Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Slappleiki og svikin loforð Kristbjörn Árnason skrifar í fjórða sinn fá nú vinstri menn tækifæri, til að vinna í ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem mynduð er á mettíma án kosninga. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins er ber að því, að valda ekki því hlut- verki að hafa forystu um stjórn landsins. Þeir skilja efnahags- kerfið eftir í mjög alvarlegum ólestri. Fjöldaatvinnuleysi blasir við íslenskri alþýðu og gjaldþrot virðast vera örlög mjög margra fyrirtækja. * Allt gerist þetta þrátt fyrir að tvö mestu góðærisárin í sögu þjóðarinnar séu varla liðin. *Þetta gerist þrátt fyrir ein- stakan velvilja verkalýðsforyst- unnar. *Aldrei fyrr hafa forystumenn heildarsamtakanna stutt jafn dyggilega við bakið á ríkisstjórn- um og þeim tveim síðustu. *Þrátt fyrir að þessar ríkis- stjórnir hafi sett met í saman- lögðum bráðabirgðalagasetning- um gegn launafólki. *Þrátt fyrir þetta kyssti foryst- an tær ráðherranna og gerði allt sem hún gat til að bjarga þeim með efnahagsúrræði. Aldrei hefur nokkur stjórn- málaflokkur notið jafnmikils stuðnings frá forystu heildars- amtakanna og Sjálfstæðisflokk- urinn, nú undanfarin ár. Það kom reyndar í ljós, af viðbrögðum ým- issa forystumanna í ASÍ, þegar verið var að mynda núverandi ríkisstjórn, bæði af verkum fjórmenningaklíkunnar og ann- arra. Þeir reyndu hvað þeir gátu að koma í veg fyrir þátttöku Al- þýðubandalagsins í stjórninni. Þeir hafa auðvitað innst inni vilj- að hafa Sjálfstæðisflokkinn í rík- isstjórn. Það er ekki hægt að segja að hjá mér ríki bjartsýni við þessar aðstæður. Nú reynir á, hvort verkalýðssamtökin sýna nýrri ríkisstjórn sama velvilja og þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að. Að skipta um skoðun Það verður mér og mörgum öðrum flokksmönnum erfiður biti að kyngja að Alþýðubanda- lagið skyldi fara inn í ríkisstjórn án þess að bráðabirgðalögin og matarskatturinn væru send út í hafsauga. Margir flokksfélagar hafa barist með oddi og egg gegn þessum ólögum fyrri ríkisstjórna. Bæði hafa þeir látið að sér kveða innan flokks sem utan. Þeir hafa einnig reynt að vekja forystu- menn í verkalýðshreyfingunni af þyrnirósarsvefni. Loksins þegar þessi miðstjórn ASÍ sneri sér agnarögn upp í vindinn, sem varð að allra áliti fyrir baráttu Alþýðubandalags- manna, fannst mér og mörgum fleiri sem flokkurinn hefði skyndilega svikið okkur, þegar hann var á sama tíma tilbúinn að fara í ríkisstjórn án þess að af- nema ólögin. Menn verða að gæta þess að kjörnir forystumenn geta ekki skipt um skoðun á grundvallaraf- brotum ríkisvalds gegn launa- fólki eftir pöntun, eftir því sem hentar hverju sinni. Þessir menn eru bundnir af skoðunum stétt- arfélaga sinna. „Langalvarlegasta atlagan‘ Það er tímabært að stjórnmála- menn, flokkar og einnig forystu- menn verkalýðshreyfingar end- urskoði lýsingarorðanotkun sína. Ofnotkun á gífuryrðum þessara manna gera þá ótrúverðuga. Dæmi: Varaformaður Verka- mannasambandsins og alþingis- maður Alþýðuflokksins sagði á formannafundi ASÍ nú í maí, að bráðabirgðalögin frá 20. maí væru langalvarlegasta atlagan að réttindum launafólks frá upphafi. Þrátt fyrir ýmis bráðabirgðalög um áratugaskeið sem beint var gegn hagsmunum launafólks. Hann sagði; það versta er að þessi bráðabirgðalög eru algjör- lega gagnslaus og varaði við öðr- um enn alvarlegri lögum um haustið. Hann sagði einnig að það yrðu hvað sem það kostaði að brjóta þessi lög á bak aftur. Ætli Karvel Pálmason hafi meint eitthvað með þessari ræðu sinni? f það minnsta var hann einn af þeim fjórum verkalýðs- foringjum sem kröfðust þess að bráðabirgðalögin yrðu ekki aflögð, þegar núverandi ríkis- stjórn var í burðaliðnum. Okkar eigin samþykktir Kæru flokkssystkin, ég vil minna ykkur á mótmæli Alþýðu- bandalagsins gegn ólögum ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar vor- ið 1988. *Miðstjórnarsamþykkt frá 31. janúar um „matarskattinn" og framganga formanns þingflokks og kassaræða formannsins. *Tilvitnun í samþykkt mið- stjórnarfundar: „í öðru lagi hefur ríkisstjórnin lagt á 5 miljarða matarskatt sem fyrst og fremst bitnar á láglaunafólki þar eð venjuleg matvæli vega - mun þyngra í heimilishaldi þeirra sem minni tekjur hafa.“ * Við flokksfélagar erum á móti matarskatti og viljum hann feigan hið bráðasta. *Mörg harðorð mótmæli Al- þýðubandalagsins gegn bráða- birgðalögunum 20. maí og nú aft- Styrkir úr vísindasjóði Vísindaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði fyrir árið 1989. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík og hjá sendiráðum íslands erlendis. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vísindaráðs, að þessu sinni í síðasta lagi 31. desember 1988. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu ráðsins frá kl. 10 til 12 og kl. 14 til 16 mánudaga til föstudaga í símum 10233 og 10234. Vísindaráð 1«^ Laus staða Við námsbraut í lyfjafræði lyfsala í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar hlutastaða lektors (37%) í lyfjaefnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 26. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið 27. október 1988 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Ásmundsdóttir Efstalandi 24 Reykjavík lést þann 29. október s.l. Jarðarförin fer fram frá Laugarnes- kirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13:30. Blóm og kransar afbeðnir en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Bjartey Friðriksdóttir Þorsteinn Guðnason Jóhanna Friðriksdóttir Sigurður Sigurðsson Pálmi Friðriksson Anný Ástráðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Aldrei hefur nokkur stjórnmálaflokkur notið jafn- mikils stuðnings fráforystu heildarsamtakanna og Sjálfstæðisflokkurinn, nú undanfarin ár. Pað kom reyndarí Ijós, af viðbrögðum ýmissa forystumanna í ASÍ, þegar verið var að mynda núverandi ríkisstjórn, bæði afverkumfjórmenningaklíkunnar og annarra. Þeir reyndu hvaðþeir gátu að koma í vegfyrirþátt- töku Alþýðubandalagsins ístjórninni. Peirhafa auðvitað innst inni viljað hafa Sjálfstœðisflokkinn í ríkisstjórn. “ ur í ágúst. „Sameiginlegur fundur þingflokks og framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins, haldinn í Borgarnesi 14. maí 1988, fordæmir harðlega áform ríkisstjórnarinnar um atlögu að nýgerðum kjarasamningum launafólks. Daginn eftir að al- þingi er slitið ákveður ríkisstjórn- in að fella gengið, auk þess sem ráðagerðir munu uppi um að af- nema „rauðu strikin" í kjaras- amningunum og þrengja þannig verulega samningafrelsi verka- lýðshreyfingarinnar, eins og gert var 1983. Alþýðubandalagið mótmælir eindregið áformum ríkisstjórnarinnar um að svipta launafólk ávinningi nýgerðra kjarasamninga, jafnvel áður en kemur að fyrstu útborgun sam- kvæmt þeim. Þó hafa þúsundir launamanna enn ekki náð sjál- fsögðum lágmarkslaunum. Að skerða kjör þessa fólks nú er í senn siðlaus og óforskömmuð ög- run.“ *„Stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins kom saman til fundar miðvikudaginn 25. maí 1988 og ályktaði eftirfarandi vegna nýsettra bráðabirgðalaga. Stjórn verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins mótmælir harðlega því afnámi mannrétt- inda sem felst í þessum bráða- birgðalögum. Um langt skeið hafa íslendingar fordæmt slíkar aðgerðir með öðrum þjóðum. Það er með ólíkindum að Alþýð- uflokkurinn skuli eiga hér hlut að máli. Augljóst er að þessi lög auka enn launamisréttið í landinu og almennt launafólk mun sitja eftir á meðan launaskriðið fer aftur í fullan gang. Þetta mun bitna harðast á þeim stéttum þar sem konur eru fjölmennastar." Við flokksmenn eru enn svarn- ir andstæðingar þessara laga. Þess vegna verða forystumenn flokksins að skilja það að starf- andi fólk í verkalýðshreyfingunni skiptir ekki um skoðun í svona grundvallarmálum, eins og að skipta um sokka. Þess vegna skuldar forysta flokksins okkur sauðsvörtum flokksmönnum og kjósendum viðhlítandi skýringar. Skýringar á því, hvers vegna flokkurinn fór í ríkisstjórn nú, og braut þar með þau grundvallarsjónarmið sem hann hefur haft að leiðarljósi hingað til. Oabyrgt stóryrðaglamur Ég tel að ýmiskonar stóryrða- glaniur stjórnmálamanna og verkalýðsforingja komi ávallt í bakið á þeim aftur. Auðvitað er samningsréttur stéttarfélaga, t.d. á íslandi, ekki helgasti réttur manna. Helgasti réttur miljón- anna er sá að halda lífi, ekki einu sinni að ráða sínu eigin lífi. Að lokum vil ég ítreka þá skoðun mína, að það er fyrir slappleika verkalýðsforystunnar að við launamenn búum sífellt við bráðabirgðalög, æ ofaní æ. Fólk verður að fara að átta sig á því að það verður að gera kröfur um harðari vinnubrögð foryst- unnar. En óneitanlega rifjaðist það upp fyrir mér í þessu sam- hengi, viðtalið við formann og varaformann VMSÍ í sjónvarpinu í vetur sem leið, þegar almennir launamenn vildu ekki þá samn- inga sem þeir höfðu gert við VSÍ. Þeir höfðu þá í hótunum, ef ekki yrði samið á þessum nótum og ef iðnaðarmenn höguðu sér ekki vel. Þá skaut þeirri hugsun í huga mér, skyldu þeir hafa samið um bráðabirgðalög? Ég er ekki að ásaka þessa menn um slíkt, það væri óhæfa. En óneitanlega datt mér þetta aftur í hug þegar bráða- birgðalög litu dagsins ljós í maí og reyndar aftur þegar fjórmenning- arnir fóru á stjá þegar núverandi ríkisstjórn var að fæðast. Þessi ferlegi og óábyrgi grunur minn á eflaust eftir að fylgja mér lengi. Kristbjörn Árnason er formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðn- aði. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagiö í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudöqum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi Blönduós Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til al- menns fundar á Blönduósi, sunnudaginn 6. nóvember kl. 16.00 á hótelinu (Snorrabúð). Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra og Ragnar Arnalds alþm. Allir velkomnir. Norðurland vestra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn á Hótel Dagsbrún á Skagasströnd, sunnudaginn 6. nóvember. Fundurinn hefst kl. 10.00 og stendur til 15.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um flokksstarfiö og hagsmunamál kjördæmisins. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra verður estur fundarins. Fundarstjóri verður Eðvarð Hallgrímsson. tengslum við aðalfundinn verður haldinn almennur fundur á Blönduósi kl. 16.00 sama dag. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.