Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. febrúar 1989 41. tölublað 54. árgangur Formannqfundur ASI Samf lot í samningum Áhersla á hœkkun atvinnutekna undir 70þúsund krónum og kaupmáttartryggingu. Atvinna verði tryggð. Raunvextir verði ekki lœgri en3,5%. Óljóst hvort stefnt verði að skammtímasamningi eða langtíma. Ríkinu verði selt sjálfdœmi um vaxtakjör lífeyrissjóða, enda tryggi ríkissjóður lífeyris- og bótagreiðslur Formannafundur ASI hvatti í gær til breiðrar samstöðu að- ildarsamtakanna í komandi samningum og fól miðstjórn ASI ásamt formönnum landssam- banda og svæðasambanda að skipa viðræðunefnd til að ræða við ríkisstjórn og atvinnurekend- ur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ lagði ályktunina fyrir fund- inn og segir þar að viðræðunefn- din skuli starfa með Uiðsjón af þcim ályktunum sem hin ýmsu sambönd lögðu fyrir fundinn. Þá er hvatt til samstarfs við BSRB og önnur heildarsamtök launafólks þegar til viðræðna við ríkið kem- ur. Ályktanir þeirra sambanda sem eiga aðild að ASÍ eru um Umferðarráð Átak gegn ölvunar- akstri Gefið hefur verið út á vegum Umferðarráðs myndband og hljóðsnælda með lagi eftir Val- geir Guðjónsson „Eg held ég gangi heim" og er þvi ætlað er að minna fóik á að skilja bflinn eftir hafi bjór verið drukkinn. Hátt á þriðja þúsund manns eru teknir á ári hverju fyrir ölvun við akstur og mörg alvarlegustu umferðarslysin má rekja til ölv- unaraksturs. Bjór er áfengi en ekki framlen- ging af pilsner, það er staðreynd sem Umferðarráð og lögreglan vilja koma á framfæri ásamt á- minningu um þá hættu sem ölv- aður ökumaður skapar öðrum og sjálfum sér. Umferðarráð hefur lagt til að fyrirskipa reglugerðir þar sem fram kæmi að bjór og akstur ætti ekki samleið. Tillögum þessum hefur ekki verið svarað úr her- búðum ráðuneytanna. eb ég held ég gangi heim, syngur Valgeir, Eysteinn vildi ólmur aka af stað, en amma gamla í kjallaranum bannaöi honum það. Hér er skipt á gítar og bíllyklum, skynsamleg skipti það! Mynd - Jim Smart margt líkar í áherslum sínum, t.d. hvað varðar tryggingu atvinnuör- yggis, verulega aukinn kaupmátt atvinnutekna undir 60-70 þúsund krónum og kaupmáttartrygg- ingu. Þá var víða uppi krafa um að raunvextir yrðu lækkaðir og yrðu ekki hærri en 3,5%. Þá virt- ust menn sammála um viðræður við ríkisvaldið um „félagslega þætti" og samvinnu við BSRB og aðra í þeim málum, enda stæði BSRB víða betur í þeim efnum en ASÍ, eins og kom fram í máli Ás- mundar Stefánssonar. Hins vegar voru þær mörgu tillögur og hug- myndir sem framkomu ekki sam- ræmdar, en viðræðunefnd vænt- anlega látið það hlutverk eftir. Einkum virtust menn skiptast í tvö horn hvað varðaði samnings- tíma. Ásmundur Stefánsson mælti með skammtímasamningi, því þá mætti stilla saman strengi þeirra félaga sem nú hafa lausa samninga og þeirra sem gerðu samninga sem ekki losna fyrr en í haust. Þeir sem voru mótfallnir skammtímasamningum og þeirra á meðal er VMSf, benda á að í skammtímasamningi sé aðeins hægt að taka á fáum og afmörk- uðum lykilatriðum. Nú sé hins vegar þörf á að semja til lengri tíma því það gefi svigrúm til að taka á „stóru málunum", vaxta- málum, húsnæðismálum, verð- bólgunni o.s.frv. Fyrir fundinn voru einnig lögð drög að ályktun um vexti og: tryggingu lífeyrissjóða. Þar eru lífeyrissjóðir hvattir til að selja ríkisstjórninni sjálfdæmi um vaxtakjör sjóðanna „í sam- skiptum þeirra og húsnæðiskerf- isins, enda tryggi ríkissjóður lífeyris- og bótagreiðslur sjóð- anna til lífeyris- og bótaþega á sama hátt og hann tryggir lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna." -phh Norðurlandaráð Hjörleifur ávrtar Schliiter Forsœtisráðherra Dana segir Islendinga og Norðmenn vera á leiðinni í EB. „ Opnið landhelginafyrírgóða markaði íEvrópu. "Hjörleifur Guttormsson: Danmörk einmana land íBrussel-klúbbnum. Stillið okk- ur ekki upp á þennan hátt Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður sá ástæðu til að setja alvarlega ofaní við Paul Schliiter forsætisráðherra Dana á Norður- landaráðsþinginu í Stokkhólmi í gær, eftir að Schúter hafði látið þau orð falla í ræðu sinni til þingsins, að hann teldi Ifklegt að bæði ísland og Noregur gengju fljól t í Efnahagsbandalagið vegna eigin hagsmuna. Hjörleifur óskaði þegar eftir að fá að gera athugasemd eftir ræðu danska forsætisráðherrans og sagði m.a. að fiskveiðistefna EB væri þess eðlis að íslendingar gætu aldrei samþykkt hana. Hann bað ráðherrann einnig að svara því hvers vegna hann teldi að ísland og Noregur væru á Ieiðinni inn í EB. Sjálfur liti hann svo á að EB væri ekki eingöngu markaðsbandalag, heldur væri það að þróast í að verða víðtækt pólitískt bandalag og það mætti því skilja orð Schliiters á þann veg að framtíðarmarkmiðið væri að ná öllum NATO-ríkjunum inn í EB. Það skýrði hve lítið væri gert með stöðu Finna og Svía gagnvart EB. Paul Schluter svaraði Hjörleifi og sagði m.a. að með inngöngu í EB fengi fiskiðnaðurinn á íslandi aðgang að mun betri mörkuðum í Evrópu og því væri hægt að gefa eftir veiðiheimildir í landhelg- inni. Hjörleifur svaraði Schltiter öðru sinni og sagði m.a. að Dan- mörk væri einmana land í Brussel-klúbbnum og það væri ósanngjart af forsætisráðherran- um að stilla íslendingum á þenn- an hátt upp gagnvart þjóðarauð- lind sinni. **-* Miklar umræður urðu um Norðurlöndin og EB á þessum fyrsta fundardegi 37. þings Norðurlandaráðs. Áréttaði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í ræðu sinni í gær að íslendingar myndu ekki afsala sér réttindum yfir náttúruauðlindum landsins. Jafnframt skoraði hann á Finna að fallast á fullt verslun- arfrelsi með sjávarafurðir sem myndi stórlega liðka fyrir sam- stöðu Norðurlandanna og EFTA-landanna. -k./Stokkhólmi Alfreð Gíslason átti stórleik gegn Pól- verjum en Alfreð hyggst hætta í landsliðinu eftir þennan vetur. Handbolti „Strákamir" hlutu uppreisnæni r Islenska landsliðið vann syo sannarlega hug og hjörtu ís- lendinga um helgina. Um fjögur hundruð íslenskir áhorfendur hvöttu liðið UI sigurs í úrslitaleik B-keppninnar sem fram fór í Par- ís á sunnudag. Aðrir sem ekki áttu heimangengt sátu sem fastast við skjáina. Pólverjar voru lagðir að velli í frábærum úrslitaleik þar sem allt íslenska liðið fór á kostum. Leikurinn átti að vera kveðju- leikur Bogdans Kowalzcycks með íslenska liðið en verið getur að hann haldi áfram með liðið enda hlaut hann uppreisn æru í keppninni. Þá komu Danir á óvart með sigri sínum á V-Þjóðverjum um 7. sætið og falla þeir síðarnefndu niður í C-flokk en Danir voru dyggilega studdir af íslendingum. Sjá síðu 7 Hafísinn Jakar við Bjargtanga Þórjakobsson: ífyrsta sinn í 10 ár - Stakir ísjakar hafa sést úti fyrir Bjargtöngum og svo sunnar- lega hafa þeir ekki sést í 10 ár eða frá 1979," sagði Þór Jakobsson hafisfræðingur hjá Veðurstofu íslands. f gær kom Mánafoss frá Sauðárkróki til ísafjarðar og hafði Þór það eftir skipstjóranum að siglingaleiðin fyrir Horn væri greiðfær í björtu en afar varasöm í myrkri. Á leið skipsins varð vart við ís út af Óðinsboða en fátt um ís út af Horni. Talsvert var af ís út af Straumnesi og að Rit. Ekki er nákvæmlega vitað um legu meginíssins en þó er talið að hann hafi færst nær landinu um helgina í þeim veðraham sem þá var. Að sögn Þórs mun vindátt verða ísnum óhagstæð næstu daga en þeim mun hagstæðari landsmönnum. Gangi sú spá eftir mun ísinn reka frá landinu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.