Þjóðviljinn - 30.11.1988, Side 8
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
AB Akranesi
1. des
Fullveldisfagnaður í Rein fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Fjölbreytt
dagskrá.
Ræðumaður dagsins verður Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Jón-
as Árnason rithöfundur kemur í heimsókn, flokkur djassmanna spilar,
söngur og upplestur. - Nefndin.
1 ^ .f
Steingrímur Álfhildur Hjörleifur
Héraðsbúar, Austfirðingar
Opinn fundur í Valaskjálf
Egilsstöðum með Steingrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð-
herra, fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30.
Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans,
og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir-
spurnir.
Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið.
Vopnfirðingar
Opinn fundur í Miðgarði
Vopnafirði með Steingrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð-
herra, föstudaginn 2. desember kl. 20.30.
Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans,
og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir-
spurnir.
Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð
Ráðstefna með stjórnum félaganna verður haldin í Rein laugardaginn 3.
desember n.k. kl. 14.00.
Dagskrá: 1) Flokksstarfið í vetur. 2) Útgáfumál. Allir félagar velkomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Morgunkaffi
Laugardaginn 3. desember frá 10-12. Bæjarfulltrúarnir Heimir Pálsson og
Valþór Hlöðversson hella uppá könnuna ásamt Snorra S. Konráðssyni fulltrúa í
íþróttanefnd og Lovísu Hannesdóttur í stjórn sjúkrasamlagsins. Allir velkomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Listakvöld
Á laugardagskvöldið 3. desember verður haldið listakvöld í Þinghól, Hamra-
borg 11, Kópavogi. Kynnt verðaverkeftirEyvind P. Eiríksson.Guðmund Andra
Thorsson og Herdísi Hallvarðsdóttur.
Komið og kynnist nýjum bókum, tónlist og Ijóðum. Kaffi og léttar veitingar á
boðstólum fram eftir kvöldi. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Stjórnin
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráðsfundur verður hjá Æskulýðsfylkingunni 3. desember nk. kl.
14 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Starfsáætlun vetrarms. 3.
Stjórnmálaviðhorfið. 4. Kosning í nefndir og í framkvæmdastjórn. 5. Onnur
mál.
Stjórnin.
Æskulýðsfylkingin
Vestnorræn sjávarútvegsráðstefna
Æskulýðsfylkingin í samvinnu við sósíalísk æskulýðssamtök í Noregi, Fær-
eyjum og Grænlandi, gengst fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál, laugardaginn
3. desember nk.
Ráðstefnan verður haldin í Vitanum, Strandgötu 1, Hafnarfirði og hefst kl.
14.00.
Dagskrá: 1) Setning. 2) Þorkell Helgason prófessor fjallar um stöðu sjávarút-
vegs á íslandi. 3) Kristinn H. Einarsson fjallar um sósíalíska stefnu í sjávarút-
vegsmálum. 4) Gísli Pálsson mannfræðingur fjallar um samspil sjávarútvegs
og menningar. 5) Gunnar Ágústsson deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun
fjallar um mengunarhættu á NV-Atlantshafi. 6) Almennar umræður.
Allt áhugafólk um sjávarútvegsmál er hvatt til að mæta á ráðstefnuna. ÆFAB
Afhverju
marga
vinstriflokka?
„Villta vinstrið" var yfirskrift hliðarfundar á flokksþingi Alþýðuflokksins um
næstsíðustu helgi. í auglýsingu um fundinn var meðal annars spurt:
Afhverju eru svona margir vinstri flokkar? Hvenær fæðist stóri jafnaðar-
mannaflokkurinn? Er nú lag til sameiningar?
Áfundinum voru þrírframsögumenn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ritstjóri Veru
og fýrrverandi borgarfulltrúi Kvennalistans, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála-
fræðingur og Óskar Guðmundsson ritstjóri Þjóðlífs, fyrrverandi ritstjórnarfulltrúi
hér á Þjóðviljanum. Hér eru birt tvö framsöguávarpanna og það þriðja endursagt
í stórum dráttum (með fyrirvara um bæði efni og orðalag). Fyrirsagnir og milli-
fyrirsagnir eru Þjóðviljans.
Umræður urðu nokkrar á fundinum, en takmörkuðust þó vegna tímakreppu á
flokksþinginu. Á fundinum var eðlilega mest um þingfulltrúa en einnig nokkur
hópur áhugamanna utan Alþýðuflokks, þar á meðal ýmsir kunnir Alþýðubanda-
lagsmenn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Hvar eru hugsjónirnar?
að bæta úr honum. í því sam-
bandi hafa menn nú um nokkurt
skeið gælt við hugmyndir um
aukið samstarf og jafnvel sam-
runa A-flokkanna en öllu óljós-
ara hefur verið hvernig Kvenna-
listinn kemur inn í þá mynd.
Ástæðan fyrir því er einföld.
A-flokkarnir vita ekki hvar þeir
hafa Kvennalistann og skilja ekki
fyrirbærið. Þeir halda jafnvel að
Kvennalistinn hætti að skipta
máli í hinu pólitíska landslagi
þegar og ef þeir leiða konur til
sætis í valdastólunum. Þeir skilja
ekki að Kvennalistinn er hreyfing
sem hefur orðið til í kringum nýja
pólitíska hugmyndafræði sem er
ekki síður heildstæð en kratism-
inn og sósíalisminn. Þessi hug-
myndafræði hefur verið að gerj-
ast í áratugi meðal kvenna í hin-
um vestræna heimi þó hún hafi
óvíða fundið sér sama pólitíska
farveg og hér á landi. Þetta er
feminisminn.
En hvers vegna hafa þær konur
sem aðhyllast hugmyndafræði
feminismans ekki fundið sér stað
í flokknum? Af hverju gripu þær
til þess ráðs að búa til „kvenna-
flokk“? Ástæðurnar eru margar
og ein þeirra er sú, að við íslend-
ingar höfum ekki eins fastmótað-
ar pólitískar hefðir og margar
aðrar þjóðir. Það er fleira leyfi-
legt hér en annars staðar. En
önnur ástæða, og sú sem mig
langar að gera að umtalsefni hér,
er sú tilfinningasnauða krata-
pólitík sem einkennir flokkana.
Stærð þeirra og styrkleiki skiptir
meira máli en staðföst og vel yfir-
veguð hugmyndafræði. Heitar
hugsjónir eru útbrunnar og í stað-
inn fyrir djarfa útópíu er komin
smásmuguleg praktík. Forystu-
mennirnir eru eins og fram-
kvæmdastjórar í stóru fyrirtæki
en ekki skapandi stjórnmála-
menn. Flokkspólitískt starf höfð-
ar ekki lengur til hugsjónafólks
og nú hafa áhugamenn um stjórn-
un leyst það fólk af hólmi.
Þær aðstæður sem hér er lýst
gátu ekki nært þær óburðugu pól-
itísku hugmyndir sem voru að
fæðast meðal kvenna fyrir 6-7
árum. í flokknunum hefðu þær
fæðst andavana. Það var og er
ekkert rúm fyrir hugmyndafræði-
lega nýsköpun í félagshyggju-
flokkunum. Þar eru menn svo
uppteknir af því að sýna og sanna
að þeir geti stjórnað ekki síður en
íhaldið. Það fór fram ágætis sýni-
kennsla í borgarstjórn Reykja-
vikur á árunum 1978-’82, en því
miður virtust menn þá gleyma því
Guðmundur Einarsson hafði
samband við mig fyrir allnokkru
og fór fram á það við mig að ég
yrði frummælandi á þessum fundi
hér í dag. Þá hljóðaði fundarefn-
ið eitthvað á þá leið að hér yrðu til
umræðu ástæður þess hversu
tvístruð félagshyggjuöflin eru -
hvað þau eru klofin í marga pólit-
íska flokka og samtök. Minnug
þess að ég flutti framsögu um
svipað efni hjá Málfundafélagi
félagshyggjufólks haustið 1984,
þá varð ég við tilmælum Guð-
mundar enda hélt ég að mér yrði
ekki skotaskuld úr því að hrista
rykið af þeim hugmyndum sem
ég þá reifaði, og prjóna við þær
þannig að þær pössuðu veruleika
dagsins í dag. Þegar til átti að
taka reyndist það þó ekki gerlegt.
Til þess höfðu hugmyndir mínar
sem og veruleikinn breyst of
mikið.
Árið 1984 bjuggum við við
frjálshyggjustjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar og það vár
samhljómur í gagnrýni félags-
hyggjuaflanna þ.e. Kvennalista,
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks. Öll gagnrýndum við að
launafólk væri látið greiða niður
verðbólguna, viðgagnrýndum af-
nám samningsréttar og við
lögðum áherslu á mikilvægi þess
að standa vörð um velferðarkef-
ið. En skjótt skipast veður í lofti.
Það sem var frjálshyggja í gær er
félagshyggja í dag. Nú tekur rík-
isstjórn félagshyggju og jafnréttis
að sér að frysta launin og tak-
marka samningsrétt verkalýðs-
hreyfingarinnar með bráða-
birgðalögum. Hún heggur nú í
sama knérunn og frjálshyggju-
stjórnin 1983. Og eins og valds-
stjórnir allra tíma hafa gert, þá
leggur hún byrðarnar á axlir vinn-
andi fólks með óljósu loforði um
að síðar komi sælli tímar.
Þetta er stærsta breytingin sem
orðið hefur á hinum pólitíska
veruleika frá því ég hélt síðast
framsögu um félagshyggjuöflin.
Það gerir það að verkum að mér
liggja aðrir hlutir á hjarta nú en
þá. Gamla ræðan mín hefur ryk-
fallið of mikið á stuttum tíma til
að hún sé nothæf.
En hvað liggur mér þá á hjarta?
Hvað langar mig til að segja kröt-
um þegar ég kemst í milliliðalaust
samband við þá? Um þetta hef ég
hugsað undanfarna daga og mér
hefur fundist mikið liggja við að
ég glutraði nú ekki niður góðu
tækifæri. Mest af öllu hefur mig
náttúrulega langað til að skamma
ykkur. Skamma ykkur fyrir dað-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Daður við frjálshyggju,
skeytingarleysi um femínisma.
ur og ístöðuleysi gagnvart vond-
um hugmyndum sem eiga meira
skylt við frjálshyggju og vald-
stjórn en félagshyggju og vald-
dreifingu. Mig langar til að
skamma y kkur - og reyndar ríkis-
stjórnina alla - fyrir að setja út-
göngubann á verkalýðshreyfing-
una - setja á hana herlög eins og
einhver orðaði það í útvarpinu í
gær. Mér finnst líka þyngra en
tárum taki að utanríkisráðherra
félagshyggjuflokks skuli láta
gullvægt tækifæri ónotað til að
fordæma mannréttindabrot ísra-
elsmanna á herteknu svæðunum í
Palestínu. Skammir sem þessar
eiga hins vegar jafn lítið erindi til
ykkar allra hér inni og skammir
flokksformannsins ykkar áttu til
allra þeirra fjölskyldna í landinu,
sem sátu og horfðu á sjónvarps-
fréttirnar í gærkvöldi. Hrædd er
ég um að skammirnar hans hafi
reitt einhverja til reiði sem ekki
áttu þær verðskuldaðar og svo
gæti líka farið með mínar
skammir hér. Ég hef því ákveðið
að sitja á mér.
Það sem ég hef sagt hér að
framan vekur engu að síður upp
spurningar um merkingu hug-
taksins „félagshyggja“. Hvaða
skilyrði þarf floíckur eða ríkis-
stjórn að uppfylla til að geta
skreytt sig með þessum stimpli?
Ég ætla ekki að ræða þessar
spurningar frekar hér heldur verð
ég að gefa mér það að til félags-
hyggjuaflanna teljist Kvennalisti,
Alþýikibandalag, Alþýðuflokkur
og jafnvel Framsóknarflokkur.
Séð í þessu ljósi, endurspeglar
umræðuefnið á þessum fundi
hvort tveggja í senn, þær áhyggj-
ur sem menn hafa af pólitískum
klofningi félagshyggjuaflanna og
þann aukna vilja sem þeir hafa til
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN