Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINM Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Fjaðralausir Málsókn Flugleiöa gegn verslunarmönnum á Suðurnesj- um vekur æ meiri athygli. Fjölmörg félög launafólks í öllum fylkingum verkalýðshreyfingarinnar hafa mótmælt málsókn- inni og með ýmsum hætti látið vita af því að enn varðar það ekki fangelsi á íslandi að kaupa sér flugfar af öðrum fyrir- tækjum en Flugleiðum. Það varð fljótt Ijóst að Flugleiðir standa fyrst og fremst í þessum málarekstri vegna þrýstings frá VSÍ og fyrir ákvörð- un þeirrar fámennu ættarklíku eignamanna sem ráða mestu við Garðastrætið, í flestum stærstu fyrirtækjunum og í Sjálf- stæðisflokknum. Þegar Ijóst var að andstaða magnaðist í samfélaginu gegn þessum dómstólahernaði var ákveðið að setja af stað áróðursvélina og keyra málið af fullum krafti meðal annars með umvöndunarleiðurum í Morgunblaðinu og stuttbuxna- gjammi í DV, og að lokum var keypt skoðanakönnunarfyrir- tæki til að búa til hagstætt almenningsálit með leiðandi spurningum um þetta dómsmál. Það verk tókst ekki betur en svo að um 60% spurðra töldu rangt það athæfi Flugleiða að hefna þess í réttarsölum sem hallaðist í kjaradeilu, og ekki nema eðlilegt að Gallup endurgreiði VSÍ fyrir svona slælega unnið verk. Eitt af því sem hlaupadrengir VSÍ í fjölmiðlum og annar- staðar hafa verið að halda að fólki er að hér séu launafélög með hroka og derringi að setja sig upp á móti því að skorið sé úr um nokkur nánast tæknileg atriði í samskiptum manna í vinnudeilum. Með því að agnúast við málsókninni sé verið að setja sig upp á móti sjálfu réttarríkinu. Óháða heildsala- blaðið segir til dæmis í gær að verkalýðshreyfingunni beri að virða rétt annarra einsog aðrir virði rétt hennar. Þetta er fallega sagt og á vel við til dæmis í stigagangi í blokk, á gatnamótum í umferðinni eða á knattspyrnuvellin- um sem leiðarahöfundur DV þekkir öðrum betur. Málsókn Flugleiða fjallar hinsvegar ekki um slík samskipti jafningja. í ákæru sinni gera Flugleiðir þá kröfu að bæði verka- lýðsfélagið og einstakir verkamenn bæti fyrirtækinu það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir. Hér er verið að biðja um ríkisborgararétt fyrir fjárhagslega grýlu til að nota í kjara- deilum á bæði félögin og einstaka launamenn. í ákæru sinni gera Flugleiðir þá kröfu að félagið geti kallað til menn að vinna störf þeirra sem í verkfalli eru. Þetta jafngildir kröfu um löggildingu á verkfallsbrotum. í ákæru sinni gera Flugleiðir þá kröfu að mega kalla til sín lögreglu gegn verkfallsmönnum þegar fyrirtækið telur að ekki sé löglega að staðið. Fyrirtækið vill þannig löghelgun á því að nota lögreglukylfuna í samskiptum við starfsmenn sína. í raun er VSÍ að krefjast þess að helsta vopn launamanna í kjarabaráttu sé slævt svo að ekki verði nema nafnið tómt. í raun varðar málsókn Flugleiða afnám mannréttinda. Það er kominn tími til að forráðamenn félagsins átti sig á því að málsóknin verður ekki einungis til þess að viðskipti í sumar tapast, heldur er hætt við að ímynd fyrirtækisins beri af mikinn skaða um langa framtíð, bæði heima og erlendis. Og illt er að fljúga fjaðralaus. ■ rm m m r $Cm m Lifeyrissjooimir Um vaxtamálin sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls á Höfn meðal annars þetta í Nýju Helgarblaði Þjóð- viljans í gær: „Lykilatriðið er að lífeyrissjóðirnir gangi á undan með góðu fordæmi og lækki vexti sína samhliða því að ríkissjóður lækkar vextina af sínum skuldabréfum. Síðan skulum við sjá hver vaxtastaðan verður á eftir. í þessu sambandi er mjög brýnt að lífeyrissjóðirnir brjóti ísinn.“ Þetta eru athyglisverð ummæli. Það er löngu kominn tími til að lífeyrissjóðastjórarnir geri það upp við sig hvaða hagsmuna þeir eru að gæta. _m KLIPPT OG SKORIÐ Silfurhestur - einn af sjö í stóði. Árið 1969 Upprifjunarþættir sjónvarps- ins frá þess eigin sokkabandsár- um rifja upp margan skemmti- legan filmubút: í þættinum um árið 1969 sem sýndur var þriðju- daginn síðasta mátti til dæmis sjá kostuleg sýnishorn af sjónvarps- auglýsingum sem reyndust furðu- glögg tímanna tákn. Annað er það sem við erum minnt á, þegar brotum úr tvítugum fréttum og skemmtunum er brugðið upp: hve lygilega langt verður í sjón- minninu til fortíðar, sem er reyndar fyrir skömmu um liðin. Er þetta ef til vill vegna þess hve miklu sjónvarpsöldin treður af myndefni á milli okkar og hvers árs sem liðið er, er það þess vegna að árið 1969 er allt því því eins og grá forneskja fyrir augum okkar? Halldór fékk silfurhest í þættinum var sýnt þegar Hall- dór Laxness tók við Silfurhestin- um árið 1969, en svo nefndust bókmenntaverðlaun sem gagn- rýnendur dagblaðanna héldu úti í nokkur ár. Þessi Klippari hér var í gagnrýnendahópnum og ég man að Halldóri var vel skemmt þegar hann heyrði um úrslit atkvæðag- reiðslunnar árið það: Ég á víst að fá hann Sokka, sagði hann. Silf- urhesturinn var náttúrlega skáld- fákurinn sjálfur, hann var ágætur gripur úr silfri, nýr hestur á hverju ári, sem Jóhannes Jó- hannesson smíðaði. Um tíma var hann kallaður Sokki, það var upp úr lítt kurteisu rifrildi sem hófst um Silfurhest númer tvö, sem Guðbergur Bergsson hlaut árið áður, 1968, fyrir Ástir samlyndra hjóna. En þá var Guðbergur Bergsson enn svo umdeildur maður, að Ragnar í Smára, útge- fandi hans, lét svo um mælt við afhendingu verðlaunanna, að þetta væri djarfasta verðlauna- veiting sem sögur fara af. Felldur silfurhestur í framhaldi af fréttamyndinni sem sýndi Halldór taka við Silfur- hesti var talað við Jóhann skáld Hjálmarsson, sem sat á umræddu ári í gagnrýnendanefndinni fyrir hönd Morgunblaðsins. Hann var að því spurður, hvernig á því hefði staðið að Silfurhesturinn var felldur, eða eigum við kann- ski að segja að honum hafi verið lógað? Jóhann kom með þá skýr- ingu að nokkrum árum síðar (1973) hafi Baldvin Halldórsson neitað að taka við öðrum verð- launum, Silfurlampanum, sem leiklistargagnrýendur veittu. Hafi þá Morgunblaðið ákveðið að venda sínu kvæði í kross og hætta allri þátttöku í sameigin- legum verðlaunum dagblaðanna fyrir eftirminnilg afrek á sviði lista. Hæpin skýring Þetta er langsótt skýring hjá Jóhanni og líkast til röng. Það er erfitt að sjá samhengi í því að það þurfi að leggja niður bókmennta- verðlaun þótt leiklistarverðlaun sigli í strand. (Silfurlampanum hafði reyndar verið úthlutað í um það bil tuttugu ár.) Enda hafði ekki komið upp á yfirborðið telj- andi óánægja með Silfurhestinn og hvernig að útgerð hans var staðið. Þegar Helgi Hálfdanar- son afþakkaði það góða hross eftir að gagnrýendur vildu senda honum það fyrir Shakespeare- þýðingar hans, þá tók hann það skýrt fram að það væri eingöngu vegna þess að hann væri mótfall- inn öllu slfku verðlaunastússi, hver sem í hlut ætti. Vellukkuö skepna Silfurhesturinn, sem Snorri Hjartarson fékk fyrstur manna árið 1967 fyrir ljóðabók sína Lauf og stjörnur, var nokkuð vel lukk- uð skepna þegar allt kemur til alls. Gagnrýnendur fimm blaða, einn frá hverju, komu saman eftir áramót og greidu atkvæði um þær bækur sem þeim fannst mest til koma af þeim sem út komu á næstliðinu ári. Hver hafði þrjú at- kvæði, greiddi einni bók 100 stig, annarri 75 og hinni þriðju 50. Frumkvæði að því að af stað var farið átti Ólafur heitinn Jónsson, þáverandi gagnrýnandi Alþýðu- blaðsins. Fyrir utan þá Snorra, Guðberg, Halldór Laxness og Heiga, sem að ofan voru nefndir urðu þeir hver á sínu ári hlut- skarpastir í þessum atkvæða- greiðslum Jóhannes úr Kötlum, Olafur Jóhann Sigurðsson, Ind- riði G. Þorsteinsson og Hannes Pétursson. Þegar Hannes tók við sínum Silfurhesti síðastur manna hafði Morgunblaðið dregið sig út úr selskapnum og menn fengu eiginlega aldrei að vita hvernig á því stóð. Stóri bróðir fer sinna ferða Menn geta svo reynt að finna á þessu skýringar, hver eftir sínu innræti. Til dæmis má spyrja: Voru Morgunblaðsmenn óá- nægðir með þær niðurstöður sem að ofan voru raktar? Um það verður ekki fullyrt, ekki báru þeir fram opinskáa kvörtun þar að lút- andi. Snerust þeir gegn öllum verðlaunaveitingum af hálfu blaða? Varla - að minnsta kosti taldi Morgunblaðið sjálfsagt að efna til verðlaunasamkeppni um ljóð á afmæli sínu í fyrra. Hitt gæti svo verið að hér hafi sagt til sín sá hroki'sem oftar en ekki ger- ir sig breiðan á Morgunblaðinu: það er stórt blað og á skelfilega erfitt með að sætta sig við það að fara með barasta eina rödd af fimm í íslenskum blaðakór. Ekki þar fyrir: öll verðlaun og önnur viðurkenning fyrir listræn afrek bera með sér nokkra galla, þau verða aldrei óumdeild, það geta alltaf orðið slys. En þegar á heildina er litið hafa t.d. bók- menntaverðlaun, stór sem smá, haft þá þýðingu að festa um stund athygli manna við bókmenntir og nokkra góða höfunda umfram það sem annars tstkist og mun mörgum þykja að ekki veiti af. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirípr.), Jim Smart (Ijósiji.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir lu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. la: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. tumaður: Katrín Bárðardóttir. a, afgreiðsla, ritstjórn: a 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. mar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.