Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ráðamenn Reykjavíkur eru fjandsamlegir bömum Birna Þórðardóttir skrifar Þá hefur þjóðin fengið nýja ríkisstjórn sem virðist í litlu frá- brugðin þeirri fráfarandi, enda meirihlutinn úr fyrri stjórn og lítið er ég trúuð á pólitísk ham- skipti þeirra bræðra er þar sitja. Enn gildá bráðabirgðalög, sem koma í veg fyrir umsamdar launa- hækkanir og afnema samnings- rétt. Enn borgum við matarskatt og enn er rausað um nauðsyn að- haldsaðgerða til bjargar þjóðar- skútunni. Spurning er hvor sé betri þjófur eða þjófsnautur. í dag kom Alþingi saman að loknu sumarleyfi. Oft er sagt að fulltrúalýðræðið, sem við búum við, sé best allra lýðræða og raun- ar hið eina mögulega. En hve lýðræðislegir þurfa fulltrúar hátt- virtra kjósenda að vera gagnvart umbjóðendum sínum? Hver minnist þess t.d. að hafa heyrt stjórnmálamenn segja fyrir kosningar: - Kjósið mig og ég skal fella gengið! - Kjósið mig og ég skal afnema samningsréttinn! - Kjósið mig og ég skal skerða kaupið! - Kjósið mig og ég skal auka hernaðarframk væmdi r! Ég minnist ekki að hafa heyrt slík loforð en af framkvæmdum hef ég séð nóg. Að loknum kosn- ingum hættir kjósandinn hins vegar að vera háttvirtur og þing- maður hefur skyndilega öðlast samvisku sem allt afsakar. Þegar grannt er skoðað er full- trúalýðræðið okkar hálfgert fá- mennisvald. Kjósendur hafa lítið að segja utan x-anna á fjögurra ára fresti. Til að koma málum fram innan löggjafarvaldsins skiptir mestu sem annars staðar að hafa peninga og rétt ætterni. Grjótharðir stjórnendur Þegar ég kom úr sumarfríi ekki alls fyrir löngu fletti ég í blaða- bunka sem safnast hafði saman. Þar rakst ég á sitthvað sem vakti hinar ýmsustu hugrenningar. Ég bið hlustendur utan stór- Reykjavíkur að virða mér til betri vegar að helst skar í augu er næst stendur. Þarna sá ég t.d. að ekki hafði verið unnt að opna dagvistar- heimili Reykjavíkurborgar á til- settum tíma í haust vegna þess að allir smiðir og viðhaldsmenn voru í Viðey til að borgarstjórinn gæti skammlaust haldið veislu á af- mælisdegi borgarinnar. Af sömu ástæðu var ekki hægt að leiða heitt vatn í barnalaugina í Laug- ardalnum. Einnig las ég mér til furðu, að nauðsynlegt hafði reynst að rífa upp fína, dýra grjótið frá Port- úgal sem hellulagt var með í fyrra á vegarspotta við Laugaveginn, nánar tiltekið frá Frakkastíg að Klapparstíg. í stað fínu, port- úgölsku steinhellnanna er nú komið venjulegt, lúðalegt mal- bik. Að vísu hafa þessar fram- kvæmdir allar, hellulögnin, upp- rifin og malbikið kostað ríflega 24 miljónir króna, en það er óþarfi að vera með nánasarhátt þegar Laugavegurinn er annars vegar. Enda hægt að spara á öðrum svið- um, eins og t.d. í dagvistarmálum þar sem ráðamenn borgarinnar hafa sýnt mikla djörfung í að- haldsaðgerðum. Nú er pláss á dagvistarstofnun- um í Reykjavík fyrir 3.500 börn, sem skiptist þannig að á heilsdagsheimilum er pláss fyrir 1.106 börn en 2.340 á leikskólum. Af þessum plássum standa 500 auð vegna þess að ekki fæst fólk til að vinna á dagvistarheimilum og vantar um 70 stöðugildi til að manna dagvistarstofnanir. Ástæður þessa eru launin, en á dagheimilum vinna fóstrur sem hafa í byrjunarlaun 47 þúsund kr. og Sóknarfélagar sem hafa í byrj- unarlaun frá 34 þúsundum króna uppí 40 þúsund og fer það eftir aldri. Um síðustu áramót voru um 8.000 börn í Reykjavík á aldrin- um 6 mánaða til fimm ára, en það er sá aldurshópur sem með réttu á kröfu á dagvistun. Það vantar því hátt í fimm þúsund pláss á dagvistarheimilum. Að vísu hafa einhverjir foreldrar efni og að- stöðu tií að vera heima hjá börn- um sínum, en það er hverfandi. Neita abyrgö á börnum Staðreyndin er sú að um 80% íslenskra kvenna vinna utan heimilis og hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er ábyrgðin á börnum og heimili í höndum kvenna. Því verður að leita til dagmæðra, þar sem öryggi er ekkert, komi t.d. veikindi upp á. Úrræði borgarinnar er að vísu á einkarekin dagheimili. Þar kost- ar plássið 15-17 þúsund kr. og hverjir hafa efni á slíku með kannski tvö eða fleiri börn. Samfélagið neitar ábyrgð á börnum en krefst fullrar vinnu beggja foreldra til að halda samfélaginu og heimilunum gangandi. Undanfarin ár hafa biðlistar eftir dagvistarplássum hjá Reykjavíkurborg lengst. Um ára- mótin 1974/75 var 1.141 barn á biðlista eftir dagvistun, um síð- ustu áramót var 1901 barn á bið- lista. Samt eru biðlistarnir meira og minna rangir, vegna þess að giftir foreldrar eða í sambúð vita að lítið þýðir að skrá börn á bið- lista, þannig að raunveruleg þörf kemur hvergi fram. Nefnd á vegum borgaryfir- valda hefur komist að því að best sé að fjölga Ieikskólaplássum, sem eru fjórir tímar á dag. Eina helstu röksemd gegn heilsdags- vistun telur nefndin, að þá þurfa börnin á fá heitan mat í hádegi og það er svo dýrt. Stofnkostnaður við barna- heimili, fullbúið með öllum innanstokksmunum, leikföngum og öðru sem til þarf, er 40-42 miljónir. Hér er reiknað með þriggja deilda barnaheimili, sem gæti skipst þannig að þar væri ein heilsdagsdeild og tvær leikskóla- deildir. Þá væri pláss fyrir 89 börn, en ef um væri að ræða þrjár heilsdagsdeildir væri pláss fyrir 51 'oarn. í fyrra tilvikinu er stofnkostnaður á barn um 470 þúsund kr., en sé reiknað með heilsdagsvistun fyrir öll börnin, sem er eðlilegra, er stofnkostnað- ur um 820 þúsund kr. á barn. Til samanburðar skulum við taka neðansjávarbílastæðin í væntanlegu ráðhúsi Reykjavík- ur. Þar er stofnkostnaður um 2,4 miljónir á hvert bílastæði. Þar eiga að komast fyrir um 90 bílar. Kostnaður við fermetra er um 100.000 krónur, en á barnaheim- ilinu áðurnefnda er kostnaður við fermetra um 70 þúsund kr. En bílarnir eru dýrari en börn- in í innkaupum og eðlilegt að borgarstjórinn hafi hugsun á því að gæta verðmætra eigna sam- borgara sinna. Ekki batnar ástandið er börn hefja skólagöngu við sex ára aldur. Um síðustu áramót voru 5.600 börn í Reykjavík á aldrin- um 6-10 ára. Fyrir þessi börn eru 289 pláss á skóladagheimilum. Hvar eru hin 5.300 á daginn utan skólatíma? Hvar fá þau umönn- un, mat og annað? En maturinn er náttúrlega óttalega dýr einsog dagvistarnefnd meirihluta borg- arstjórnar benti á. Á sama tíma og þannig er búið að börnum er vinnutími íslenskra foreldra lengri en hjá nokkurri þjóð sem við berum okkur gjarnan saman við. Meðal vinn- utími karla er lengri en kvenna, en þá eru heimilisstörf ekki talin með eða önnur störf sem hlaðast á konur vegna ónógrar félags- legrar þjónustu. Langur vinnutími Úr fjölmiðlaheiminum heyrast stundum þær útskýringar á löngum vinnudegi að fólk sé neysluótt og vilji ekkert annað en vinna. Vissulega er rétt að vinna getur orðið að fíkn eins og hvað annað og vinnufíklar eru til. En það sem helst veldur eru lág laun. Við skulum taka verslunarfólk sem dæmi. Síðustu árin hefur vinnutími í verslunum sífelt verið að lengjast og hafa borgaryfir- völd gengið fram fyrir skjöldu að knýja þar á. Nú eru byrjunarlaun verslunarfólks rúmar 36 þúsund kr. og eftir 10 ára starf um 46 þúsund kr. á mánuði. Fyrir nokkrum árurn sam- þykktu verslunarmenn í Reykja- vík lengri opnunartíma verslana, fyrst og fremst vegna hótana um að artnars myndu borgaryfirvöld ákveða einhliða að hafa verslanir opnar allan sólarhringinn, eða svo gott sem. Nú eru ýmsar versl- anir opnar langt fram eftir kvöldi og um helgar. Hér er einkum um að ræða stórmarkaði þar sem konur eru fjölmennastar við störf. Konur sem eiga erfitt með að neita yfirvinnu bæði vegna lágra launa og eins er slíkt ekki vel séð af verslunareigendum. Ég minnist þess ekki að for- kólfar Reykjavíkurborgar hafi nokkuð rætt um hlutskipti barna þessara kvenna, þegar lengri opnunartími verslana var knúinn fram. Málið er, góðir hlustendur, að ráðamenn Reykjavíkur eru fjandsamlegir börnum. Það væri eðlilegast að borgarstjórinn Iegði til að í stað þess að hafa atkvæða- greiðslu um hundahald í Reykja- vík yrði atkvæðagreiðsla um barnahald. Hvort börn æltu yfir- leitt að leyfast innan borgar- marka. Þegar sagt er að ekki sé til fjár- magn í fleiri dagvistarheimili, þá er það ósatt. Það er til fjármagn, spurningin snýst alltaf um, hvern- ig því skuli varið. Reykjavíkurborg hefur efni á að gefa Stöð 2 4,5 miljónir tilað halda auglýsingaskákmót. Þessar miljónir eiga að sögn að skila sér í borgarkassann aftur vegna auglýsinga um borgina. Það gæti sem best orðið auglýsingamynd af - Davíð með hundinn - Davíð í Viðey - Davíð í Tjörninni - Davíð á Skoppara-kringl- unni. Varla borgar sig auglýsinga- mynd af athvarfslausum börnum, húsnæðislausu fólki, gömlu fólki án aðhlynningar og á hrakhólum. Borgin hefur líka efni á því að gefa nokkrum dekursfjöl- skyldum Granda fyrir slikk. Þannig að ékki skortir aurana. Það er hins vegar ekki nóg að tala um bruðl og óhóf í ráðhúsi og hringleikahúsi, það verður að stöðva þetta. Það er hægt að stöðva fleira en vexti með hand- afli, ef handafl nógu margra leggst á eitt. Bjartur í Sumarhúsum { blaðabúnkanum rakst ég líka á ánægjulegar fréttir. Þar las ég um reisugilli húsnæð- issamvinnufélagsins Búseta, en áætlað er að flutt verði inn í 46 fyrstu íbúðir félagsins þann 1. desember næstkomandi. Því hefur löngum verið haldið fram að eitt af einstökum sér- einkennum íslendinga væri að hér vildi hver maður eiga sitt þak og hólf og gólf. Bjartur í Sumar- húsum endurborinn í hverjum húseiganda. Þetta kemur ekki til af góðu. Hér hefur fólk engan rétt til hús- næðis fremur en til vinnu. Hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar eru hátt í eitt þúsund ellilífeyrisþegar á biðlist- um eftir leiguhúsnæði, á sama tíma ákveður meirihluti borgar- stjórnar að selja sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða sem nú er ver- ið að byggja við Vesturgötuna. Þessar íbúðir á að selja á fimm til sex miljónir, og segir sig sjálft hverjir hafa ráð á að kaupa. Það er ekki gamalt, fátækt fólk sem hrekst á milli herbergiskytra í Reykjavík án nokkurrar vonar um annað og betra. Hérlendis hefur byggingar- kvöð komið í stað hverkvaðning- ar. í stað þess að fara í herinn hefur fólk verið skikkað í hús- grunninn í nokkur ár og kornið þaðan margt hvert, engu betur á sig komið andlega og líkamlega en þótt það hefði verið í herbúð- um að læra nauðsyn þess að drepa. Valkostirnir hafa ekki verið aðrir og við sem viljum vera leigjendur höfum þótt hálfgerðir móhíkanar. En það ér vel hægt að eyða tímanum í annað en skapa tilfinningatengsl við steinsteypu. Það er ekkert nauðsynlegt fyrir fólk að hverfa í hlutskipti brekku- bobbans og burðast sífellt með húsnæðið á herðunum hvert sem farið er. Þess vegna ber sérstak- lega að fagna því að Búseti skuli kominn á legg með sitt fyrsta húsnæði, þótt margir hafi reynt að leggja stein í götu félagsins. Fyrirkomulagið hjá Búseta er þannig að fólk greiðir ákveðið búseturéttargjald og síðan mán- aðarlega húsaleigu. Útreiknað mánaðargjald er núna frá 11 og upp í 16 þúsund kr. eftir stærð íbúðar. Þetta tryggir búsetum fullan og óskoraðan yfirráðarétt yfir húsnæðinu alla ævi, þótt aldrei verði um eign að ræða. Það er ekki að undra að síðustu vik- urnar, eftir að fór að sjást í lokaá- fanga fyrstu framkvæmda Bú- seta, hafa 800 rnanns gengið í fé- lagið. Vikaliprir þjónar Fleira rak á fjörur mínar úr blöðunum. Á einum stað rakst ég á spurningu sem beint var til veg- farenda vegna Bandaríkjaferðar Þorsteins Pálssonar, sem á þeim tíma þáði laun fyrir að vera for- sætisráðherra landsins. Spurt var hvort Þorsteinn ætti að koma heim. Ein aðspurðra svaraði neitandi, vegna þess að Þorsteinn tæki sig svo vel út sem fóstur- sonur Reagans. Þetta leiddi huga minn að þeim gegndarlausa undirlægjuhætti sem ríkt hefur hjá íslenskum stjórnvöldum gagnvart Banda- ríkjunum allt frá stríðslokum. Hefur þetta átt við bæði á alþjóð- avettvangi sem innanlands. Óskir Bandaríkjastjórnar hafa verið uppfylltar jafnvel áður en þær hafa verið bornar fram og aldrei hafa landsmenn verið spurðir. Hér voru íeyfðáir herstöðvar og ákveðin NatÓ-aðild án þess að þjóðin væri' spurð. Það gerðist ekki þá fremur en nú að einhverj- ir frambjóðendur gengju til kosn- inga og segðu: - Éf þú kýst mig, kæri kjósandi, þá gengur ísland í Nató. Þvert á móti voru aðrar heit- Framhald á bls. 8 Úrrœði borgarinnar er að vísa á einkarekin dagheimili. Þar kostarplássið 15-17þúsund kr. og hverjir hafa efni á slíku með kannski tvö eðafleiri börn. Samfélagið neitar ábyrgð á börnum en krefstfullrar vinnu beggjaforeldra til að halda samfélaginu og heimilunum gangandi. Fimmtudagur 3. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.