Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 3
_______________FRÉTTIR____________ Stálvík 50 manns atvinnulausir Ölvunarakstur Mæður Siglufjörður Ríkisspítalarnir gegn dmkknum bílstjómm! Mæður gegn drukknum bíl- stjórum, eða Mothers against drunken drivers, eru samtök áhugafólks í Bandaríkjunum og Kanada sem berjast gegn ölvun- arakstri og vinna að gerð kvik- mynda og áróðursrita. Þó að samtökin dragi nafn sitt af mæðr- um eru engin skilyrði varðandi barneignir eða kyn til þess að geta starfað með þeim. Guðrún Þórðardóttir leikkona sem starfar í íslenska baráttu- hópnum gegn ölvunarakstri tjáði Þjóðviljanum að hópnum hefði borist upplýsingabréf frá Kanada um þing sem samtökin halda í mars og hefur íslenski hópurinn hug á að senda fulltrúa þangað. Þar verður ekki aðeins fjallað um áróðursaðferðir heldur einnig refsingar og viðurlög, svo og ábyrgð almennings. Islenski baráttuhópurinn hefur unnið mikið starf í sjálfboða- vinnu, bæði við gerð blaðaauglýs- inga og útvarpsauglýsingar sem beinist gegn akstri undir áhrifum áfengis í tengslum við komu bjórsins. Auglýsingunni var út- varpað á rás 2 í gær og er það von hópsins að hún eigi eftir að glymja hressilega á öllum stöðv- unum næstu daga. Það er víst óhætt að taka undir orð auglýsingatextans: akstur er dauðans alvara og það getur orð- ið of seint að segja fyrirgefðu. eb Fyrirtœkið hœtti starfsemi ígær vegna verkefnaskorts. Hrikalegt áfall. Starfsmenn eiga inni ógreidd launfráþvíá Porláksmessu. Óvístmeð aðra vinnu. Hafa smíðað 40 skip á 25 árum.Framkvœmdastjórinn:Verst að þurfa að sjá á eftir mannskapnum Það er hrikalegt áfall að missa atvinnuna og auðvitað leggst það illa í mannskapinn að þurfa að fara á atvinnuleysisbætur. Þá er útlitið afar dökkt með að okk- ur takist að fá einhverja aðra vinnu hér innanlands. Það er einna helst að hægt verði að út- vega okkur vinnu í Danmörku eða Svíþjóð, sem er sýnd veiði en ekki gefin,“ sögðu starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Stálvík- ur hf. í Garðabæ. I gær var síðasti vinnudagur um 50 starfsmanna í Stálvík vegna verkefnaskorts og notaði mann- skapurinn daginn til að taka sam- an dót sitt og gera klárt til að yfirgefa vinnustaðinn, kannski fyrir fullt og allt. Starfsmenn hafa ekki fengið greidd Iaun frá því á Þorláksmessu. Þau nema að meðaltali 120 - 130 þúsund krón- um nettó. Þó mun starfsfólk á skrifstofu fyrirtækisins vinna út marsmánuð. - Þennan tíma hafa menn dregið fram lífið á orlofspening- um, lánum eða slegið víxla sér til framfærslu. Það að fara á at- vinnuleysisbætur sýnist okkur svona fljótt á litið þýða tekjutap uppá 25 þúsund krónur á mánuði og munar um minna í dýrtíðinni og þegar menn draga misstóran skuldahala á eftir sér,“ sagði Agnar fvar starfsmaður í Stálvík. Banabiti fyrirtækisins er öðru fremur sádráttur sem orðið hefur á skipasmíðasamningi þess við aðila í furstadæminu Dubai og hefur danskt fyrirtæki þegar komið höndum yfir smíði togar- anna fjögurra sem til stóð að smíða í Stálvík og á Akureyri. Þrátt fyrir það reyna forráða- menn fyrirtæksins enn að verða sér úti um verkefni hjá kaupand- anum í Dubai og eru ekki úrkula vonar um að það takist. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar framkvæmdastjóra Stálvíkur hef- ur fyrirtækið starfað í 25 ár. Á þeim tíma hafa verið smíðuð 40 skip og þar af 6 skuttogarar með aflatogarann Ottó N. Þorláksson í broddi fylkingar. Þegar mest var hafði fyrirtækið um 170 manns í vinnu. - Við getum hugsanlega selt hönnun þeirra togara erlendis sem við ætluðum að smíða hér því það er áhugi á því ytra. En á með- an stætt er lifum við í voninni um að okkur takist að fá verkefni. Sárast þykir mér að þurfa að sjá á eftir mannskapnum og þeirri þekkingu og starfsreynslu sem hann hefur yfir að ráða,“ sagði Jón Gauti Jónsson. -grh Flestir starfsmanna Stálvíkur hafa ekki kynnst því hlutskipti að verða atvinnulausir nema af afspurn fyrr en núna þegar það er að verða óumflýjanleg staðreynd. Þeir voru því þungir á brún með hendur í í vösum á síðasta vinnudegi í gær. Á myndinni eru f.v. Áskell Ólafsson, Agnar ívar, Birgir Kjartansson, Jónas Karlsson og Halldór Jóhann. Mynd: Jim Smart. Rækjuskel í fiskeldi Minni og veiri þjónusta Læknaráð Landspítalans átelur stjórnvöldfyrir niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Ástráður Hreiðarsson: Spurning hvortstjórnmála- menn hafa umboð kjósenda til að skerða heilbrigðisþjónustuna Sigló hf.: Getur aukið ársveltuna um 20 - 25 miljónir króna - Með því að bræða og mylja þá rækjuskel sem til fellur í fisk- eldisfóður áætlum við að geta aukið veltu fyrirtækisins á árs- grundvelli um 20 - 25 miljónir og munar um minna,“ segir Guð- mundur Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri Sigló hf. á Siglu- firði. Að þessu vinnur fyrirtækið í samvinnu við danska aðila og eru taldir góðir sölumöguleikar fyrir afurðina ytra. Ekkert hefur verið unnið við rækjuvinnslu hjá Sigló hf. það sem af er þessu ári. Á- stæðuna segir Guðmundur vera erfiðleika við útvegun hráefnis og að ekki sé gott að vera eingöngu með frosna rækju til vinnslu. Bú- ist er við að 8-10 bátar verði í viðskiptum hjá fyrirtækinu á næstu djúprækjuvertíð sem hefst um miðjan næsta mánuð. Að sögn ísaks Ólafssonar bæj- arstjóra á Siglufirði hafa verið um 55-60 manns á atvinnuleysisskrá í bænum að undanförnu og er sá fjöldi að mestu tilkominn vegna lokunar hjá Sigló hf. Eitthvað af því fólki hefur þó komist í fisk- vinnu hjá Þormóði ramma hf. vegna góðra aflabragða sem ver- ið hafa hjá togurum fyrirtækisins. -grh að liggur fyrir að heilbrigðis- þjónustan verður bæði mun minni og verri ef stjórnvöld halda því til streitu að skera niður launakostnað heilbrigðiskerfisins um 4% eins og ákveðið hefur ver- ið. Það er spurning hvort almenn- ingur hefur gefið stjórnmála- mönnum umboð til þess, sagði Ástráður B. Hreiðarsson, einn af stjórnarmönnum í læknaráði Landspítalans. Læknaráðið samþykkti á fundi sínum á föstudag ályktun sem var kynnt blaðamönnum í gær. í á- lyktuninni kemur fram að læknar hafa alvarlegar áhyggjur af því hver áhrif sparnaðaraðgerðir hafi á heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá segir í samþykkt fundarins að endurskoði stjórnvöld ekki sparnaðaráætlanir sínar varðandi framlög til heilbrigðismála sé ljóst að draga verði verulega úr þjónustu við sjúka. Það kom fram í Þjóðviljanum í fyrri viku að þessi 4% sparnaður í launaútgjöldum þýðir um 200 miljónir kr. hjá ríkisspítölunum. Að sögn Árna Björnssonar for- manns læknaráðs Landspítalans lágu fyrir áætlanir um lokun deilda á ríkisspítölunum til að mæta niðurskurði upp á 1,5% eins og kveðið var á um við lok- aafgreiðslu fjárlaga fyrir þetta ár. Hann sagði að nú væri leitað leiða til að skera niður til að koma til móts við þau 2,5% sem síðar var að kemur okkur spánskt fyrir sjónir þegar fengist hefur Qármagn til að hækka námslán að Sigurbjörn Magnússon stjórn- arformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna skuli vera á móti því, sagði Finnur Sveinsson fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðs- ins. Fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN hafa sameiginlega sent frá sér athugasemd vegna fréttar sem Sigurbjörn sendi frá sér í gær, þar sem hann hélt því fram að náms- lán hefðu hækkað verulega um- fram laun að undanförnu. í at- hugasemd námsmanna kemur fram að á því tímabili sem stjórn- arformaðurinn miðar við hafa ákveðið að lækka launakostn- aðinn um til viðbótar. Það kom fram á fundinum að umræður um bílastyrk og náms- Námslán laun samkvæmt dagvinnutaxta ASÍ hækkað um 50%. - Það kemur okkur einnig spánskt fyrir sjónir að Sigurbjörn skuli nú segja að freklega sé gengið framhjá stjórn LÍN þegar hækka eigi lánin. Hann hafði ekki uppi nein mótmæli þegar Sverrir Hermannsson þáverandi menntamálaráðherra skerti lánin 1986 án þess að ræða við stjórn LÍN, sagði Finnur. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í gær afnam Svavar Gestsson menntamálaráðherra hluta af þeirri skerðingu sem Sverrir kom á. Ætlunin er að afnema skerð- inguna að fullu á næsta ári. Þessu leggst Sigurbjörn Magnússon starfsmaður þingflokks Sjálf- leyfi eru aukaatriði í augum lækna. Þó kosta námsleyfin ein rúmlega 10% af þeirri upphæð sem nú þarf að skera niður. _gg stæðisflokksins gegn. Svavar hef- ur tvívegis farið þess á leit við hann að hann segi af sér for- mennsku í LÍN en Sigurbjörn hefur ekki orðið við þeirri ósk. - Við fögnum að sjálfsögðu ákvörðun menntamálaráðherra um að hækka námslánin og að nemum verði veitt lán þegar á fyrsta námsmisseri. Einnig getum við fallist á að hækka tekjutillitið úr 35% upp í 50%, sagði Lilja Stefánsdóttir varaformaður Stúdentaráðs. Hún sagðist ekk- ert skilja í afstöðu Sigurbjörns og benti á að fulltrúar námsmanna hafi allir lýst stuðningi við álit vinnuhópsins þegar það var kynnt stjórn LÍN á síðasta ári. -sg Stúdentar hneykslaöir á Sigurbimi Sigurbjörn Magnússon lét það óátalið þegar Sverrir Hermannsson skerti lánin Miðvikudagur 1. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.