Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 4
FRETTIR Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, símtölum, símskeytum, ræðum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu 15. febrúar s.l. Sérstakar þakkir færi ég kirkjukór Akraness fyrir ógleymanlega heim- sókn og söng. Guð blessi ykkur öll Ragnheiður Guðbjartsdóttir Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefndist Cité Internati- onale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Norte Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalar- gjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalar- gestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af hús- næði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tíma- bilið 1. júlí 1989 - 30. júní 1990. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvals- stofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnar- nefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi um- sóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 22. mars n.k. Reykjavík, 22. febrúar 1989 Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða: Hjúkrunarfræðing á næturvaktir í heimahjúkrun frá og með 1. maí n.k. 60% starf. Sjúkraliða á kvöldvakt í heimahjúkrun. Hluta- starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þarfást, fyrirkl. 16.00 mánudaginn 6. mars n.k. Hugi P. Hraunfjörð Fannborg 1, Kópavogi andaðist að hjúkrunarheimilinu Reykjalundi fimmtudaginn 23. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Börn hins látna Aðstandendur Leikbrúðulands með Mjallhvíti, dvergana og nornina. Mjallhvít til Hollands Leikbrúðulandi hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri brúðuleikhúshátíð í Dordrecht í Hollandi í vor og mun sýna þar Mjallhvíti. Sýningum hér á íslandi er þó ekki alveg lokið því eftir jólafrí og hlé á sýningum vegna ófærðar hefur verið ákveðið að hafa fjór- ar sýningar á leikritinu. Pær verða næstu sunnudaga að Frí- kirkjuvegi 11 og hefjast klukkan 15. Miðasala er opin frá klukkan 13 sýningardagana en hægt er að panta miða í síma Æskulýðsráðs, 622215. Skipaskrá 1989 Elsta skipið 77 ára Siglingamálastofnun: Meðalaldur fiskiskipa er 17,5 ár og hefur lækkað um 1 ár Elsta skipið í íslenska flotanum er 5 brúttólesta þilfarsbátur Nakkur SU 380 sem smíðaður var 1912 en meðalaldur fiskiskipa er nú 17,5 ár og hefur lækkað um 1 ár frá því 1. janúar 1988. Þetta kemur fram í nýútkominni skrá yfir íslensk skip sem Siglingamál- astofnun ríkisins gefur út. Á aðalskipaskrá 1. janúar í ár voru skráð 1103 þilfarsskip og þar af 957 skráð sem fiskiskip, 32 þilf- arsskip eru skráð sem vöruflutn- ingaskip, en önnur skip skráð með hliðsjón af verkefnum sínum svo sem varðskip, farþegaskip, rannsóknaskip o.fl. eru samtals H4. Á síðasta ári fjölgaði þilfars- skipum um 66, fiskiskipum um 58, opnum vélbátum um 137, vöruflutningaskipum fækkaði um 2 og af skrá voru tekin 33 skip. Um áramótin voru umsamin og í smíðum 22 þilfarsskip en 14 fiski- skip voru í smíðum erlendis fyrir íslenska aðila. _grh Umhverfisvernd Landgræðslu- átak Félagasamtök á Húsavk eru að undirbúa landgræðslu- og land- nýtingarátak í bæjarlandinu, þar sem megináhersla verður lögð á skógrækt. Liður í undirbúningn- um er ráðstefna, sem haldin verð- ur á Hótel Húsavík Iaugardaginn 4. mars nk. Þar munu sérfræð- ingar á sviði landgræðslu og skó- græktar flytja erindi og landbún- aðarráðherra mun einnig mæta. Áformað er að bæjarlandinu verði skipt niður í reiti, sem út- hlutað verður til einstakra félaga og samtaka, er síðan fá það verk- efni að vernda gróður og rækta skóg á svæðinu. Er stefnt að því að hefjast handa þegar í vor. -ólg 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast viija réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í mars-apríl, ef þátttaka verð- ur nægjanleg. Þeim sem hyggjast þreyta slíkt próf, gefst kostur á að taka þátt í undirbúningsnámskeiði, sem hefst 6. mars n.k. Frestur til að tilkynna þátttöku í því námskeiði ertil 3. mars n.k. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Frestur til innritunar í próf er rennur út 14. mars n.k. og skal þá jafnframt greiða prófgjaldið, kr. 20.000. Skráning þátttöku í undirbúningsnámskeiðinu fer fram í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sími 609010. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. febrúar 1989 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Öldrunarþj ónustudeild Laus er staða verkefna- stjóra á vistunarsviði öldrunarþjónustudeildar Æskileg er menntum félagsráðgjafa, en starfið felst í yfirumsjón með húsnæðis- og vistunarmál- um aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Um er að ræða 100% stöðu sem er laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til 4. mars n.k. Umsóknar- eyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð. Nánari upplýsingar veitir Þórir S. Guðbergsson og Ásta Þórðardóttir í síma 25500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.