Þjóðviljinn - 30.11.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Síða 1
Miðvikudagur 30. nóvember 1988 258. tölublað 53. órgangur Hœstiréttur Magnúsi vikið úr starfi Tilmœli tilforseta lýðveldisins um tímabundna lausn. Málshöfðun eins fljóttog unnter. Magnús hefur ekki orðið við tilmœlum ráðherra um afsögn. Einstœtt mál í sögu íslensks réttarfars Magnúsi Thoroddsen hæsta- réttardómara og forseta Hæsta- réttar til skamms tíma verður vikið tímabundið úr starfi ef Vig- dís Finnbogadóttir forseti verður við tilmælum Halldórs Ágríms- sonar dómsmálaráðherra. Magn- ús hefur ekki orðið við tilmælum dómsmálaráðherra um að segja af sér embætti og mun því verða höfðað mál til að fá úr því skorið hvort honum verður endanlega vikið úr embætti hæstaréttar- dómara. Halldór Ásgrímsson segir að málinu verði flýtt sem kostur er en að ekki hafi enn verið ákveðið hvort ríkislögmaður eða einhver annar fer með málið. Ráðherra segir ekki enn Ijóst hvort um einkamál eða sakamál verður að ræða. Halldór Ásgrímsson dóms- málaráöherra sat í gær á fundum út af „áfengismálinu" með fors- eta Hæstaréttar og ýmsum lög- fræðingum. Hann kvaddi og ■*Magnús Thoroddsen á sinn fund og mun hafa farið fram á að Magnús segði af sér sem hæsta- réttardómari vegna umfangsmik- illa kaupa á áfengi á diplómata- verði. Taldi ráðherra að Magnús hefði rýrt svo siðferðilegt álit sitt að hann gæti ekki lengur starfað sem hæstaréttardómari. Magnús hafði áður lýst því yfir við fjöl- miðla að það þyrfti dómsmál til að koma honum úr dómaraskik- kjunni og virðast tilmæli ráðherra ekki hafa haft áhrif á þá afstöðu hans. Nýskipaður forseti Hæstarétt- ar, Guðmundur Jónsson fór í gær á fund forseta fslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Guðmundur vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um efni fundarins. Dómsmála- ráðherra mun einnig hafa haft samband við frú Vigdísi. I gærkvöldi sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytið út svo- fellda fréttatilkynningu: „Dómsmálaráðherra hefur í dag tekið ákvörðun um að leggja til við forseta fslands að Magnúsi Thoroddsen verði veitt lausn frá embætti hæstaréttardómara um stundarsakir. í framhaldi af því mun mál Magnúsar Thoroddsen, vegna ætlaðra ávirðinga í sambandi við áfengiskaup hans á kostnaðar- verði frá ÁTVR meðan hann gegndi hlutverki sem einn af handhöfum forsetavalds, verða lagt fyrir dómstóla. Með dómi í Herinn Utan æfingasvæðis Jón Gunnar Stefánsson bœjarstjóri í Grindavík: Bœjarstjórn œtti að álykta um málið. Lágmarkskrafa að þeir hirði upp skotin eftir sig - Þarna hefur einhver gert eitthvað sem ekki er samkvæmt reglum og það cr ástæða til að taka hart á þessum málum, segir Jón Gunnar Stefánsson bæjar- stjóri í Grindavík. Fundur skot- hylkja eftir æfingu bandaríska hersins rétt utan við Grindavík, staðfesti að æfingin hefði ekki farið fram á sérstaklega merktu æfingasvæði. Bæjarstjórnin hef- ur ekki fundað frá því skotin fundust en Jón Gunnar telur að hún ætti að álykta um þetta mál, til að leggja áhcrslu á að atburður sem þessi endurtaki sig ekki. Hernum ber að tilkynna lög- Bœkur 8 síður í blaðinu í dag er fjallað um nýjar bækur í sérstökum átta síðna blaðauka. Þar er að finna ritdóma og bókafréttir sem koma sér vel fyrir þá sem reyna að henda reiður á nýbyrjuðu jóla- bókaflóði. Þjóðviljinn hóf reyndar þátt- töku í jólabókafióðinu fyrir nokkrum vikum með stofnun sérstaks bókaklúbbs fyrir áskrif- endur. regluyfirvöldum ef æfing á að fara fram. Þetta gerði herinn ekki og vissu bæjarbúar því ekki hvað- an á þá stóð skothríðin þegar þeir vöknuðu upp umrædda nótt. Jón Gunnar sagði langlundargeð Grindvíkinga mikið, enda kipptu sjómenn sér ekki upp við hvað sem væri. En málið væri vissulega alvarlegra eftir að skothylkin fundust, þar sem þau gætu verið hættuleg í höndum barna. Blaðafulltrúi hersins segir að æfingin hafi farið fram á „varnar- svæði" þó hún hafi átt sér stað utan girðingar. Jón Gunnar segir að á kortum sé merkt æfinga- svæði en skotin hafi ekki fundist þar, herinn hafi kannski ekki fundið svæðið. En ef menn missi niður skot á víðavangi hljóti það að vera lágmarkskrafa að þeim sé safnað saman á eftir. Að sögn bæjarstjórans er byggðin í Grindavík farin að teygja sig inn á hið svo kallaða „varnarsvæði“. Þetta svæði er svo gott sem hinum megin við götuna í austurbænum. Bæjaryfirvöld standa nú í samningaviðræðum við varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins um að fá þetta svæði undir íbúðarbyggð. Aðal- skipulag Grindavíkur gerir ráð fyrir að þarna verði byggt. -hmp því máli mun verða skorið úr því hvort honum verði endanlega vikið úr embætti sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar." Dómsmálaráðherra sagði að enn lægi ekki fyrir hvort um einkamál eða sakamál yrði að ræða. Eins væri ekki ljóst hvaða lögmaður færi með málið fyrir ríkið en málinu yrði flýtt eftir föngum. phh/ÓP Hörður Torfason, Bubbi Morthens og Megas á æfingu í gærkvöldi. Mynd Jim Smart. Tónleikar Gegn alnæmi Bubbi, Megas og Hörður Torfason halda tónleika í Háskólabíói í kvöld halda þrír af merkustu trúbadorum landsins tónleika í Háskólabíói. Bubbi Morthens, Megas og Hörður Torfason ætla að troða upp í enda alnæmisviku sem staðið hefur yfir og lýkur formlega á morgun. Það er feng- ur í því að fá þetta tríó saman á svið og ætti að vera fjölmörgum aðdáendum listamannanna kærkomið tækifæri til góðrar skemmtunar og til að styrkja knýjandi málefni. Landsnefnd um alnæmisvarnir heldur tónleikana og listamenn- irnir gefa alla sína vinnu. Ágóði rennur til Samtaka áhugafólks um alnæmisvarnir, sem á að stofna mánudaginn 5. desember. Þeir peningar sem safnast á tón- leikunum verða notaðir til styrkt- ar smituðum og sjúkum alnæmis- sjúklingum. Þeir þremenningar eru allir að gefa út plötu um þessar mundir. Hörður gefur út tvöfalt albúm sem hann kallar „Rauði þráður- inn“, Bubbi og Megas eru síðan með sameiginlega plötu, „Bláir draumar". Með tónleikunum vilja þeir vekja athygli á aðstæð- um þeirra sem sýkst hafa af al- næmi. Þessi hópur fer stöðugt vaxandi, nú hafa um 45 einstakl- ingar greinst smitaðir hér á landi, og það er brýnt að allir finni til ábyrgðar gagnvart smituðum ein- staklingum. Tónleikarnir byrja klukkan tíu og kostar miðinn 1000 krónur. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.