Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 7
ALÞINGI Norðurlandaráðsþing Efnahagur efst á baugi Viðbrögð við innri markaði EB, frjáls viðskipti með fiskafurðir og seladráp verða í deiglunni áþingi Norðurlandaráðs sem hefst í Stokkhólmi á mánudag Aukin efnahagssamvinna Norðurlanda og viðbrögð þeirra við áformum Evrópubandalagsins um lokaðan innri markað aðildarríkja verður' að öllum iíkindum mál málanna á þingi Norðurlandaráðs sem hefst á mánudaginn f Stokkhólmi. Það sem einkum varðar hagsmuni ís- lendinga í þeirri umræðu eru fisk- veiðimálin, rannsóknir á fisk- stofnum og sjávarspendýrum, áform um að draga úr ríkisstyr- kjum til sjávarútvegs td. í Noregi og Danmörku auk óheftra við- skipta með sjávarfang. Einnig búast menn fastlega við hörku- umræðum um umhverfismál þótt vonir standi til að nýjasta þrætu- epli Norðmanna og Svía, seladráp hinna fyrrnefndu, ryksugi ekki upp knappan þingtímann. Héðan fer sveit 7 þingmanna á þingið auk 7 ráðherra, 13 starfs- manna ráðuneyta og allnokkurra fjölmiðlamanna einsog geta má nærri. Sem kunnugt er liggur allt þinghald niðri hér heima af þess- um sökum. Þingmannasveitin hóaði í fréttamenn í fyrradag og greindi frá því helsta sem á dagskrá verð- ur á þingi Norðurlandaráðs. Ólafur G. Einarsson stýrði fundi enda oddviti sveitarinnar en síð- an kynnti hver það sem helst er á döfinni í þeirri málefnanefnd sem hann situr í. Hjörleifur Guttormsson er fulltrúi mörlandans í efna- hagsnefndinni ásamt Þorsteini Pálssyni. Hún hefur unnið mikið starf við útfærslu ráðherratil- lagna um Efnahagsáætlun Norð- urlanda 1989-1992. Áætlun þessi er náttúrlega einsog menn sjá í hendi sér „samnorrænt svar“ við áformum Evrópubandalagsins Sjúkradagpeningar Tólf þúsund á mánuði Sjúkradagpeningar eru nú krónur 12.671 á mánuði! At- vinnuleysisbætur eru krónur 36.320 á mánuði og fréttir berast af því að fólk eigi erfitt með að ná endum saman með þá fjárhæð milli handa! Engu að síður er ekki í bígerð að hækka upphæð sjúkradagpeninga fyrr en alls- herjar endurskoðun almanna- trygginga er lokið. Sem vonir standa til að verði um miðbik þessa árs. Þetta kom fram á alþingi í fyrradag. Guðrún Helgadóttir spurði Guðmund Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hvort hann teldi þetta eðli- legt. Og ef ekki hvenær væri þá að vænta hækkunar. Nei, því fór fjarri að Guð- mundi þætti þetta nógu gott. En hitt væri annað mál að fjármunir væru af skornum skammti til að bæta úr þessu og yrði það ekki gert fyrr en almannatrygginga- lögin væru komin í nýtt og betra horf. Ráðherra kvaðst hafa athugað hvað það myndi kosta ríkiskass- ann á ári hverju að greiða sjúkum sömu upphæð og þeim sem lenda í slysum (16 þús. á mánuði). Nið- urstaðan væri: 70 miljónir. Nú sæti fjármálaráðherra sem boð- aði sparnað og aðhald og því yrði við ramman reip að draga að fá þessa hækkun, hvað þá að drífa sjúkradagpeninga upp að at- vinnuleysisbótum. ks „Ég verð bara í viku strákarmínir. Hratt flýgurstund." ÓlafurG. Einarsson, oddviti sendisveitaralþingis, Páll Pétursson og Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra eru á förum til Stokkhólms. Heima sitja ma. þeir Jón Kristjánsson, Ölafur Þ. Þórðarson og Arni Gunnarsson. um innri markað og tollmúra. Til þessa máls ver Norðurlandaráð 250 miljónum danskra króna. Hjörleifur sagðist ekki gera ráð fyrir stefnumótandi sam- þykktum Norðurlandaráðsþing- sins vegna EB fyrr en í Reykjavík að ári. Engu að síður væri ljóst að ítarlegar umræður færu fram um milliríkjaviðskipti í Stokkhólmi. Páll Pétursson situr í félags- og umhverfismálanefnd. Hún hefur margt á sinni könnu og þar á meðal er viðamikil ráðstefna um mengun hafsins sem fram fer dag- ana 16.-18. október í Kaup- mannahöfn. Þar munu þing- menn, ráðherrar og sérfræðingar frá Norðurlöndum, Bretlandi og fleiri Evrópuríkjum bera saman bækur sínar og leita lausna. Auk ofantaldra skipa þessir sendisveit þingmanna á Norður- landaráðsþing: Eiður Guðnason sem situr í laganefnd ráðsins, Óli Þ. Guðbjartsson sem sæti á í sam- göngunefndinni og Valgerður Bjarnadóttir sem rekur erinda okkar í menningarmálanefnd. Enn er óútkljáð hvar Norður- landaráðsþing verður hýst hér í Reykjavík á ári komanda. Þó þykir nær víst að það verði annað tveggja í Borgarleikhúsi eða Háskólabíói. ks Verðlagslög í takt við umþóttun Verðstöðvun kveður en þvíferfjarri að ríkið hyggist heimila að holskefla verðhækkana kaffœriþjóðlífið. Verðlagslögum var breyttí fyrradag í því augnamiði að efla verðlagseftirlit Lög um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti tóku breytingum á alþingi í fyrradag. Nýmælin eiga að greiða götu ráðstafana ríkis- stjórnarinnar í verðlagsmálum sem ganga í gildi nú við mánaða- mótin í lok verðstöðvunar. Einsog menn rekur minni til boðaði Steingrímur Hermansson forsætisráðherra efnahagsráð- stafanir á alþingi í öndverðum þessum mánuði og var vænn hluti máls hans helgaður verð- lagsmálum. Hann kvað engin rök vera fyrir því að banna verð- hækkanir með öllu eftir 1. mars þegar verðstöðvun lyki en þær yrðu undir ströngu eftirliti næstu 6 mánuði. En vendum okkar kvæði í kross, rekjum breytingarnar og orsakir þeirra: 1. Varamönnum í verðlagsráði verður fjölgað til þess að auka virkni þess. Á umþóttunarskeiði mun ráðið þurfa að vera ham- rammara en nokkru sinni fyrr sakir þess að allar verðhækkanir verða bornar undir verðlagsyfir- völd. Það gefur því auga leið hve brýna nauðsyn ber til þess að geta kvatt ráðið saman tafarlaust eða með skömmum fyrirvara. Sem sé: Varamönnum fjölgað og um- þóttun efld. 2. Vei þeim sem reynir að hliðra sér hjá því að láta verð- lagsstofnun í té umbeðnar og nauðsynlegar skýrslur og gögn. Fyrrum átti hann dagsektir yfir höfði sér en nú vofir 52. greinin (refsivöndur verðlagslaganna) yfir hans breyska höfði: Myndar- legar sektir og jafnvel fjögurra ára betrunarvist á vissri ríkis- stofnun við ítrekað brot. Einsog nærri má geta eiga hertar refsi- hótanir að stuðla að snurðulausri umþóttun. 3. Ríkisstjórnin hyggst láta fylgjast sérlega vel með verð- lagsbreytni einokunar- og mark- aðsráðandi fyrirtækja, aðilja sem ekki eiga í samkeppni við neinn en fólk verður að skipta við og gætu að óbreyttu selt sér sjálf- dæmi um prísa. Og í þessum efn- um á náttúrlega að selja ríkisfyr- irtæki undir sömu sök og fyrir- tæki í einkaeigu. Orkuvinnslufyr- irtæki og dreifiveitur eru einok- unarfyrirtæki í eigu hins opinbera en um ákvörðun orkuverðs er farið að sérstökum lögum. Vegna þessa var verðlagslögum breytt tímabundið svo orkusala félli undir þau um 6 mánaða skeið eða út alla umþóttun. ^ Sjúkraliðar fjölmenntu á þingpalla á þriðju- dag þegar Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra mælti fyrir breytingu á lögum um starf þeirra. Sá hængur er á núgild- andi lögum að sjúkraliða má því aðeins ráða til starfa að hjúkrun- arfræðingur sé á vinnustað. Þetta er bagalegt að því leyti að sjúkraliðum er gert ókleift að starfa undir stjórn annarra sér- fræðinga og/eða á stofnunum og deildum þar sem ekki vinnur að staðaldri hjúkrunarfræðingur. Samkvæmt nýmælunum verður þetta rýmkað, sjúkraliðar verði ábyrgir gagnvart einhverjum sér- stökum hjúkrunarfræðingi, td. deildarstýru eða yfirhjúkku, og ennfremur heimilt að starfa með td. lækni að fengnu sérstöku ráðuneytisleyfi. Flugleiðum og Flugmálastjórn ber ekki sam- an um það hvort flugfargjöld frá íslandi til Evrópu séu svipuð og fyrir samsvarandi flugvegalengd í Evrópu. Flugleiðir segja þetta í líkum dúr erlendis og hjá sér en Flugmálastjórn segir Flugleiðir með hærri prísa. Þetta kom fram í svari Steingrtms J. Sigfússonar við%rirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar um athugun á flugfargjöld- um, einkum innanlands. Benti fyrirspyrjandi á að það væri hrikalegt að þurfa að greiða 11.000 kr. fyrir far frá Vopnafirði til Reykjavíkur og til baka. Sam- gönguráðherra vissi ekki til þess að lækkun væri á döfinni en ef það væri einhverjum huggun þá gæti hann bent á að fargjöld í innanlandsflugi væru hærri á Grænlandi en hér. „Svo skal böl bæta...“ Eiður Guðnason tók til máls við þetta tækifæri og skammaði samgönguráðherra fyrir að flytja þingheimi litlar og ónógar fréttir af Arnarflugsmál- inu. Kvaðst þingmaðurinn telja sameiningu Flugleiða og Arnar- flugs í eitt flugfélag skástan kost einsog málum væri komið. Ráðherrann skyldi átta sig á því að þjóðnýting skulda Arnarflugs kæmi alls ekki til greina, fyrir því væri ekki meirihluti á löggjafar- samkomunni. Alþingi ákvað að hella þessum ósköpum yfir þjóðina, áhugi á bjórandófi virðist sáralítill á meðal almenn- ings og fjölmiðlar hafa kirjað nær einum rómi; bráðum koma bless- uð jólin. Því hafi úrtölumenn og talsmenn varúðar og heilbrigðs meðalhófs átt erfitt uppdráttar í forvamarstarfi. Þannig mæltist Svavari Gestssyni menntamála- ráðherra í fyrradag í umræðu um áfengisvarnir vegna yfirvofandi bjórflóðs. Guðrún Agnarsdóttir var hinsvegar bjartsýnni á mátt skynseminnar þótt vaða þyrfti gegnt straumnum og gagnrýndi „uppgjafartón" ráðherrans. Hún kvartaði undan því að fræðsla í skólum um skaðsemi bjórs hefði verið síðbúin og illa skipulögð. Illt væri þaö og að fjölmiðlar, einkum sjónvarpsstöðvarnar, skyldu hafa skorast undan þeirri ábyrgð að vara fólk, börn og fullorðna, við skuggahliðum bjórneyslu. Starfsmenn sinfóníuhljóm- sveitar íslands eiga ekki aðild að lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins og þykir Guðmundi Ágústssyni það ganga þvert á alla sanngirni. Því sþyr hann fjármálaráðherra hvort hann hyggist bæta hér um, breyta lögum um lífeyrissjóðinn á þá lund að sveitarmenn fái að- gang og hvort búast megi við frumvarpi til þess arna á núver- andi löggjafarþingi. Laugardagur 25. febrúar 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 'i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.