Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hellissandur Olís-Landsbankinn Omistusigur Olís Borgarfógeti synjaði Landsbankanum um innsetningargerð. Mun Oli Kr. kaupa hlut í Utvegsbankanum og tryggja sér þannig örugg bankaviðskipti? Borgarfógeti vísaði í gaer frá innsetningarkröfu Lands- banka íslands á hendur Olís hf. Landsbankinn hafði gert kröfu um að fá handveð í öllum úti- standandi kröfum Olís að upp- hæð 469 miljónir á grundvelli samkomulags nokkurra stjórnar- manna Olís og bankastjóra Landsbankans frá 27. 12. 1985. Valtýr Sigurðsson borgarfógeti synjaði bankanum um umbeðna innsetningargerð vegna þess að samkomulag frá 25. júní 1987 hefði leyst fyrra samkomuiag að- ila af hólmi og þar með ógilt það. Einnig hefði bankinn ekki sér- greint einstakar kröfur sem hann vildi fá handveð í og því bæri að synja beiðninni. Þá var Lands- banka gert að greiða málskostn- að. Þótt Olís hafi unnið þarna sigur í stakri orrustu eru samskiptaerf- iðleikar fyrirtækisins og Lands- bankans ekki fyrir bí. Bankinn hefur í reynd skrúfað fyrir þjón- ustu sína við olíufélagið og má fastlega búast við að Olís þreifi fyrir sér um bankaviðskipti ann- ars staðar. Þótt Alþýðubankinn hefði veitt Olfs ábyrgðir fyrir stökum olíufarmi sagðist Óli Kr. Sigurðsson ekki vera viss um að sá banki væri sá rétti fyrir fyrir- tækið. Að því má leiða líkur að Al- þýðubankinn sé full lítill fyrir jafnstórt fyrirtæki og Olís er og hafa óábyrgar heimildir jafnvel spáð því að næsti leikur Óla verði að kaupa hlutabréf í Útvegsbank- anum og tryggja þannig fyrirtæk- inu greiða bankafyrirgreiðslu. phh Endurgoldin gjöt Kvenfélagi Hellissands áskotn- aðist á dögunum arfur eftir Guð- mund Valgeirsson uppá rúmar tvöhundruð og þrjátíu þúsund krónur en hann hafði ánafnað fé- laginu 10% af fasteignamati íbúð- ar sinnar í Reykjavík. Tildrögin að þessari gjöf voru þau, að er Guðmundur var 10 ára gamall, fyrir rúmri hálfri öld, gaf Kvenfélag Hellissands honum 50 kr. til að hægt væri að smíða góm handa honum en hann fæddist holgóma. í þakkarorðum frá kvenfélaginu segir að þetta sé stærsta viðurkenning sem fé- laginu hafi hlotnast fyrir sín líkn- arstörf. BSRB Viðræður um aukinn kaup- mátt hafnar Ögmundur Jónasson: Vildumsvörum kaupmáttartryggingu enfengum ekki Við vildum fá svör um hvaða leiðir væru færar til að tryggja kaupmátt og hver launastefna ríkisins væri. Hvor- Þýskt lotterí Margir hafa kvartað Dómsmálaráðuneytið: Hefurfengið bréfasendingufrá lotteríinu í Hamborg sem ogmargir aðrir. Erfittað koma í vegfyrir þetta. íslendingum bannað að gerast umboðsmenn - Þetta þýska lotterí í Hamborg hefur sent okkur í dómsmála- ráðuneytinu bréf þar sem við erum hvattir til að taka þátt í leiknum. Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir þessar sendingar sem margir hafa kvartað yfir en hinsvegar er íslendingum óhei- milt að gerast umboðsmenn er- lendra happdrætta,“ segir Jón Thors skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu. Að undanförnu hafa fjölmarg- ir fengið sent heim í pósti bréf á dönsku frá vesturþýska lotteríinu í Hamborg. Til að egna fyrir landsmenn er ma. talað um í bréf- inu að Evrópa sé að sameinast æ meir og spurt hvort viðtakandi sé þeirri þróun ekki sammála og til að sýna hug sinn til þess sé vel til fallið að spila í lotterínu. Enda vinningslíkur sagðar afar miklar. Jón Thors segir að svona send- ingar séu alltaf að skjóta upp kollinum hérlendis og nægir fyrir hinn erlenda aðila að verða sér úti um íslenska símaskrá til að ná niður nöfnum og heimilisföngum íslendinga. Þessi iðja er ekki talin ólögleg í V-Þýskalandi og því eiga íslensk yfirvöld erfitt um vik að biðja þarlend stjórnvöld að grípa inn í málið. Hér á landi hefur Happdrætti Háskólans einkaleyfi á peninga- happdrættum fyrir utan lslenskar getraunir og íslenska getspá sem rekur hið sívinsæla Lottó 5/38. -grh ugu var svarað. Einstök félög munu hefja samningaviðræður strax eftir helgina og það er ljóst að við viljum að hjólin fari að snúast hratt núna, þolinmæðinni eru takmörk sett, sagði Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, en stjórn BSRB sat í gær fund með samninganefnd ríkisins. Sagði Ögmundur að BSRB hefði enn engin viðbrögð fengið við tilboði sínu um að taka vel- ferðarmál til umræðu, utan nokk- uð jákvæðra svara fyrir hálfum mánuði og því væri nú kominn tími til að snúa sér að samninga- viðræðum um kaupmáttar- aukningu og hvernig mætti tryggja þann kaupmátt. „Félögin munu hafa mjög nána samvinnu sín á rnilli," sagði Ögmundur. BSRB hefði á fundinum komið fram opinberum mótmælum við því hvernig ríkið hefði staðið að undirbúningi að 4% launaniður- skurði og hefði stjórn BSRB látið í ljós þá skoðun að skoða þyrfti gaumgæfilega hvernig og hvort hægt væri að koma slíkum niður- skurði við. „Þegar stofnanir fatl- aðra eru farnar að fá slík bréf er of langt gengið og kom fram hjá samninganefnd fjármálaráðu- neytisins að þessar athugasemdir yrðu teknar til greina,“ sagði Ög- mundur Jónasson. phh Ýris Pétursdóttir Fjörgyn skal hún heita! Félags- miðstöð í Foldaskóla var vígð á föstudaginn. Jafnframt voru veitt verðlaun í hugmyndasam- keppni um nöfn. Skólaritarinn Rut Árnadóttir átti hugmyndina að nafninu Fjörgyn, sem táknar jörð, en 8 ára stúlka Ýris Pétursdóttir átti hugmyndina að nafninu Folda- fjör og var það einnig tekið í notkun, en sem dagskrárheiti fé- lagsheimilisins. Þannig að það verður Foldafjör í Fjörgyn. Félagsheimilið sem er í skóla- byggingu Foldaskóla, verður ekki aðeins félagsaðstaða fyrir unglinga heldur fyrir allan al- menning í hverfinu. Blaðamaður Þjóðviljans náði tali af Ýris Pétursdóttur sem átti hugmyndina að Foldafjöri og spurði hvernig henni hefði dottið þetta nafn í hug. - Ég sá blaðið, og þá datt mér í hug að taka þátt í þessu og fann nokkur nöfn og svo fannst mér þetta best. Hvað stóð á blaðinu? - Það stóð: HJÁLP. Þið verðið að hjálpa okkur. Við finnum ekki nafnið á félagsmiðstöðina. f félagsmiðstöðinni er bæði stór samkomusalur og setustofa, einnig er í bígerð að opna bóka- safn sem verður ekki aðeins fyrir skólann heldur jafnframt útibú Borgarbókasafnsins í Grafar- vogi. (Mynd: Jim Smart) eb Fiskverð Makkað á bak við tjöldin? Sjómenn: Verðlagsráð sjávarútvegsins búið að vera, ákveði stjórnvöld nýtt fiskverð uppá sitt eindœmi. 15% fiskverðshækkun aðeins til leiðréttingar á því verði sem landsbyggðarsjómenn búa við miðað við það sem greitt er á suðvesturhorni landsins Verðlagsráð sjávarútvegsins er búið að vcra, fari svo að stjórnvöld ákveði núna nýtt fisk- verð uppá sitt eindæmi eins og gert var í júní í fyrra. í fyrradag var fundi í yfirnefndinni frestað án skýringa og það læðist að manni sá grunur að verið sé að makka á bak við tjöldin, segir Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins sem jafnframt er fulltrúi sjómanna í yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins. Þegar hafa verið haldnir 7 fundir í yfirnefnd Verð- lagsráðsins um nýtt fiskverð án niðurstöðu og er næsti fundur boðaður á mánudagsmorgun. Fiskverð til sjómanna hefur ekk- ert hækkað frá því í nóvember 1987 fyrir utan 4,9% hækkun í júníbyrjun í fýrra sem stjórnvöld knúðu í gegn með því að misnota aðstöðu sína í gegnum oddamann yfirnefndar, Þórð Friðjónsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar sem situr þar enn. Þeim vinnu- brögðum mótmæltu sjómenn með því að draga fulltrúa sinn úr Verðlagsráðinu um tíma. Verði sá leikur endurtekinn núna má fastlega búast við að dagar ráðs- ins séu endanlega taldir og sjó- menn hætti starfsemi í ráðinu fyrir fullt og allt. Guðjón A. hefur sett fram þá kröfu í yfirnefndinni að fiskverð hækki núna um 15% sem leiðrétt- ingu á þeim mismun á fiskverði sem gildir fyrir vestan, norðan og austan og þess sem er á suðvest- urhorni landsins í grennd við fisk- markaðina. Það telur fisk- vinnslan vera alltof hátt. Nýlega landaði Páll Pálsson frá Hnífsdal 100 tonnum af þorski. Fallþung- inn var 1,75 kfló en fyrir kflóið fengust aðeins 30,30 krónur. Tveimur dögum seinna seldi Páll 51 tonn á Faxamarkaði. Fall- þunginn var þá aðeins 1,59 kfló en fiskkaupendur greiddu 39,34 krónur fyrir kflóið. Þá hafa fiskkaupendur í Grindavík boðið sjómönnum sjálfviljugir að borga 37 krónur fyrir kflóið af einna nátta lausum fiski en 38,90 sé hann í körum og 5% uppbót sé skipt við sama verkanda alla vertíðina. Fyrir kflóið af línufiski eru þeir tilbúnir að greiða 42 krónur. Þessi tilboð gerir fiskvinnslan á sama tíma sem hún þykist ekki hafa efni á að hækka lágmarks- verðið til þess eins að sjómenn úti á landsbyggðinni sitji við sama borð og aðrir. -grh Laugardagur 25. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.