Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Undarlega brá við að Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, kunnur málsvari þeirra sem halda vilja okkur á íslandi utanvið margan ósóma, skyldi gerast tals- maður hlutafélagsins Hvals. í grein frá 24. febrúar s.l. sárvor - kennir hann Islendingum sökum þess að hvalfriðungar leggja kapp á að knýja þjóðina til undanhalds og hann hlakkar í þeirri hrekk- lausu trú sinni að „niðurstöður rannsóknaráætlunarinnar“ geti kollvarpað röksemdum hvalfrið- unga. Þegar til enda greinar Árna dregur sést reyndar álíka einföld trú; sú að knýjandi þörf nauðbeygðrar þjóðar hafi verið að gefast undir vald norsku krún- unnar á 13. öld. Ég hélt reyndar, frelsisvinur góði, að fyrir löngu væri séð, að það voru höfðingjar landsins sem áttu hagsmuni sína undir kóngi og létu þá undir kóng - var tekið mark á alþýðu manna þá fremur en í verkfalli Alþýðu- sambands íslands árið 1946 þegar Keflavíkursamningurinn var gjörður? í augum leikmanns sem er á látlausum flótta undan tímans mörgu rásum og hefur heyrt undanogofan af því sem er að gjörast í „hvalamálunum" eru þverúðarfull orð Árna Björns- sonar einsog seiður sem töfra- Látum undan Guðrún Ása Grímsdóttir skrifar maður landstjórnarmanns fer með yfir dýri steiktu lífs við eld; alþýðu, fallbyssufóðrinu, er ekki ætlað annað en horfa og hlusta - andmæla þeirri trú. í grein sinni gerir Árni hlægilega einu hald- bæru röksemd okkar sem viljum þyrma hval; þá að okkur þykir trúum við sé hin eina sem við get- um sigrað með hvenær sem öllu ætlar úr að slíta og hún, ein rök- semda, er ósigrandi. „Við höfum enga röksemd til verndar hvalnum aðra enþessa: Við viljum lífifrið af þvíað okkurþykir vœnt um líf. Nóg önnur dýr en hval höfum við að éta, en höfum ekki manndóm ennþá til þess að hœtta því. “ ekki æpa, ekki skilja, ekki finna til með fórnardýrinu, hvalnum sem enn andar uppúr sjónum. Árni Björnsson trúir því að nið- urstöður vísindarannsókna sem studdar hafa verið af hvalveiður- um verði birtar án dular þótt þær kynnu að binda endi á veiðar. Það þykir líklega ósæmilegt að vænt um hval. Enga röksemd þekkjum við haldbærari en þessa; því göngum við stundum á malbiki alla leið sunnan frá sjó og á Lækjartorg; okkur þykir vænt um ísland og því til verndar þarf ekki her; væntumþykja okkar skal duga og verja landið okkar frá fjöru til fjalls. Þessi röksemd Eins er með hvalinn, þetta stóra spendýr sem forsjónin lét svo oft á liðnum öldum reka að ströndum íslands þá hungur svarf að bændaþjóð - við höfum enga röksemd til verndar hvalnum aðra en þessa: við viljum lífi frið af því að okkur þykir vænt um líf. Nóg önnur dýr en hval höfum við að éta, en höfum ekki manndóm ennþá til þess að hætta því. Smámsaman lærum við nýja að- ferð til þess að bjarga okkur án þess að deyða. Kannski ekki fyrren eftir mörg þúsund ár. Við erum rétt nýbyrjuð að læra að láta undan þeim sem biðja um líf; frið. Nú eigum við kost á því að friða hval; okkur er gefið tækifæri til þess að stíga raunverulegt skref í „friðarmálum". Hugsjónir eldhugans um heimsfrið eru ekki bundnar við menn og eigur þeirra; friðarhugsjón lætur sig varða gjörvalla lífkeðjuna sem bindur saman mann og dvr og gróður á landi og í sjó undir himninum okkar víða. Hver ögn sem þar kvikar væntir lífs. í nauðvörn drepum við, annars viljum við þyrma. Okkur er ekki þörf á að drepa hval, hann drepur okkur ekki, var hirtur eftir lögum eymdarþjóðar er í nauðir rak; lögin standa en þjóðin er önnur, sæl, ekki aum, en hikar við að friða lífgjafa sinn, hvalinn villta. Er ekki kominn tími til þess að skipta um og hlífa? Guðrún Ása er fræðimaður á Árna- stofnun Norrœn samvinna Norrænn kvikmynda- sjóður fagnaðarefni Ræða Svavars Gestssonar menntamálaráðherra íalmennum umræðum á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gœr Á þingi Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir í Stokkhólmi fóru í gær fram almennar umræður. Þar flutti Svavar Gestsson mcnntamálaráðherra eftirfar- andi ræðu: Á því ári sem liðið er frá síðasta þingi Norðurlandaráðs lauk ákveðnum kapítula í sögu nor- ræns menningarsamstarfs. Þá var loks bundinn endi á bollalegg- ingar, sem staðið höfðu nokkuð á annan áratug, um víðtækt sam- starf um notkun gervitungla til dreifingar sjónvarps- og útvarps- efnis um Norðurlönd. Það átti ekki síst að vera liður í viðbúnaði Norðurlandabúa gegn skæða- drífu fjölþjóðlegra sjónvarps- sendinga sem talin var vera í vændum og er þegar að nokkru skollin á. Það er mjög mikilvægt að nú, eftir skipbrot Nordsat, verði hugað að öðrum úrræðum til að hamla gegn því að áhrifam- iklir fjölmiðlar verði í yfirþyrm- andi mæli farvegur fyrir erlent og þá einkum engilsaxneskt efni. Mikilvæg ákvörðun Tillagan um norrænan kvikmynda- og sjónvarpssjóð, sem eftir samþykkt Ráðherra- nefndarinnar í dag virðist ætla að komast til framkvæmda, lýtur að því að skjóta sterkari stoðum undir gerð norrænna kvikmynda til sýningar í kvikmyndahúsum og sjónvarpi. Af íslenskri hálfu er ákvörðuninni um slíkan sjóð fagnað. Þessi ákvörðun tengist þeirri framkvæmdaáætlun um norrænt menningarsamstarf sem Ráð- herranefndin samþykkti á síðasta ári. Segja má, að á þessu ári reyni fyrst að marki á hvernig til tekst að framfylgja áformum þeirrar áætlunar frá orðum til athafna. Eitt af þeim verkefnum sem hvað mest áhersla var lögð á í menntamálakafla framkvæmda- áætlunarinnar er þegar komið á nokkurn rekspöl. Þar á ég við hina svonefndu NORDPLUS- áætlun. Að því er námsmenn varðar miðast NORDPLUS- áætlunin einkum við tímabundna námsdvöl á fyrri stigum háskóla- náms. Norðurlönd eitt menntunarsvæði Fyrir okkur er mikið undir því komið, að ekki lokist leiðir til að stunda heildstætt háskólanám í þeim löndum sem íslenskir stúd- entar sækja einkum til, og það á ekki síst við um Norðurlönd. Þar hafa þeir löngum átt mikilli gest- risni að mæta og svo er enn. Því er þó haldið fram, að sums staðar hafi á síðustu árum orðið erfiðara að fá inngöngu en áður var. Það verður að teljast öfugþróun, ef norrænum námsmönnum verður erfiðara um vik að komast inn í menntastofnanir á Norður- löndum. Framkvæmdaáætlunin um norrænt menningarsamstarf gerir þvert á móti ráð fyrir, að unnið verði að því að gera öll Norðurlönd að einu „menntunar- svæði“ með formlegum samn- ingi. Undirbúningsstarf í þá veru er þegar hafið og því þarf að fylgja fast eftir. 5% kennslustunda í grunnskólum: Danska Á vegum Ráðherranefndar- innar er nú unnið að gerð nýrrar starfsáætlunar um aðgerðir til að efla gagnkvæman tungumála- skilning meðal fólks á Norður- löndunum. Þetta er auðvitað eitt af varanlegu viðfangsefnunum í norrænni samvinnu, í senn tæki og markmið. Til marks um af- stöðu okkar í þessu sambandi er m.a. að danska er skyldugrein í 5-6 ár í grunnskólum á íslandi og einnig í fyrsta hluta framhalds- skólans. í vissum tilvikum kemur norska eða sænska í stað dönsk- unnar. Til dönskukennslu er var- ið u.þ.b. 5% kennslustunda í grunnskólum á hverju skólaári. Þeirri hugmynd hefur verið varp- að fram, að til að styrkja þetta starf yrði komið á laggirnar vísi að upplýsingamiðstöð norrænna mála við Norræna húsið í Reykja- vík og ráðinn sérstakur starfs- maðuríþvískyni. Þettaer athygl- isverð tillaga sem ekki ætti að vera mjög torvelt að koma í fram- kvæmd. Þess ber að geta, að á síðasta ári var á vegum Ráðherra- nefndarinnar veitt í fyrsta skipti sérstakt framlag til að kosta nem- endaskipti milli skóla á hinu svo- nefnda vestursvæði Norðurlanda annars vegar og í austurhluta Norðurlanda hins vegar. Þessi ráðstöfun stóreykur möguleika íslenskra nemenda til þátttöku í norrænum skólaheimsóknum. Ábyrgðin hjá kvennahreyfingunum í ágúst á síðasta ári áttu konur á Norðurlöndunum þess kost að hittast og skiptast á skoðunum, bera saman bækur sínar, kynn- ast, kanna í hverju styrkur kvenna liggur og ræða nýja fram- tíðarsýn fyrir konur á Norrænu kvennaþingi í Osló. Norðurlandaráð tók þá á- kvörðun á 33. þingi sínu 1986 að leggja til við Ráðherranefnd Norðurlandaráðs að haldið yrði Norrænt kvennaþing - Nordisk Forum. Sérstök áhersla var lögð á að aðalábyrgðin á undirbúningi og framkvæmd þingsins væru í höndum kvennahreyfinga á Norðurlöndunum. Norræna kvennaþingið tókst mjög vel, e.t.v. einkum og sérí- lagi vegna þessarar mikilvægu á - kvörðunar- að láta undirbúning- inn og framkvæmdina vera í höndum kvennahreyfinganna sjálfra. Nú hefur Laganefnd Norður- landaráðs og jafnréttisráðherr- arnir ákveðið að halda aftur Norrænt kvennaþing. Það er bæði jákvætt og nauðsynlegt. Að bera peninga á smáþjóðir Norrænt samstarf hefur stöðugt verið að dýpka og eflast á undanförnum áratugum. Vax- andi skilningur er á því að Norð- urlöndin eigi margt sameiginlegt á sviði utanríkismála og í samein- ingu höfum við staðið að marg- víslegu og fjölbreyttu kynning- arátaki. Nú eru á döfinni stór- verkefni í þeim efnum gagnvart Sovétríkjunum sem byggjast á reynslunni af samstarfi okkar í Bandaríkjunum og í Japan. Ég er þess fullviss að við eigum nú fremur en nokkru sinni fyrr góð- um móttökum að fagna í Sovét- ríkjunum. Og það er betra fyrir okkur að nálgast stórveldin sem ein heild en sem sundruð hjörð. Nýlegt dæmi frá íslandi sannar það best. Þar hafa gerst þau tíð- indi að bandaríska herstjórnin í Norður-Atlantshafi vill láta fara fram könnun á því að gera vara- flugvöll á íslandi. Okkur íslend- t ingum er sagt að Færeyingar og Grænlendingar hafi þegar sam- þykkt að slík könnun fari fram. Það höfum við ekki gert. Það er ekki fallegur leikur andspænis fá- mennum þjóðum við ysta haf sem þannig er leikinn þessa dagana í því skyni að sundra okkur. Talið er að flugvöllur þessi kosti um 11 miljarða íslenskra króna sem samsvarar um það bil 30 miljörð- um danskra króna inn í danskt hagkerfi en 45 miljörðum sænskra króna inn í sænskt hag- kerfi miðað við fólksfjölda. Hér er því um að ræða geysiháa upp- hæð sem er af stórveldinu veifað framan í smáþjóðirnar. Hér er ekki um geðslegar aðfarir að ræða og þær sýna okkur að við verðum að standa saman and- s pænis stórveldunum og svipting- um umheimsins einnig nú þegar dregur úr spennu í heiminum því við megum aldrei láta aðra um það að ráða örlögum okkar. Háskólatónleikar Duo fyrir tvær fiðlur Á áttundu Háskólatónleikum vormisseris, miðvikudaginn 1. mars, munu þau Kathle^n Bear- den og Þórhallur Birgisson fiðlu- leikarar flytja Duo fyrir tvær fiðl- ur eftir Darius Milhaud og sónötu fyrir tvær fiðlur op. 56 eftir Sergei Prokofiev. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu kl. 12:30 til 13:00 og eruöllumopnir. Þau Kathleen Bearden og Þór- hallur Birgisson stunduðu fram- haldsnám í fiðluleik við Manhatt- an School of Music, undir hand- leiðslu Carroll Glenn. Þau luku námi þar 1983 og hafa síðan starf- að hér á landi m. a. sem fiðlu- keikarar og kennarar. Kathleen og Þórhallur leika á fiðlur smíðaðar af Hans Jóhannssyni. Miðvikudagur 1. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.