Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 2
_______________________FRETTIR j Grásleppa Atök um hrognaverð Hagsmunaaðilar vilja samþykki verðlagsráðs á því lágmarksverði sem þeir hafa ákveðið, 1100þýsk mörk fyrir tunnuna Tveir fundir hafa verið haldnir í Verðlagsráði sjávarútvegsins um nýtt verð á grásleppuhrogn- um á komandi vertíð en án niður- stöðu. Búið er að vísa verð- ákvörðuninni til yfirnefndar og kemur hún saman til fundar seinna í vikunni. Hagsmunaaðilar hafa sent Verðlagsráði bréf þar sem ráðið er hvatt til að taka undir verðhug- myndir þeirra, en annar fulltrúi seljenda í ráðinu, útgerðar- manna, er á öndverðri skoðun og vill verðið frjálst. Grásleppu- veiðimenn telja að frjáls verð- lagning muni gera kaupendum fært að stilla þeim upp við vegg og ákveða verðið upp á sitt eindæmi, sem þeir eru afar óánægðir með. Fulltrúi útgerðarmanna í yfir- nefndinni, Sveinn H. Hjartarson hagfræðingur LÍÚ sagðist ekki vilja tjá sig neitt um þetta ág- reiningsefni að svo stöddu á með- an það væri til ákvörðunartöku í yfirnefnd Verðlagsráðsins. Að sögn Arnars Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda komu annars vegar fulltrúar grásleppu- veiðimanna og hins vegar um- boðsmenn erlendra kaupenda, milligöngumenn um sölu hrogna og kaupendur grásleppuhrogna hérlendis sér saman um lág- marksviðmiðunarverð fyrir hverja tunnu af söltuðum grá- sleppuhrognum á komandi vertíð fyrir skömmu. Var það ákveðið 1100 þýsk mörk sem er hið sama og í fyrra en mun hærra í íslensk- um krónum núna en þá vegna sí- endurtekinna gengisfellinga. Samkvæmt núverandi gengi er verð á 105 kílóa hrognatunnu tæp 31 þúsund krónur en var um 25 þúsund krónur í fyrra. A þessum fundi hagsmunaaðila þótti rétt að Verðlagsráð sjávarútvegsins ák- veddi verð á grásleppuhrognum sem yrði landað beint í verkunar- stöð. Á síðasta ári kom nefnilega upp ágreiningur á nokkrum stöð- um um verð og hversu mörg kíló þyrfti í tunnuna á hinum ýmsu verkunarstigum. Með því að Verðlagsráð ákveði verð ætti að vera hægt að koma í veg fyrir slík- an ágreining. Á síðustu vertíð gaf sjávarút- vegsráðuneytið út 450 grásleppu- veiðileyfi en 435 nýttu sér það. Umsóknarfrestur um veiðileyfi rann út um mánaðamótin. Að sögn Hjartar Guðmundssonar í ráðuneytinu er fjöldi umsókna núna svipaður og þá. Alþýðuflokkur Vilja víötækar umræður Kratar vilja viðrœður við alla nema Sjálfstœðis- menn. Leitað eftirsam- starfsgrundvelli Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík vill að fram fari viðræður allra þeirra stjórnmáiahreyfinga sem kenna sig við félagshyggju, þar sem rætt verði m.a. um með hvaða hætti þessar hreyfingar geti átt sem best samstarf um að ná fram sameiginlegum mark- miðum sínum. Þessi samþykkt fulltrúaráðsins var bókuð á fundi þess á dögun- um sem svar við bréfi frá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík til ráðs- ins. Þar var m.a. lagt til að ABR og fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík stæðu fyrir sameigin- legum fundi um samstarf A- flokkanna, en áður hafði Félag frjálslyndra jafnaðarmanna ósk- að eftir slíkum fundi með ABR. Bréf fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins var sent til ABR, full- trúaráðs Borgaraflokksins, full- trúaráðs Framsóknarflokksins og Samtaka um Kvennalista og einnig til formanna þingflokka og borgarfulltrúa ofangreindra flokka. í bréfinu segir m.a. að til að árangur viðræðna þessara flokka geti orðið sá er vonir standi til, sé skilyrði að til þeirra komi strax. - Leiði þær viðræður svo til þeirrar ánægjulegu niðurstöðu, að þær pólitísku félagshyggju- hreyfingar, sem að þeim standa geti sameinast um stefnuyfirlýs- ingu, þá er fundinn samstarfs- vettvangur, og að honum feng- num telur stjórn fulltrúaráðsins að orðið sé tímabært að ræða um formlegt samstarf þeirra stjórn- málahreyfinga, segir jafnframt í bréfinu. -Ig- -grh Hollusta Kókið helmingi ódýrara! Innflutt kók í dós frá Niður- löndum er helmingi ódýrara en íslenska kókómjólkin. 33 cl af gosdrykk frá landi sem hefur eng- an veginn jafn gott vatn og hér er völ á kosta 19 kr., en 25 cl af kókómjólk kosta 34 kr. Hvað viljum við að krakkarnir drekki? Hvað höfum við efni á að láta þau drekka? Þessum spurningum verður hver og einn að svara, en óneitanlega kemur það nú spánskt fyrir sjónir að ódýrara sé að drekka gosdrykk langt neðan úr Evrópu en hollan svaladrykk héðan úr Mjólkursamsölunni. eb Fáskrúðsfjörður Allur afli fluttur óunninn út Fyrirtœkin Pólarsíld hf og Sólborg hf láta báta sína ýmist sigla með aflann erlendis eðaflytja hann út í gámum. Pólarsíld hefur ekkifrystfiskfráþvííapríl 1986. Ásamatíma ganga um 40 manns atvinnulausir í þorpinu Ameðan 40 manns ganga um atvinnulausir á Fáskrúðsfirði flytja 2 fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtæki sem sameiginlega gera út þrjá 200 tonna báta, allan aflann út óunninn, ýmist í gámum eða bátarnir eru látnir sigla með hann til Færeyja. Þetta eru fyrir- tækin Pólarsíld hf. og Sólborg hf. Fyrirtækið Pólarsfld hf. sem á 2 af þessum 3 bátum hefur ekki fryst fisk í fiskvinnslustöð sinni frá því í aprfl 1986 og frá sama tíma saltað slatta yfir hávertíðina ef það hefur verið talið borga sig. Fyrir stærsta þorskinn greiða Færeyingar 60 krónur fyrir kflóið en að jafnaði um 54-55 krónur. Þó að verðið sé lfkt því sem fæst oft á tíðum á fiskmörkuðum hér- lendis er 4 tímum styttra að sigla af miðunum til Færeyja en til næsta fiskmarkaðar. Jafnframt er leitast við að láta framkvæma all- ar viðgerðir og endurbætur á bát- unum erlendis en ekki hér heima. Að jafnaði hafa bátar Pólars- fldar siglt með aflann 14-20 sinn- um á ári hverju en Sólborgin flutt aflann af sínum bát út með gám- um. Það sem af er þessu ári hefur afli þeirra verið tregur vegna ótíðar og hafa bátar Pólarsfldar aðeins flutt út um 150 tonn á ár- inu. Fyrirtækið er þó betur þekkt sem ein stærsta sfldarsöltunar- stöð á Austurlandi og núna hafa um 10-15 manns atvinnu við að sjá um þær síldartunnur sem bíða flutnings til Norðurlanda. - Þó að fiskurinn í sjónum sé sameiginleg auðlind íslensku þjóðarinnar veit ég ekki til þess að tapið sé greitt úr sameigin- legum sjóðum landsmanna. Á meðan svo er og afurðaverð næg- ir ekki fyrir innlendum kostnaði er ekki um annað að ræða en að flytja aflann óunninn út. Að sjálf- sögðu er það blóðugt að sjá á eftir hráefninu í hendur samkeppnis- aðila okkar. Fyrir okkur þýðir fullvinnsla hér heima að fyrirtæk- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. mars 1989 ið fer fljótlega á hausinn.í stað þess að flytja hann út og geta haldið rekstri áfram,“ sagði Hallgrímur Bergsson hjá Pólar- síld hf. í samtali við Þjóðviljann. Aðspurður hvar þessi mikli innlendi kostnaður kæmi fram, sagði Hallgrímur það vera sína persónulegu skoðun að hann lægi í þjónustukostnaði ýmiskonar og í dýru bankakerfi fremur en í launum fiskvinnslufólks. - Á sama tíma og það fær um 200 krónur á tímann taka iðnaðar- menn 1100-1200 krónur að ógleymdum hinum hrikalega fjármagnskostnaði," sagði Hallg- rímur Bergsson. -grh Vertíðin Vænn netafiskur Ágœtis afli hjá vertíðarbátum í síðustu viku Aflabrögð voru með ágætum í síðustu viku hjá vertiðarbát- um suður með sjó. Uppistaðan í aflanum hefur verið ufsi en einnig slæðingur af þorski. Þá hefur hann einnig verið að gefa sig í netin hjá Ólafsvíkurbátum. Vikuaflinn hjá Grindavíkur- bátum í síðustu viku var um 1630 tonn af 40 bátum og gaf á sjó alla vikuna. Þó nokkuð var af svo- nefndum aulafiski í afla bátanna, um 8-10 kfló að þyngd. Fór hann að mestu í salt. Afli Þorlákshafnarbáta var um 1294 tonn af 38 bátum í 143 róðrum. Þar af var afli netabáta 1082 tonn. Meira var af þorski í afla smærri bátanna nær landi en meira af ufsa í afla hinna stærri sem sækja dýpra. Þar gaf einnig á sjó alla vikuna. Landlega var hjá Ólafsvík- urbátum í gær vegna óveðurs og er þetta í þriðji mánudagurinn í röð sem ekki gefur þar á sjó. Vik- uaflinn af 36 bátum var um 770 tonn. Bátar að norðan eru komn- ir á vertíð við Breiðafjörðinn eins og oft áður og hefur það oft þótt merki um að vertíðin sé komin á fulla ferð. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.