Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN" Er þjóðkirkjan búin að taka páfann í sátt? Guöni Þór Ólafsson prófastur aö Melstað: Hún er tilbúin aö viðurkenna hann sem biskupinn í Róm. Jón Einarsson prófastur að Saurbæ: Við höfum aldrei verið í ósátt við þennan páfa. Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki: Páfinn ertrúbróðirokkarog mikil- vægur maður kristinnar kirkju í heiminum. Hann er að sjálfsögðu ekki yfirmaður íslensku þjóðkir- kjunnar á nokkurn hátt, en bróðir í trúnni. Baldur Vilhelmsson prófastur á Isafirði: Ég er sjálfur ekkert ósáttur við páfann. íslenska þjóðkirkjan sýnir meiri víðsýni og er rúmbetri en sú norska. Þess vegna eru engar deilur hér varðandi komu páfa. Torfi Stefánsson æskulýðsfulltrúi: Ég heid ekki að þjóðkirkjan sé í sátt við páfa. Þetta er opinber heimsókn og væri dónaskapur að mótmæla henni. Við lítum ekki á komu páfa sem trúboðsferð, heldur heimsókn hans til síns safnaðar. Hitt er svo annað mál að kaþólski biskupinn hér til- heyrir reglu Jesúíta sem er trú- boðsregla , þannig að þetta gæti þýtt breytta stefnu kaþólsku kirkj- unnar gagnvart íslandi sem trú- boðssvæði. þlÓÐVILIINN Flmmtudagur 9. mars 1989 48. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN COi0^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Við háborðið sátu Guðrún Ágústsdóttir, Svavar Gestsson, Gerður Óskarsdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir, Sólrún Jensdóttirog Hrólfur Kjart- ansson. Fundarmenn í Seljaskóla voru um hundrað talsins og skutu föstum skotum á háborðið. Skólamál Eigum eftir að hittast oft! Fjörugur fundur með skólamönnum ogforeldrum í Breiðholti Aþriðj udagskvöldið í ofan- komu og hávaðaroki þyrptust áhugasamir foreldrar, kennarar og aðrir skólamenn í Breiðholti inn í íþróttahús Seljaskóla á fund við Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra og aðstoðarmenn hans. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur setti fund og var fundarstjóri. Svavar flutti stutt ávarp og skýrði tilgang sinn með þessari fundaherferð í skóla landsins. Virðing fyrir skólum er ekki nógu mikil, að hans mati, það þarf að efla skólana í landinu og tiltrú fólks á þeim. Á fundunum er spurt hvernig það verði best gert? Eins og hefur komið fram í þessu blaði hefur Svavar þann háttinn á að sækja hugmyndir til fólksins sem skólamái brenna á, kennara, skólastjóra og foreldra, til viðbótar við skúffur ráðuneyt- isins. Og síst sagðist hann ætla að troða stefnu Alþýðubandalagsins að fólki, því samstaða verður að ríkja um íslenska skólann. Ótalmargt á döfinni Gerður Óskarsdóttir ráðu- nautur menntamálaráðherra, sem hefur starfað að skólamálum á öllum skólastigum, sem kenn- ari, skólastjóri og kennslustjóri, hélt aðalerindi kvöldsins, gag- nort yfirlit yfir það sem verið er að gera varðandi hvert skólastig fyrir sig. Fyrir yngstu börnin er nefnd að semja lagafrumvarp um nýtt skólastig sem nefnt verður forskóla- eða leikskólastig og get- ur hafist strax og fæðingarorlofi foreldra lýkur - þegar barnið er hálfs árs. „Það verður vitanlega ekki skylda,“ sagði Gerður, „en við viljum að fólki standi til boða að koma börnum í forskóla þegar og ef það vill.“ Á grunnskólastigi er bæði ver- ið að ræða nýja aðalnámsskrá og endurskoða grunnskólalögin, auk þess sem verið er að ræða framtíð Námsgagnastofnunar. Mikill áhugi er á að auka listupp- eldi í skólum, flytja kennslu í list- greinum sem mest inn í grunn- skólana sjálfa. Einnig er á þessu stigi verið að ræða einsetinn skóla og samfelldan vinnudag. Þetta mál hefur oft verið til umræðu áður og nú er verið að safna sam- an öllum gögnum sem áður var búið að vinna um það. Ekki þarf að nefna að þetta verður dýrt framtak en uppskeran verður vonandi betri menntun og betri umönnun barna á grunnskóla- aldri. Heilbrigðismál og fíknivarnir Eftir yfirlit Gerðar sem einnig náði yfír framhaldsskólastig, háskólastig og fullorðinsfræðslu var fyrirspurnum safnað frá gest- um í sal sem Svavar, Gerður, Hrólfur Kjartansson og Áslaug svöruðu. Hér verður ekki hægt að nefna nema nokkur mál sem bar á góma. í aðalnámsskrá fyrir grunn- skóla er kafli um fíknivarnir, sagði einn fundarmanna. Verður honum fylgt ákveðið eftir með því að ætla honum stundir á kennsluskrá? Hrólfur svaraði því til að áhersla væri lögð á heilbrigðis- uppeldi í nýju námsskránni og auknar fíknivarnir. í samráði við Lionsmenn væri verið að útbúa sérstakt námsefni til að fræða börn um áhrif fíkniefna og vara þau við þeim, en ekki væri búið að ætla því rými á stundaskrá og varla yrði það gert fyrir haustið. En margir hafa áhuga á að veita þessu efni forgang, og þar að auki er talað um við endurskoðun lag- anna að umsjónarkennarar fái meiri tíma til að sinna nemendum sínum, ekki síst í sambandi við kennslu í heilbrigðismálum, kynfræðslu og þá líka fíknivörn- um. Gerður hafði talað um að námsskrá hvers skóla fengi aukið vægi og einn fyrirspyrjandi spurði hversu mikið það yrði aukið. Fengju skólar kannski að laga sig betur að umhverfi sínu en nú er og taka mið af atvinnuháttum á sínum stað? Hrólfur sagði að meiningin væri að skólar fengju einmitt svigrúm til þess að ráða kennsluháttum og námsefni að einhverju leyti til að geta lagað sig að atvinnuháttum í heima- byggðinni. Það þyrfti að hækka gengi verk- og listgreina á öllum skólastigum, þá gæti líka verið að færri flosnuðu úr námi. Spurt var hvort hæfir kennarar fengjust til þeirra nýju kennslu- greina, hvort ekki væri út í hött að tala um skólann sem skapandi einingu þegar erfitt væri að manna þá vegna launanna. Svar- endur viðurkenndu að þetta væru erfíð vandamál. Foreldrafélög Mikið var rætt um félög for- eldra í skólum og skólanefndir í hverfum Reykjavíkur eins og tíðkast úti um land. Hvort tveggja miðar að því að auka áhrif foreldra á skólahald. Einn fundarmanna spurði hvort ætlunin væri að styrkja stöðu foreldrafélaga. Eins og væri mættu þau sinna föndri og ferðalögum með nemendum en ekki skipta sér af innra starfi skólanna. Foreldrafélög verða máttlítil meðan hlutverk þeirra er ekki skilgreint. Það þarf að festa þau í sessi og afmarka verksvið þeirra, því foreldrar eiga að hafa bæði rétt til þess og skyldu að sinna vinnustað barna sinna. Gerður sagði að þetta stæði einmitt til að gera. Nú er líka gert ráð fyrir að skipta Reykjavík upp í skólahverfi sem hvert hafí sína skólanefnd. Og þessar skóla- nefndir á fólkið í hverfínu sjálft að kjósa en ekki fá yfir sig send- ingar að ofan. Fundarmönnum fannst það góð leið til að efla skólastarf og virðingu fyrir skólum að styðja við foreldrafélög og veita þeim fé til að þau geti gert eitthvað í al- vöru. En það er víða erfitt að fá for- eldra til starfa og skólarnir verða oftast að hafa frumkvæðið, sagði Gerður. Það stafar einfaldlega af því að fólk vinnur of mikið til að hafa tíma til að taka þátt í svona starfi. Og Svavar spurði hvar for- eldrar væru þetta kvöld, bað þá að rétta upp hönd sem væru „bara“ foreldrar, ekki skóla- menn líka. Furðu fáar hendur fóru á loft í mannfjöldanum! Verður í fimmtán ár Fjölmörg önnur mál voru rædd, sjálfstæði Háskólans, ævi- ráðning skólastjóra, sveigjanleiki í lok grunnskóla (samræmt próf sem fólk gæti tekið ári fyrr eða síðar eftir atvikum), kennara- menntun og málefni stakra skóla í sambandi við húsnæði og fjár- veitingar. f lok fundarins þakkaði menntamálaráðherra fyrir fund- inn, góðar viðræður og hugmynd- ir. Hann sagðist segja það fólki tii gamans að hann ætti eftir að verða lengi í embætti, „ég ætla mér að vera eins lengi og Gylfi Þ. í þessu starfi, eða fimmtán ár, svo að við eigum eftir að hittast oft!“ SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.