Þjóðviljinn - 11.02.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.02.1989, Síða 2
FRÉTTIR Siávarútvegur Gjaldþrot blasa við Eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtœkja rýrnað um 13 miljarða á skömmumtíma. Ólafur Guðmundsson: Uppuriðíárslok. Haraldur Sturlaugsson: Eins og dauðvona sjúklingur með flatt heilalínurit Eiginfjárstaða sjávarútvegsfyr- irtækja hefur rýrnað á síðustu misserum úr 26 miljörðum í 13 og að sögn Ólafs Guðmundssonar framkvæmdastjóra í Olafsvík má fastlega búast við að afgangurinn verði uppurinn í árslok ef svo fer sem horfir. Samkvæmt áætluðu heildaryf- irliti skulda og eigna sjávarút- vegsins miðað við þjóðarauðsmat Seðlabanka íslands hafa skuld- irnar vaxið úr 72,1% 1986 í 86,4% 1988. Á sama tíma hefur eigið fé fyrirtækjanna rýrnað frá því að vera 27,9% 1986 í aðeins 13,6% 1988. Petta kom fram á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær undir yfirskriftinni: Er þjóðnýting fiskvinnslunnar yfir- vofandi? Bæði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra svöruðu spurningu fundar- ins neitandi og töldu ekki að þjóðnýting væri yfirvofandi þrátt fyrir þessa slæmu stöðu. Ekki höfðu ráðherrarnir neitt nýtt fram að færa til lausnar á vandan- um og létu sér nægja að endur- taka hin háleitu markmið ríkis- stjórnarinnar um nauðsyn þess að lækka vexti og fjármagns- kostnað og skapa lag til að hægt yrði að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Þá las sjávarútvegs- ráðherra útdrátt úr ræðu sem hann flutti á aðalfundi útvegs- manna 1985 til að færa fundar- mönnum sönnur á að núverandi erfiðleikar væru ekki nýir af nál- inni. Á fundinum kom fram að 11% afföll eru á skuldabréfum At- vinnutryggingasjóðs útflutnings- greina og lýstu fundarmenn yfir óánægju með þá þróun. Haraldur Sturlaugsson á Akranesi sagði að endurskipulagning og hagræðing dygðu ekki einar sér ef vinnslunni væru ekki tryggðar nauðsynlegar tekjur til að mæta innlendum sem erlendum kostnaðarhækkunum. Hann líkti stöðu fiskvinnslunnar við dauðvona sjúkling með flatt heilalínurit. -grh Þátttakendur á unglinganámsstefnunni í Vitanum í Hafnarfirði í gær og fyrradag. (Mynd: Jim). Vegagerðin Malarvegirnir á undanhaldi Þegar er búið að leggja bundið slitlag á nærri tvö þúsund kílómetra af þjóðvegakerfi landsins Búið er að leggja bundið siitlag á 1982 kílómetra af þjóðvegakerfi landsins. Mest var lagt árið 1987 eða 305 kílómetrar. í fyrra var iagt bundið slitlag á 254 kfló- metra. Þegar er búið að leggja bundið siitlag á 23,7% af þjóð- vegum landsins. Að sögn Rögnvaldar Jóns- sonar hjá Vegagerðinni er ekki búið að ákveða hve mikið verður lagt af bundnu slitlagi á þessu ári. Hann sagði að í ár ætti að endur- skoða vegaáætlunina, og fyrst að því verki loknu væri hægt að segja til um hve mikið af þjóðvegum landsins yrði klætt bundnu slitlagi í ár. Þegar er búið að leggja bundið slitlag á 23,7% þjóðveganna. Á hringveginn er búið að leggja á 811 kílómetra, en eftir eru 605 kílómetrar. Hlutfallslega hefur minnst af þjóðvegum á Vest- fjörðum verið lagt bundnu slitlagi eða aðeins 15,9%, samtals 208,78 km, en á Reykjanesi eru 55% eða 228,07 km af þjóðvegum lagðir bundnu slitlagi. Á Suðurlandi eru það 29,3% eða 460,48 km. Á Vesturlandi 20,8% eða 283,75 km. Norðurlandi vestra 22,7% eða 243,65 km. Norðurlandi ey- stra 20,9% eðá 251,66 km. Austurlandi 21,8% eða 305,39 km. -sg Ferðamenn Nokkur Unglingamál Þurfum að tala meira saman samdráttur Flestir Bandaríkja- menn til landsins Fyrsta námsstefna umforvarnir og meðferðarstarf. Ólafur Oddsson: Þurfum að tengjast betur Markmið námsstefnunnar er að hvetja til fagiegrar um- ræðu, meta árangur af starfi lið- inna ára og stuðia að auknu sam- starfi stjórnmálamanna og fag- fólks innan unglingageirans, segir, Ólafur Oddsson uppeldisfulitrúi hjá Rauða krossi íslands, einn af þátttakendum á fyrstu náms- stefnunni sem fólk, sem sinnir unglingamáiefnum á öllum stig- um, á með sér. Margrét Halldórsdóttir sál- fræðingur hjá Unglingaráðgjöf ríkisins sagði að hætta væri á því að fólk einangraðist með sín mál og gæti námsstefna sem þessi lagt grundvöll að víðara samstarfi. Námsstefnan var haldin í æsku- lýðsheimilinu Vitanum í Hafnar- firði, og er hún samvinnuverkefni milli Barna- og unglingadeildar Landspítalans, Félagsmálastofn- unar Kópavogs, Rauðakross- hússins, Unglingadeildar Fél- agsmálastofnunar Reykjavíkur, Unglingaheimilis ríkisins og. Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar. e5 í janúnarmánuði komu 4.663 útlendingar til landsins en það er nokkur samdráttur frá því fyrir ári. Bandaríkjamenn voru flestir eða 1357, næstir voru Danir eða 851 og svo Svíar, 658. f janúar komu 6.584 íslending- ar til landsins, 14 fleiri en í janúar 1988. Borgarstjórn Stjórnarand- staðan vill bæta kjörin Við aðra umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar í síð- ustu viku lagði stjórnarandstað- an fram sameiginlega bókun um kjaramál. Þar segir að nauðsynlegt sé að bæta kjör borgarstarfsmanna við næstu kjarasamninga, einkum þeirra lægst launuð. f fjölmörg- um starfsgreinum eru þeir verr launaðir en starfsmenn annarra sveitarfélaga og munar oft þús- undum króna í grunnlaunum. Þá segir í bókuninni að eigi borginni að vera kleift að reka eðlilega þjónustu, eins og umönnun og uppeldi, bruna- vörslu og akstur strætisvagna, svo dæmi séu tekin, verði að greiða mannsæmandi laun til að fá og halda í starfsfólk. -sg Atvinnuástandið Stöðugt fleiri atvinnulausir Þrjúþúsund atvinnulausir íjanúar. Sexþúsund störf lögð niður síðan í apríl. Atvinnuástandið á höfuðborgarsvœðinu hefurstórversnað að undanförnu Atvinnuástandið í landinu versnar stöðugt. Þannig sýna bráðabirgðatölur frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins að atvinnuleysi í janúar hefur aukist frá því að vera 0,9% af mannafla í janúar í fyrra í 2,4% í síðasta mánuði. í janúar sl. voru skráðir rúm- lega 64 þúsund atvinnuleysisdag- ar hér á landi. Mun fleiri atvinnu- leysisdagar eru hjá konum eða 37 þúsund á móti 27 þúsund hjá körlum. Þessi fjöldi skráðra at- vinnuleysisdaga jafngildir því að um 3000 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í janúar. Skráðum atvinnuleysisdögum í janúar fjölgaði frá mánuðinum á undan um 19 þúsund og hafa ekki skráðst svo margir atvinnuleysis- dagar í janúar síðan árið 1984 en þá voru skráðir 84 þúsund dagar. Það sem vekur athygli nú eru þau miklu umskipti sem orðið hafa á vinnumarkaði hér á landi frá því á sama tíma í fyrra, en þá voru skráðir 23 þúsund atvinnu- leysisdagar eða 41 þúsundi færri en nú. A fyrsta ársfjórungi í fyrra voru samtals skráðir 57 þúsund atvinnuleysisdagar eða 7 þúsund færri en í janúarmánuði sl. ein- um. Samkvæmt könnun vinnu- málaskrifstofunnar í apríl í fyrra var talið að vantaði fólk í um 3000 störf. Samkvæmt atvinnuleysis- tölum nú, hefur því störfum fækkað hér á landi um 6000 á innan við ári. í skýrslu vinnumálaskrifstof- unnar segir að annað sem veki athygli, sé að atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu hefur aukist verulega, en frá því í desember sl. hefur atvinnuleysisdögum fjölg- að um tæp 6000 þúsund og um rösk 14 þúsund frá því í janúar 1988. Aukið atvinnuleysi á þessu svæði verður ekki nema að litlu leyti skýrt með árstíðasveiflum, td.hefur erfiðleika fiskvinnslunn- ar lítið gætt á þessu svæði. Aukið atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð- inu á því fyrst og fremst rætur að rekja til almenns samdráttar í atvinnulífi, einkum í þjónustu- greinum. Þá segir í skýrslunni að miðað við þann fjölda uppsagna, sem tilkynntar voru síðustu mán- uði ársins 1988, megi gera ráð fýrir að ekki séu öil kurl komin til grafar í þessum efnum og að at- vinnuleysi kunni að aukast á höf- uðborgarsvæðinu. -sg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.