Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Þjóðarmorð fyrri heimsstyrjaldar Fyrirætlun Tyrkja var að útrýma Armenum gersamlega og við lá að þeim tœkistþað - innlimun íSovétríkin bjargaði leifum armensku þjóðarinnar Armenar hafa undanfarið mjög verið í fréttum og af tilefnum, sem eru síst af öllu ánægjuleg fyrir þá sjálfa. Fólk af þessu þjóð- erni, sem býr í Sovét- Aserbædsjan, hefur sætt ofsókn- um af hálfu tyrkneskra og ísl- amskra Asera og ofan á það kom jarðskjálftinn mikli 7. des. s.l. Sumir Asera glöddust opinskátt yfir þeim hörmungum og þegar sovéskir hermenn, sem sendir höfðu verið til Aserbædsjan Arm- enum þar til verndar, voru kvaddir til björgunarstarfa á jarðskjálftasvæðinu, voru ein- hver brögð að því að Aserar (þar á meðal að sögn sovéskir her- menn aserskrar ættar) notuðu tækifærið til að ræna og brenna heimili Armena. Fregnir frá Armeníu herma að jafnframt harminum vegna tjóns- ins af völdum jarðskjálftans sæki á fólk þar ótti við frekari ofsóknir af hálfu granna sinna. Og með hliðsjón af því, sem Armenar urðu að þola af hálfu Tyrkja, náfrænda og trúbræðra Asera, í heimsstyrjöldinni fyrri, verður ekki sagt að sá ótti sé ástæðulaus. Og skiljanlegur er hann í fyllsta máta. Frændur Trójumanna Armenar eru meðal elstu þjóða. Tungumál þeirra telst grein sér innan indóevrópska tungumálastofnsins. Talið er að Kimmerar, Dakar, Þrakar, Frýg- ar, Trójumenn þeir er Hómer kvað um o.fl. fornþjóðir hafi ver- ið af sömu grein, sem stundum er nefnd sú þrakó-kimmerska. Armenía varð eitt fyrsta landið, þar sem kristni varð ríkistrú, og er þjóðkirkja þeirra sér á parti í trúarefnum og gregórsk kölluð. Er hún eineðlissinnuð, eins og koptar Egyptalands og eþíópska kirkjan. Það þýðir að litið er svo á að Kristur sé einungis guðlegs eðlis, en ekki mannlegs einnig, eins og flestar kirkjur hafa fyrir satt. Landið var um langan aldur á mörkum ýmissa stórvelda með ólíka menningu, fyrst Rómar/ Býsans og íranskra stórvelda, síð- ar Tyrkjaveldis, Persíu og Rúss- lands. Soguðu Armenar því í sig margskonar menningaráhrif í aldanna rás, en þeirra eigin menning, sem var tiltölulega há- þróuð frá fornu fari, hélt engu að síður velli, sem og þjóðernið, þótt það yrði að vísu að láta undan síga af stórum svæðum. Kirkja þeirra reyndist þeim borg á bjargi traust í þeim efnum, en einnig kann það að hafa hjálpað í þessu sambandi að engu stórveldi tókst nokkru sinni að halda öllu landinu til langframa. Mikojan, Gulbenkian, Saroyan, Cher Þegar nú er talað um Armeníu, er aðeins átt við sovétlýðveldið með því nafni, þar eð á engu landsvæði öðru (nema Fjalla- Karabak) eru Armenar þorri íbúa. Til foma náði Armenía, þ.e.a.s. það svæði sem að miklu leyti eða mestum hluta var byggt Armenum, yfir stór svæði sem nú heyra til Tyrklandi, íran og so- vétlýðveldunum Aserbædsjan og Georgíu. Kringumstæður þær, er fyrr var á drepið, skiluðu til síðari tíma þjóð, sem er sérstæð um margt. Um sumt hafa Armenar þótt minna á Gyðinga, sem ekki heldur hafa farið varhluta af of- sóknum, svo sem alkunna er. Þeir eru sagðir þolgóðir, kænir, með afbrigðum lagnir samninga- og kaupsýslumenn. (Samkvæmt einum brandaranum þarf til sjö Gyðinga að snúa á einn Armena í kaupskap.) Lfkt og Gyðingar hafa þeir þótt einkar duglegir við að koma sér áfram í heiminum, þótt lánsemi þjóðar þeirrar sem heildar væri ekki að sama skapi. Margir Armenar þjónuðu Tyrkjasoldánum af Ósmansætt sem ráðgjafar og diniömatar, og þjóðernissinnar og enn umburð- arlausari gagnvart undirþjóðum en soldánarnir höfðu verið. Ungtyrkir ákveða „endanlega lausn“ í heimsstyrjöldinni fyrri varð Armenía vígvöllur Rússa og Tyrkja. f tyrknesku Armeníu, við landamæri Rússaveldis, Tyrkneskir hermenn og armenskir prestar, sem þeir hafa hengt. Myndin er frá 1917. kaupsýsla og utanríkisviðskipti Tyrkjaveldis voru að verulegu leyti í þeirra höndum. Á öldinni okkar hafa margir Armenar orð- ið heimsþekktir fyrir árangur í stjórnmálum, fjármálum og á fleiri sviðum. Armenskrar ættar var Anastas Mikojan, einn klók- asti stjórnmálamaður Sovétríkj- anna um sína daga. Bróðir hans sem Artjom hét hannaði sovésku MIG-þotuna. Enn má í þessu sambandi nefna Aram Khatsjat- úrían tónskáld, Calouste Gul- benkian olíuauðkýfing („herra fimm prósent"), George Deuk- mejian ríkisstjóra Kaliforníu, bandaríska rithöfundinn Willjam Saroyan, Cherilyn Sarkisjan (Cher) poppsöngkonu og franska vísnasöngvarann Charles Azna- vour. Ofsóknir Abdúls Hamíds Þótt Armenar hafi margar þrengingar mátt þola í sinni löngu sögu, þá tók fyrst út yfir er leið að lokum 19. aldar. Tyrkjaveldi var þá komið á fallanda fót og hnign- uninni var samferða minnkandi umburðarlyndi gagnvart undir- þjóðum og minnihlutum ýmis- konar, eins og gjaman vill verða undir slíkum kringumstæðum. Þar að auki voru nú áhrif evr- ópskrar þjóðernishyggju farin að berast til Ósmansveldis. Þau áhrif vöktu sjálfstæðislöngun með Armenum og aukið um- burðarleysi gagnvart öðrum þjóðum með Tyrkjum. Þar að auki var ráðamönnum Ósmans- veldis ljóst, að þjóðernishyggja af þessari nýju tegund var stór- hættuleg þeirra fjölþjóðlega ríki. Abdúl Hamíd soldán brást við þessu árið 1894 með því að fyrir- skipa íslömskum þegnum sínum ofsóknir á hendur Armenum. í ofsóknum þessum, sem héldu áfram til ársins 1896, voru yfir 200.000 Armenar myrtir. Verra átti það þó eftir að verða. Frá því 1908 réðu mestu í Tyrkjaveldi ungtyrkir svokallað- ir. Forustumaður þeirra helstur var Enver Pasha, en þar í flokki var einnig Kemal Atatiirk, síðar stofnandi tyrkneska lýðveldisins og valdhafi þess um langt árabil. Þessir ungu menn vildu endur- reisa ríkið í samræmi við forna frægð þess og sameina allar tyrkneskar þjóðir undir einni stjórn. Þeir voru ofstækisfullir bjuggu þá um tvær miljónir Arm- ena. Tyrkir grunuðu þá um sam- úð með andstæðingum sínum, og þær grunsemdir jukust er Rússar sendu armenska liðsflokka inn í tyrknesku Armeníu í þeim til- gangi að spana landsmenn til uppreisnar. Fyrsta stríðsveturinn fóru Tyrkir mjög halloka fyrir Rússum, og varð það til þess að skelkuð ungtyrkjastjórnin í Is- tanbul lét í janúar 1915 afvopna hundruð Armena, sem þjónað höfðu í her og lögreglusveitum Tyrkja, og setja þá í þrælkunar- vinnu, þar sem þeir ýmist létust af völdum illrar meðferðar eða voru líflátnir. Almenningur í tyrknesku Armeníu sætti og sívaxandi hrottaskap af hálfu tyrkneska hersins og leiddi það til þess að Armenar í héruðum við stöðu- vatnið Van gripu til vopna sér til varnar. Ungtyrkir brugðust við því með því að ákveða að leysa endanlega sitt Armenavanda- mál. í febrúarbyrjun 1915 tók framkvæmdanefnd flokks þeirra þá ákvörðun, að útrýma Armen- um gersamlega, eftir því sem til þeirra næðist. Einna mestur áhugamaður um þetta mál virðist hafa verið þáverandi innanríkis- ráðherra Tyrkja, Talaat Pasha. Einn samstarfsmanna hans, Naz- im nefndur, sagði að Tyrkjum gæfist „ekki betra tækifæri til þessa, því að nú er stríð.“ Hann kallaði armensku þjóðina „krabbamein" sem þyrfti að skera burt. Talaat innanríkisráð- herra lagði áherslu á engir Arm- enar yrðu skildir eftir á lífi, svo að engir yrðu til frásagnar um fjöldamorðin. Þjóðarmorð í framkvæmd 24. apríl 1915 hófst útrýmingin fýrir alvöru. Þann dag voru æðstu menn gregórsku kirkjunnar, alls yfir 500 talsins, handteknir, sumir í Istanbul, aðrir í Armeníu. Aðeins sárafáir þeirra sáust eftir það á lífi. f Armeníu voru þorp, héruð og borgii tæmd af fólki og var svo látið heita opinberlega að flytja ætti það til bráðabirgða- dvalar suður til Arabíu. Talið er að um 850.000 Armenar hafi ver- ið reknir í áttina þangað, og af þeim héldu sárafáir lífi. Þeir fengu ekki mat á leiðinni svo telj- andi væri, enda hrundi fjöldi nið- ur úr hungri. Tyrknesku varð- mennirnir, sem ráku fólkið suður, skutu það og í stórhópum eða þá að þeir spöruðu skotfærin með því að hrinda því fyrir björg eða út í fljót, fjötruðu saman. En því fór fjarri að í öllum tilfellum væri reynt að fela fjöldamorðin á bakvið herleiðingar; Armenar voru einnig hrannmyrtir á heimaslóðum. Tyrkneski herinn var mikilvirkur við morðin og honum til fulltingis við þau voru glæpamenn skipulagðir í sérstak- ar liðssveitir. Fengu þeir sakar- uppgjöf fyrir vikið. En víða tók tyrkneskur almenningur fullan þátt í illvirkjunum. Allir Armen- ar, sem Tyrkir náðu til, urðu þessu ofsóknaræði að bráð, án til- lits til kyns eða aldurs. Af Evrópumönnum fengu Þjóðverjar og Austurríkismenn fyrst í stað mestar fréttir af þess- um hryllingi, því að Tyrkir voru bandamenn þeirra í stríðinu. Ræðismaður Þjóðverja í Mosúl, Holstein að nafni, símaði stjórn sinni 10. júní 1915 að Tígrisfljót hefði dögum saman verið þakið líkum, sem bærust undan straumnum. Skáldið Armin T. Wegner, sem þjónaði sem hjúkr- unarliði í tyrkneska hernum, skrifaði: „(Arm'enar eru) skotnir, hengdir, það er eitrað fyrir þá, |ftBO(JL-HAMÍC> L80UtH£fVÍC .....ot bandi. Tyrkneska stjómin hafði ekki ástæðu til annars en að vera sæmilega ánægð með árangur þessarar fyrirhafnar sinnar. Að ofsóknunum loknum hafði Arm- enum Tyrkjaveldis að mestu ver- ið útrýmt. Nú búa aðeins um 70.000 manns af armensku þjóð- erni í Tyrklandi. Aðrir þeir sem lífi héldu flýðu víðsvegar, þannig að Armenar eiga það nú einnig sammerkt með Gyðingum að lifa í dreifingu. Um 600.000 manns armenskrar ættar búa í Norður- Ameríku, um 500.000 í Austur- löndum nær, yfir 400.000 í Evr- ópu, um 120.000 í Rómönsku Ameríku. Stjórnir Þýskalands og Austurríkis-Ungverjalands létu sér að vísu ekki á sama standa um fjöldamorðin, en hreyfðu ekki teljandi mótmælum við Tyrki, af ótta við að styggja þessa banda- menn sína. Abdúl Hamíd Tyrkjasoldán á mynd fransks teiknara 1904. Með teikningunni og textanum við hana er minnt á fjöldamorð þau á Armenum, sem framin voru að skipun soldáns. þeir eru stungnir með rýtingum, kyrktir, hrjáðir af farsóttum, þeim er drekkt, þeir deyja úr þorsta og hungri, tærast upp og sjakalar rífa líkin í sig. Börnin gráta þar til þau gefa upp öndina ... “ Wegner segir einnig frá fólki, sem fyrirfór sér og sínum unnvörpum til að sleppa við óbærilegar þjáningar, nauðganir og aðra svívirðu. „Karlmenn fleygja sér fyrir björg, svo að lík þeirra tætast sundur á klöppum undirniðri. Mæður varpa unga- börnum í brunna, bamshafandi konur fjötra sig saman og steypa sér í Efrat, syngjandi.“ Hann kvaðst einnig hafa séð konur, brjálaðar orðnar af hryllingi og svívirðingum, sjóða lík nýfæddra barna sinna til átu, og litlar stúlk- ur, sem reyndu að verja lík mæðra sinna fyrir tyrkneskum lögreglumönnum. Þeir vora gjamir á að rista á hol armensk lík, sökum þess að þeir granuðu Armena um að fela gull sitt með því að gleypa það. 800.000 - 1.500.000 ... Talið er að 800.000 manns að minnsta kosti hafi látið lífið í of- sóknum þessum, en líklegra er að tala látinna í þeim sé nálægt hálfri annarri miljón. Enn hærri tölur hafa verið nefndar í því sam- Hver man nú Armena?“ Einn Þjóðverja þeirra, sem mest vissi um þjóðarmorð þetta, var dr. Max Erwin von Scheubner-Richter, starfsmaður við þýsku ræðismannsskrifstof- una í Erzurum. Eftir stríðið varð hann einn nánustu samstarfs- manna Hitlers á fyrstu árum nas- istaflokksins og var skotinn til bana við hlið foringja síns í upp- reisnartilraun hans í Munchen 1923. Varla er vafi á því að Hitler hafi af honum fræðst um útrým- ingu Armena. Að minnsta kosti komst Hitler svo að orði síðar, sennilega þá með í huga örlög þau, sem hann ætlaði Gyðingum: „Hver man núorðið útrýminguna á Armenum?" í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri var Tyrkjaveldi meðal hinna sigr- uðu og Rússland máttvana. Gripu Armenar þá tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði. Var gert ráð fyrir að þetta nýja ríki næði bæði yfir rússnesku og tyrknesku Arm- eníu. Vesturveldin, sigurvegarar heimsstyrjaldarinnar, sam- þykktu það fyrir sitt leyti og knúðu Tyrki til þess með friða- rsamningnum í Sevres 1920. En Tyrkir höfðu samninginn að engu, og þegar sama ár hófu þeir undir stjóm Kemals Ataturk sókn inn í fyrrverandi rússnesku Armeníu. Var tilgangurinn með sókninni í fyrsta lagi sá, að leggja undir sig eins mikið af Transkák- asíu og unnt væri, áður en Rússar réttu við aftur, og í öðra lagi að ljúka útrýmingunni á Armenum. Ármenar vörðust vel, en áttu við ofurefli að etja og urðu að þoka. Tyrkir höfðu sömu siði og fyrr og drápu alla þá Armena er þeir náðu. Samkvæmt einni ágiskun vora þá um 200.000 Armenar myrtir. í þeirri svipan hélt hinn rauði her rússnesku sovétstjóm- arinnar, sem þá hafði nýlokið við að leggja undir hana Norður- Aserbædsjan, inn í landið að austan. Við þann andstæðing þorðu Tyrkir ekki að eiga og stöðvuðu sókn sína. Var Armen- ía síðan innlimuð í Sovétríkin sem sovétlýðveldi. Sættu Armen- ar sig við það möglunarlítið, enda höfðu þeir aðeins átt um tvennt að velja: sovésk yfirráð eða út- rýmingu af hálfu Tyrkja. Tyrkir viðurkenna ekki að þeir séu sekir um þjóðarmorð þetta og varla þarf að taka fram að þar- lendis hafa aldrei farið fram nokkur Nurnbergréttarhöld út af þeim glæp eða öðram álíka. Enda er tyrkneska lýðveldið sköpunar- verk manna, sem áttu hlutdeild í ábyrgðinni á fjöldamorðunum, og pólitískir arftakar þeirra sitja þar enn að völdum. dþ. Miðvikudagur 4. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.