Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 9
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Northanger Abbey eftir Jane Austen Fyrir síðustu jól kom út hjá Máli og menningu þýðing á sög- unni Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen. Eflaust hafa margir lesið þá bók sér til óblandinnar ánægju og langar að kynna sér fleiri verk þessa ágæta höfundar. í þessum pistli ætla ég að gera grein fyrir einu af æskuverkum Jane Austen og fyrsta stóra skáldverki hennar. Northanger Abbey er einkar heppileg ef fólk fysir að kynna sér þróun rithöfundarins Jane Austen. Hroki og hleypidómar er eitt besta verk hennar enda skrif- að þegar hún var orðin fullþroska rithöfundur; í Northanger Abbey má hins vegar finna marga þá á- galla sem einkenna æskuverk rit- höfunda en jafnframt ferskleika sem svo oft lætur undan síga þeg- ar þeir þjálfast og þroskast. Northanger Abbey er heldur ekki eins aðgengileg fyrir nútím- alesendur og Hroki og hleypi- dómar, mest vegna þess að sög- unni er í og með stefnt gegn gotn- esku skáldsögunni sem var ák- veðin grein af enskri skáldsagna- gerð og átti blómaskeið sitt á ár- atugunum kringum aldamótin átjánhundruð. Þeir sem ekkert þekkja til gotnesku skáldsagn- anna fara á mis við stóra hluta af því sem Northanger Abbey ætlar að segja lesendum. Það er nú svo að gotneskar skáldsögur eru lítið lesnar nú á dögum. Flestar voru heldur klénn skáldskapur og ég held ég fari ekki með fleipur þótt ég segi að skáldsagan Frankenstein eftir Mary Shelley sé sú eina sem enn sést á náttborðum almennra les- enda. Gotneska skáldsagan var um sumt fyrirrennari rómantík- urinnar með óheftum tilfinning- um og drungalegum herragörð- um, köstulum og fornum klaustrum. Nánustu afkomendur hennar eru síðari tíma hryllings- bókmenntir. Gotneska skáldsagan fær mörg og föst skot í Northanger Abbey, enda hafði Jane Austen heldur lítið álit á slíkum samsetningi. Vænn hluti bókarinnar, 20.-24. kafli, er eitt allsherjar háð og spé um gotneskar skáldsögur. Það er kannski einmitt þess vegna sem Northanger Abbey hefur fallið í skuggann af öðrum bókum Jane. Nútímalesandinn „er það fífl að fatta ekki djókið“ og snýr sér frá með fýlusvip þegar höfundur glottir hvað hæðnislegast út í ann- að munnvikið. Það er þó engin ástæða til að setja þetta fyrir sig því aðrir hlutar bókarinnar eru prýðisgóð skemmtilesning, eink- um kaflarnir sem gerast í borg- inni Bath á Vestur-Englandi. Northanger Abbey fjallar um prestsdótturina Catherine Mor- Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur skrifar land og fyrstu spor hennar frá bernskuheimili sínu út í lífíð. Hún er send til Bath með kunn- ingjafólki fjölskyldunnar þar sem hún á að kynnast samkvæmislífi heldra fólks. Fyrstu tuttugu kafl- arnir þar sem Jane Austen lýsir lífinu í Bath, áreiðanlega af eigin reynslu, eru hreint óborganleg lýsing á innantómu yfirstéttarlíf- erni. Þar fá dramb og heimska, snobb og fáfræði óþyrmilega á baukinn, enda af nógu að taka. Þetta er sá hluti bókarinnar sem að mínu mati hefur hvað best staðist tímans tönn, enda lestirnir sem Jane Austen tekur á beinið enn í fullu fjöri meðal vor. í Bath kynnist Catherine með- al annarra Tilney fjölskyldunni og fer svo að húsbóndinn, Tilney hershöfðingi, býður henni að heimsækja sig og börn sín til Northanger Abbey. Því hafði verið logið að honum að Cather- ine stæði til að erfa mikil auðævi. Catherine er dagfarslega afskap- lega skynsöm og vönduð stúlka, en á Northanger Abbey ruglast hún illa í ríminu og fer að ímynda sér alls kyns firrur um Tilney hershöfðingja. Má með nokkrum rétti segja að farið hafi á líkan hátt fýrir henni og Don Quixote sem las sig ruglaðan af riddara- sögum, nema hvað Catherine las gotneskar skáldsögur þangað til hún var hætt að gera greinarmun á draumum og veruleika. Hún nær þó áttum eftir samtal við til- vonandi unnusta sinn, Henry Til- ney. Skömmu eftir það rekur hers- höfðinginn hana brott án nokk- urra skýringa. Þá hafði enn verið logið að honum um Catherine, í þetta skipti að hún væri fátæk eins og kirkjurotta. í síðasta hluta bókarinnar hnýtir höfundur svo snyrtilegar slaufur á allar flækjurnar sem hún hafði dundað við að búa til og kemur málum þannig fyrir að elskendurnir ná saman og hershöfðingjaskúrkur- inn verður að láta í minni pok- ann. í þessari bók, sem og öðrum bókum sínum, er Jane Austen fyrst og fremst að segja sögu og verður ekki annað sagt en henni takist það bærilega, ekki síst ef miðað er við að þetta er fyrsta skáidsagan hennar í fullri lengd. Persónumar eru hins vegar nokk- uð misjafnar. Karlmennirnir em litlausir ef frá eru taldir aðal- skúrkurinn, Tilney hershöfðingi, og leiðindaskarfurinn John Thorp. Líklega gjalda karlper- sónur bókarinnar þess að Jane hafði harla lítil kynni af karl- mönnum, eins og aðrar ungar og ógiftar stúlkur af hennar stétt. Jane Austen tekst mun betur upp í kvenlýsingum sínum og þó sér- staklega þegar hún fer að lýsa dramblátum eða heimskum kerl- ingum. Einnig verður ekki annað sagt en henni takist bærilega upp í lýsingunni á flærðarkvendinu Isa- bellu Thorp. Aðalpersónan Cat- herine og Eleanor Tilney vin- kona hennar, dóttir hershöfðin- gjans, eru líka vel gerðar, skyn- samar og jarðbundnar stúlicur lausar við öll látalæti. Fullkomnar andstæður kven- hetja gotnesku skáldsagnanna sem sífellt var að líða yfir og sem úthelltu tilfinningum sínum yfir allt og alla í tíma og ótíma. í heildina séð vantar þó dýpt í persónusköpunina í Northanger Abbey. Persónurnar virkuðu á mig eins og nokkurs konar drög að persónunum í Hroka og hleypidómum. En sagan sjálf verður ekki verri fyrir það og bókin er fyllilega þess virði að lesa hana. Á rauðu ■ ■ r m IjOSI sögunnar í dag, 11. febrúar, verður rætt um bók Þorleifs Friðrikssonar, „Undirheimar íslenskra stjórn- mála“, á fundi hjá Félagi áhuga- fólks um verkalýðssögu. Fram- sögumenn eru Jón Böðvarsson og Sigurður E. Guðmundsson en auk þeirra mun höfundur svara fyrirspurnum. Bókin kom út í haust og fjallar um átökin í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni sem náðu hámarki á árunum 1953-56. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 21 í húsnæði Félags bókagerðarmanna og hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. ALÞÝÐUBANDALAGIP Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld á mánudag Munið spilakvöldið á mánudagskvöld kl. 20.30 í Þinghóli Hamraborg 11. Mætið öll stundvíslega. Nýir spilamenn velkomnir. Stjómin Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 11. febrúar kl. 10-12 verður Heimir Pálsson bæjarfulltrúi með heitt á könnunni t Þinghóli Hamraborg 11. Stjómin Fundur í verkalýðsmálaráði Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins er boðað til fundar kl. 13 sunnu- daginn 26. febrúar. Fundurinn verður í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Staða efnahagsmála ★ Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 2. Verkalýðshreyfingin og samningamálin ★ Elín Björg Jónsdóttir, ritari BSRB ★ Páll Halldórsson, formaður BHMR ★ Ásmundur Stefánsson, forseti ASl ★ Bjöm Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls 3. Önnur mál. Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsmálaráðs Afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins Vinningsnúmer Dregið hefur verið í 20 ára afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins. Vinn- ingar drógust á eftirtalin númer: I. -4. v. Sólarlandaferðir með Út- sýn Miðar nr. 4971 - 2054 - 3474 - 4870 5.-8. v. Farmiðar með Arnarflugi til Amsterdam eða Hamborgar Miðar nr. 2886 - 4267 - 5825 - 4266 9.-10. v. Farmiðar með Flug- ieiðum til París Miðar nr. 1895 - 3841 II. -12. v. Farmiðar með Flug- leiðum til Luxembourg Miðar nr. 182 - 830 13.-14. v. Farmiðar með Flug- leiðum til Frankfurt Miðar nr. 840 - 3 15.-16. v. Farmiði til Mallorca með Samvinnuferðum-Landsýn 1989 Miðar nr. 3281 - 2852 Vinningshafar vinsamlegast snúi sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, sími (91) 1 75 00 Alþý&ubandalagið Stjórnarráð íslands Ný símanúmer Stjórnarráð íslands hefur fengið nýtt síma- númer 60 90 00. Auk þess er hægt að hringja beint til hvers ráðuneytis í eftirtalin númer: 60 9400 Forsætisráðuneytið 60 9010 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 60 9100 Félagsmálaráðneytið 60 9130 Fjárlaga- og hagsýslustofnun 60 9200 Fjármálaráðuneytið 60 9230 Skatta- og tolladeild 60 9270 Ríkisféhirðir 60 9700 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 60 9420 Iðnaðarráðuneytið 60 9800 Landbúnaðarráðuneytið 60 9500 Menntamálaráðuneytið 60 9630 Samgönguráðuneytið 60 9670 Sjávarútvegsráðuneytið 60 9900 Utanríkisráðuneytið 60 9070 Viðskiptaráðuneytið 17.-18. v. Farmiði til Benidorm með Samvinnuferðum-Landsýn 1989 Miðar nr. 216-776 19.-20. v. Farmiði til Rimini með Samvinnuferðum-Landsýn 1989 Miðar nr. 5092 - 170 21.-22. v. 5 daga ferð til Amster- dam með Samvinnuferðum- Landsýn 1989 Miðar nr. 1981 - 769 23. v. 5 daga ævintýraferð með Samvinnuferðum-Landsýn haustið 1989 Miði nr. 3234 24. v. Flugfar fyrir 2 til Kaupmannahafnar með Samvinnuferðum-Landsýn sumarið 1989 Miði nr. 4470 Auglýsið í Þjóðviljanum 681333 Laugardagur 11. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.