Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 11
LJÓSVAKINN Ekkert nöldur Ingibjörg Haraldsdóttir Ég sem ætlaði að vera svo já- kvæð í þessum pistli. Var stað- ráðin í að skrifa ekki neikvætt orð. Ekkert nöldur, aldrei þessu vant. Ég ætlaði að byrja á að dásama Sjónvarpið Okkar fyrir þessar yndislegu miðvikudagsmyndir. Segja eitthvað á þessa leið: Petta er einmitt það sem sjón- varp á að gera. Sýna þjóðinni góðar kvikmyndir, gamlar og nýjar, frá öllum mögulegum löndum, ekki bara amerískar. Víkka sjóndeildarhringinn, gera miðvikudagana að sunnudögum í annars litlausri tilveru okkar - nei, þarna gekk ég nú kannski fulllangt - jæja, ég breyti því þá bara pínulítið. Altént átti boð- skapurinn að vera þakklæti. Já- kvætt og blítt. Svo sýndu þeir myndina sem ég hafði beðið eftir. Myndin var yndisleg, Trúnaður eftir Istvan Szabo sem er einhver albesti kvikmyndaleikstjóri sem nú er uppi í heiminum, frægastur fyrir Mefisto, sem sjónvarpið er reyndar líka búið að sýna. Trún- að gerði Szabo fyrir u.þ.b. 10 árum og mig minnir að hún hafi einhverntíma verið sýnd hér á kvikmyndahátíð. Hún segir frá ást í meinum. Ein af þessum austurevrópsku myndum sem maður gæti hugsað sér að sjá aft- ur og aftur af því að þær eru svo sannar, svo manneskjulegar og lausar við gervimennsku. Upplýsingastreita En... Það eru þessar skramb- ans ellefufréttir. Haldiði ekki að mennirnir klippi bara á þráðinn og fari að sýna auglýsingar í miðri mynd (ég hélt það væri bannað að fleyga myndir með auglýsing- um?) og svo kom loðnan og atvinnulífið og tapreksturinn og öll kvalafullu málin og loks þegar það var allt búið þá var aftur tekið til við Szabo. Morð, segi ég. Ætti að varða við lög að fara svona með listaverk. Mér finnst það hljóti að vera klaufaskapur að geta ekki púslað dagskrána betur. Alveg burtséð frá þeirri skoðun minni, svona prívat og persónulega, að þessar ellefufréttir megi missa sig. Ég las nefnilega um daginn í mogganum að þeir í Ameríku væru búnir að finna upp nýjan sjúkdóm: upp- lýsingastreitu. Við fáum, segja þeir, alltof mikið af upplýsingum og getum ekki nýtt þær allar, fyll- umst bara streitu af því að okkur fínnst endilega að við eigum að vita svo mikið en það er lífsins ómögulegt að mannsheilinn geti vistað allt þetta magn af upplýs- ingum. Petta tek ég heils hugar undir, þótt það hafí staðið í mogganum og sé þar að auki komið frá Am- eríku. Ég stend sjálfa mig iðulega að því að hafa horft á heilan frétt- atíma án þes að geta á eftir svarað þessari einföldu spurningu: hvað var í fréttunum? Þá kemur í ljós að ég var að hugsa um eitthvað annað meðan imbinn malaði. Það var bara ekkert pláss á mín- um disklingi (þið sjáið að ég er farin að tileinka mér tölvumál- far). Svo geta náttúrlega fréttafíkl- arnir verið í meirihluta og kannski eru ellefufréttirnar bráð- nauðsynlegar, hvað veit ég. En í guðanna bænum, ekki láta það koma niður á góðum bíómynd- um! f kvikmyndahúsunum eru hlé stundum réttlætt með því að bíógestirnir þurfi að fá sér kók og smók og popp á klukkutíma fresti, þótt allir viti auðvitað að það eru bíóstjórarnir sem þurfa að græða. En virðuleg sjónvarps- stöð hefur enga slíka afsökun. Hún á að haga dagskránni þannig að efnið njóti sín sem best. Hvernig sem hún fer að því. íslensk þáttagerð Ég veit ekki hvort ég er ein um þá skoðun að eitthvert lánleysi hafi verið yfir íslenskri þáttagerð í vetur - með nokkrum heiðar- legum undantekningum, auðvit- að. Nú um helgina voru sýndir tveir þættir sem mér fannst stað- festa þessa skoðun mína. Sá fyrri hét Opið hús og var auglýstur sem „skemmtiþáttur þar sem skyggnst er bak við tjöldin hjá Útvarpi og Sjónvarpi". Ég var að velta því fyrir mér hvers vegna þessi þáttur hefði verið svona grátlega leiðinlegur og svona ótrúlega ófróðlegur og komst að þeirri niðurstöðu að þeir sjónvarpsmenn hefðu ekki getað komið sér saman um hvers- konar þátt þeir ættu að búa til. Einhver hefði sagt þeim að gera þátt um stofnunina, en þeir hefðu ekki treyst áhorfendum til að um- bera fræðsluþátt eða hráan áróður. Því hefðu þeir ákveðið að gera skemmtiþátt. Hugmynda- flugið nær svo ekki lengra en að Ladda þegar skemmtiþátt ber á góma og þá er bara treyst á hann. Laddi er oft ágætur, en hann þarf auðvitað handrit einsog aðrir leikarar ef hann á að leika hlut- verkið sitt. Það er ekki nóg að snýta sér þrjátíu sinnum og segja ha og uss og svei svei í tíma og ótíma. Og þessi stjörnudýrkun á Hemma Gunn og Elsu Lund fer nú bráðum að verða svolítið pín- leg, er það ekki, strákar? Hinn þátturinn var Ugluspegill í umsjá Helgu Thorberg. Þar var sami vandræðagangurinn á ferð, einsog enginn hefði getað ákveð- ið í eitt skipti fyrir öll um hvað þátturinn ætti að vera, til hvers og fyrir hverja. Umfjöllun um snert- ingu varð fyrirvaralaust að um- fjöllun um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og svo var farið að skamma karlmenn fyrir slælega framgöngu í tiltektarmálum á heimilum sínum og vinnustöð- um... Hugmyndin um dagvistar- stofnanir þar sem karlar á aldrin- um 40 til 60 ára eru geymdir frá níu til fimm á virkum dögum finnst mér mjög aðlaðandi og hún átti sannarlega betra skilið en að lenda í Þorsteini Pálssyni. Ekkert jákvætt? Svona fór um sjóferð þá. Einn nöldurpistillinn enn. Þrátt fyrir góðan ásetning í upphafí. Var þá ekkert gott í útvarpi og sjónvarpi í síðustu viku? Jú, auðvitað, hell- ingur. Maður er bara svoddan meinhorn. Reyndar er ég að komast á þá skoðun að ljósvaka- rýni sé mestan part óþörf meðan þátturinn 89 á stöðinni er við lýði - strákarnir þar taka af manni ómakið. Má ég annars ljúka pistlinum á lofrullu um danskan framhalds- myndaflokk fyrir börn, Gullregn, sem lauk í síðustu viku. Það var almennilegt sjónvarpsefni sem börn og fullorðnir og allir þar á milli höfðu gaman af. Hörku- spennandi krakkakrimmi, byggður á handriti Anders Bod- elsen, sem er glúrinn reyfarahöf- undur einsog margir vita. Mættum við fá meira að heyra og sjá af norrænu barnaefni. Fer ekki að verða kominn tími á ein- hverja af sögunum hennar Astrid Lindgren? Það er að vísu stutt síðan Rasmus á flakki var á dag- skrá, en mig grunar að sum lítil börn séu að verða stór án þess að hafa séð Línu langsokk og Emil í Kattholti... Þórður húsvörður - ekki kominn á eftiríaun. í DAG ÞlOÐVILIINN FYRIR50ÁRUM VerkamennimirúrV.H.ganga í Hlíf. Vinna hafin að nýju í Hafn- arfirði í gær. Stjórnir Bretlands og Frakk- landsviðurkenna Franco. Stofnþing Landssambands farfuglafélaganna. Krúpskajalátin. 28. FEBRÚAR þriðjudagur í nítjándu viku vetrar, tíundi dagurgóu, fimmtugasti og níundi dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 8.39 en sest kl. 18.43. Tungl hálftog minnkandi. VIÐBURÐIR Uppreisnin í Kronstadt hefst 1921. Félag íslenskra hljóðfæra- leikara stofnað 1932. Verka- lýðsfélag Hríseyjarstofnað 1932. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 24. febr.-2. mars er í Apóteki Austur- bæjarog Breiöholts Apóteki. Fy rrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvllið og sjúkrabílar: Reykjavik........r.sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........simi 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsiö Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Simi688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspelium, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugat ólks um alnæmisvand- ann vilja styðja við smitaöaog sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 224400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 27. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar....... 51,14000 Sterlingspund............. 89,73800 Kanadadollar.............. 42,64500 Dönskkróna................ 7,21810 Norskkróna................ 7,67580 Sænskkróna................ 8,16410 Finnsktmark............... 12,01600 Franskurfranki............ 8,25940 Belgiskurfranki........... 1,34140 Svissn.franki............. 32,94040 Holl. gyllini............. 24,93420 V.-þýsktmark.............. 28,14300 Itölsk líra............... 0,03817 Austurr. sch.............. 4,00230 Portúg. escudo......... 0,34130 Spánskurpeseti............ 0,44760 Japansktyen............... 0,40531 Irsktpund................. 75,01500 KROSSGÁTA —— 2 3— n 4 6 3 r ^ i^J ■ • 10 n 11 12 - i 13 □ 14 • 18 18 r^ L J 18 L. J 10 20 22 ■ n 24 • 28 ' Lárétt: 1 skán4gerlegt 8gálaus9espaði 11 hlífa 12 spjald 14 tví- hljóði 15 gæfu 17 hittir 19mundi21 iðki22róa 24fugl25 bleyta Lóðrétt: 1 púar2skafi 3veiki4tæröhlass6 ýfa7ófúsi 10gunga 13 dropa 16 blunda 17 ró- Ieg18liðug20verkur 23þegar Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 fúsk4hóir8 loforði9dræm 11 lint 12dagmál 14AA15 ultu 17skæri 19nói21 kaf 22 tagl 24 órar 25 fimi Lóðrétt: 1 fædd2slæg 3 kommur 4 hollt 5 óri 6 iðna 7 ritaði 10 raskir 13 álit 16 ungi 17 sló 18 æða20ólm23af Þriðjudagur 28. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.