Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 7
FRETTIR Norræna húsið heldur upp á tvítugsafmælið. Norrœna húsið 20ára Afmœlisdagskrá í tilefnitvítugsafmœlisins Ollum vclunnurum og gestum Norræna hússins í gegnum árin er boðið til hátíðardagskrár í Norræna húsinu á laugardaginn, en þá verður þess minnst að um þessar mundir hefur húsið starf- að í tuttugu ár, var tekið í notkun þann 24. ágúst 1968. Dagskráin hefst kl. 15:00 með því að Knut Ódegaard forstjóri býður gesti velkomna. Síðan leikur Erling Blöndal Bengtsson einleiksverk fyrir selló eftir Bach, Jón Sigurðsson samstarfsráð- herra Norðurlanda flytur ávarp, Hakon Randal fylkisstjóri, for- maður stjórnar Norræna hússins ávarpar gesti og norski óbóleik- arinn Brynjar Hoff leikur á óbó. Hátíðarræðuna flytur dr. Gylfi Þ. Gíslason. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur kemur einnig við sögu há- tíðarinnar, en hann mun frmflytja 2 verk: Umþenkingu, eftir Atla Heimi Sveinsson, og Ek wiwar, eftir Þorkel Sigur- björnsson. LG Fiskeldi Rætt um aðstæður og reynslu Endurmenntunarnefnd Há- skóla íslands í samvinnu við Sam- band fiskeldis og hafbeitarstöðva gangast fyrir námstefnu um Fisk- eldi á íslandi dagana 27. og 28. október n.k. A ráðstefnunni verður meðal annars rætt um fag- legar forsendur, aðstæður og reynslu okkar til þessa í fiskeldi. Námstefnan er ætluð öllum fræðimönnum og rekstraraðilum er fást við eða tengjast fiskeldi. Markmið námstefnunnar er að gefa alhliða yfirlit yfir helstu líffræði- og tæknilega þætti sem ráða í fiskeldi. Aðilar sem starfa í fiskeldi og þeir, sem veita fræði- lega og tæknilega þjónustu munu halda erindi, segja frá reynslu sinni og skiptast á skoðunum við þátttakendur námstefnunnar. Áhersla verður lögð á að efla tengsl manna með mismunandi þekkingu og auðvelda fagleg samskipti þeirra. Á námstefnunni verður einnig komið inn á markaðsmál og hug- myndir um stöðlun í fiskeldi. Leitast verður við að fá fram hag- nýt atriði, sem geta nýst í starfi. Jafnframt er stefnt að því að námstefnan verði undanfari námskeiða, þar sem ítarlega verður farið í einstaka líffræði- lega, tæknilega og hagfræðilega þætti tengda fiskeldisstöðvum. Níu manns munu flytja fyrir- lestra, en umsjónarmenn og stjórnendur námstefnunnar eru verkfræðingarnir Oddur B. Björnsson Verkfr.st. Fjarhitun og Valdimar K. Jónsson prófess- or Háskóla íslands. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endurmennt- unarstjóra H.í. í símum: 23712 og 687664. Pungapróf Útskrift í Siglingaskólanum Undanfarin 4 ár hefur Siglinga- skólinn haft heimild Mennta- málaráðuneytisins til að halda námskeið til 30 rúmlesta rétt- inda. Á þessum 4 árum hefur skólinn haldið fjölda námskeiða af þessu tagi. í síðustu viku októ- bermánaðar útskrifuðust 17 nem- endur úr Siglingaskólanum með 30 rúmlesta réttindi. Þeir sem Ijúka 30 rúmlesta prófinu geta farið á framhalds- námskeið hjá Siglingaskólanum og öðlast réttindi til hafsiglinga á seglskútum (Yachtmaster Off- shore). Miðað er við að viðkom- andi sigli allt að 200 sjómílur frá ströndinni og gæti þessvegna far- ið á milli landa ef fjarlægð á milli þeirra er styttri en 200 sjómílur. í framhaldi af hafsiglinganám- skeiðinu er úthafssiglinganám- skeiðið (Yachtmaster Ocean) en þar er aðaláherslan á siglingu námskeiði læra nemendur að eftir himinhnöttum. í þessu nota sextant. Hluti af nemendum Siglingaskólans sem luku 30 rúmlesta prófinu 24. okt. sl. IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Rekstrartækni - véitækni: 14.-15. nóv. Gæðastjórnun. - Námskeiðinu er ætlað að auka skilning á gæðastjórnun og gæðakerfum. Gæði sem stjórnunartæki. Gæðastaðlar. Uppbygging gæðaeftir- lits. Gæðakostnaður og gæðahandbók. 16 kennslu- stundir. 28.-30. nóv. Vöruþróun og markaðssókn. - Vöruþróun, mark- aðssókn, leið til betri afkomu. Aðferðirtil mats á mark- aðnum, til að laða frám hugmyndir, bera þær saman og meta. Gerð framkvæmdaáætlunar, frá hugmynd til framleiðslu. Leiðir til að fjármagna vöruþróun o.fl. 16 kennslustundir. 14.-17. nóv. Örtölvutækni 2. - Framhald af Örtölvutækni 1. Öllum vistháttum örgjörvans er lýst nánar. Hugtök eins og gluggavistun, kóðagluggi, gagnagluggi, staflagluggi, aukagluggi ofl. verða skýrð. 36 kennslustundir. 21. -24. nóv. Örtölvutækni 3. - Framhald af Örtölvutækni 2. Vél- búnaður örtölvukerfa. Kynnt eru kerfi með samnota (multiplex) vistunar- og gagnalínum annars vegar og aðskildum línum hins vegar. 36 kennslustundir. Verkstjórnarf ræðslan: 3. nóv. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Haldið á Reyðarfirði. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvað einkennir góð verkfyrirmæli. 14. nóv. Konur við stjórnun. Farið er yfir ákveðna hegðun einstaklinga, eigin sjálfsmynd o.fl. Helstu viðhorf og fordóma starfsmanna og stjórnenda til kvenna í stjórn- unarstörfum. 25. nóv. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, líkamsbeitingu við vinnu og vinnuvistfræði. 5. des Verktilsögn og vinnutækni. Haldið á Neskaupstað. 28. nóv. Stjórnun breytinga. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvernig er best að vinna breytingum fylgi. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 2. des Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 9. nóv. Kjarasamningar og lög. Farið er yfir skaðabótarétt og vinnulöggjöf, sakaregluna, saknæmi. Túlkun kjara- samninga o.fl. 22. nóv. Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Kostnað slysa og hvað vinnst með bættu öryggi. 30. nóv. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutninga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. 14. nóv. Verkskipulagning og tímastjórn. - Farið er yfir undirstöðuatriði í áætlanagerð, verkskipulagningu og tímastjórnun fyrir verkstjóra. Gerð CPM-fram- kvæmdaáætlana og Gnatt-áætlana. 5. des. Verkskipulagning og tímastjórnun. Haldið á Akur- eyri. 22. nóv. PROJECT-forrit og verkáætlanir. - Haldið á Vestur- landi. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC-tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT. 7. nóv. Innkaupa- og lagerstjórn. Farið er meðal annars yfir helstu atriði við skipulag innkaupa og lagerstjórn o.fl. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar, nema annað sé tekið f ram. Nánari upp- lýsingar og innritun hjá stof nuninni í síma (91 )687000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91 )687440 og Verkstjórnarf ræðslunni í síma (91 )687009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Fimmtudagur 27. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.