Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 12
Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Verkamannafé- laginu Dagsbrún sunnudaginn 4. desember kl. 14.00 í Iðnó. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Fréttir af 36. þingi ASÍ og horfur í atvinnumál- um. Stjórnin !!* DAGVIST BARIVA W --------------------- Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa er laus til umsóknar við Fangelsismálastofnun ríkisins. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumáiaráðu- neytinu fyrir 9. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. nóvem- ber1988 ÚTBOÐ - INNVEGGIR OG HURÐIR Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv- hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði í uppsetningu á innveggjum (kerfisveggj- um) og innihurðum fyrir væntanlegt skrifstofuhús Sambandsins að Kirkjusandi í Reykjavík. Um er að ræða m.a. eftirtalda verkþætti: - Innveggir, efni og uppsetning, um 3.000 m2 - Innihurðir, efni og uppsetning um 130 stk Verkið skal hefjast í lok janúar 1989 og skal því lokið 1. apríl 1989. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf, Ármúla 4, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 16. des- ember 1988 en þá verða þau opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. VERKFRÆOISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ARMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! mÉUMFERÐAR Uráð HEIMURINN Sovétríkin Stjómskipan í deiglunni s Igor Kúznetsov tók þátt ísamningu nýrrar stjórnarskrár Sovétríkjanna. Hann er nú staddur hérlendis og áttifund með pressunni í gœr Það fer víst ekki fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem fylgj- ast með fréttum að Sovétmenn eru að gera gagngerar breytingar á stjórnskipunarlögum sínum og stjórnskipan allri. Æðsta ráðið (löggjafarsamkundan) verður ný stofnun eftir uppstokkun, þing- fulltrúar verða kjörnir með öðr- um hætti en fyrrum og vinnulag þess verður fært í betra horf. Ný þingskipan og gagnrýni á nýmælin frá sovétlýðveldum sem telja hlut sinn borinn fyrir borð var á meðal þess sem bar á góma á blaðamannafundi með sovéskum lagaprófessor og stjórnskipunar- fræðingi í gær. Igor Kúznetsov er aðstoðarfor- stjóri Löggjafarstofnunar Sovét- ríkjanna og á sæti í nefnd sem ber hitann og þungann af samningu nýju stjórnarskrárdraganna. Honum til halds og trausts á fund- inum voru þeir Vladimír Ver- benko og Leoníd Vakhtin. 2.250 kjörnir í þrennu lagi Ákvæöi nýrra stjórnskipunar- laga gera ráð fyrir því aö fleiri en einn sovétborgari sé í framboði í einmenningskjördæmum þegar ný löggjafarsamkunda er sett saman. Þriðjungur 2.250 þjóð- fulltrúa sé kjörinn með þessum hætti. Þriðjung kjósi félagar kommúnistaflokksins og aragrúi stétta- og hagsmunafélaga um gjörvöll Sovétríkin. Fjöldi fulltrúa hverra samtaka ráðist af fjölda félaga þeirra. Til dæmis útnefni flokkurinn 100 þingfulltrúa. Gert sé ráð fyrir því að grunneiningar ellegar allsherj- arþing félagasamtaka kjósi full- trúa til setu í æðsta ráðinu en „þó getur sú staða komið upp að ekki gefist tími til slíkrar afgreiðslu", segir Kúznetsov, og þá útnefni stjórnir þingfulltrúa. Nú höfum við talið 1.500 full- trúa og er enn þriðjungi, 750 manns, áfátt í fullskipað sovét- þing í Moskvu. En þeir verða kjörnir í 32 kjördæmum þjóða og þjóðabrota. Kúznetsov var inntur eftir því hvort nokkuð væri því til fyrir- stöðu að sami einstaklingur kysi þrisvar til æðsta ráðsins og svar- aði hann því neitandi. „Hann Verbenko sessunautur minn get- ur bæði greitt atkvæði í sam- tökum blaðamanna, í einmenn- ingskjördæmi og þjóðerniskjör- dæmi. Hinsvegar getur hann aldrei kosið sama frambjóðanda oftar en einu sinni.“ Þetta 2.250 manna landsþing þjóðfulltrúa („einvalalið þegna sem skara framúr í þjóðlífinu") mun koma saman til fundar tvisv- ar á ári nokkra daga í senn. Eitt af verkefnum þess verður að kjósa 500 fulltrúa úr eigin röðum til lög- gjafarstarfa, hið eiginlega æðsta ráð. „Gamla“ æðsta ráðið fundar árlega í tvígang, í mesta lagi 10 daga í hvort skipti. „Að sönnu starfa nefndir á milli þinga en ráðsmenn eiga allir öðrum skyldum að gegna og er undir hælinn lagt hve vel þeir fá sinnt löggjafarstörfum," segir Kúzn- etsov. Nýja æðsta ráðinu verður skipt í tvær deildir sem þinga átta mán- uði á ári hverju og verður fulltrú- unum gert að sinna þingstörfum eingöngu. Önnur deilda fer með mál sem snerta heildarhagsmuni Sovétlýðveldanna auk varnar- og utanríkismála, hin sinnir því sem snýr að innbyrðis samskiptum lýðvelda. Réttur lýðvelda óskertur Prófessor Kúznetsov var spurður hvort miðstjórnin í Moskvu gæti hnekkt fullveldisyf- skiptis síns sé skiljanleg og „mis- tök“ hafi átt sér stað þegar lýð- veldið var iðnvætt. Skriffinnar í Moskvu hefðu séð að hagkvæm- ara væri að byggja upp fyrirtæki í „þróuðum" lýðveldum á borð við Eystrasaltsríkin heldur en t.d. í Mið-Asíu. Afleiðingin var sú að fólk úr öðrum lýðveldum tók sig upp og flutti unnvörpum til Eistlands, Lettlands og Litháens. Heima- mönnum þótti sem þjóðerni sínu væri stefnt í háska. Ekki bætti úr skák hve ótæpi- lega var gengið á auðlindir og lítt hirt um að fyrirbyggja mengun og vernda umhverfi. Eistlendingar krefjist efnahagslegs fullveldis til þess að geta gengið á hólm við þennan margþætta vanda en staðreyndin sé sú að hann verði ekki leystur nema með samstilltu átaki sovétlýðveldanna allra. Fj alla-Karabakh Blaðamaður spurði Kúznetsov hví héraðinu Fjalla-Karabakh, bitbeini Armena og Azera, væri ekki stýrt beint frá Moskvu. „Það er alkunna að mikill meirihluti íbúa Fjalla-Karabakhs er armenskur en héraðið liggur í ígor Kúznetsov. Mynd Jim Smart. irlýsingu æðsta ráðs Eistlendinga eða hefði réttur lýðvelda til þess að segja skilið við ráðstjórnar- sambandið verið numinn úr stjórnskipunarlögum? „Því fer fjarri að ákvæði um þennan rétt lýðveldanna sé ekki að finna í nýju stjórnarskránni. Hér gætir nokkurs misskilnings því æðsta ráð Eistlands sagði ekki skilið við sovétríkjasambandið á fundi sínum um daginn. Það lýsti því hinsvegar yfir að lög þess skyldu æðri þeim lögum æðsta ráðs Sovétríkjanna í Moskvu sem snerta málefni lýðvelda í heild. Þetta stangast vitaskuld á við stjórnarskrá. Hitt er annað mál að enginn fengi rönd við reist ef eistneska þjóðin kysi að yfirgefa sovétsambandið. “ Kúznetsov sagði ólguna í Eystrasaltsríkjunum og Grúsíu stafa af nýjum ákvæðum þess efn- is að æðsta ráðinu verði fengið „umboð“ til þess að setja lög um lýðveldismálefni, til dæmis eigna- skipan, skattgreiðslur og fleira. Eistlandsþing hefði ekki ein- vörðungu lýst yfir fullveldi þann 16. þessa mánaðar heldur og slegið eign sinni á auðlindir lýð- veldisins og iðnfyrirtæki. „Þetta var náttúrlega gert meir af kappi en forsjá því kostnaður við iðn- væðingu lýðveldisins var greiddur úr sameiginlegum sjóð- um sovétsambandsins." Azerbajdzhan. Það verður að segjast einsog er að mál þetta er í lögfræðilegri sjálfheldu. Sam- kvæmt „gömlu“ stjórnarskránni er miðstjórninni í Moskvu óheimilt að fela einu lýðveldi um- sjá svæðis sem liggur innan vé- banda annars lýðveldis nema bæði samþykki. Æðsta ráðið í Azerbajdzhan þverneitar að láta Fjalla-Karabakh af hendi og má því einu gilda hvers héraðsbúar óska. Hinsvegar settum við ákvæði í nýju drögin sem heimila sovét- stjórninni í Moskvu að taka stjórn ákveðinna svæða í sínar hendur um stundarsakir. Þannig vinnst mikilvægur tími sem nota má til þess að leysa staðbundin vandamál, til dæmis deilur sem oftar en ekki eru blandnar þjóð- ernishyggju og tilfinningasemi. Ef hægt hefði verið að grípa í taumana og skáka í skjóli ákvæðis á borð við þetta áður en deilurnar um Fjalla-Karabakh mögnuðust upp væri ástand mála vafalaust snöggtum betra á þess- um slóðum nú. Hitt er svo annað mál að þetta ákvæði er eitt af því sem Eystarsaltsríkin og Grúsía hafa á hornum sér því það boðar náttúrlega „aukna miðstýringu.“ Þetta eru allt afar flókin og vand- meðfarin mál. -ks. Mistök við iðnvæðingu Eistlands Kúznetsov viðurkennir þó að gremja Eistlendinga vegna hlut- 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 1. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.