Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 4
þjÓÐVILIINK Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar Þorgeir Hávarsson á vísindaveiðum Eftir síðustu viðburði í hvalamálinu hafa mjög stríkkað þeir straumar meðal fiskútflytjenda sem knýja á um að meiri hagsmunir verði settir framfyrir hina minni og íslensk stjórnvöld nái sér niðrá þá stefnu í hvalamálum sem ekki stórspilli mikilvægustu mörkuðum okkar í Evrópu og Banda- ríkjunum. Svör þeirra sem hafa haft forystu í þessum efnum undan- farin ár eru á þann veg að þrátt fyrir sigra sína séu grænfrið-' ungar hinir ómerkustu menn, - nú ríði á að íslendingar haldi fast um sitt og gæti þess að missa hvorki andlitið né æruna. Er á staðfestumönnum að skilja að við skulum búa okkur undir að éta sjálfir þann fisk sem friðungarnir fúlsa við. Þessi afstaða er karlmannleg úr hófi fram og verður helst til þess hetjuskapar jafnað þegar mestur kappi íslenskur, Þorgeir Hávarsson, hékk forðum tíð í hvönninni frammaf Látrabjargi, einsog segir frá í góðum bókum, og þótti mjög miður þegar Þormóður félagi vaknaði af blundi og bjóst til bjargar. Þjóðviljinn hefur engar áhyggjur af því að missa andlitið, og hefur fyrir löngu hafnað leið Þorgeirs Hávarssonar í málinu, þótt blaðið hafi þessvegna mátt standa af sér ótrú- leg brigsl. I lok júní í fyrra var hér í ritstjórnargrein tekin sú afstaða að við ættum að hætta hvalveiðunum, og það sem þá var sagt á jafnvel enn betur við núna. Þjóðviljinn hvatti til þess að ráðamenn og almenningur gæfu sér tíma til að staldra við og hugsa málin áður en hvalveiðar okkar yrðu að þrákelknis- legu stoltsmáli: „Vissulega er það engan veginn útkljáð mál hvort hvala- stofnum stafar hætta af íslenskum tolli, og vísindamenn okkar hljóta að halda áfram rannsóknum sem leiði í Ijós sannleikann í þeirri deilu. í þeim farvegi sem hvalamálið er í skiptir þetta í raun ekki meginmáli“ sagði í Þjóðviljaleiðaran- um í fyrrasumar: „í fyrsta lagi vegast á hagsmunir, hagsmunir hvalveiði- manna, hvalverkenda og hvalútflytjenda annarsvegar, hagsmunir fiskveiðimanna, fiskverkenda og fiskútflytjenda hinsvegar. Það er komið að því að meta hvorir hagsmunirnir eru þjóðinni mikilvægari.“ Sagði Þjóðviljinn í júní í fyrra. „í öðru lagi er opinber íslensk afstaða á skjön við þá ímynd sem við viljum skapa okkur meðal þjóðanna. Við viljum, bæði af efnahagslegum og pólitískum ástæðum, leggja áherslu á að tengja Island í hugum útlendinga við óspillta náttúru og hreint umhverfi, að erlendis sé uppi það álit að hér fari þjóð sem ekki einasta býr við eina af fáum vinjum í heimi mengunar, offjölgunar og styrjalda, heldur kann öðr- um betur með auðlindir sínar að fara.“ Lokaorð leiðarans voru þessi: „Við verðum að horfast í augu við það að opinber málstaður okkar í hvalamálinu er orðinn vonlaus, og skað- legur íslenskum hagsmunum og íslenskri ímynd. Við hljótum að láta metnað einstakra valdamanna víkja til hliðar ásamt haldlítilli tilfinningasemi. Við eigum að hætta hvalveiðum strax.“ Hér er í rauninni ekki miklu að bæta nema því að alvara máls hefur aukist að mun. Ný ríkisstjórn er nú að móta stefnu í þessum efnum, og er við það verk óbundin af stefnu fyrri ríkisstjórnar, hver svo sem sjávarútvegsráðherrann kann þá að hafa verið. Ef ríkis- stjórnin hikar er viðbúið að alþingi taki af henni ómakið, sem vel má hugsa sér; í öllu falli virðist ekki erfitt að sjá fyrir niðurstöðuna. Erfiðleikarnir við stefnumótun í hvalamálinu nú í ríkisstjórn og á þingi virðast fyrst og fremst felast í að finna þá lausn sem getur bjargað hetjunum úr hvönninni án þess að þær fyrtist við verulega. Slík lausn gæti, - einsog sjávarútvegs- ráðherrann í nýju ríkisstjórninni hefur gefið í skyn -, falist í snyrtilegu orðalagi. Þannig mætti til dæmis ákveða að halda hvalveiðum í vísindaskyni áfram af fullum krafti, en lækka lítillega tölu veiddra dýra næsta sumar, og velja nú töluna núll. Finnist hinsvegar ekki leið til að bjarga Þorgeiri úr hvönnninni án þess að varði vinslitum verður að taka þá áhættu, - eða búa svo um hnútana að hetjan taki ekki aðra með en sjálfa sig í fallinu. -m Á hausnum Nú eru miklir gjaldþrotatímar. Boðuð er stofnun G- samtakanna, samtaka gjaldþrota einstaklinga. Svo er að skilja að þau séu ætluð venjulegu fólki en ekki bröskurum sem misst hafa fótanna á skreipu dansgólfi milj- ónaviðskiptanna. Og víst er um það að nóg er til af fólki sem farið hefur flatt á því einu að reyna að eignast fastan samastað fyrir sig og sína. Sumum hefur jafnvel orðið um megn að afla frumþarfa og hafa ekki risið undir kostnað- inum við hið daglega brauð. Þetta ósköp venjulega fólk ætlar sér sem sagt að bera saman bækur sínar um það hvernig lífið getur haldið áfram eftir að það hefur beðið fjárhagslegt skipbrot. Og svo eru það öll fyrirtækin. Fréttir af greiðslustöðvunum og uppboðum á þeim vettvangi vekja ekki lengur neina sérstaka athygli. Pað er helst að fréttnæm- ar þyki undarlegar uppákomur á borð við að menn kaupi gjald- þrota fyrirtæki af sjálfum sér. Tíðindin af síðasta uppboði á Hótel Örk í Hveragerði ollu því að margur maðurinn er enn að klóra sér í höfðinu. Skuldakóngum trúað Guðmundur Axelsson kennari veltir fyrir sér gjaldþrotafárinu í kjallaragrein í DV í gær. Og hann spyr hvers vegna skuldakóngarn- ir veki alltaf jafnmikla lukku í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar birta gjarnan löng viðtöl við skuldakóngana þar sem þeir greina frá því skœlbrosandi að nú sé von um betri tíð og blóm í haga og enginn þurfi að óttast um sinn hag af þeirra völdum. Fœst- um dettur í hug að hagur ,fórnar- lamba“ þessara herramanna sé nothœft fjölmiðlaefni. Stundum hefur maður það jafnvel á tilfinn- ingunni að fjölmiðlarnir hlakki með þeim yfir afrekunum sem eru beinlínis íþvífólgin að halda sér á floti á kostnað annarra. Að auki er oft engu líkara en að mönnum finnist meira en sjálfsagt að menn, sem hafa byggt upp fyr- irtæki meira af kappi en forsjá og standa svo með allt niðrum sig, séu slíkir snillingar að sjálfsagt sé að taka trúanlega alla nýja arð- semisútreikninga sem þessirsömu menn gera. Er ekki hœtt við að kannski ekki unnt að segja frá því hverjum beri að vinna tiltekið verk nema með því að upplýsa alþjóð um að nú sé boltinn hjá þessum og þessum manninum. Mikið af þessu líkingamáli kemur reyndar frá ýmiss konar leikjum og íþróttum. Það er íhugunarefni til hvaða íþróttagreina slíkar lík- ingar eru mest sóttar. Pað er ekki oft að menn bregða fyrir sig „blak-máli“ eins og gert er í Vík- urfréttaleiðaranum. „Steingrímur okkar Sigfússon fer rösklega af stað í ráðherra- stólnum. Hann byrjaði á því að leysa á laglegan hátt upprennandi og langvinna deilu ráðuneytis og bœnda í Svarfaðardal og tók sig síðan til og lækkaði gamla kjötið í samráði við fjármálaráðherra. Blakmaðurinn Steingrímur Sig- fússon hefur þar með skorað tvö sdg í fyrstu lotu með laglegum laumum fram hjá hávörninni. “ ÓP Kampakátir þingeyingar Ekki verður annað sagt en að nýja ríkisstjórnin beri sterkan norðlenskan svip. Þetta hefur leiðarahöfundur Víkurblaðsins á Húsavík komið auga á. Hann tal- ar því um „okkar menn í lykil- hlutverkum“ og á þá við ráðherr- ana Guðmund Bjarnason og Steingrím J. Sigfússon auk Stef- áns Valgeirssonar sem í Víkur- fréttum er kallaður „sjóðamála- ráðherra“ (gæsalappirnar eru þingeyskar). Þessir þrír eru allir þingmenn NorðurlandskjÖr- dæmis eystra. Þess er einnig getið að formaður hins nýja atvinnu- vegasjóðs er „okkar maður“, Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn. Íþróttalíkingar Fréttamenn virðast hafa ríka þörf til að krydda mál sitt með líkingum. Oft fer vel á þessu en vill verða dálítið þreytandi þegar stöðugt er klifað á því sama og -KLIPPT maðurinn, sem reiknaði byrjun- ardœmið skakkt, geri sömu skyss- urnar í framhaldinu eða jafnvel aðrar þaðan af verri?" Margir sogast með Þegar stórir rekstraraðilar lenda í greiðsluerfiðleikum, dregur það venjulega mjög langan slóða. En sá slóði kemur oft ekki í ljós fyrr en allt er orðið um seinan. Gjaldþrot eins stórs fyrirtækis getur leitt af sér gjald- þrot hjá fjölmörgum smærri fyrir- tækjum þótt orsakasamhengið sé ekki öllum sýnilegt. Á þéttbýlisstöðum er oft um að ræða eitt eða tvö tiltölulega stór fyrirtæki sem eru grunnur allrar atvinnustarfsemi. Til dæmis er frystihúsið og togaraútgerðin það sem allt snýst um í fjölmörgum sjávarplássum. Þjónustufyrir- tækin og iðnaðarmennirnir eiga tíðum miklar innistæður hjá þess- um fyrirtækjum. Áður en að því kemur að fjárfestingarlánasjóðir banka upp á hjá fógeta og heimta uppboð á togara er útgerðin búin að safna gríðarlegum skuldum hjá ýmiss konar þjónustufyrir- tækjum og viðkomandi sveitar- sjóði. Sj aldnast er veð á bak þess- ar skuldir. Ekki benda á mig Um þetta fjallar Guðmundur Axelsson líka í áðurnefndri grein. „Þessir smáu rekstraraðilar eru sumir þegar orðnir gjaldþrota og búnir að tapa öllu sínu á sama tíma og skuldakóngarnir berja sér á brjóst og halda því fram að þeir eigi enga sök. Vandræðin séu öll að kenna vondu kerfi og köllun- um sem því stjórna. Þeim finnst ábyrgðin annarra og láta ekki einu sinni svo lítið að hafa samúð með þeim sem þeir eru raunveru- lega búnir að koma á kaldan klaka fjárhagslega og ekki dettur þeim í hug að láta klára dæmið fljótt til þess að hver og einn fái sitt. Þvert á móti finnst þeim sjálf- sagt að draga allt á langinn eins og hægt er með þeim afleiðingum að dæmið verður allt eins og ógnvœnlegt krabbamein sem teygir anga sína sífellt lengra útfrá aðalmeininu. Jafnvel heilu sveitarfélögin standa í stórvandrœðum, saman- ber til dæmis nýlegt útvarpsviðtal við bæjarstjórann í Hveragerði. Þannig að ekki aðeins fáir ein- staklingar eiga í vandræðum held- ur er jafnvel verið að leika sér með sameiginlega sjóði þúsunda manna. “ Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurOmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur0. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri.OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. ;,;4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Flmmtudagur 27. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.