Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Olga í Georgíu Pravda skýrir loks núfrá margvíslegum mótmœlum Georgíumanna í nóvember. „Úthellum blóði“ Þjóðernissinnar í Sovét- Georgíu gengust fyrir margs- kyns andófsaðgerðum á ofan- verðu árinu sem leið, setuverk- föllum í verksmiðjum, mótmæla- göngum og hungurvökum. Ollu þessu var stefnt gegn frægum ný- mælum í sovéskri stjórnskipan en Georgíumenn eiga það sammerkt með fleiri smáþjóðum að hafa horn í síðu breytinganna. Þykjast þeir vita að nýja stjórnarskráin efli miðstjórnarvaldið í Moskvu á kostnað lýðveldanna. Það var sjálf Pravda sem birti upplýsingarnar um atburðina í Georgíu. Þeir gerðust í nóvem- ber og eru enn ein ótíðindin fyrir Míkhaíl Gorbatsjov og félaga hans sem sjá sér til skelfingar að glasnost og perestrojka hafa leyst úr læðingi hreyfingu sem gæti sundrað Sovétríkjunum í frum- einingar. Verði ekki gripið í, taumana. Georgía er sem kunnugt er grannríki Armeníu og Azer- bajdzhan og liggur í sunnanhlíð- Tyrkland Sannleikurinn er sagna bestur Tyrkir hyggjast veita aðgang að skjalasafni Ósmanna og þykjast fullvissir um að sann- að verði að ásakanir á hendurþeim um þjóðarmorð á Arm- enum sé uppspuni Armenar eiga nú samúð ríkja heims eftir ofsóknir Azera á hend- ur þeim og hinar mannskæðu náttúruhamfarir í Sovét- Armeníu. Fyrir vikið hefur saga þessarar hrjáðu þjóðar verið rifj- uð upp og athygli manna beinst að einu grimmúðlegasta hryðju- verki sem sögur fara af: morði Tyrkja á 1,5 mijjón Armena árið 1915. Tyrkir sækja stíft um inngöngu í Evrópubandalagið og er ekki um það gefið að þetta óþægilega mál sé í brennidepli. Þar eð þeir fá engu um það ráðið hafa þeir orðið að hefja gagn- sókn. Valdsherrar í Anköru hyggjast sem sé veita öllum sem vilja að- gang að skjalasafni Ósmanna. Þeir staðhæfa að það hafi að geyma sannanir fyrir sakleysi Tyrkja í þessu máli og hreinsi þá af gömlum áburði fjenda sinna. „Við Tyrkir höfum ætíð haldið því fram að það væri sagnfræð- inga að komast til botns í þessu máli en það geta þeir náttúrlega ekki nema þeir hafi aðgang að skjölum og gögnum öllum,“ segir Inal Batu, formælandi utanríkis- ráðuneytisins. Og sjálfur lét herra hans, utan- ríkisráðherrann Mesut Yilmaz, þess getið í sjónvarpsviðtali í fyrr- akvöld að fyrstu gestirnir fengju að hnýsast í skjalasafnið eigi síðar en í maí. Það geymir 50 miljónir heimildagagna sem spanna sögu Ósmanna allar götur frá því á 13. öld. Reuter/-ks. Allt í ró og spekt hér. Mamulashvilifjölskyldan snæöir morgunverö í Georgíu um og suður af Kákasusfjöllum. Landsmenn eru 5,3 miljónir tals- ins. Pravda fræddi lesendur sína ekki um fjölda þátttakenda í mót- mælunum en Vesturlandabúar sem urðu vitni að fundi andófs- manna um miðbik höfuðborgar- innar, Tbilisi, fullyrða að við- staddir hafi ekki verið færri en 120.000. í fréttinni kemur fram að menn efndu til hungurvöku á stjórnar- skrifstofum höfuðborgarinnar og varð að flytja 100 manns á sjúkra- hús að henni lokinni. Má.lgagnið leggur út af þessu: „Hafi hungurvakan sannað að ungt fólk var reiðubúið að leggja talsvert á sig í nafni perestrojk- unnar þá sýndi hún einnig fram á ævintýramennsku og mannúðar- skort skipuleggjanda, hina mestu villimennsku í fari þeirra." Pravda segir að mótmælend- urnir hafi hrópað mörg slagorð og ekki öll jafn smekkleg. „Ge- orgíu fyrir Georgíumenn", „Lengi lifi sjálfstæð Georgía", „Úthellum blóði“ og „Við gjöld- um ofbeldi við ofbeldi“. Reuter/-ks. Hryðjuverk Arafat leitar illvirkja Jassír Arafat hefur nú öll spjót úti og hyggst fínna þá sem sprengdu Pan Am þotuna yfír Skotlandi og myrtu 270 menn. Hann hafði hafíð rannsókn sína nokkrum dögum áður en Banda- ríkjamenn fóru formlega fram á það við PLO að samtökin réttu þeim hjálparhönd við að upplýsa málið. Þetta var haft eftir formælanda PLO í á Kýpur í gær. Segir hann að leiðtogi samtakanna leggi höfuðáherslu á að hafa uppi á níðingunum og að koma þeim undir manna hendur. Því neyti hann nú allra sambanda sinna og hafi skipað sendimönnum sínum um öll byggð ból að reyna að afla sér upplýsinga um það hver eða hverjir hafi framið ódæðið. Reuter/-ks. Kína Rimman vex Ósœtti Kínverja og afrískra námsmanna magnast dagfrá degi. Á sér langan aðdrag- anda herma heim- ildamenn úr röðum blökkumanna Gagnkvæm óvild Kínverja og afrískra námsmanna virðist fær- ast í aukana, stjórnvöldum í Pek- ing til mikillar armæðu, og enn er því haldið fram að kínverskir lög- regluþjónar geri sér leik að því að kvelja gestkomandi blökkumenn. Allt er þetta hið versta mál fyrir ráðamenn sem löngum hafa skipað Kína í raðir ríkja „þriðja heimsins“. Námsmenn í höfuðborginni fylktu liði í gær og gengu um göt- ur í mótmælaskyni við það sem þeir nefndu ójöfnuð afrískra námsmanna gagnvart kínversk- um konum. Heimildir frá Wuhan herma að þeldökkir námsmenn við tækniskóla nokkurn hefðu verið fluttir á brott sökum þess hve heitt væri í kolunum. Afrískir diplómatar hyggjast funda með fulltrúum ríkisstjórn- arinnar um meint ofbeldisverk lögreglu Nanking í garð afrískra námsmanna þar í borg. Er henni borið á brýn að hafa slegið raf- keyrum í fætur tveim blökku- mönnum að kveldi aðfangadags. Fréttir berast frá Hangzou að 50 svartir námsmenn séu í setu- verkfalli í háskólanum. Þeir stað- hæfa að embættismenn skólans hafi stíað þeim frá kínverskum vinum sínum, sagt löndum sínum að gestirnir kynnu að bera eyðni- veiruna í kroppi sér. Kínversk stjórnvöld greiða skólagjöld og uppihald 1.500 námsmanna frá Afríku. Þetta er eitt með öðru í viðleitni þeirra til að vera (eða virðast) góðir vinir fátækari ríkja heims. En ekki er allt sem sýnist. Afr- ískir námsmenn segja langan að- draganda vera að því að nú slái í brýnu með þeim og Kínverjum. Þeir hafi frá fyrstu tíð orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum heimamanna. Sem láti andúð sína í ljós við margvísleg tækifæri og af allavega tilefnum en þó kasti fyrst tólfunum hendi það slys að svartur karl og kínversk kona felli hugi saman. Reuter/-ks. Tyrkland Enn sæla fangar pyntingum Liðsmenn Amnesty Internationalsegja tyrkneska ráðamennfurðu skeytingarlausa um orstír sinn í mannréttindamálum og lítið aðhafast til að stemma stigu fyrir ofbeldisverk í fangelsum Amnesty International, mann- réttindasamtökin góðkunnu, hafa síður en svo tekið tyrknesk stjórnvöld í sátt þótt herforingjar hafí fyrir allnokkru átt stólaskipti við lýðkjörna forystumenn. Þannig er nefnilega mál með vexti að ekkert lát er á fréttum af mannréttindabrotum í Tyrklandi og hefur vart liðið svo dagur undanfarna tvo mánuði að sam- tökunum hafí ekki borist ein eða fleiri tilkynning um kvöl og pínu fólks í dýflissum þarlendis. Amnesty kynnti í gær skýrslu uppá 73 síður um mannréttinda- brot tyrkneskra yfirvalda. Nefn- ist hún „Tyrkland: Hrottaleg og skipulögð mannréttindabrot“. Staðhæfa höfundar að á liðnum 8 árum hafi ráðamenn ýmist beitt sér fyrir eða látið óátalin óhugn- anleg og viðurstyggileg níðings- verk á fjendum sínum og föngum öðrum. Amnesty hafi þrásinnis heitið á þá að bæta ráð sitt en allt hafi þáð komið fyrir ekki. „En tyrknesk stjórnvöld láta sem þau viti ekki um hina hrotta- fengnu veröld myrkrastofanna, pyntingarnar né tíð dauðsföll gæsluvarðhaldsfanga, fangelsan- ir andstæðinga sinna né sýndar- réttarhöld í málum þeirra.“ Höfundar segjast hafa í hönd- um þúsundir og aftur þúsundir dæma um misþyrmingar og rúm- lega 200 nöfn manna sem létust skyndilega og með afar grunsam- legum hætti skömmu eftir hand- töku. „Tyrknesk stjórnvöld hafa lagt sig fram um að fegra ímynd sína og ásjónu en skeyta ekki hætishót um mannréttindi þegna sinna.“ Þótt ráðamenn í Anköru séu enn við sama heygarðshornið þá stendur þeim ekki alveg á sama um gagnrýni Amnesty, einkum er þeim í nöp við að hún skuli berast um heimsbyggðina á sama tíma og þeir kosta kapps um að fá inngöngu í Evrópubandalagið. En mótbárur þeirra eru næsta léttvægar; sem sé þær að fullyrð- ingar mannréttindasamtakanna eigi rót að rekja til illgirni og illmælgi stjómarandstöðunnar. Að sönnu eigi það sér stað að gengið sé í skrokk á fólki í tyrk- neskum fangelsum en lögum sé iðulega komið yfir hina seku og þeim refsað. Amnesty vísar þessu á bug og rekja höfundar ýmsar staðreynd- ir sem hnekkja þessum mótbár- um. Til að mynda hafi 229 karlar og konur látist í varðhaldi en ekki hafi fengist viðhlítandi skýring á aldurtila 144 úr þeim hópi. Ekkert lát varð á dauðsföllum í dýflissum Tyrklands út árið sem leið þótt ráðamenn legðu nafn sitt við „Evrópusáttmálann um að binda enda á pyntingar fanga“ og „Sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um að vinna gegn pynting- um . Þótt herlög hafi fallið úr gildi árið 1987 er enn réttað í málum pólitískra fanga fyrir herdómstól- um sem „...í engu fullnægja al- þjóðlegum lágmarkskröfum um réttarfa“, hermir skýrslan. Rúm- lega 60 þúsund einstaklingar hafi hlotið dóm eftir ranglát réttar- höld. Alls hafi 250 þúsund manns verið teknir höndum sakir stjórnmálaviðhorfa sinna frá 1980 og nær allir sætt pyntingum. Reuter/-ks. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.