Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Verður þú var (vör) við ríkjandi verðstöðvun? Kristine Karoline húsmóöir: Nei. Þvert á móti verð ég frekar vör viö hækk.anir á cíIu.Tí sviöum. Aö mínu mati er ástæðan sú aö hér er engin stjórn á neinu og allir vilja fá sitt. Sigurður Jónsson kennari: Nei þaö geri ég ekki. Verð virðist hækka á öllum vörum hverju nafni sem þær nefnast. Stjórnvöld þyrftu að stíga fastar á bremsuna til að verðstöðvunin standi undir nafni. Hjörtur Geirmundsson skrifstofumaður: Á sumu finnst mér vera verð- stöðvun en því miður finnst mér Ríkið ekki sýna nægilega gott fordæmi td. með hækkun á bens- íni. Að öðru leyti finnst mér flestir reyna að halda verðstöðvunina nema hið opinbera. Gísli Halldórsson verslunarmaður: Nei það verð ég ekki var við. Það hækkar nánast hver einasta vara í verði. Til þess að verðstöðvunin standi undir nafni þarf ríkið að ganga á undan með góðu for- dæmi, en á því hefur orðið mikill misbrestur að undanförnu. Jenny Götueskegg verkakona: Nei. Ég verð ekki vör við neina verðstöðvun nema þá einna helst hvað varðar launin. Það hækkar allt nema þau. Þriðjudagur 10. janúar 1989 6. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £04 O/LQ ÁLAUGARDÖGUM 681663 Atvinnusjúkdómar Könnun atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlitsins leiðir í Ijós aðfleiri konur en karla kvarta undan óþægindum í baki. Þörfá samstilltu forvarnarátaki Niðurstöður nýlegrar könnun- ar atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlitsins sýna að óþæg- indi frá hreyfi- og stoðkerfinu meðal landsmanna er algengari en áður var álitið. Hefur Vinnu- eftirlitið ákveðið að bregðast við þessu með sérstöku átaki til að sporna við álagssjúkdómuin, m.a. með útgáfu kynningarita og aðildar að fræðsluvarpi, þar sem landsmönnum verður m.a. kennd rétt líkamsbeiting við mismun- andi störf. í úrtakskönnuninni kom m.a. í ljós að 17,6% kvenna og 12,6% karla töldu óþægindi frá neðri hluta baks, hafa komið í veg fyrir að þau gætu stundað dagleg störf síðustu 12 mánuði áður en spurt var. Meira en 40% kvenna í úr- takinu taldi sig hafa haft óþæg- indi frá hálsi eða hnakka og herð- um eða öxlum síðustu 7 sólar- hringaog rúmlega20% karlanna. Ýmsar aðrar kannanir á þessu sviði hérlendis hafa sýnt að hér er um stórt vandamál að ræða. Eftirtektarvert er hversu kon- ur kvarta frekar undan bakverkj- um í efra baki en karlar og í nokkrum aldurshópum sögðust um 75% kvennanna hafa fundið fyrir bakverkjum á síðustu 12 mánuðum. Óþægindi frá öðrum svæðum líkamans eru ekki eins algeng. í samanburði við svipaða könnun sem gerð var nýlega í Sví- þjóð kemur í Ijós að einkenni frá hálsi, herðum og neðri hluta baks eru algengari hér en þar. Auk ama og þjáninga sem óþægindi eins og vöðvabólgur og slitsjúkdómar valda, fylgir þeim kostnaður fyrir þjóðfélagið og fyrirtækin í landinu, vegna veikinda, þjálfunar nýrra starfs- manna, tryggingagjöldum og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Danska vinnueftirlitið áætlar að þarlendis sé um að ræða kostnað uppá 14 miljarða danskra króna sem er fimm sinnum hærri upp- hæð en vinnuslys kosta þar. Mun fleiri konur en karlar kvarta undan bakverkjum. Tæp 18% kvenna í úrtaki Vinnueftirlitsins höfðu verið frá vinnu vegna óþæginda í baki. Vinnueftirlitið hefur nú gefið út leibeiningarbækling í sam- vinnu við Félag sjúkraþjálfara um rétta líkamsbeitingu, sem er seldur á 50 kr. eintakið og fæst á aðalskrifstofu eftirlitsins. Þá hef- ur verið tekið upp samstarf við Fræðsluvarpið og verið sýndir 8 fræðsluþættir sem gerðir eru af danska fræðslusjónvarpinu. Þá hefur verið tekið upp samstarf við sjúkraþjálfa um allt land um ráðgjöf á vinnustöðum og í skóium. HRYGGNUM - ÞU FÆRÐ EKKIANNAN VINNUEFTIRUT RlKISINS OG FSLAG ISLENSKRA SJUKRAWALFARA Eitt af kynningarveggspjöldum sem Vinnueftirlitið hefur látið útbúa vegna átaksins um rétta líkamsbeitingu sem nú er að hefjast. Myndina teiknaði Búi Kristjánsson. Bakveiki m r m nrjair landsmenn AÐUR EN ÞU LYFTIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.