Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 6
þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Framhaldið skiptir öllu Ríkisstjórnin hefur fellt gengið um 4% og segist á þann hátt vera að bregðast við þróun Bandaríkjadollars og svara að nokkru leyti þrýstingi frá atvinnulífinu, einkum fiskvinnslunni. Að sjálfsögðu hljóta menn að laga gengið nokkuð til eftir þróuninni ytra. Slíkar lagfæringar eru nánast tæknilegs eðlis, þótt þeim fylgi vissulega pólitísk ábyrgð. Einnig er auðvelt að taka undir við þá sem fagna því að gengisfellingin skuli ekki vera meiri. Sumir talsmenn í sjávarút- vegi hafa beðið um margfalt skæðari gengisfellingu, - tíu prós- ent eða tuttugu prósent eða þrjátíu prósent, og forystumenn í stjórnarandstöðunni - bæði í Sjálfstæðisflokki, sem ekki kom á óvart, og í Kvennalista, sem mörgum þótti undarlegt - hafa boðað stórkostlega gengisfellingu sem hina endanlegu lausn alls efnahagsvanda. Einna átakanlegast var það ákall úr munni Halldórs Blöndals í Morgunblaðinu í desember þegar hann hélt því fram að eftir gengisfellinguna miklu „ mun aftur birta til íísiensku þjóðlífi, uppbyggingin mun halda áfram en samdrátturinn hverfa eins og dalalæða á sólbjörtum sumardegi. “ Við slíkum tónum hafa ýmsir stjórnarliðar þagað hljóði helsti þunnu, og sumir, til dæmis Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, hafa haldiðfram almennri kjaraskerðingu sem lausn í sjávarútveginum. Ákvörðuninni um fjögurra prósenta gengis- fellinguna virðist meðal annars ætlað að slá á slíkar hugleiðing- ar, sem er út af fyrir sig ánægjulegt. Hitt er svo klárt aö þessi gengisfelling leysir ekki nema að takmörkuðu leyti vanda útflutningsatvinnuvega. Það gera gengisfellingar einfaldlega ekki lengur vegna gjörbreyttra að- stæðna við fjárskuldbindingar, þótt ýmsum talsmönnum þeirra sé það enn ekki fyllilega Ijóst. Og það er einnig staðreynd að gengisfellingin kemur niðrá almennum kaupmætti. Kjararýrn- unin verður sennilega ekki stórfengleg en slíkar aðgerðir stjórnvalda eru alltaf neikvæðar, og sérstaklega alvarlegar þegar yfir stendur launafrysting að þeirra skipun. Ríkisstjórnin hefur unnið margt þarfaverk í þeirri viðleitni sinni að rétta við undirstöður í íslensku samfélagi eftir frjáls- hyggjufylliríið þegar góðærinu var sólundað. Hún hefur til dæmis ásett sér að herkostnaðurinn við uppbygginguna verði borinn fyrst og fremst af þeim sem breiðust hafa bökin og ekki með því að færa enn meira frá hinum fátæku til hinna ríku, en það var kjarninn í efnahagsstefnu ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar, - og sú stefna varð þeirri stjórn að falli. Nú um áramótin hækka skattar til dæmis óverulega á með- altekjufólki og lækka á lágtekjufólki meðan hátekju- og stór- eignamenn eru lagðir af stað í miklar kröfugöngur gegn skatti á gróða sinn síðustu ár, og nýta þar meðal annars ítök sín á ýmsum fréttastofum sem hingað til hafa þóst frjálsari en aðrar. Og starfshópur kannar nú af kappi bestu tilhögun við það verk að koma loksins skattböndum áfjármagnshagnað einsog aðrar tekjur. Ríkisstjórnin hefur hingaðtil haft fólkið í landinu með sér. Hún hefur vakið vonir, vegna þess að hún hefur farið fram í sam- ræmi við heilbrigða skynsemi, almenna réttlætiskennd og þá jafnaðarstefnu sem íslendingum er inngróin. Þessi stuðningur almennings þverr hvorki við þessa gengisfellingu né við bens- ínhækkunina fyrir áramótin. Hann er hinsvegar háður fram- haldinu, þeim ráðstöfunum sem stjórnin stendur frammi fyrir á næstu mánuðum og vikum, og þeirri samfélagssýn sem þar er miðað við. Takist stjórninni að standa sameinuð um efnahagsstefnu sem túlkar óskir þjóðarinnar um skynsemi, réttlæti og jöfnuð - þá á hún sér langlífisvonir og hefur fólkið með sér þráttfyrir efnahagsþrengingar. Takist henni þetta ekki verða örlög hennar svipuð og gömlu stjórnarinnar, sem einmitt hóf alltof langt dauðastríð um síðustu áramót. Ef stjórnin heldur rétt á sínum spilum þarf hún svo ekki að óttast gagnrýni núverandi stjórnarandstöðubandalags milli Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. Þeirri gagnrýni svaráði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir í eitt skipti fyrir öll í eftirminnilegri þing- ræðu nú fyrir jólin. -m KLIPPT OG SKORIÐ Þurfa Rússar sinn Rambó? Hver menning hefur til- hneigingu - eða eigum við að segja þörf? - fyrir að koma sér upp hetjum, sem slást af fítons- krafti og mikilli heppni fyrir því sem gott þykir í samfélaginu. Og klussar andstæðingum þess til helvítis. í Sovétríkjunum hafa menn t.d. lengi verið með hug- ann við hina „jákvæðu hetju“ í bókum og bíómyndum, sem ætl- að er það hlutverk að gefa gott fordæmi æskunni og ala hana upp til dáða í þágu hins sósíalíska föðurlands. En nú á tímum „endurmats allra gilda“ eru menn farnir að skrifa mikið um það í blöðum, að hetjan jákvæða hafi eins og gufað upp og sumir sakna vinar í stað. Einn kvikmyndastjóri sovésk- ur, Stanislav Govorúkhín (sem hefur búið til reyfaramyndir), svarar þessum vanda á sinn hátt: hann vill barasta að Sovétmenn komi sér upp sínum Rambó. Hann segir um þetta í nýlegu við- tali: „Hetja Sylvesters Stallones er heiðarlegur og hugrakkur mað- ur, hermaður. Hans eini glæpur er sá að hann leyfir engum að lítillækka sig og hann ver sinn sóma alltaf, aleinn gegn ofurefli. Þeim vanda sem að okkur snýr mætti lýsa með þessum hætti hér: Viljum við að okkar strákar alist upp til að verða sannir menn, sem geta barist fyrir sínum sóma og varið þá sem gamlir eru og veikburða sem og land sitt ef til þess kemur? Ef við viljum það þá þurfum við hetjur eins og Rambó og Tarsan, hugrakka hetju og ó- sérplægna. sem okkar strákar mundu vilja líkja eftir.“ Trúin á kjaftshöggið Leoníd Mlekhín fjallar nánar um „leitina að fyrirmynd fyrir æskumenn" í grein í Novoje vrémja. Honum líst náttúrlega ekkert á þessa aðdáun landa síns kvikmyndastjórans á Rambó-en tekur það skýrt fram að það sé ekki vegna þess að í Rambó- myndum séu Rússar í hlutverki skyldufantanna. Einhver verði að taka að sér fantahlutverkið í slíkum myndum, það er ekki mál- ið. Hann segir sem svo: Rambó er sá sterki sem stendur einn, og hann getur barið hvern óvin í klessu og til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa eru óvinirnir engu skárri en skrímsli og meir en tímabært að kála þeim. Og í þessu háttalagi sínu, segir Mlek- hín, er Rambó runninn af „pólit- ískum menningarstraumi sem til er bæði í austri og vestri“. Svona hetjur tengjast þeirri freistingu að ýta öllum efasemdum úr vegi fyrirfram um það hvað er gott og hvað illt, taka frá mönnum þörf- ina fyrir eigin skoðun, treysta á hinn sterka. Mlekhín snýr dæm- inu upp í fróðlega sovéska sjálfs- gagnrýni og segir svo: Við höfum fengið nóg af þessu „Mér finnst að menn verði að sýna hina mestu varúð þegar þeir fást við aðdráttarafl sterks per- sónuleika, sem efast aldrei um þá dóma sem hann fellir. Það hefur verið meira en nóg af slíkum persónum í okkar sögu. Eitt ein- kenni okkar menningarlífs nú er að við stöndum í sársaukafullu uppgjöri við fortíðina. Og það er ekki hægt að endurmeta sögu- frægar persónur án þess að end- urmeta siðræn gildi. Áður var sá meira metinn sem var reiðubúinn til að framkvæma hvaða skipun sem væri, heldur en sá sem and- mælti og hafði sína skoðun. Vinsælustu hetjurnar í skáld- sögum og kvikmyndum voru þær sem skutu fyrst og hugsuðu síðan. Ekkert var gert til að hvetja efa- semdarmanninn, sem gat ekki skipt heiminum í svart og hvítt eða rautt og svart. En hvað eigum við að gera við allt þetta kraðak af hetjum sem hafa sest að á bókahillum okkar og verða lif- andi á hvíta tjaldinu? Hvað eigum við að gera við þá sem út- rýma heilum hópum af kúlökkum (,,stórbændum“) þegar þeir eru að framkvæma „algjöra samyr- kjuvæðingu“ ? Við lesum um það í blöðunum hvað gerðist í raun og veru í þessari samyrkjuherferð, en í okkar fjöldamenningu eru skuggalegir kúlakkar og gæsku- fullir ungir leynilögreglumenn enn að skiftast á skotum. Er Rambó eitthvað sérstakt? Við eigum svipaðar hetjur í okk- ar eigin fjöldamenningu. Þær eru ögn sennilegri, þær eru ekki önnur eins vöðvatröll og Rambó og sviðsetningin er ekki eins glæsileg, en okkar framleiðendur höfðu úr minna fé að spila en þeir sem bjuggu tilRambó og Rocky. En hvemig sem það nú er: er nokkur meining í að vera að keppa við þá?“ Lifum án hetjudýrkunar Mlekhín minnir á það, að Am- ríkanar hafi ekki bara gert Rambómyndir. Þeir hafi gert Ví- etnammyndir (Platoon eftir Oli- ver Stone, Full Metal Jacket eftir Kubrick) sem fjalla um það að það er illt að drepa menn, að mannslífið er heilagt. Þetta eru ekki auglýsingamyndir fyrir ný- liðaskrifstofur hersins enda „er það ekki hlutverk lista að ala á ættjarðarást hjá herskyldu- mönnum eða nýliðum heldur að vekja samúð, ýta við hæfileikan- um til að hugsa og elska“. Nei, segir í greininni í Novoje vremja, Rambótískan er í besta falli meiningarlaus, í versta falli hamrar hún á tvískiptingu heimsins. Við gerum okkar unga fólki meiri greiða með því að sýna raunsæislegar myndir um stríðið í Afganistan, um stríð sem særir líkama og sál. „Það er“, segir Mlekhín, „þegar allt kemur til alls betur sæmandi mönnum að lifa án hetjudýrkunar og hlýða heldur samvisku sinni og lögum húmansimans." ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ólafurGíslason, PállHannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sœvar Guðbjömsson, Þorfinnur ómarsson (íþr.j. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlttateiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pótursson Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Hú8móðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrslo, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100 kr. ÁskHftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.