Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 6
MENNING Myndlist Matar- myndir á Mokka Ásta Guðrún Eyvindardóttir: í Frakklandi fann ég minn persónuleika Ég kalla þetta matarmyndir, segir Ásta Guðrún Eyvindardótt- ir, sem nú sýnir á Mokka. Á sýn- ingunni eru átta matarmyndir og ein dýramynd, og eru matar- myndirnar málaðar út frá mynd- inni Voulez-vous diner avec moi? (Viljið þér borða með mér?), sem Ásta sýndi fyrst í Hafnargalleríi og á Hótel íslandi í apríl og mars í ár. - Ég skildi ekki alveg hvað ég var að fara þegar ég málaði þá mynd, sá skilningur kom eftir á, og hinar myndirnar sem ég sýni hérna eru úrvinnsla úr þessari hugmynd. Petta eru myndir frá mínu lífi í Frakklandi, málaðar út frá þeirri meðvitund sem ég fékk um hlutina þar. Þetta eru í raun- inni minningar mínar, en mér finnst ég hafa skilið eitthvað mjög mikilvægt í sambandi við sjálfa mig þegar ég var í Frakk- landi. - Ég var í fjögur ár í Englandi og síðan eitt ár í Frakkiandi, en það ár skipti mig mjög miklu máli. Þar fann ég minn persónu- leika. Mér finnst maturinn vera táknrænn fyrir Frakka, og þá feg- urðardýrkun sem einkennir þá. Frönsk máltíð er ritúal og lista- verk í senn, máltíðin á ekki síður að vera veisla fyrir augað en fyrir magann. Ein af myndunum í Stokkhólmssvítunni. Syningar Stokkhólmssvítan Stokkhólmssvítan heitir sýning á 18 Ijósmyndum sænska ljós- myndarans Bruno Ehrs, sem nú er í anddyri Norræna hússins. Myndirnar eru allar teknar í Stokkhólmi, og skiptast í 6 myndaraðir, sem heita Gluggar, Steinsteypa, Samgöngur, Hús, Vetur og Gönguferðir. Bruno Ehrs hefur starfað sjálf- stætt sem ljósmyndari frá árinu 1979. Hann hefur haldið einka- sýningar í Fotografiska muséet í Stokkhólmi, Finlands fotograf- iska museum í Helsinki og í sænsku menningarmiðstöðinni í París. Sýningin stendur til 6. nóv- ember og er opin kl. 9-19 virka daga,ogkl. 12-19 ásunnudögum. Skúlptúrar Ólafs í sýningarsölum í kjallara Nor- ræna hússfns sýnir Ólafur Sveinn Gíslason skúlptúra gerða 1987- 88. Ólafur er fæddur 1962, nam við Myndlista- og handíðaskólann 1980-83 og við Ríkislistahá- skólann í Hamborg 1983-88. Hann var með einkasýningu í Ný- listasafninu í Reykjavík 1986. Sýningu Ólafs lýkur á sunnudag- inn, 6. nóvember, hún er opin daglega kl. 14-19. Höggmyndir í steinsteypu í Gallerí Svart á hvítu, Laufás- vegi 17, sýnir Rósa Gísladóttir höggmyndir unnar í steinsteypu. Rósa hélt sína fyrstu einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum 1984. Að loknu námi við Myndlista- og handíðaskólann var hún við nám í Akademie der Bildende Kunste í Múnchen þar sem hún lagði stund á höggmyndalist. Verk Rósu hafa verið á samsýningum á íslandi og erlendis, til dæmis Hér og nú að Kjarvalsstöðum 1985, og Kunst im DEC-Park, Munc- hen 1984. Sýningu Rósu lýkur á sunnudaginn, 6. nóvember, galleríið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Silkilist Jónína Björg Gísladóttir sýnir handmálaðar silkislæður í Gallerí List, Skipholti 50 b. Jónína stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún hélt einkasýn- ingu á verkum sínum í Viðey sumarið 1987 og hefur tekið þátt í myndlistarsýningum í Safnahús- inu á Selfossi 1981 og 1985. Sýn- ing hennar í Gallerí List stendur til sunnudags, 6. nóvember, gall- eríið er opið virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Ásta: Árið í Frakklandi skipti miklu máli. - Petta er eiginlega úttekt á frönsku lífsmunstri eins og maður kynnist því í dag. Frakkar eru svo táknrænir. Stúlkan á myndinni Voulez-vous diner avec moi? er tákn Frakkans, og táknar listina sem þeir elska mest, og hún er með trúðsnef, því trúðurinn er líka mjög vinsæll þar í landi. Táknar hrafninn á öxl hennar eitthvað? - Ég veit ekki hvað hann er. Þessi mynd var eins konar vitrun, og ég hef enn ekki ráðið í öll tákn- in. En höndin á borðinu er hönd Kjarvals, hönd málarans sem hjálpaði mér til að mála mynd- ina, og til að skilja það sem ég var að gera. Skilningurinn kom með því að ég gat sameinað það ís- lenska því sem ég áttaði mig á í Frakklandi, en stúlkan í gluggan- um er tákn þess íslenska. - Þarna kemur fram mismun- andi afstaða íslendingsins og Fra- kkans til dauðans, sú franska leikur sér við hann og býður hon- um epli, á meðan sú íslenska hangir dauðskelkuð á gluggan- um. Hennar andi er frekar í flösk- unni með ljósinu, sem er brenni- vínsflaska. Myndir Ástu verða til sýnis á Mokka fram til 13. nóvember. -LG MÍR Sýningar og söngur Kirgizkir listamenn skemmta á Sovéskum dögum MÍR sem verða settir í kvöld Sovéskir dagar Menning- artengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna verða settir í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 20:30. Dagarnir eru að þessu sinni sérstaklega helgaðir Kirgizíu, einuaf Asíu- lýðveldum Sovétríkjanna, og tekur hópur listafólks þaðan þátt í dagskráratriðum. Við setningu Sovéskra daga í kvöld verða flutt ávörp, auk þess sem listamenn frá Kirgizíu skemmta með hljófæraleik, söng, kvæðaflutningi og dansi. Á morg- un verða tónleikar og danssýning í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og í Bændaskólanum á Hvann- eyri, og á föstudaginn verða tón- leikar og danssýning í' Fjöl- brautaskólanum á Selfossi. Á laugardaginn verður opið hús að Vatnsstíg 10 frá kl. 14:00, kvik- myndasýningar, skáldið flytur kvæði, ávörp og listafólkið frá Kirgizíu skemmtir. Á sunnudag- inn kl. 20:00 verða hátíðartón- leikar og danssýning í Þjóðleik- húsinu og þriðjudaginn 8. nóv- ember tónleikar og danssýning í Félagsheimili Vestmannaeyja. -LG Háskólatónleikar Da fantasía Helga Ingólfsdóttir semballeikari fly tur tón- list frá 17. og 20. öld í hópi gestanna frá Kirgizíu eru meðal annarra Ashankan Zhum- akmatov, stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar kirgizka ríkisút- varpsins og fyrrum aðalstjórn- andi óperuhússins í Frunze, höf- uðborg Kirgizíu, Samara Tok- takhúnova, virtúós á hið forna kirgizka strengjahljóðfæri kom- ús, þjóðlistakona Kirgizíu og margfaldur verðlaunahafi, Búlat Minzhilkjev óperusöngvari, tal- inn einn af bestu bassasöngvur- um Sovétríkjanna og Aisulu Tok- obajeva, dansmær við óperu- og balletthúsið í Frunze, þjóðlista- maður Sovétríkjanna, jafnvíg á sígildan dans og þjóðdansa. Auk þeirra eru með í förinni skáldið Estebes Turtumalijev, þjóðlista- maður Sovétríkjanna og Kerimz- han Kunakunov fjármálaráð- herra Kirgizíu. í tilefni Sovésku daganna hefur ýmiskonar sýningarefni borist til landsins og verður sýning á því opnuð í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 á laugardaginn kl. 15. Þar verða sýndir ýmiskonar listmunir, einkum vefnaður unn- inn úr ull, en Kirgizar eru frægir fyrir litrík og sérstæð ullarflóka- teppi. Aðrir listmunir á sýning- unni eru unnir í tré, leður, stein, málma og bast. Þá verða á sýn- ingunni um fjörutíu svartlistar- myndir eftir 17 myndlistarmenn frá Kirgizíu, fjölmargar teikning- ar barna og bækur af ýmsu tagi sem gefnar hafa verið út í lýð- veldinu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Aðrir Háskólatónleikar haustmisseris verða á dag- skrá í Norræna húsinu í dag kl. 12:30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Á tónleik- unum mun Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytja tónlist frá 17. og 20. öld. Fimm verk verða leikin þessa sembalstund. Viðamest þeirra er verk Leifs Pórarinssonar, „Da‘" fantasía. Eins og nafnið ber með sér er verkið fantasía um nóturn- ar d og a. Fantasían er í mörgum köflum. Fela sumir í sér mikil átök, aðrir byggja á einföldum laglínum. Stefin í öllum köflum eru innbyrðis tengd. Þunglyndi og tregi einkennir verkið og má þar finna skyldleika við verk Schuberts og Wagners. Umhverfis fantasíu Leifs eru verk frá 17. öld. Næst á undan og eftir fantasíunni eru lög í hljóð- falli hins hæga og hátíðlega forna dans pavan. f höndum tónskáld- anna Thomas Tomkins og Jan Pi- eterszon Sweelinck brjótast verk- in úr viðjum dansins og verða að eins konar hugleiðingu, fantasíu. Tomkins semur „A sad pavan for these distracted times“ hátt á átt- ræðisaldri. „Laus Deo“ ritar hann í lok síðasta takts. Átök öll eru í djarfri meðferð hljóma og ólíkri lengd hendinga. Tónverk Sweelincks er tilbrigði við þekkt sönglag eftir John Dowlands „Flow my tears“. Helga Ingólfsdóttir hefur tekið mjög virkan þátt í tónlistarstarfi hér á landi bæði með einleik og flutningi ' kammertónlistar. Kunnust er hún fyrir starf sitt í Skálholti en þar hefur hún staðið fyrir tónlistarhátíðinni „Sumar- tónleikar í Skálholtskirkju" í hálfan annan áratug. Helga hefur farið í tónleikaferðir til Norður- landa, Austurríkis og Bandaríkj- anna, m.a. hélt hún einleikstón- leika s.l. vetur í Bergen, Osló og Stokkhólmi. Einnig lék hún í fe- brúar s.l. sembalhlutverkið í Matteusarpassíu J.S.Bachs í Gri- eghallen í Bergen undir stjórn hins kunna Bachtúlkanda Hel- muth Rilling. Helga hefur leikið inn á þrjár hljómplötur. Hún kennir semballeik og túlkun bar- okktónlistar við Tónlistar- skólann í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.