Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstjórnin Hvikar hvergi með vísitöluna Tvö af sex frumvörpum vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar orðin að lögum Ríkisstjórnin hyggst ekki draga í land með frumvarp sitt um launavísitölu einsog ýmsir hafa fullyrt að undanförnu og þóst rekja til andstöðu aðilja vinnu- markaðarins við nýjan hátt á út- reikningi lánskjaravísitölu. Og efnahagsfrumvörp ríkisstjórnar- innar hafa ýmist verið samþykkt eða hafa góðan byr á löggjafar- samkomunni. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagðist skilja áhyggjur manna vegna útreiknings á launavísitölu en markmið frum- varpsins væri að setja almenn lög um gerð hennar. Þetta væri mikið hagræðingaratriði fyrir Hagstofu íslands, sem annast þennan út- reikning, og öldungis óháð því hvort launavísitalan væri að þriðjungi notuð við útreikning lánskjaravísitölu eður ei. Viðskiptaráðherra kvaðst ekki telja að frumvarpi þessu væri nein sérstök hætta búin á þingi og minnti á að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði lýst yfir stuðningi sínum við það við fyrstu umræðu í neðri deild. Einsog menn rekur minni til voru gerðar breytingar á verð- lagslögum við lok verðstöðvunar. Þetta var eitt af sex frumvörpum sem tengjast beint efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. Frumvarpið um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga er einnig orðið að lögum. Frumvörp um Seðlabanka, viðskiptabanka og sparisjóði, verðbréfasjóði og vexti eru öll á eðlilegri siglingu í þingnefndum að sögn viðskipta- ráðherra. ks Prófastar við græna borðið í Neskirkju. Pétur Sigurgeirsson biskup fyrir borðsendanum. (Mynd: þóm) Pjóðkirkjan Utfarir ræddar í suðurför Árlegur prófastafundur í Neskirkju Prófastar úr öllum prófasts- dæmum hafa síðan a þriðju- dag þingað í Neskirkju með bisk- upi og öðrum kirkjuhöfðingjum. Prófastafundurinn hófst með formlegri setningu biskups á þriðjudaginn en fyrir hádegi sama dag var nýr prófastur, Einar Þór Þorsteinsson í Múlaprófasts- dæmi, settur inn í embætti við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Það sem aðallega er á dagskrá fundarins er umræða um útfarar- siði og helst rætt um að samræma siði og venjur milli safnaða. Einnig er rætt um embættis- klæðnað og skrúða presta, en þess má geta að í öðrum löndum þar sem mótmælendatrú rfkir hefur skrúðinn verið lagður nið- ur. Afstaða presta gagnvart nafnalöggjöfinni er einnig á dag- skrá, svo og söng- og fræðslumál kirkjunnar. Nafnalöggjöfina er ekki sett af kirkjunni á nokkurn hátt, heldur er prestum uppálagt að framfyl- gja henni. Það sem prófastafund- urinn vill leggja áherslu á er að ný nafnalöggjöf verði sett, en sú sem stuðst er við núna er frá því um 1950. eb Lœknar Endurmenntun verði endurskoðuð Sverrir Bergmann: Námsleyfin skipta ekki sköpum um lokun deilda. Námsleyfi lækna kosta 10% afþeim sparnaðisemþörfer innan ríkisspítalanna. Ólafur Ólafsson: Eðlilegt að endurskoða endurmenntun lœkna Mér finnst í raun ekkert óeðli- legt að endurmenntun lækna verði tekin til endurskoðunar, en. ég legg á það áherslu að ef við ætlum að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu hér á landi, megum við ekki skera niður menntunarkostnað þeirra sem Þjóðviljinn Til hjálpar Framkvæmdastjórn AB fellst á erindi Þjóðviljans Á fundi í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins í gær var ákveðið að fallast á erindi Þjóð- viljans um að blaðið fengi rúmar 7 miljónir af svokölluðum blað- styrk sem fer um hendur Alþýðu- bandalagsins. Á fundinum var ákveðið að ræða á næstu dögum og vikum nánar fjárhagsvanda blaðsins í samráði við stjórn þess. Stjórn Þjóðviljans hélt í gær- kvöldi áfram að ræða hina erfiðu fjárhagsstöðu blaðsins. - m við hana starfa, sagði Ólafur Ól- afsson landlæknir þegar hann var inntur eftir áliti á þeirri miklu umræðu sem verið hefur um námsleyfí lækna og annarra stétta í heilbrigðiskerfínu. Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum mega allar stéttir innan heilbrigðiskerfisins, aðrar en læknar, búast við því að náms- leyfi þeirra verði skorin niður vegna sparnaðar innan heilbrigð- iskerfisins. Tíminn greindi frá því á laugardaginn að Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefði sagt á fundi á Borgarspítalanum sl. föstudag að ef læknar nýttu sér að fullu þau réttindi til námsleyfa sem þeir hafa, myndi það kosta ríkið tæplega 90 miljónir kr. á þessu ári. Sverrir Bergmann, formaður samninganefndar sjúkrahús- lækna, sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að námleyfi lækna hefðu engin áhrif á kjör annarra stétta innan heilbrigðiskerfisins og að þetta væru ekki forréttindi lækna. Hann sagði að námleyfin yrðu vafalaust til umræðu við komandi kjarasamninga eins og önnur atriði samningsins. Kostnaður ríkisspítalanna vegna námsferða lækna á síðasta ári var um 23 miljónir kr. í ár er gert ráð fyrir að sparnaður ríkis- spítalanna vegna niðurskurðar launaliðsins um 4% nemi um 200 miljónum kr. Þegar Sverrir var spurður hvort læknar væru til- búnir að skera niður sín náms- leyfi í eitt ár til að ná þegar 10% sparnaði, sagði hann að þessar 23 miljónir væru í raun ákaflega lág upphæð og hefði engin áhrif á það hve mörgum deildum yrði lokað né kjör annarra stétta sem störfuðu innan spítalanna. Sverrir lagði á það áherslu að ef við ætluðum að halda hér uppi góðu heilbrigðiskerfi væri þessi háttur á endurmenntun lækna í raun mjög ódýr. -*g ASI Verðhækkanir spilla samningagerð Afundi miðjitjórnar Alþýðu- sambands Islands í gær voru samþykkt harðorð mótmæli við þeim miklu verðhækkunum sem dunið hafa yfír almenning á und- anförnum dögum og telur mið- stjórnin að þær muni spilla alvar- lega fyrir komandi samninga- gerð. Bitna harðast á lágtekjufólki í ályktun miðstjórnarinnar segir að stórfelldar verðhækkanir á brýnustu lífsnauðsynjum bitni harðast á lágtekjufólki og þær séu bein afleiðing af ákvörðunum stjórnvalda. En einmitt nú í kjölf- ar verðstöðvunar bar brýna nauðsyn til að stjórnvöld gæfu gott fordæmi með ströngu að- haldi. Miðstjórnin lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna stór- felldra hækkana undanfarna daga og gerir kröfu til að ríkis- stjórnin afturkalli nú þegar allar verðhækkanir á vöru og þjónustu og komi í veg fyrir frekari hækk- anir. -grh Óshlíð Snjóflóð hrcif tvo menn Leitað án árangurs Snjóflóð hreif með sér tvo menn í gærmorgun á Óshlíðar- vegi þar sem þeir ásamt þriðja manni ætluðu að reyna að moka sig í gegnum snjóðflóð sem hafði fallið á veginn við Krossinn. Þegar síðast fréttist hafði leit að mönnunum tveimur engan ár- angur borið. Fjölmennar sveitir björgunarmanna, ásamt leitar- hundum, köfurum og bátum leituðu í snjónum, fjörunni og flæðarmálinu í allan gærdag. Mennirnir sem saknað er eru fjöl- skyldumenn, búsettir í Bolungar- vík en vinna á ísafirði. Leit verð- ur haldið áfram í dag. -grh Húsgögn Hönnunar- dagur í Reykjavík 1 Ofyrirtceki sýna hönnun. Iðnaðarráðherra veitir hönnunarverðlaun í dag verður í annað sinn hald- inn hönnunardagur í Reykjavík. Það er félagið Form ísland, félag áhugamanna um hönnun, sem í samvinnu við húsgagnafram- leiðendur stendur fyrir hönnu- nardeginum. Framleiðendur og fyrirtæki sem markaðssetja hönnunar- vörur munu gangast fyrir sam- eiginlegri kynningu, opna sýning- arsali sína og kynna helstu nýj- ungar sem á boðstólum eru. Kynningin hefst á Kjarvalsstöð- um kl. 14 og verður boðið upp á akstur á milli sýningarstaðanna. Hringferðinni lýkur svo á Kjar- valsstöðum kl. 18 með móttöku þar sem boðið verður upp á veitingar og iðnaðarráðherra mun veita hönnunarviðurkenn- ingu hönnunardagsins, til þess hönnuðar sem sýnir áhugaverð- ustu nýjungina í ár. Alls munu 10 fyrirtæki og verslanir sýna vörur. Þetta eru fyrirtækin Axis hf., Álafoss hf., Bíór hf., Casa, E.E.húsgögn, Eldhús og bað, Epal hf., Gamla Kompaníið hf., Kristján Siggeirs- son hf. og Steinar hf. stálhús- gagnagerð. Sýningarnar hjá fyrirtækjun- um verða opnar fram yfir helgi. -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.