þar að auki minni áhyggjur af Rússum en lengstum áður, vegna batn- andi samskipta risaveldanna und- anfarið. Reuter/-dþ. Líbanon Sjö ísraelskir hermenn drepnir Sjö ísraelskir hermenn biðu bana í sprengingu, sem varð er íslamskur skæruliði ók bíl sínum, sem fermdur var öflugri sprengju, á farartæki þeirra við ísraelsk-líbönsku landamærin í gær. Skæruliðinn beið að sjálf- sögðu einnig bana. Að minnsta kosti tíu menn særðust við til- ræðið, flestir þeirra að líkindum ísraelskir hermenn. Líbönsk samtök, er nefna sig íslamskt við- nám og eru talin hlynnt íran, hafa lýst árás þessari á hendur sér. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fá nóbelsverðlaun Tilkynnt var í Stokkhólmi í gær að nóbelsverðlaunin 1988 í eðlis- fræði hefðu verið veitt þremur Bandaríkjamönnum, Leon Le- derman, Melvin Schwartz og Jack Steinberger. Efnafræði- verðlaun Nóbels þetta árið fá hinsvegar þrír Vestur-Þjóðverj- ar, þeir Johann Deisenhofer, Ro- bert Huber og Hartmut Michel. Reuter/-dþ. Alþýðubandalagið Reykjavík Ný ríkisstjórn - baráttan framundan Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra, hefur fram- sögu og svarar fyrirspurnum á al- mennum félagsfundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í kvöld, 20. október. Fundurinn verður haldinn í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20.30. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. - Stjórn ABR. Ólafur Ragnar Grímsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.