Þjóðviljinn - 01.02.1989, Page 11

Þjóðviljinn - 01.02.1989, Page 11
I DAG LESANDI VIKUNNAR Sljómmál á íslandi skipta ekkl máli Eiríkur Guðjónsson fulltrúi Hvað ertu að gera núna, Eirík- ur? „Ég er að fást við bankastörf í Búnaðarbankanum, en auk þess starfa ég mikið að aðaláhugaefni mínu sem er ljósmyndun. Eg hef verið mjög duglegur að stækka myndir undanfarið og stefni að því að halda sýningu á nokkrum myndaflokkum einhvern tíma á næstunni. Þetta eru aðallega þrír flokkar mynda: erótískar grjót- myndir - nei, ég get ekki kaílað þær neitt annað! - myndir af mannvistarleifum á Hornströnd- um og myndir frá Kúbu. Þangað fór ég í fyrra með fjölskyldunni. Þetta eru gerólík viðfangsefni en ganga vel saman, myndirnar sýna ákveðna aðferð við að skoða hlutina og ákveðin viðhorf til þeirra." En hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég að vinna í banka eins og núna, en einmitt um þetta ley.ti var ég líka að undirbúa langferð. Ég ætlaði landleiðina gegnum hin spennandi Litlu Asíu- og Asíu- lönd, Tyrkland, íran, Afganistan og alla leið til Indlands. En bæði er að síðan ég fór að skipuleggja þessa ferð hefur eiginlega verið látlaus styrjöld á þessu svæði, og fáeinum mánuðum seinna mætti ég örlögum mínum í líki eigin- konu minnar. Hún setti strik í ferðareikninginn.“ Ég þarf eiginlega ekki að spyrja hvaða frístundagaman þú hef- ur... „Jú, það er ekki bara ljós- myndun. Útivist og sund líka. Útivist og náttúruskoðun eru eðlilegir fylgifiskar ljósmyndun- ar. Eftirlætisstaðurinn minn er Hengilssvæðið, Henglafjöllin og dalirnir þar í kring. Þetta er fjöl- breytt svæði og leynir á sér.“ Hvaða bók crtu að lesa núna? „Ég er að lesa tvær: Svefninn langa eftir Chandler og uppá-' haldið mitt, Graham Greene, The Lawless Roads sem hann skrifaði fyrir seinna stríð í Mex- íkó. Hann var fenginn til þess af kaþólsku kirkjunni að kynna sér ástand trúmála í Mexíkó og sú ferð opnaði honum leiðina inn í rómanska heiminn. Næst á eftir skrifaði hann eitt af stórvirkjum sínum, The Power and the Glory.“ Hvað fínnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Ljósmyndatímarit - í bland við fagurbókmenntir.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Þetta er voðaleg spurning! Hún yrði að vera nógu fjölbreytt, eins og Sturlunga eða Biblían. Ætli Góði dátinn Sveik yrði ekki bestur, í óstyttu útgáfunni sem kom á ensku 1973. Hún erþrjátíu prósent lengri en þýðing Karls ís- felds sem var byggð á púrítanskri enskri þýðingu. Hasek var miklu kjaftforari en hann er hjá Karli. Það eru margar sögur í þessari bók sem hver um sig hefur marga fleti - eins og raunar hinar bæk- urnar sem ég nefndi. Hún er al- veg lygilega góð.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Ég hélt voðalega mikið upp á Kipling, dýrheimabækurnar. Söguna um úlfastrákinn og þær.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Koss kóngulóarkonunnar. Það var góð sýning." Er eitthvað í lcikhúsunum núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach." En í bíó? „Bagdad Café.“ Én í sjónvarpi? „Derrick!" Én í útvarpi? „Það er slangur af þáttum þar sem ég reyni að missa ekki af, til dæmis Kviksjá, Frjálsar hendur Illuga Jökulssonar og svo dæg- urmálaútvarpið.“ Hefurðu alltaf kosið sama stj órnmálaflokkinn? „Það er hræðilegt að játa það, en ég hef gert það, já.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Það er erfitt að gera upp á milli þeirra! Það er eiginlega fleira líkt en ólíkt með stjórnmálaforingjunum okkar. Graham Greene segir að stjórnmál í Suður-Ameríku skipti miklu meira máli en á Vestur- löndum af þvf að þau séu alltaf upp á líf og dauða. íslensk stjórnmál skipta litlu máli í því ljósi.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Mér leiðist vöggustofukapít- alismi sem hér hefur fólgist í því að láta einstaklingana hirða gróð- ann en þjóðnýta tapið. Þessu myndi ég breyta.“ Á að lækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Ef fyrirtæki gengur svo illa að það sjái fram á að þurfa að segja upp starfsfólki og leggja sjálft sig niður þá gæti þetta hugsanlega verið lausn þar sem kaup er veru- lega hátt. Én ég sé ekki mögu- leika á að lækka laun láglauna- fólks á íslandi." Hvernig á húsnæðiskerfíð að vera? „Það þægilegasta væri stórir og sterkir húsnæðissparnaðarsjóðir sem lána á góðum kjörum til langs tíma, eins og gerist í Eng- landi og Þýskalandi. En ég veit ekki hvort íslenskt efnahagskerfi býður upp á þetta.“ Hvaða kaffítegund notarðu? „Ég nota Merrild - og skamm- ast mín fyrir að nota ekki kaffi frá Nicaragua.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég er alinn upp við fjölbreytt fæði og er alveg ómatvandur. Hef ekki fundið enn þá fæðutegund sem ég get ekki borðað. En ég borða aldrei skemmdan mat eða mat sem hreyfir sig.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Ég gæti hugsað mér að búa einhvers staðar miðsvæðis í Evr- ópu, Suður-Þýskalandi, Sviss eða á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í járnbrautarlest." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Hvað ertu að tala um fjarlæga framtíð? Næstu áratugir verða hættulegur tími út af misskipting- unni milli þróunarlanda og Vest- urlanda. A spennunni þar á milli þarf að finna lausn. Þessi ójöfn- uður gengur ekki, heimurinn er alltof lítill til þess. Vanþekking okkar, hinna „ríku og gáfuðu,“ á þróunarlöndunum er alveg botn- laus og stórhættuleg. Maður get- ur ekki séð neitt Disneyland fyrir sér fyrr en lausn hefur fundist á þessu máli.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Mig langar að vera spurður um gildismat okkar tíma.“ Hvert er gildismat okkar tíma, Eiríkur? „Nútíminn metur hörkuna allt of mikils. Umhverfi okkar er kalt og ómanneskjulegt, manneskjan fær ekki að njóta sín. Okkur vantar hin mjúku gildi. Mann- skepnan getur alltaf lagað sig að nýjum aðstæðum en hún getur breytt þessu gildismati og verður að gera það til að mæta framtíð- inni. Hagvöxturinn getur ekki endalaust verið okkar eina trú.“ SA þlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Frakkland og Bretland í hættu ef Franco sigrar. Utanríkismálin rædd í breska þinginu. Deilur milli Bonnet og Daladier út af kröfum ítala. ítölsk blöð heimta bætur af Frökkum fyrir manntjón í Spánarstyrjöldinni. Estrid Falberg Brekkan: Al- þýðumenningin. Fyrirlestrarfélög -Fræðsluhringar. 1. FEBRÚAR miðvikudagur í fimmtándu viku vetrar, þrettándi dagur þorra, þrítugasti og annar dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.08 en sestkl. 17.16.Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Brígidarmessa. Heimastjórn 1904, Hannes Hafstein ráðherra. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 27. jan.-2. febr. 1989 er llngólfs Apó- teki og Laugarnesapóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 4 12 00 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um laekna og lytjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og ettir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstig opin alladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspltali-.alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. SJúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30.Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI neyðarathvarf fyrir unglingaTjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-fálagið Álandi 13. Opiðvirkadaga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, simi 21500, simsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrir sifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplysingar um ónæmlstærlngu. (al- næmi). Upplýsingar í síma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, siml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin '78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 -23. Sfm- svari á öðrum tímum. Síminn er 91 - 28539. Fálag eldri borgara. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. f 4.00. Bitanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga.l Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl.17.00-19.00. Bækur og blöð liggja frammi, spil og töfl. Umræðuhópar settir i gang og félagsleg og sálf ræðileg þjónusta veitt þeim sem þessóska. GENGIÐ 31.janúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............. 49,91000 Sterlingspund................ 87,94100 Kanadadollar................. 42,24800 Dönsk króna................... 6,90080 Norskkrória................... 7,42430 Sænsk króna................... 7,89590 Finnsktmark.................. 11,63130 Franskurfranki................ 7,89090 Belgískurfranki............... 1,28140 Svissn.franki................ 31,54570 Holl. gyllini................ 23,76040 V.-þýskt mark................ 26,82540 Itölsklira.................... 0,03667 Austurr. sch.................. 3,81280 Portúg. escudo.......... 0,32810 Spánskurpeseti................ 0,43350 Japansktyen.................... 0,38667 Irsktpund.................... 71,74800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 sögn 4 næð- ing6þannig7glufa9 megn 12 getur 14 hæf- ur15beita16lokuðu 19vitur20 trylltri 21 tæla. Lóðrétt: 2 mannsnafn 3reykir4spil5fönn7 deilaBsköp 10ófúsa 11 athugir 13 hrúga 17 hlass18hljóm Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 skrá4þörf6 trú 7 sótt 9 skip 12 jurta 14 ota 15 múr 16 röska 19tign20árla21 Adams Lóðrétt: 2 kró 3 áttu 4 þúst5rói7skorta8 tjarga10kamars11 partar 13 rás 17 önd 18 kám Miðvlkudagur 1. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.