Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Kallað eftir kjaraskerðingu Þessa dagana eru menn aö undirbúa sig fyrir þá lotu kjarasamninga sem framundan er. Ljóst virðist aö þar muni ríöa á vaðið samtök opinberra starfsmanna og viösemjend- ur þeirra hjá ríkinu, en þar er nú viö völd vinstristjórn og fjármálaráðuneytið í höndum formanns Alþýðubandalags- ins, flokks sem lengi hefur litið á það sem hlutverk sitt að vera pólitískur málsvari launafólks. Það gengur á ýmsu í þeirri örvadrífu yfirlýsinganna sem hérlendis er hefðbundinn undanfari kjarasamninga. Og auðvitað er mönnum tamt að tortryggja málflutning af ríkis- ins hálfu í kjaramálum, - þar er plagsiður að draga sífellt upp verstu mynd hugsanlega af efnahagsástandinu til að læða inn hjá opinberum starfsmönnum þeirri hugsun að eðlilegar kjarakröfur muni kollvarpa undirstöðum samfélagsins. Hinsvegar yrðu það að teljast undarleg og annarleg vinn- ubrögð ef trúnaðarmenn í samtökum opinberra starfs- manna setjast ekki í alvöru yfir þá punkta sem samninga- nefnd ríkisins sendi frá sér fyrir helgi. Þar er fjallað um kjaramálin í heild sinni og í rauninni boðið til samninga og samstöðu um heildarstefnu um lífskjör og endurreisn þeirra hér næstu misseri. í plagginu frá samninganefnd er slegið á líkar nótur og heyrst hafa frá ýmsum helstu samtökum launafólks undanfarnar vikur, þar á meðal bæði VMSÍ og BSRB, og því verður ekki trúað að óreyndu að hluti eða hlutar verkalýðshreyfingarinnar neiti fyrirfram að athuga þessi mál í grunninn. Því verður ekki trúað, meðal annars vegna þeirrar stefnu sem sett er fram í ritstjórnargrein Morgunblaðsins nú um helgina, í svokölluðu sunnudagsblaði. Þar speglar Morgunblaðið afstöðu ráðandi afla í Sjálf- stæðisflokki og væntingar forystumanna þess flokks um þróunina í kjaramálum og pólitík næstu mánuðina. í upphafi segir að hér sé um þessar mundir „enginn grundvöllur fyrir kjarabótum". Um það mál gerir Morgunblaðið engan greinarmun á hópum eða starfsstéttum, og minnist hvergi á þá sem lægst hafa laun og síst kjör. Síðan segir Morgunblaðið að hugsanlegir félagsmála- pakkar kosti alltof mikla peninga, sem hvort eð er komi niðrá landsmönnum með skattheimtu. Þarna er semsé hafnað þeim áfanga að lífskjarajöfnun sem felst í því að bæta fé- lagslegt og fjárhagslegt umhverfi illa staddra starfsstétta, félagshópa, og í nokkrum mæli jafnvel kynslóða, með sam- eiginlegu átaki -sem að sjálfsögðu krefðist þess að þeir einstaklingar og þau atvinnufyrirtæki sem mest eiga reiði fram aukið skattfé. Og hver skyldi vera lausn Morgunblaðsins á kjaramálun- um þegar hvorki má bæta kjörin með beinum kauphækkun- um né félagslegum og pólitískum umbótum? Lausnin er sú samkvæmt leiðara Moggans að „efna til pólitísks uppgjörs í landinu með kosningum og gefa nýjum þingmeirihluta tækifæri til að takast á við vandann áður en hann verður of mikill“. Köttur læðist hér í kringum heitan graut, en sá má vera mikið barn í íslenskri pólitík að hann sjái ekki hvað er á ferðinni. Lausn Morgunblaðsins í kjaramálunum er að koma burt núverandi vinstri ríkisstjórn vegna þess að hún ætlar sér ekki að fara leið Morgunblaðsins: að „takast á við vand- ann“ með launalækkun og lögregluríki í stíl við bjargráð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vetur- inn 1983—4. Boðskapur Morgunblaðsleiðarans er ótvíræður. Þar er kallað eftir kjaraskerðingu. Það er sameiginlegt hlutverk félagshyggjumanna og verkalýðssinna í ríkisstjórn annarsvegar og trúnaðarmanna launafólks hinsvegar að koma í veg fyrir að þessi framtíðar- ósk Morgunblaðsins rætist. Sá sem undan skorast í þeim leik, sá sem léti þrönga einkahagsmuni, faglega eða pólit- íska, leiða sig til hjálpar við þau áform Sjálfstæðisflokksins sem Moggaleiðarinn lýsir, -á honum hlyti að hvíla mikil ábyrgð. -m KLIPPT QG SKORIÐ Illviðrið, um- hverfð og valdið Ennþá hefur inga. Ekki b/ við náttúruö annarra f iglegt líf flestra íslend- þó eru í nánari tengslum estir aðrir, heldur einnig umhverfið að hluta og þar með tilveruna. Illviðrakaf ið allt lægðin vestan úr dýpri og } og veður’ Sorgleg / ir að e hætt, ■***,' »tnn að því hversutlNv^^ ** Ándi störfum eigum / að þal •*ra er olt^fíð og sti’ ^ ' ef hennar ny ið bel Sá reglum sem að sumu leyti er ítar. Samkvæmt þeim er el nað milli Reykjavíkur og A> /rar nema á þriðjudögum og iögum. Þetta er allsendis nægjandi. Óþjákvæmilegt breyta þessu og moka 2 mánudögum, miðvikudö' föstudögum. Forráðame gerðar sjá gjaman eftir munum sem til sryónv og vi^ja fremur að þein. varanlegrar vegagerðar, þetu. armið á að vísu nokkum rétt á se. en Unitonðin ar KnA —;I—' ^útum, að var :ka með a án .aginn •íla sem á odda- . daginn. .ynnst því if þá daga ir maður að iandi jafnvel gun orðin helsta nsins. Ægilegar L þynningu óson- kki gæfulegt með fin, loftmengunina, ur mengun hafsins. an .yn' Islands óhamingju verður allt að vopni ótru.v-6. yau Kann ao vnröast biii. hjnaa pou OKkur oaoamianga Bara ekki um pólitík Morgunblaðið birtir á sunnu- dögum greinar eftir forystumenn þingflokkanna, lætur kefli ganga á milli þeirra hring eftir hring. Greinarnar heita „Hugsað upp- hátt“. Ekki alls fyrir löngu skrif- aði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins grein um illviðri og mengun og starfshætti alþingis. Þegar hann var í þann veginn að skipta um frá veðurfari til löggjafarstarfs lét hann þessi orð falia: „Þegar ég tók að mér að setja þennan pistil saman fyrir Morg- unblaðið fékk ég þá forskrift að hann mætti ekki fjalla um pó- litík.“ Þetta er satt best að segja at- hyglisverð forskrift (hvort sem menn nú fara eftir henni bókstaf- lega eða ekki). Ekki verður betur séð en dæmið líti út sem hér segir: Morgunblaðið opnar síður sínar fyrir öllum pólitískum flokkum í föstum sunnudagsdálkum. Þar með fær blaðið fjöður í þann hatt sem því finnst dýrmætastur - að það sé Blað Allra Landsmanna. Og stjórnmálaforingjarnir þykj- ast nokkuð góðir að sínu leyti: þeir fá pláss í víðlesnasta blaði landsins. En þá kemur einn hníf- ur í vora kú: „ég fékk þá forskrift að hann mætti ekki fjalla um pó- litík“. Morgunblaðið vill þá að líkindum helst að stjórnmálafor- inginn láti niður falla jafnókurt- eislega hluti og flokksleg sjón- armið sín, þegar hann fær að stíga upp á sjálft Fjallið helga, Morg- unblaðið. Nota bene - ef hann er Framsóknarmaður eða sósíalisti - ekki kemur neinum til hugar að banna Þorsteini Pálssyni að puða fyrir sinn flokk þegar hann notar sínar mörgu frístundir í stjórnar- andstöðunni til að skrifa margar opnugreinar í Morgunblaðið. Þannig er gangverkið í þeirri haglegu svikamyllu umburðar- lyndisins sem Blað Allra Lands- manna hefur komið sér upp. Allir í vaxtaleikinn Um síðustu helgi hefur það boð komið til Júlíusar Sólness, formanns Borgaraflokksins, að Hugsa upphátt. Grein hans ber sögulega yfirskrift: „fslands óhamingju verður allt að vopni“. Tilefni þess að svo djúpt er í ár- inni tekið er að bankar og pólit- ískir ráðamenn hafa ekki stutt Stálvík með þeirri fjármagnsfyr- irgreiðslu sem þarf til að fyrirtæk- ið smíði togara fyrir Dubaimenn. Júlíus Sólnes er harður mála- fylgjumaður: sá sem greinina les getur með engu móti skilið í þeirri að því er virðist stórfurðu- legu heimsku eða illvilja sem kemur í veg fyrir að skrifað sé upp á Dubaivíxilinn. En þá hluti þekkja aðrir betur. Hins skal getið að greinin er öðr- um þræði almenn kvörtun um vanmat á íslenskum iðnaði og þar um segir Júlíus Sólnes á þessa leið: „Ráðamenn halda að einhver óskilgreindur hátækniiðnaður og upplýsingaiðnaður muni leysa öll okkar mál. Þá virðast margir halda það að við getum öll lifað á því að fara í vaxtaleik. Við getum lifað á því að selja hvert öðru verðbréf og skuldabréf. Flytja peninga milli bóka í bönkum eftir því sem vextir breytast". Þetta er góð stunga hjá Júlíusi - enda þótt ofmælt sé að „ráða- menrí' hugsi svo mjög á þann veg sem hann segir. Nema þá helst þeir Sjálfstæðismenn sem sjá lausn hvers vanda í því sem þeir kalla frelsi á peningamarkaði. Hitt er rétt að þeir ráðamenn sem mestu hafa ráðið á næstliðnum árum hafa komið því svo fyrir, að þeir lifa langbest og sællegast á Islandi sem eru í „vaxtaleik". Kaupa og selja skuldabréf. Með- an þeir sem eru svo úreltir og sveitó að vilja framleiða eitthvað mega snapa gams. Og þetta er reyndar ekki séríslenskt fyrir- bæri. Nýfrjálshyggjan hefur ein- mitt ýtt mjög undir þann „spila- vítiskapítalisma“ sem leggur allar áherslur á bragðvísi á peninga- markaði en lætur framleiðendur sitja á hakanum. Gefur verðbréf- abröskurum margfalda umbun á við það sem stjórnendur og tæknisérfróðir bera úr býtum við að búa til góða vöru. Og yfir öllu saman svífur svo þokukennt hrifningartal um „upplýsingaiðn- að“ (sem Július Sólnes víkur einnig að) - en sá iðnaður nýtur reyndar einna mestrar hylli í van- hugsuðum gauragangi fjölmiðla, sem aldrei spyrja: upplýsingar um hvað? Þai sem fólkii vill? í fréttaskýringu í Alþýðublað- inu um helgina var komið að merkilegum prentfrelsishnút. Þar segir að stærstu og vinsælustu blöð Bretlands lifi góðu lífi á óþverra um náungann meðan „virðuleg árdegisblöð berjast í bökkurrí*. Sumir þingmenn vilja skerða möguleika blaða til að ryðjast inn í einkalíf manna - en þá kemur strax að því að menn fara að óttast að slík lög mundi skerða það prentfrelsi líka sem nauðsynlegt er. Og almenningur - hvað um hann? Alþýðublaðið segir: „Stjórnmálamenn hafa al- menning með sér. Nýlegar skoð- anakannanir sýna að 70% Breta „fyllast klígju og viðbjóði“ yfir blaðaskrifum síðdegisblaðanna. En á sama tíma er það umhugs- unarefni, að sömu 70% kaupa síðdegisblöðin daglega." Þessi sorpskrif eru semsagt bæði það sem fólkið vill og það sem það ekki vill. Leysi sá þann hnút sem getur. En hver var að segja að útbreiðsla blaðs væri sama og gæði þess? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufólag Þjódviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aöalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur ^Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Holgarblað: 110 kr. Áskriftarverö á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN { Þriðjudagur 7. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.