Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Gætir heilbrigðisráðherra hagsmuna almennings? Ég þakka heilbrigðisráðherra nýlega birt svar við fyrirspurnum sem ég bar fram í greinum í Tím- anum og Þjóðviljanum í janúar. Að vísu er beinum spurningum mínum ekki svarað nema að hluta en engu að síður gefnar gagnlegar upplýsingar. Ég vænti þess að það sem við höfum sett þarna á þrykk um síðustu samn- inga Tryggingastofnunar um greiðslur til sérfræðinga með sjálfstæðan rekstur í lækningum hafi skýrt sitthvað um það mál og fleira. Og veki efasemdir um fagnandi blaðafyrirsagnir um væntanlegan sparnað af þeim samningum. Þótt ríkisstjórnin og heilbrigðisráðherra hafi lýst yfir vilja til að draga úr kostnaði ríkis- ins af sérfræðingarekstrinum er hæpið að nokkuð gerist í raun. „Svar“ heilbrigðisráðherra talar sínu máli um það. Hörður Bergmann skrifar fræðingareikninga. Úr því að hægt var að reka kerfið á þeim skynsamlega grunni fram til 1984 ætti það að vera auðvelt nú og hljómarundarlegaað það „... var talið ljóst að ekki væri hægt að ekki, „ ... að í samningunum er gert ráð fyrir því að 50% af tekj- unum fari í kostnað." Ef þetta er samningsákvæði er það alvarleg- asta dæmi sem ég þekki um það að ráðherra og embættismenn, En það er óþarfi að velta frekar vöngum yfir þessu hér. Samn- inganefnd Tryggingastofnunar ríkisins hlýtur að hafa þetta á hreinu og því auðvelt fyrir heilbrigðisráðherra að upplýsa „Raunar leyfi ég mér aðfullyrða að samning- inn megi skoða semframhald á dapurlegri sögu þess hvernig almannahagsmunum hefur verið fórnað hvað eftir annað ísamningum, sem núverandi og nokkrir síðustu heilbrigðis- ráðherrar bera ábyrgð á. “ viðskiptavinirnir þá orðið marg- ir? Hlutur sérfræðinganna í þétt- býlinu hefði þá kannski orðið í hlutfalli við það sem gerist í dreif- býlislæknishéraði með heilsu- gæslustöð. Enginn hálaunahópur tekur þá áhættu að svipta sig starfsgrund- vellinum með því að hætta að láta ósýnilega stóra bróður borga og gera kröfur sínar sýnilegar al- menningi. Það er hluti ómetan- legra forréttinda að geta látið annan fjarstaddan aðila borga þjónustu sem seljandinn og not- andinn hafa báðir hag af að sé sem mest en þriðji aðilinn hefur ekkert um að segja. En þar sem þegar er offramboð á sérfræði- þjónustu lækna í flestum greinum hlýtur lögmál framboðs og eftir- spurnar að gefa tækifæri til að lækka taxtana almenningi til hagsbóta. Sóunarkerfið rekið áfram Grein Guðmundar Bjarna- sonar heilbrigðisráðherra sannar margt um það hve veik gæsla al- mannahagsmuna gagnvart sér- hagsmunum getur orðið innan stjórnkerfisins. Hann telur í byrj- un greinar sinnar að hagsmuna almennings hafi verið gætt í um- ræddum samningum með því að fólk „... á áfram kost á læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa ... með því að draga úr kostnaði við sér - fræðilæknishjálp um 86 milljónir króna ... með því að koma í veg fyrir að sérfræðingar settu sér sína eigin gjaldskrá...“ Ég fæ ekki séð hvernig það þjónar almannahagsmunum að greiða hæstu taxta, sem notaðir eru innan heilbrigðiskerfisins, til að greiða sérfræðingum með einkarekstur fyrir að sinna sjúk- lingum með kvef, hálsbólgu, iðrasótt,inflúensu og hefðbundn- a barnasjúkdóma. Slíkir kvillar virðast meira en 90% þess sem upp er talið í árlegu yfirliti land- læknisembættisins um sóttarfar og sjúkdóma. Og má ég enn minna á það sem ég gat um í janú- argreinunum: í dæmigerðu lækn- ishéraði í dreifbýli enda innan við 2% erinda fólks, sem leitar til heilsugæslustöðvar, með tilvísun til sérfræðings. Borgarlæknir upplýsir aftur á móti í grein í Tím- anum 29.8. 1987 að í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, Ak- ureyri, Húsavík, Neskaupstað og fleiri þéttbýlisstöðum fari „... yfir 75% læknakostnaðarins til sér- fræðinga." Og lætur borgar- læknir, Skúli Johnsen, mörg stór orð falla þarna og víðar um fárán- leika þessa kerfis. Heilbrigðisráðherra upplýsir í grein sinni að kostnaður af sér- fræðilæknishjálp hafi hækkað um 26% á milli áranna 1986 og 1987 og um 17% milli 1987 og 1988. Þetta er býsna alvarleg þróun hjá þjóð sem býr við góða heilsu. Því er ekki að furða þótt spurt sé hvers vegna ákveðið var að halda áfram að brjóta það ákvæði al- mannatryggingalaga að tilvísun frá heimilislækni sé forsenda þess að Tryggingastofnun greiði sér- taka tilvísanakerfið upp að nýju nema með ítarlegri endurskipu- lagningu á því formi sem áður var í gildi og með meiri undirbún- ingi.“ Hvað telst veik gæsla al- mannahagsmuna ef ekki það að þurfa fimm ár til að undirbúa það að taka aftur upp rekstrarform sem veitt var undanþága frá til eins árs í tilraunaskyni árið 1984? Og upplýsa almenning ekki um árangur tilraunarinnar nema óbeinlínis, sbr. áðurnefndar kostnaðarhækkanir vegna einka- rekstrar sérfræðinganna síðustu ár! Sparnaður óváss Heilbrigðisráðherra fullyrðir að sparnaður af umræddum samn- ingum verði 86 milljónir en gefur fáar skýringar á því hvernig það muni gerast. Skýringarnar benda til að áætlaður sparnaður náist því aðeins að meirihluti þeirra, sem eru í fullu starfi við umrædd- an rekstúr eða nálægt því, nái meira en 4000 einingum eða tæp- um 400.000 kr. á mánuði í tekjur. Þeir sem eru í fullu starfi hjá því opinbera eða hlutastarfi fara hinsvegar að gefa afsláttinn að fengnum 2000 einingum í auka- vinnunni sinni, eða um 200.000 kr. tekjum. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráð- uneytinu, hefur eins og ég benti á, lýst í blaðaviðtali efasemdum um að nokkur sparnaður náist með samningunum. Svo skýringa er þörf. I stað þess að skýra þetta nánar eyðir Guðmundur Bjarnason miklu rúmi í að ræða um lækna- laun og sérfræðingalaunin sér- staklega og fer m.a. að giska á tímakaup hjá einhverjum þeirra miðað við ákveðna yfirvinnu. í þeim tilgangi að sanna að launin séu lág. Það ber fremur vott um umhyggju fyrir hálaunahópi en þeim sem borga brúsann. Einnig er mér gerður upp mis- skilningur um launin og hann leiðréttur. Ég tók skýrt fram í lengri gerð greinar minnar, sem birtist í Tímanum 11. jan., að rekstrinum fylgdi kostnaður sem dregst frá tekjunum. Hitt vissi ég sem starfa á ábyrgð hans, gæti ekki almannahagsmuna og láti sérhagsmuni ráða. Það er augljóslega rangt og óréttlætan- legt að reikna með því að kostn- aður við að afla 100.000 kr., 300.000 kr. eða 600.000 á mánuði með því að reka læknastofu sé alltaf 50%. Hann er augljóslega tiltölulega minni eftir því sem tekjurnar verða hærri. Húsaleiga hlýtur t.d. að jafnaði að vera sú sama hjá tveimur sérfræðingum sem eru í fuilu starfi við rekstur- inn þótt annar taki tvöfalt meira inn. Og það fær mig enginn til að trúa því að rekstrarkostnaður við að ná inn 400.000 kr. á mánuði með rekstri lækningastofu sé 200.000 kr. Ég gæti vel trúað að húsaleigan væri um 20.000 kr. Fjórðungur af launum síma- og aðstoðarstúlku á móti öðrum gæti verið rúmar 15.000, orku- og símakostnaður álíka og efnis- kostnaður er einhver hjá sumum sérfræðingum. 50-60 þúsund í rekstrarkostnað þykir mér lík- legt, eða um 25-30% hjá þeim sem hafa 200.000 í tekjur og minna hjá þeim sem hafa meira. hvernig hagsmuna almennings er gætt í þessu efni. Ég vona satt að segja að upplýsingar ráðherrans um 50 prósentin séu á misskiln- ingi byggðar. En meðal annarra orða. Hvernig er það réttlætt að há- launahópur eins og læknar skuli fá samning um að íeljast í fullu starfi þótt 9 klst. á viku séu notað- ar á eigin stofu eins og ráðherr- ann upplýsir? Er ekki meira rétt- læti í að heimila láglaunahópum að nota hluta af föstum vinnut- íma til að afla aukatekna? Óþarfur ótti Ótti heilbrigðisráðherra við að sérfræðingarnir settu sína eigin gjaldskrá, sem vafalaust yrði langtum hærri en sú gjaldskrá sem samningurinn við Trygginga- stofnun ríkisins byggir á“ er óþarfur. Sérhagsmunahópur, sem kann að gæta hagsmuna sinna, tekur ekki þá áhættu að reka frá sér stóran hluta við- skiptavinanna. Hvað þá að hætta á að „... almenningur hefði þurft að greiða að fullu fyrir alla sér - fræðilæknishjálp.“ Hvað hefðu Öðrum til fyrirmyndar? Guðmundur Bjarnason kallar svargrein sína „Óðrum til fyrir- myndar." Ekkert í textanum skýrir hvað við er átt. E.t.v. er átt við að umræddir samningar og sú gæsla almannahagsmuna, sem þeir bera vott um, sé til fyrir- myndar. Ég vona að ljóst sé af þessum stuttu athugasemdum mínum að ég tel fjarri lagi að svo sé. Raunar leyfi ég mér að full- yrða að samninginn megi skoða sem framhald á dapurlegri sögu þess hvernig almannahagsmun- um hefur verið fórnað hvað eftir annað í samningum sem núver- andi og nokkrir síðustu heilbrigð- isráðherrar bera ábyrgð á. Mál er að linni. Og verði Guð- mundur Bjarnason til þess að snúa þeirri öfugþróun við og ná árangri í því að verja hagsmuni almennings gagnvart sérhags- munum innan heilbrigðiskerfis- ins verður hans minnst með þakklæti í sögunni. Og það er engan veginn vonlaust að svo verði. Viljinn er fyrir hendi þótt verkin séu ekki farin að tala. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 2. FL. B1985 Hinn 10. mars 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.124,30 _ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1988 til 10. mars 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2346 hinn 1. mars 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1989. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.