Þjóðviljinn - 02.03.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Síða 1
Fimmtudagur 2. mars 1989 43. tölublað 54. órgangur Lífeyrissjóðirnir hafa dregið verulega úrkaupum á skuldabréfum Húsnœðisstofnunar. Óska eftir viðrœðum við stjórnvöld um verðtryggingarmál. Reiðubúnir til viðrœðna efþað geturkomið samskiptum íeðlilegan farveg Lífeyrissjóðirnir hafa dregið verulega úr kaupum sínum á skuldabréfum Húsnæðisstofnun- ar frá því nýja lánskjaravísitalan tók gildi 1. febrúar í nýliðnum mánuði keyptu sjóðirnir skulda- bréf fyrir aðeins 179 miljónir kr. en það er 310 miljón kr. minna en sjóðirnir keyptu fyrir í janúar. » Hrafn Magnússon fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða sagði í gær að ljóst væri að sjóðirnir hefðu dregið úr kaupum á skulda- bréfum Húsnæðisstofnunar vegna óvissunnar sem ríkti um verðtryggingu bréfanna. Lífeyrissjóðasamböndin sendu í gær bréf til fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra þar sem lögð er áhersla á að samningsaðilar setjist hið fyrsta niður til að leysa verðtryggingarhnút þann sem hlaupinn er í samskipti ríkisins og lífeyrissjóðanna. Jafnframt telja samböndin brýnt að samið verði um verðtryggingar og vaxtakjör vegna skuldabréfakaupa sjóð- anna, það sem eftir lifir ársins. f sameiginlegu bréfi sem for- þau telji nýju vísitöluna fullkom- menn lífeyrissjóðssambandanna lega löglega. Því sé mikilvægt að senduígærtilforráðamannaallra niðurstaða fáist um það, hvern lífeyrissjóða í landinu segir m.a. veg verðtryggingu verði komið að augljóst sé að stjórnvöld verði fyrir í samningum sjóðanna og ekki þvinguð til að standa við Húsnæðisstofnunar og samtökin áður gerða samninga, þar sem séu reiðubúin til viðræðna um málið, ef það megi verða til þess að koma samskiptum sjóðanna og Húsnæðisstofnunar í eðlilegan farveg. Eins og Þjóðviljinn hefur greint frá höfnuðu stjórnvöld til- boði lífeyrisjóðanna um að vísa deilunni í gerðardóm. Einnig höfnuðu stjórnvöld þeirri hug- mynd lífeyrissjóðanna að skuld- bindingar sem gerðar voru fyrir 1. febrúar miðuðust áfram við gamla vísitölugrunninn. -sg- Bjórinn Meira en dós Talið er að hátt í 300 þús. bjór- dósir hafí verið seldar í útsölum ÁTVR um allt land í gær, þar af um 200 þús. dósir á höfuðborgar- svæðinu. Þetta samsvarar rúmlega einni dós á hvert mannsbarn í landinu. Forráðamenn náttúruverndar- samtaka hafa lýst miklum áhyggj- um yfir þessu aukna dósaflóði og er skorað á landsmenn að skilja ekki eftir sig bjór- eða gosdósir á víðavangi. f höfuðborginni eru nú yfir 50 aðilar með leyfi til vínveitinga- sölu og fyrir borgarstjórn liggja nú umsóknir 12 annarra aðila um leyfi til sölu á bjór og áfengi. Þessar ungu stúlkur létu mismikinn áhuga hinna eldri á bjór og bjórsölu ekki hafa áhrif á sig í góða veðrinu í gær og fengu sér heitt kakó eftir góðan skautasprett á Tjörninni - Mynd - Jim. Mannfrœði Þyngri en nefnettari Hreinrœktaðir‘( Vestur-íslendingar íflestum atriðum keimlíkir Þingeyingum Sjá síðu 3 » Samanburðarrannsóknir á Vestur-íslendingum og afkom- endum þeirra á aldrinum 20-49 ára og Þingeyinga á sama aldurs- skeiði sýna að þetta fólk er ótrú- lega líkt í flestum líkams- og höf- uðmálum. Þetta eru nýlegar niðurstöður rannsókna sem þau Jens Ó. P. Pálsson forstöðumaður Mann- fræðistofnunar Háskólans og Anna Kandler hafa unnið að. Árið 1986 voru hátt á fimmta hundrað Vestur-íslendingar í Kanada og Bandaríkjunum mældir og vegnir og niðurstöður þeirra mælinga bornar saman við samskonar athuganir á Þingey- ingum. Einu athyglisverðu frávikin eru þau að vestur-íslenskir karlar eru nokkuð þyngri og axla- breiðari en Þingeyingar og meiri um mittið, en nefnettari og Gestir: Kvennalistakonurnar Guðrún Agnarsdóttir þingmaðurog Elín G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi. ,PóUtík.á . laugaraegi Þjóðviljinn/Alþýðubandalagid í Reykjavík Pólitískt hádegisspjall á Hverfis- götu 105, 4. hæö kl. 11-14 á laugardaginn femínisminn efnahagsstefnan stjórnarþátttaka allaballarnir samvinna gegn íhaldi hugsjónastaðfesta ogpólit- ísk ábyrgð Allir vinstrimenn velkomnir (líka kvennalistafólk) eyrnaminni. Vestur-íslenskar konur eru meiri um mjaðmir en kynsystur þeirra í Þingeyjarsýslu en mun minni að brjóstamáli, handar- og eyrnabreidd. Frá þessum niðurstöðum er skýrt í nýútkominni ársskýrslu Vísindaráðs og Rannsóknaráðs, og kemur fram að verulega mark- tækur munur finnst að meðaltali sjaldan á þeim líkamsmálum fs- lendinga, austan hafs og vestan, sem rannsakaðir hafa verið. -Ig Þjóðviljinn Frá og með 1. mars hækkar á - skriftarverð Þjóðviljans í kr.900 á mánuði. i lausasölu kostar blaðið nú kr. 80 og Nýtt helgarblað Þjóðviljans kost- ar kr. 110. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga verður kr. 595.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.