Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 2
______________________FRETTIR_____________________ Ferskfiskútflutningur Vinnslan vill ekki f isk Verðhrun áferskfiskmarkaðnum á Bretlandseyjum. 1000 tonnum meira flutt út en venjulega. 55 krónur fyrirþorskkílóið ístað 77króna. Utanríkisráðherra telur kvótanefndina óþarfa Verðhrun varð á ferskfisk- markaðnum í Bretlandi í vik- unni vegna offramboðs af fiski héðan. Kflóið af þorski seldist þá á um 55 krónur en hefur verið að meðaltali í 77 krónum. Um 2300 tonn komu þá á markaðinn á móti 1300 tonnum venjulega. Ástæðan fyrir þessum mikla útflutningi er að vinnslan í landi vill ekki meiri fisk. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útv^smanna endur- speglar þessi mikli ferskfiskút- flutningur á erlendan markað stöðu fiskvinnslunnar hér heima. Vilhjálmur sagði að svo virtist sem vinnslan væri hætt að skipta við sjálfa sig og í staðinn væri fisk- urinn fluttur út væri þess nokkur kostur. Hann sagði það ekkert vafamál að verðfallið ytra hefði komið sem kjaftshögg framan í útflytjendur. Af þessum 2300 tonnum sem komu á enska mark- aðinn í vikunni voru 600 tonn seld upp úr skipum en 1700 tonn voru flutt út með gámum. Stefán Gunnlaugsson hjá við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins sem sér ma. um að gefa út útflutningsleyfi fyrir ferskfisk á markað á Bretland og Þýskaland sagðist ekki vera til viðtals við fjölmiðla um fiskútflutninginn né verðhrunið. Sagði það valda erf- iðleikum við Efnahagsbanda- lagið að úttala sig um málið. Hverjir þessir erfiðleikar væru vildi hann hinsvegar ekki tjá sig um. Samkvæmt heimildum Pjóð- viljans hefur að undanförnu ekki farið til sölu erlendis allt það magn sem leyfi hefur verið gefið fyrir og því hafi kvótanefndin komið af fjöllum þegar jafn mikið var flutt út í vikunni og raun varð á. Sérstaklega þegar þess er gætt að engin uppgrip voru á miðunum og aflabrögð i meðallagi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur að kvóta- nefnd ráðuneytisins sé með öllu óþörf og segist ætla að beita séi fyrir því að hún verði lögð niður. -grh Stöð 2 Ólga á fréttadeild AUir fréttamenn hjá Stöð 2 hafa lýst megnri andstöðu og óánægju með þá ákvörðun Páls Magnússonar fréttastjóra að vflcja Ómari Valdimarssyni fréttamanni úr starfi. Ástæðu brottvísunarinnar má rekja til mikillar óánægja frétta- manna með vinnubrögð frétta- stjórans við stjórn fréttadeildar- innar. Mikil fundahöld voru um þessar deilur á Stöð 2 í gær og sendu fréttamenn frá sér yfirlýs- ingu til fréttastjórans og sjón- varpsstjórans, þar sem brottvísun Ómars var sögð bæði röng og óskynsamleg. Loðna hátt í 70 þús. tonn? 14-15 þúsund tonn afferskri loðnu til erlendra verksmiðja. Bjóða allt að 6.300 krónurfyrir tonnið á móti 4.300 hérlendis. Bandaríkin Brot á gistiskyldu Jón Baldvin Hannibalsson mœtir áfund utanríkis- nefndar Utanríkisráðherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, harmar ákvörðun bandarískra stjórn- valda um að neita Yassir Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palest- ínu, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og hindra þannig að hann geti ávarpað allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Hjör- leifur Guttormsson fulltrúi AI- þýðubandalagsins í utanríkis- málanefnd fagnar þessari afstöðu utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra telur að án tillits til afstöðu Bandaríkjanna til PLO sé umrædd stjórnvalds- aðgerð brot á skyldum Banda- ríkjanna sem gistilands S.Þ., og hún sé hættulegt fordæmi um pól- itísk afskipti af starfsemi þeirra. Hjörleifur Guttormsson sagði Þjóðviljanum, að með þessu væru Bandaríkin að stíga skref sem gæti leitt til þess að endur- skoða þyrfti starfsemi S.Þ. í New York. Hér væri um alvarlegt mál að ræða sem hlyti að draga dilk á eftir sér. Jón Baldvin mun mæta á fund utanríkismálanefndar næst kom- andi mánudag og skýra stefnu sína í utanríkismálum. Hjörleifur sagðist hafa óskað eftir upplýs- ingum um fund utanríkisráðherra og fulltrúa Suður- Afríkustjórnar á dögunum. Hjörleifur vill fá að vita hvert erindi sendifulltrúans var hingað til lands og hvað fór á milli hans og íslenskra stjóm- valda. -hmp Þegar hefur verið siglt með um 14-15 þúsund tonn af ferskri loðnu til erlendra loðnubræðslna enda bjóða þær allt að 6.300 krónur fyrir tonnið á sama tíma og innlendar bræðslur bjóða ein- na hæst 4.300 krónur. Með sama áframhaldi má búast við að út- flutningur á ferskri loðnu verði um 60-70 þúsund tonn á allri vert- íðinni á móti 40 þúsundum í fyrra. Mjög góð loðnuveiði hefur verið síðustu sólarhringa á mið- unum 30-40 sjómílur NNA af Langanesi og á síðasta sólarhring tilkynntu 18 bátar um tæplega 14 þúsund tonna afla. Heildarveiðin er því orðin rúm 183 þúsund tonn sem er nokkru meira en var fyrir ári. Mest hefur verið landað á Siglufirði eða um 38 þúsund tonnum, þá á Eskifirði um 22 þúsund og í Neskaupstað hefur verið landað um 20 þúsund tonn- um. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd bjóða Ioðnuverksmiðjur í Skotlandi allt að 6.300 krónur fyrir loðnutonn- ið og er þá miðað við að þurrefn- isinnihaldið sé um 15% og 16% fita. Sé þurrefnis- og fituinnihald meira hækkar hráefnisverð sem því nemur. Ástráður bjóst fast- lega við að útflutningur á ferskri loðnu mundi aukast enn frekar þegar loðnumiðin væru komin sunnar með Austfjörðum því þá væru verksmiðjurnar í Færeyjum steinsnar frá miðunum. Jón Olafsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda sagði að óneitan- lega hefðu bræðslumenn veru- legar áhyggjur af útflutningi á ferskri loðnu þegar þess væri gætt að á sama tíma í fyrra hefði nán- ast ekkert verið flutt út. Hann sagði það líka vera mjög undar- legt ef hráefnisverð lækkaði ekki frá því sem nú er þegar framboð ykist með góðri veiði. „Ef það lækkar ekki getum við eingöngu kennt okkur sjálfum um. Sér- staklega þegar þess er gætt að hráefnisverðið hefur hækkað um 60% frá því í fyrra, úr 2500 krón- um tonnið í 4.300 krónur í dag,“ sagði Jón Ólafsson. Sjómenn og útgerðarmenn segja að loðnukvótinn sé tak- markaður og þeim nauðsyn að fá sem mest út úr vertíðinni og þess- vegna sé þeim akkur í að sigla með aflann bjóðist þeim hærra verð ytra en hér heima. Það eru aðallega verksmiðjur í Fær- eyjum, Skotlandi, Danmörku og Noregi sem yfirbjóða hérlendar bræðslur og svo er verð á gasolíu til skipanna mun lægra ytra en hér heima. -grh Það rýkur stöðugt uppúr strompum fiskimjölsverksmiðja um allt land þessa dagana en óvenjumikil loðnuveiði er nú djúpt út af Langanesi. Mynd: Jim. Fiskvinnslan Við sama heygarðshomið Stjórn SH vill 15% gengisfellingu til viðbótarþeim 20% sem gengið hefur veriðfellt á árinu. 700 manns á atvinnuleysisskrá í október ogfer fjölgandi. Fiskvinnslufólk í meirihluta reynt yrði að herða á því eins og sjá aðrar leiðir út úr ógöngunum Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna tjáði Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gær að tími ríkisstjórnarinnar til aðgerða til bjargar fiskvinnslunni væri að renna út og að gengi krónunnar væri 15% of hátt skráð og því nauðsynlegt að leiðrétta það sem því nemur. Friðrik Pálsson forstjóri SH sagði að á fundinum hefði forsæt- isráðherra sagt að stjórnvöld væru enn að safna að sér gögnum um stöðu atvinnugreinarinnar en kostur væri. Friðrik sagði það skoðun SH að öll nauðsynleg gögn lægju þegar fyrir og að að- gerða væri þörf strax ef ekki ætti illa að fara fyrir fiskvinnslufyrirt- ækjum landsins sem þegar væru farin að loka og segja upp fastlaunasamningum. Það vekur athygli að þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið lækkað um rúm 20% í ár án sýni- legs árangurs fyrir fiskvinnsluna skuli forráðamenn hennar ekki en að fella gengið enn frekar. Óskar Hallgrímsson hjá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins sagði að þegar í október hefðu um 700 manns ver- ið á atvinnuleysisskrá á landinu öllu og væri þar mest um fisk- vinnslufólk. Hann sagði að sú tala hefði örugglega hækkað í síð- asta mánuði en vildi ekki tjá sig nánar um hver fjöldinn væri orð- inn. Óskar sagði að eftir að kvót- inn kom til framkvæmda í sjávar- útveginum hefði það verið árvisst að húsin lokuðu um miðjan des- ember og opnuðu ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hann sagði það vera sína tilfinningu fyrir ástandinu í dag að lokanir yrðu þó meiri í ár en að undanförnu og meiri óvissa ríkti um hvenær þau opnuðu aftur eftir áramótin. Bæði SH og SÍS neita því að einhver samtök séu um fjöldalok- anir frystihúsa eins og formaður Dagsbrúnar staðhæfði á fundi Borgaraflokksins í fyrrakvöld.-grh 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJiNN j Fimmudagur 1. desember 1988 Verður siglt út með

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.