Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. mars 1989 42. tölublað 54. árgangur Öskjuhlíð Ognar glerhýsið fluginu? Flugmálastjórn vinnur að athugun áþvíhvort spegilglerið á Reykjavíkurflugvelli hœttulegt. Flugmenn segja Oskjuhlíðinni gœti reynstflugumferð á að rétt sé að kanna málið Avegum flugmálastjórnar er nú unnið að athugun á því hvort glerið sem setja á í útsýnishúsið á hitaveitutönkunum á Öskjuhlíð geti reynst flugumferð á Reykja- víkurflugveHi hættulegt. Guðni Jóhannesson, fulltrúi í stjórn veitustofnana Reykjavík- ur, vakti máls á þessu á borgar- stjórnarfundi nýlega. Hann benti á að gert væri ráð fyrir að glerið endurkastaði um 70% þeirrar birtu sem fellur á húsið og það gæti haft í för með sér hættu fyrir flugmenn sem koma inn til lend- ingar á Reykjavíkurflugvelli vegna endurkasts sólar. Þjóðviljinn hefur leitað álits flugmálastjóra á þessari hættu og hefur hann sett í gang athugun á hvort slíkt geti átt við rök að styðjast. Flugmálastjórn hefur ákveðið að senda fyrirspurn til bandarískra flugmálayfirvalda og leita eftir áliti þeirra. En þar munu álíka spegilbyggingar vera Fiskverð 8%hækkun Samkomulag um verð í yfirnefnd Sjómenn og útvegsmenn voru sammála fiskvinnslunni um al- mennt fiskverð á fundi yfirnefnd- ar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær. Fiskur hækkar að meðaltali um rúmlega 8% frá 15. febrúar 1989 umfram þá 1,25% hækkun sem kveðið var á um í bráða- birgðalögum frá því í september, en hækkunin er misjöfn eftir teg- undum. Verðið gildir til 31. maí 1989. SA Norrœnn kvikmyndasjóður 630 miljónir til ráðstöfunar Samstarfsráðherrar Norður- landa samþykktu á fundi í Stokk- hólmi 27. febrúar að stofnaður yrði norrænn kvikmyndasjóður. Kvikmyndasjóður þessi á að hafa 90 miljónir danskar krónur, eða jafnvirði 630 miljóna íslenskra króna til ráðstöfunar. Ráðgert er að sjóðurinn fái einn þriðja upp- hæðarinnar, af opinberu fé, ann- an frá sjónvarpsfyrirtækjum og loks eiga kvikmyndafyrirtæki að leggja til 30 miljónir danskar krónur. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lagði mikla áherslu á að þetta verkefni næði fram að ganga. Hann telur mikilvægt að styrkja norrænar kvikmyndir og sjónvarpsefni til þess að stemma stigu við engilsaxneskum áhrif- um. eb taldar varasamar í nágrenni flug- valla. Þjóðviljinn hefur rætt við nokkra flugmenn og er það sam- dóma álit þeirra að rétt sé að kanna þetta mál. Flugmenn segja að snögg blinda af völdum sól- arljóss geti reynst mjög alvarleg þegar flugmenn koma inn til lendingar á miklum hraða og þá skipti sekúndur máli. Borgaryfirvöld hafa ekki tekið þessar ábendingar alvarlega og hefur arkitekt hússins lýst því yfir að ekki sé ástæða til að hræðast endurkastið. Flugmenn eru hins vegar á annarri skoðun og benda á að þótt ólíklegt sé að endurkast- ið verði til mikilla vandræða gæti það orsakað slys, og eitt slys af þessum völdum er einu slysi of mikið, eins og einn flugmaðurinn orðaði það. -«g ... ..... i9 ^tM^ ^Ehit** ' ? . ' BP**^,<*^ ,^H •wí :> 0W > Ö^iiJí b Hm ! it* . .*•, 1 tp 'M ^Br K mm0$P»Í ¦Kr'' few 4 wm W 't ' ™* ipm r ¦í Æm f M mm*-' ¦ BF-T &Æ ^i • W1 m "*% * y2|jfc—*¦ ¦*§ — '' * Viö erum hreykin af ykkur. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók á móti íslenska handknattleikslandsliðinu við komu þess til landsins í gær og hrósaði þeim fyrir árangurinn. Vigdís lét sig ekki muna um að bíða í þrjár klukkustundir eftir landsliðinu en hér heilsar hún fyrirliðanum, Þorgils Óttari Mathiesen. Við hlið hans standa þeir Kristján Arason og Geir Sveinsson. Auk forsetans fluttu Steingrímur J. Sigfússon, starfandi menntamálaráðherra, og Matthías Á. Mathiesen, formaður undirbúningsnefndar fyrir HM 95, ávörp og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HS(, þakkaði fyrir glæsilegar móttökur. Mynd - Þóm. Málsókn Flugleiða Hörð mótmæli í Flugráði Kristinn H. Gunnarsson: Málshöfðunin þvert á almenn sjónarmið - Þessi þróun hlýtur að vera flugmálayflrvöldum mikið' áhyggjuefni og vekur efasemdir um það hvort stjórnendur Flug- leiða hf. geti haldið uppi eðli- legum samskiptum við starfs- menn sína og stéttarfélög þeirra og ennfremur hvort félagið geti sinnt sérleyfum sínum inna nlands með viðunandi hætti, segir í harðorðri bókun sem Kristinn H. Gunnarsson lagði fram á fundi Flugráðs í gær, þar sem hann mótmælir stefnu Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Kristinn er formaður Vers- lunarmannafélags Bolungarvíkur og í bókuninni sem hann lagði fram í ráðinu í gær segist hann áskilja sér rétt til að tala fyrir sjónarmiði verkalýðshreyfingar- innar í Flugráði. Jafnframt bend- ir Kristinn á að í 83. grein laga um loftferðir nr. 34/1964 sé tekið fram að leyfi til loftferðastarf- semi, m.a. sérleyfi, sé háð því skilyrði að almenn sjónarmið styðji það. „Að mínu mati gengur málshöfðun Flugleiða hf. þvert á almenn sjónarmið," segir Krist- inn í bókun sinni. Hann segir að sett hafi verið á svið atburðarás til að skapa ágreining við stéttarfélög versl- unarmanna um mál sem hafi ver- ið ágreiningslítið fram að þessu. -1 málshöfðun Flugleiða hf. felst sú krafa að félagið geti mannað stöður starfsmanna í verkfalli með yfirmönnum og utanfélagsmönnum. Með þessari kröfu er í raun vegið að verkfalls- rétti starfsmanna félagsins. Gegn þessu hljóta stéttarfélög starfs- manna Flugleiða hf. að snúast af alefli og raunar verkalýðshreyf- ingin í heild, segir einnig í bókun Kristins H. Gunnarssonar. -Ig- Skúlamál „Réttarfarslegt slys" Undirréttur telur ráðuneytið í rétti í Skúlamálum Þetta er réttarfarslegt slys, sagði Skúli Alexandersson um dóm bæjarþings Reykjavíkur í kunnu máli Skúla gegti sjávarút- vegsráðuneytinu „og ég öfunda ekki þá sem fá þennan dóm sér hliðhollan". Úrskurður Borgardóms var að ekki yrði efast um heimildir ráðu- neytisins til að sekta fyrirtæki Skúla á Hellissandi eftir líkum. Ráðuneytið taldi á sínum tíma að Jökull hf. og fleiri fyrirtæki hefðu sagt rangt til um afla, og miðaði þá við framleiðslumagn í húsinu, en Skúli sagði nýtingarmat ráðu- neytisins útí hött. - Það eru vonbrigði að undir- réttur skuli viðúrkenna að fram- kvæmdavaldið skuli hafa dóms- vald og geta dæmt menn raka- laust á líkum, sagði Skúli í gær við Þjóðviljann, og hefur þegar ákveðið að áfrýja til hæstaréttar: „Það hvarflar ekki að mér annað en að ég fái uppreisn á næsta dómstigi." -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.