Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Eftir fjjörntíu ár Jón Torfason skrifar Á þessum misserum heldur hernaðarbandalagið Nató upp á fjögurra áratuga afmæli sitt. Tveim árum eftir að ísland gerð- ist aðili að Nató hafði Bandaríkj- aher stigið hér á land öðru sinni og nú til lengri dvalar en á stríðs- árunum. Bandaríski herinn hefur öll þessi ár látið vinna að umsvif- amiklum framkvæmdum víða um land en hér skal einkum hugað að stöðu mála um þessar mundir. Á framkvæmdaáætlun Banda- ríkjahers fyrir árin 1983-1994 er gert ráð fyrir að fjárfesta í hern- aðarmannvirkjum á íslandi fyrir 50 miljarða króna eða um 5 milj- arða árlega. Þarna er m.a. um að ræða margræddar ratsjárstöðvar, olíuhöfn í Helguvík, öflug flug- skýli, nýjar brautir á Keflavíkur- flugvelli og varastjórnstöð í Grindavík sem verður til taks ef aðalstjórnstöðin laskast í átökum. Þá er áætlað að byggja nærri 250 íbúðir handa fjöl- skyldum hermanna á vallarsvæð- inu. Þessu til viðbótar eru áform um varaflugvöll fyrir Nató sem kostar 11-12 miljarða króna. Þá hefur komið fram að árlegur rekstrarkostnaður Bandaríkja- hers hér á landi er um 7Vz milj- arður króna. Á Keflavíkurflugvelli vinna nú rösklega 3.000 hermenn og hafa sjaldan verið fleiri. Að meðtöld- um fjölskyldum þeirra og þjón- ustuliði eru nær 5.000 bandarískir ríkisborgarar á vallarsvæðinu. ís- lenskir menn, sem eru þarna í þjónustu dauðans, munu í kring- um 2.000. í herstöðvum Bandaríkja- manna á Islandi er rekin marg- háttuð njósnastarfsemi, tengd hlustunarköplum í sjó, ratsjár- stöðvunum og flugi flugvéla bú- inna öflugum ratsjám. Með þess- um búnaði er unnt að stjórna flugvélum og kafbátum í hugsan- legri styrjöld og beina kjarnork- uflugskeytum á skotmörk sín. Hér eru einnig vel vopnaðar flug- sveitir sem sumar hverjar geta borið kjarnorkusprengjur. Hernaðarframkvæmdirnar hér undanfarin ár hafa fyrst og fremst miðað að því að koma upp tvö- földu kerfi. Ef þannig ein ratsjá dettur út getur önnur tekið yfir hennar svæði að nokkru; ef að- alstjórnstöðin skemmist í átökum er hægt að halda öllu gangandi frá varastöðinni o.s.frv. Með hlið- sjón af þessu er sýnilegt að til- gangurinn með varaflugvellinum í Aðaldal er sá að her og njósna- þotur geti athafnað sig þaðan ef herbúnaðurinn á Keflavíkurflug- velli skemmist í árás. Af þessu er sýnt að Bandaríkjamenn ætla að búa um sig hér til langframa og gera ísland að einu aðalvirki sínu á norðurslóðum. Það þarf heldur enginn að ætla að staðar verði látið numið árið 1994 þegar nú- verandi hernaðarframkvæmdum á að vera lokið og varaflugvöllur- inn kominn. Þá eins og nú þarf að svara framfarakalli tímans, byggja ný flugskýli og lengja brautir, reisa nýjar ratsjárstöðvar „til vara“, grafa stjórnstöðvarnar dýpra niður, fjölga í flugflotanum o.s.frv. Mikilvægur liður í uppbygg- ingu Bandaríkjamanna hér á landi er að koma víghreiðrunum sem víðast fyrir. Mannvirkjunum á Keflavíkurflugvelli er dreift nánast um alla Miðnesheiði, frá Evrópu. Það takmarkaði athafn- afrelsi herjaana því hersveitir verða stöðugt fyrir áreitni friðar- sinna. Natóherirnir eru hvergi neitt sérstaklega vinsælir. Fleira kemur til. Natóríkin eiga ekki tiltakanlega auðvelt með að ráðst inn í Sovétríkin úr vestri því þar eru varnir þeirra traustar og svo þarf fyrst að fara yfir löndin í Austur-Evrópu. Sókn inn í Sovétríkin úr suðri er afar torveld því þar eru stór land- flæmi yfir að fara og ógreiðfær. Sókn í vestur frá Kyrrahafsströnd Sovétríkjanna eftir endilangri Sí- beríu er líka annmörkum háð. Þá er ekki annar kostur eftir en að sækja úr norðri frá sjó. Það vill Samt mun ég vaka í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá inngöngu íslands í Nató munu herstöðvaandstæðingar standa að listavöku í Lista- safni ASÍ á Grensásvegi 16 í páskavikunni og fundi í Hásk- ólabíói sunnudaginn 2. apríl. Á listavökunni verða mál- verkasýningar og margs konar dagskrár með upplestri og söng. Herstöðvaandstæðingar munu í samráði við rit- stjórn Þjóðviljans sjá um ýmislegt efni í blaðinu næstu vikur þar sem minnt verður á staðreyndir um herinn og Nató, rætt um stöðu mála nú og kynnt efni á listavökunni. vill hins vegar svo til að íslenska þjóðin býr í þessu ágæta flug- móðurskipi Nató og er vissulega nokkurt óhagræði að því. „Hinar hrikalegu áætlanir Bandaríkjamanna um hernaðaruppbyggingu á íslandi hljóta að vekja hverjum manni ugg í brjósti. Herstöðv- ar þeirra héryrðufyrstu skotmörk í kjarn- orkustyrjöld. Það hefur alltaf verið brýn nauðsyn að spyrna við veru hersins ílandinu en líklega hefur nauðsynin aldrei verið brýnni en nú vegna hernaðarframkvœmda Nató og sóknarstefnunnar á norðurhöfum. “ Garðskaga til Grindavíkur, svo að sem lengst verði á milli skot- marka. Ratsjárstöðvar eru reistar á öllum landshornum og hugmyndin um varaflugvöllinn í Aðaldal er af sama toga því betra er að hafa tvo herflugvelli en einn. Andstæðingurinn yrði að reikna með því að þurfa að eyða öllum þessum víghreiðrum ef til átaka kæmi. Það fer ekki hjá því að venju- legu fólki blöskri þessi fjáraustur og vígvæðing og spyrji sig til hvers þetta allt sé, ekki síst nú þegar allfriðvænlega horfir víðast hvar í heiminum a.m.k. miðað við það sem oft hefur verið áður, og stórveldin eiga í viðræðum um að skera niður kjarnorkuvopn og fækka í herjum sínum í Evrópu. Það kemur manni því heldur spánskt fyrir sjónir að í engu má slaka á hernaðaruppbyggingunni á íslandi. Það er eins og friðar- andinn í Evrópu nái ekki hingað. Á þessu er raunar einföld skýring. Eftir að friðarhreyfingar efldust í Evrópulöndunum var hernaðarbrölt þar óvinsælla en verið hafði. Tíð slys af völdum herflugvéla og dólgsháttar setu- liðsmanna Bandaríkjamanna, óttinn við kjarnorkuslys og að herstöðvar Nató yrðu skotmörk í stríði varð loks til að fylla mælinn hjá almenningi og friðarhreyfing- um óx fiskur um hrygg í Vestur- líka svo „einkennilega" til að Bandaríkin og Nató ráða yfir miklum og öflugum sjóher, bæði kafbáta og ofansjávarherskipa sem nýtist fyrst og fremst í árásar- aðgerðum. Það var því nærtækt að setja saman áætlun um flota- sókn norður eftir Atlantshafi og austur fyrir Noreg til Kolaskaga. Þannig geta Bandaríkjamenn nýtt sér flotastyrk sinn og nái þeir fótfestu í norðurhéruðum Sovétr- íkjanna eru þeir strax farnir að ógna Moskvu. Flotasóknina má svo styrkja meó því að sækja landveg frá Noregi en Banda- ríkjamenn sækjast nú mjög ákaft eftir því að koma upp her- og birgðastöðvum í Norður-Noregi. Bandaríkjamenn hafa líka tekið það skýrt fram að í væntanlegum afvopnunarviðræðum komi ekki til greina að minnka flotastyrkinn eða fækka þeim kjarnorkuflug- skeytum sem eru í kafbátum á hafi úti. Það má nefnilega ekki minnka getu Nató til sóknar á Norður-Atlantshafi. Ekki hefðu hershöfðingjarnir getað verið heppnari með land- fræðilegar kringumstæður. Á miðri leiðinni norður eftir Atl- antshafi er ísland, sem einn af forsvarsmönnum Nató kallaði á sínum tíma „ósökkvandi flug- móðurskip". Að vísu er venjan að manna herskip hermönnum en ekki óbreyttum borgurum. Nú Því er stundum haldið fram að herforingjar séu kaldlyndir og meti mannslífin lítils, þau séu lítið annað en tölur á blaði. I þessu dæmi um sóknina á Norður-Atlantshafi er þó líklega verið að gera þeim rangt til. Eru hershöfðingjarnir ekki einmitt að bjarga miklum fjölda fólks í Mið- Evrópu og Bandaríkjunum frá hernaðarhörmungum ef þeir stýra árás á Sovétríkin frá íslandi, strjálbýlasta landinu í Nató, og beina þar með hættunni af átökum þangað? Er líka ekki eðlilegt, fyrst íslendingar leggja ekkert til bandalagsins, að þeir ljái land sitt undir stríðsrekstur- inn? Manntjón yrði ekki teljandi í hernaðarátökum þótt Rússar gerðu árásir á herstöðvarnar hér, í mesta lagi að félli kvartmiljón manna sem er lítið miðað við miljónatugina í Evrópu. Ef „hertu“ flugskýlin og niður- gröfnu stjórnstöðvarnar sködd- uðust ekki væri skaðinn ekki svo mikill. Sams konar þankagangur í smærri mynd býr að baki þeirri hugmynd að flytja Keflavíkur- herstöðina norður á Melrakka- sléttu svo hún sé fjær fjölmenn- inu á Reykjavíkursvæðinu. í þessum útreikningum Nató- liða er líka reiknað með því að vegna fæðar landsmanna þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af mótmælaaðgerðum. Þátttakend- ur í þeim gætu aldrei skipt hundr- uðum þúsunda eins og í Evrópu. Vegna smæðar þjóðarinnar er yfirstéttin hlutfallslega fámenn og því auðgert að múta henni. Það þarf enginn að halda að Bandaríkjaþing láti það við- gangast ár eftir ár að allar verk- legar framkvæmdir í þágu hersins hér séu þrisvar sinnum dýrari en sambærilegar framkvæmdir ann- ars staðar. Bandaríkjamenn eru nefnilega allra manna praktísk- astir og séðir í fjármálum og láta ekki féfletta sig nema í ákveðnum tilgangi. Skyldi það vera tilviljun að ársreikningar íslenskra aðal- verktaka sýna ævintýralegan hagnað á hernaðarframkvæmd- unum einmitt þau ár sem vígvæð- ingin er sem áköfust. Sá hagnað- ur rennur beint í vasa íslensku yfirstéttarinnar og hinna raun- verulegu landstjórnenda, með einum eða öðrum hætti, til að greiða fyrir frekari umsvifum hersins og verður jafnframt til að tryggja stöðu peningavaldsins enn betur. Hinar hrikalegu áætlanir Bandaríkjamanna um hernaðar- uppbyggingu á íslandi hljóta að vekja hverjum manni ugg í brjósti. Herstöðvar þeirra hér, stjórnstöðvar, flugskýli, flug- brautir og radarstöðvar, yrðu fyrstu skotmörk í kjarnorkustyrj- öld. Það hefur alltaf verið brýn nauðsyn að spyrna við veru hers- ins í landinu, en líklega hefur nauðsynin aldrei verið brýnni en nú vegna hernaðarframkvæmda Nató og sóknarstefnunnar á norðurhöfum. Það er vel við hæfi að minnast afmælis Nató með því að byrja nú að snúa ofan af vígbúnaðarmyll- unni. Þyngsta lóðið sem íslend- ingar geta lagt á metaskál friðar- ins nú er að afneita öllum áform- um um Natóflugvöll í Aðaldal, stöðva allar hernaðarfram- kvæmdir þegar í stað og hefja undirbúning að brottflutningi Bandaríkjahers. Jón vinnur á Þjóðskjalasafninu og er í forystusvei* SHA. Höldum áfram til afvopnunar á höfunum Nýlega las ég grein eftir Þórar- in Þórarinsson, sem birtist í Tím- anum undir fyrirsögninni „Kola- skagi og Aðaldalur“. Eg nýt þess heiðurs að vera fulltrúi fréttastofu sovésks al- mennings, sem er þess fullviss, að ekki eigi að vera um nein „bann- svæði“ að ræða, þegar komið er að afvopnun, en þá langþráðu þróun, sem varð tii í kjölfar hins nýja pólitíska hugsunarháttar og þar af leiðandi Reykjavíkurand- ans, verður stöðugt að ýta undir. Þess vegna langar mig til að koma inn á tvö málefni, sem fjallað er um í áðurnefndri grein: Kola- skaga og afvopnun á höfunum. Kolaskagaáætlunin Margir vestrænir lesendur tengja Kolaskaga fyrst og fremst sovéskri kafbátastöð. Vegna Vladimír Verbenko skrifar „Umfjögurra ára skeið hefur Gorbatsjov haldið þvífram að afvopnun á höfunum og takmörkun flotaumsvifa sé óaðskiljanlegur þáttur í þróun samskipta austurs og vesturs... Samt hefur engin þeirra raunsæistillagna sem hann hefur lagt fram ... hlotið stuðning. “ þessara aðstæðna, (sem Þórarinn Þórarinsson og margir fordóma- lausir sérfræðingar telja komnar af illri nauðsyn og vegna vama), er sums staðar talað um hættu- lega „útþenslu sovéska eldflauga- Þann 1. október 1987 flutti flotans". Míkhafl Gorbatsjov ávarp í Við skulum nú snúa okkur að Múrmansk, þar sem hann lagði hinu raunverulega ástandi í þess- fram raunhæfa áætlun um tak- um heimshluta. mörkun hernaðarumsvifa og minnkandi fjandskap á norður- slóðum, svo og á vestur- og austurhveli jarðar, jafnt þurr- lendi sem á hafinu. Og í fyrsta hlutanum, þar sem um var að ræða samþykkt um að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði í Norður-Evrópu, sem ma. Sovét- ríkin tækju ábyrgð á., var lögð áhersla á eftirfarandi: „Jafnframt staðfesta Sovétríkin, að þau eru tilbúin til að ræða við þau ríki, sem hlut eiga að máli um öll mál- efni, sem tengjast tilurð kjarn- orkuvopnalauss svæðis, þar með taldar mögulegar ráðstafanir varðandi sovéskt landsvæði.“ Auk þess tóku Sovétríkin ein- hliða niður skotpalla fyrir með- aldrægar eldflaugar einmitt á Dr. Verbenko er yfirmaður APN á íslandi. Fimmtudagur 9. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.